Dagur - 18.04.1940, Blaðsíða 3

Dagur - 18.04.1940, Blaðsíða 3
16. tbl. D A G U R 65 Hér með tilkynnist að jarð- arför Guðrúnar Sigurðardóttur, Kambi, fer fram mánud. 22. apr. að Munkaþverá kl. 12 á hád. Aðstandendur. Þökkum innilega auðsýnda samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför Guðlaugar Jónasdóttur frá Núpufelli. Aðstandendur. sýnt, að þau vilja blandast saman, og áður en varir ,er allt komið í einn hrærigraut. Eg hefi talið 8 afbrigði í sama pokanum. Þar voru hvítar, rauðar, gular, bleikar og' bláar kartöflur, stórar og smá- ar. Þetta voru sölukartöflur. Það er ekki góðverk að taka slíkar kartöflur til sölumeðferðar á sama tíma og reynt er að auka neyzluna í landinu. Við verðum að auka kartöfluræktina og vinna þeim markað með því að selja að- eins góðar, heilbrigðar og vel flokkaðar kartöflur eftir stærð og afbrigðum. Við hlið kartöflunnar kemursvo byggið. Aukin menning og bjart- sýni, samfara hraða á flestum sviðum frámkvæmda, ætti að létta róðurinn fyrir framgangi byggræktarinnar. Það er að ljóma af nýrri korn- ræktaröld eftir margra alda trú leysi og vankunnáttu á þessu sviði. Ný og betri verkfæri, til- ingur yfirleitt hlýtur að ryðja úr vegi þeirri aldagömlu ótrú, sem fram að þessu hefir staðið korn- yrkjunni og allri ræktun fyrir þrifum. Að vísu vitum við ekki, hvort kornræktin er árviss hér um slóð- ir. Það er jafnvel ekki líklegt að svo sé. Jafnvel byggið getur brugðizt. En eigum við samt að rækta það? Þeirri spurningu svara eg hiklaust játandi. Öll ræktun getur brugðizt. Við verðum að horfast í augu við þá staðreynd, að kartöfluræktin er alls ekki ár- viss hér á Norðurlandi, en samt aukum við árlega ræktunina. Grasræktin getur líka brugðizt að meira að minna leyti. En það er athyglisvert, að vorfrostin, sem stundum eyðileggja kartöflugrös- in á fyrsta vaxtarskeiðinu, gera korninu ekki hið minnsta mein. Ein frostnótt síðari hluta sumars stöðvar vöxt kartaflanna, áður en þær hafa náð sæmilegum þroska. Kornið getur náð fullri stærð og þroska, þótt það gaddfrjósi, áður en það er slegið. Grómagn þess getur að vísu minnkað.. En til fóðurs er það jafngott. Kal í tún- um hefir oft orðið alvarlegur hnekkir í - búskapnum. Bygg og hafrar geta gefið fulla uppskeru í þeim sumrum, sem kartöflur og gras bregðast. Aðalhættan er sú, að meðalhiti sumarsins sé ekki nægur fyrir kornið. En þó að kornið þroskist ekki til fulls. er hálmurinn með korninu á svo gott fóður, að hann borgar að miklu leyti ræktunarkostnaðinn. Af hagnýtum tilraunum þess opinbera og reynzlu þeirra manna, sem þegar hafa hafizt handa í kornrækt, má sjá, að hún er ekkert hégómamál, en fyllilega þess verð, að bændur geri tilraun. Það er ekki til neins að berja höfðinu við steininn og segja, að bygg geti alls ekki þrifist hér — því hér í Eyjafirði haí'a allmargir bændur ræktað bygg, hafra og rúg. Hitt er annað mál og hverjum manni ljóst, að það tekur nokkurn tíma að gera þessa ræktun al- menna. Kornyrkjustörfin þarf að læra sérstaklega, en við sleppum ekki við það, þótt við bíðum enn um stund. Grasræktinni hefir fleygt fram á undanförnum árum. Túnin hafa þanist út. Þúfnabanar og dráttar- vélar hafa verið notaðar til stór- virkra framkvæmda. Þetta hefir verið einskonar