Dagur - 28.03.1940, Síða 4

Dagur - 28.03.1940, Síða 4
54 DAOUR 13. tbl. kornið er orðið grænþroska, losn- ar það í axinu, og því meir sem það þroskast betur. Þá er því hætt við að fjúka, ef hvassviðri koma. Til að vera viss um þroskunina, er bezt að skoða kornið sjálft á nokkrum meðalöxum. Þegar kjarninn er orðinn seigur, t. d. eins og volgt vax, er óráðlegt að geyma kornskurðinn til muna. Fer það þó auðvitað eftir veðuráttuút- liti, hvernig ástatt er um önnur vinnubrögð og fleira. KORN SKURÐURINN. . '-r.wwiSí Uppskeruvinnan er skemmtileg og að henni geta gengið konur og karlar, ungir og gamlir. Þar sem akrar eru stórir, getur verið hent- ugt að slá með sláttuvél. Við hana þarf þá að festa „afleggjara“. Sjálfbindarar eru hér engir til ennþá. Það mun vera heppilegast að nota orf og ljá til að byrja með. Kornorf og ljáir eru góð tæki og ódýr. Jafnvel má notast við venjulegt orf og ljá. En þá þarf að festa grind á það, sem varnar því að kornstengurnar falli aftur yfir ljáinn, þegar slegið er. Grindina má smíða úr járni eða aluminium, sem er betra, og skrúfa hana fasta á orfið, niður við hólkana. Sláttumaðurinn slær að því ó- slegna, þannig að kornstengurnar leggjast að óslægjunni. Þarf þess- vegna að „taka frá“, áður en næsti skári er sleginn. Tvo menn þarf með sláttumanninum eða fleiri, ef óvanir eru. Annar „tekur frá“, þ. e. tekur múginn og leggur hann til hliðar í hæfilega stórar viskar. Hinn bindur. Nokkrar kornsteng- ur eru notaðar sem band utan um bindið eða knippið. Er það mun fljótlegra eða hentugra en að nota garn eða vír eins og sumir gera. Hæfilegt er að hafa bindin 2—3 spannir í ummál, fyrir neðan öx- in. Bezt er að slá í þurru veðri, og þá má hafa bindin stærri en ella. Bindin eru nú reist upp, 6—10 saman, og þau látin hallast hvert að öðru. Öxin eru látin snúa upp. Þegar bindin eru farin að þorna verulega, er þeim stakkað, ca. 10 vagnhlöss í stað. Innstu bindin í stokknum eru látin rísa upp hverí að öðru og mynda millibil að neð- an. Svo er hlaðið utan' um í hring- myndaðan stakk. Öxin eru látin vísleggjast í miðjunni, verður þá miðjan ávallt hærri og kollurinn toppmyndaður. Vel hlaðnir stakk- ar geymast ótrúlega vel, jafnvel fram á vetur. Þeir stakkar, sem standa eiga lengi, þurfa að vera stærri. Hessian er gott til yfir- breiðslu í toppinn. Oftast mun þess þörf að krossbinda stakk- ana, til að verja þá foki. Haustið 1933 rigndi á fjórða hundrað mm. á byggstakkana á Sámsstöðum, þeir skemmdust ekki og kornið varð ágætlega þurrt að lokum. Hafra er erfiðara að þurrka. Þurrkun á hesjum er mjög örugg aðferð, því kornið þornar á þeim, hvernig sem viðr- ar. Ef til vill er veðráttan það hagstæðari hér en á Suðurlandi, að þeirra sé ekki þörf. Samkvæmt reynzlu Klemenzar Ffá laíiðn »0evsir«. Priðja lokað gleðikvöld á þess- um vetri fer fram í Samkornu- húsi bæjarins laugardaginn 30. marz og hefst kl. 10 e. h. Aðgöngumiðar í Bókaverzlun í5. Thorlacius á föstudag og laugardag, 29. og 30. marz. Athugið, að miðarnir verða eigi seldir við inn- ganginn. á Sámsstöðum er uppskeruvinnan á ha. 15 dagsverk, ef slegið er með orfi og ljá. Vant fólk mun þó vera fljótara en þetta, en hér er engu slíku til að dreifa. Byggið er lang auðræktaðast af korntegundunum. Hafrar gera að vísu svipaðar kröfur til jarðvegs og aðhlynningar. En þeir þurfa lengri vaxtartíma. Ræktun þeirra og rúgsins er algerlega á tilrauna- stigi. Hins má vænta, að þegar við höfum lært byggræktina — sigli hafrar, rúgur, hveiti, baunir, „kaffirót“, sykurrófur og soja- baunir í kjölfarið. ÞRESKING. Þá er eftir að þreskja. Það er hentugt vetrarverk, hvort sem kornið er barið út, þrezkt með handþreskivél eða stærri og fljót- virkari vélum. Handþreskivélar og hreinsivélar eru ódýrar (hafa kostað tæpar 300 kr. til samans) og furðu góðar. Stærri þreskivélar, vélknúðar, flokka kornið í 3 flokka og hreinsa það um leið. Þær, sem til eru hér á landi, af þeirri gerð, flokka það eftir þyngd. En þreski- vélar eru til af ótal stærðum og gerðum. Það er óneitanlega skemmtilegt að þreskja korn, þegar vel gengur, og það hefir vakið undrun og gleði margra, að sjá kornbunurn- ar fylla hv'ern sekkinn af öðrum af byggi, höfrum og jafnvel rúgi, þeim korntegundum, sem stund- um hafa vantað í búið, og til skamms tíma var talin mesta firra að hægt væri að rækta hér á landi. En það er meira en aðeins gaman fyrir bóndann að rækta korn, því kornið tryggir honum hið ágæt- asta fóður handa öllum búpeningi. (Framhald). Erlingur Davíðsson. Sleegjulönd beejarins — hólmarnir — verða seldir á leigu í bæjarstjórn- arsalnum fimmtudaginn 11. apríl n. k. kl. 2 síðdegis. Leigutími 2 ár. — Þeir, sem skulda fyrir slægjulönd geta ekki vænst þess að fá slægjur á leigu. Bæjarstjórinn á Akureyri, 26. marz 1940 Steinn Steinsen Sá sem borðar daglega Skyr neytir hollrar og góðrar fæðu. IFrsa Bnppfflrættinu. Endacnýjnn er byrjuð og á atI vcra lokið 4. apríl. Eftir þann tíma eiglð þér á hœitu að niinter yðar verði selt fiðrnm. Ný ii imitSar verða seldir daglega og til kl. 12 á miðnætfi þann 9. apríl. Freisíið hamingfuanar! Kaupið nýfa niiða. og veríð með frá byrfun. ffiókaveizlun Þ. Tfliorlacius. j 1—2 herbergi og eldhús, óskast frá 14. maí. R. v. á. Dráttur í Happdrætti Skákíélags Akureyrar Lfitil fibfiið. 2 herbergi og eldhús óskast frá 14. maí. R. v. á. Skíðasleöi fundinn. Geymdur í Kolaafgi elðsin K. E. A. fór fram 16. þ. m. og komu upp þessar tölur: 846 (útvarpstæki). — 87 (skákmenn). — 1226 (Fataefni). — 439 (ljósmynd af landslagi). — 1811 (peningar). — 926 (Sjálfblekungur). — 1797 (Virkir dagar e. Hagalín 1—2). — 336 (Gerska æfintýrið e. H. K. L.). — 803 (peningar). — 636 (pen- ingar). — Vinninganna vitjist til Bjttrns) Halldórssonar, Akureyri. með nýtísku þægindum til leigu frá 14. maí í Strandgötu 51. Upplýsingar í sima 152. Ibúð i innbœnum til leigu frá 14. mai n. k. Á. Jóhannsson, KEA. Ritstjóri: Ingimar Eydal. Prentverk Odds Björnssonar.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.