gelgjuskeið í jarð- rækt okkar. í mörgum tilfellum hefir allan nauðsynlegan undir- búning vantað, svo sem fram- ræslu og forræktun, því vanalega er grasfræinu sáð strax fyrsta ár. Miðað við landsstærð og tilkostn- að hafa nýræktirnar vonum minni uppskeru. Það er margsannað, að tún með 1—3 ára forræktun gefa af sér 5 —10 hestburðum meiri töðu fyrir sama áburð en án forræktar. í staðinn fyrir ofþenslu tún- anna þarf að koma betri ræktun og fjölbreyttari. í staðinn fyrir dráttarvélar og umferðavinnu- flokka þurfa bændurnir sjálfir að framkvæma jarðræktarstörfin með sínum eigin hestum. í stað- inn fyrir einhliða grasrækt þurfa á hverjum bæ að koma kartöflur, bjrgg, belgjurtir og fleiri nytja- jurtir í sáðskiftum við gras. í staðinn fyrir fábrotin störf, störf, sem stundum leiða til óbeit- ar á landbúnaðinum, þurfa að koma fjölbreytt jarðyrkjustörf, sem tryggja afkomu hans og eru samboðin þeirri stétt, sem vill og á að vaxa og eflast og vera þess megnug að skapa sín eigin kjör. Erlingur Davíðsson. §amkór R. Abrahams. hefir undanfarið haldið 3 sam- söngva fyrir fullu húsi tvö fyrri kvöldin og þriðja við mjög góða aðsókn. Þetta eitt sýnir að kórinn hefir aflað sér almennra vinsælda. Því verður og eigi neitað — af nokkurri sanngirni, — að söngur þessa kórs ber af öllum samsöng hér í bæ fyrir margra hluta sakír. Fyrst söngskráin; hún er kosta- meiri en venja er til. í öðru og þriðja lagi er meir vandað til söngsins, raddirnar samfelldari og fágaðri, og því áferðarfegurri, þótt hér sé að nokkru leyti sama fólk- miðstöðvar. En ekki tjáir um fást nú. að í nágrenni Akureyrar er sæmi- legt móland og sjálfsagt að vinna það eins og auðið er. Kaupfélag Eyfirðinga hefir tjáð blaðinu, að móeltivél félagsins muni verða starfrækt í allt sumar og mórinn seldur neytendum við KOSTNAÐARVERÐI. Vél þessi getur unnið sem svarar 10 tonnum af þurrum mó á dag. Æskilegt væri að allir þeir, sem hafa í hyggju að fá mó, en hafa ekki tök á að vinna hann sjálfir, létu K. E. A. vita um það. Er ekki nema sjálfsagt og eðlilegt að K. E. A. annist þessar framkvæmdir, þar sem stór meiri hluti bæjar- og byggðarbúa hefir trúað því fyrir mestri verzlun sinni, enda ekki séð að betur verði gert á annan hátt. Meðan á síðustu heimsstyrjöld stóð voru nokkur kol unnin í Hallbjarnarstaðanámum á Tjör- nesi, en reyndust misjafnlega. Engu að síður er sjálfsagt að reyna þetta enn, ef þess er nokk- ur kostur. K. E. A. hefir gert ráð- stafanir til þess að fá sýnishorn af þessum kolum til rannsóknar og athugun fer fram á því hvað kosta muni að vinna þau, og hvert sölu- verð gæti orðið á þeim hér. NÝTING KOLANNA. Það er alkunnugt, að það er all misjafnt hvernig heimilum helzt á kolum til hitunar, þótt húsnæði það, sem hita skal, sé svipað að stærð. Veldur því margt. Skal það fyrst telja, að ákaflega er misjafnt hve mikillar hagsýni er gætt í kyndingunni. Er til um þetta efni ágætur bæklingur, eftir Gísla Halldórsson verkfræðing, sem komast ætti inn á hvert heimili. Þá er það vitað, að tvöfalt gler í gluggum er til mikilla bóta og hiti helzt betur í stofum með slík- um útbúnaði. Eitthvað er til aí gluggagleri á staðnum og ættu allir, sem tök hafa á, að búa sig undir veturinn með því að koma upp tvöföldum gluggum. Þá er mikilsvert að ekki sé trekkur með hurðum og gluggum, og nauðsyn- legt að láta viðgerð fara fram, ef svo er. Loks skal nefna miðstöðv- arnar sjálfar. Sumar eru mestu eyðsluhítir en aðrar sparneytnar. Sjálfsagt er að láta fagfróða menn athuga allar miðstöðvar til þess að fyrirbyggja óþarfa eyðslu, ef eitthvað skyldi vera í ólagi. Má í því efni benda á Miðstöðvardeild K. E. A. Þetta eru bendingar um nokkuð það helzta. Því fyr, sem þessar ráðstafanir eru gerðar, því meiri líkur eru til að allir verði yelbúnir til þess að mæta kulda vetrarins, þegar hann kemur í garð. Þá er rafmagnið, sem sjálf- sagt er að nota eftir því sem aflið endist og mönnum reynist kleyft með útvegun áhalda. Um þessar mundir fara fram athuganir á möguleikum til þess að smíða tæki til hitunar með nætur-raf- magni hér í bænum. Mun blaðið láta lesendur fylgjast með því. eftir því sem föng eru á. Vonandi verður hægt að búa margar íbúðir þessum tækjum fyrir næsta haust. í koladýrtíðinni í síðustu heims- styrjöld kvað Káinn um hið sí- gilda þjóðráð: Margur sveinn í meyjararma flýr, á meðan kolin eru svona dýr!“ Svo margt er sinnið sem skinn- ið. Vonandi ræðst hver og einn á móti erfiðleikunum þar sem lík- legast er til sigurvinninga. □ Rún 59404247 - Frl. I. O. O. F. = 1214199 = KIRKJAN: Messað í Akureyr- arkirkju n. k. sunnudag kl. 2 e. h. Nýja-Bíó sýnir nú um helgina ljómandi fallega kvikmjmd með Shirley Temple í aðalhlutverkinu sem heitir „Miss Ameríka". ið, sem syngur í öðrum kórum. Þá eru og yfirburðir söngstjórans auðsæir. Loks má geta þess að söngskráin er fjölbreyttari. Hér er að verki maður með afbragðs söngstjórnargáfu og þekkingu. Það ríður baggamuninn. Af lögum skal nefnt: „Keisari nokkur mætur mann“, ágætlega sungið, sérílagi síðasta daginn; þá hið undurfagra lag Brahms „Örlög manna“, dásamlega sungið, ekki sízt bassasólóin; þá „Hans ok er létt“ eftir Hándel með sóló og kór. Sólóna söng ungfrú Sigríður Guð- mundsdóttir ágæta vel, en með- ferð kórsins hin bezta. Síðast var sungið eftir Mozart „O, Isis und Osiris“ fyrir bassasóló og karla- kór. Þessa sönglistarperlu úr Töfraflautunni“ söng hr. Guð- mundur Gunnarsson framúrskar- andi vel, þegar þess er gætt, að hér mun hann fyrst hafa sungið einsöng opinberlega. Röddin er o- venju fögur basrödd, ágæt upp á við, en tæplega nógu breið á dýpstu tónum og að vöxtum eigi meiri en í meðallagi, en hvort- tveggja má auka mikið með þjálf- un. Hann syngur beztan bas þeirra, er ég hefi heyrt hér nyrðra. Karlakór söng milt og eft- irleik óvenju vel: samstilling og hreimur skínandi. Af lögum Mo- zarts var sálumessan nafnfræga síðust og á kórinn þakkir skyldar fyrir hversu vel hann söng þessa töfrum þrungnu messu, svo vanda- samt sem það verk þó er. Þá voru og prýðilega sungin Tindafjöll skjálfa“, „Gondolasöng- ur“ Offenbachs og lag söngstjór- ans „Svarkurinn“. Þetta lag fór að mestu fyrir ofan garð og neðan hjá mér, en í engu raskar það list- rænu gildi þess, með því að ég er alls ónæmur á slíka músík, og brestur að öðru skilyrði til þess að gera mér mat úr henni. „Ó, guð vors lands“ hefi ég tæp- lega heyrt betur sungið. Þá sungu þau ungfrú Sigríður Guðmunds- dóttir og hr. Gunnar Magnússon

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.