Dagur - 30.05.1940, Blaðsíða 3
22. tbl.
D A G U R
93
Lin Yutang:
Hættan mesta;
ekki sprengjur,
heldur stefnur.
(Eftir því sem dagarnir líða verða
menn svartsýnni á ástandið í Evrópu. í
aigleyming styrjaldarinnar virðast vest-
urveldin fara halloka fyrir heift-
úðugri sókn Þjóðverja, en ekki sýnist
þó hægt að vænta þess að vopnin verði
slíðruð fyrr en yfir lýkur. Bölsýnismenn-
irnir spá því, að í þessum tryllta leik
muni menning Evrópuþjóðanna farast
með öllu. »Evrópu verður ekki bjargað«
er sagt. Vitaskuld er framtíðin hulin
sjónum allra dauðlegra manna og engir
spámenn óskeikulir. I eftirfarandi grein
heldur Lin Yutang, frægur austurlenzk-
ur rithöfundur og heimspekingur því
fram, að menning þjóðanna muni ekkí
farast af völdum styrjaldarógnanna
sjálfra, hekiur sé mesta hættan falin r
þeim stefnum, sem meta dýrslegt
grimmdaræði mest allra mannlegra eig-
inleika og trúa á vald hnefans, sem
æðsta dómstól í öllum málum; þ. e. fas-
ismi og stalinismi. Greinin hér lauslega
þýdd úr amerísku tímariti).
Listin að lifa og listin að drepa
hafa alltaf haldist í hendur í þró-
unarsögu mannkynsins. Orsök
þessa virðist vera hin undarlega
sameining löngunarinnar til þess
að berjast og óskarinnar um frið-
samlegt líf, sem báðar búa í
brjósti hvers einasta manns. Þetta
þarf alls ekki að bera vott um
ófullkomleika hinnar mannlegu
veru. Það má jafnvel draga í efa
gildi lífsins þegar mannskepnan
er orðin svo þræltamin og heima-
fús, að enginn baráttuhugur er
lengur í henni.
Með þessu er eg alls ekki að
bera blak af styrjaldaræðinu. Eg
er aðeins að benda á staðreyndir
erfða okkar og eðlis. í náttúrunnl
fer fram endalaus tortímingar-
styrjöld við hliðina á ástarhótum
og óþrotlegum kærleika alla, sem
lifir fyrir afkvæmi sín og mitt í
þeim skapandi krafti fegurðar og
yndis, sem við þekkjum í ilm
blómsins, söng fuglanna og suði
býflugunnar.
Ef að það er til hrellingar þeim,
sem vilja kynna sér lögmál nátt-
úrunnar, að sjá að miskunnarlaus
styrjöld er háð í friðsömu skóg-
lendi, að því er virðist, eða minn-
ast þess að örninn, sem hreykir
sér á klettasillu á fögru vorkvöldi,
hefir rétt lokið við morð á frið-
sömum smáfugli, þá er það hug-
hreysting að vita að lífsafl nátt-
úrunnar er alltaf hinu yfirsterk-
ara og er þess megnugt að rétta
við á stórfenglegan hátt eftir
dauðans hörmungar og eyðilegg-
ingar.
Nú, þegar Evrópa er flakandi í
sárum styrjaldar og ógna, eru
margir þeirrar skoðunar að menn-
ing þjóðanna, eins og við þekkj-
um hana í listum, vísindum, trú,
réttlæti og listinni að lifa, muni
tortímast. Eg verð að aðhyllast
aðra skoðun.
Stríðshugurinn er óaðskiljanleg-
ur hluti af hverjum manni. Hann
er önnur hliðin á listinni að lifa.
en hann er veikari, eins í sálu
hvers manns og í náttúrunni um-
hverfis okkur. Hann verður undir
í viðureigninni. Hin hliðin, lífs-
krafturinn og menningin, geta
ekki glatazt.
Enskir skáldmæringar og
franskir vísindamenn farast kann-
ske í þessari styrjöld. Rannsókna-
og vísindastofnanir, háskólar og
aðrar menningarstofnanir verða
kannske jafnaðar við jörðu. Þrátt
fyrir það munu vísindalegar for-
múlur og eiginleikar skáldanna
ekki hverfa frá þjóðunum. Það er
óhugsandi að ávöxturinn af vís-
indalegum og bókmenntalegum
iðkunum muni hverfa með þess-
um mönnum og þessum húsum.
Afrek tónskáldanna og uppfynd-
ingamannanna munu samt verða i
hávegum höfð, vegna þess að
ástin á hljómlist getur ekki dáið.
Mannkostur þjóðanna mun efa-
laust bíða ógurlegt tjón, með
miljóna slátrun ungra og efnilegra
manna. En meðan ein þjóð er ekki
alveg þurrkuð út af fleti jarðar-
innar, mun menning okkar tíma,
lista- og vísinda-arfur okkar halda
áfram að vera til. Og það er ekki
hægt að eyða heilli þjóð, jafnvel
ekki með ógurlegustu tortíming-
artækjum nútíma flughernaðar.
Síðasta styrjöld eyðilagði ekki
Þýzkaland. Tuttugu ár kreppu og
fjárskorts, hafa megnað að gera
það sterkara en nokkru sinni.
England og Frakkland verða
heldur ekki eydd í þessari styrj-
öld, hvað sem á dynur. Að stríðs-
lokum mun lífslöngunin, og hin
skapandi öfl mannlegrar snilli,
endurreisa Evrópu á ótrúiega
skömmum tíma.
Nakið ofbeldi nær engum raun-
verulegum árangri. Eyðilegging
japanska hersins á menningar-
stofnunum Kínverja gæti varla
verið betur skipulögð eða fram-
kvæmd á fullkomnari hátt. Þrátc
fyrir það væri vitleysa að halda
að menning Kínverja sé þar með
lögð í rústir. Kennarar og nem-
endur háskólans í Chekiang ferð-
uðust 1000 mílur suður á bóginn
þegar styrjöldin eyddi bækistöðv-
um þeirra þar og héldu náminu
áfram í Yunnan. Menningin lifir
ef maðurinn lifir. Menningin deyf
ef þrælarnir einir halda velli.
Ennþá er komið að öðru atriði.
Menning nútímans mundi tortím-
ast ef að þeir eiginleikar, sem
stefna til aukinnar menningar eru
eyðilagðir. í frjálsu þjóðfélagi eru
þessir eiginleikar og frjálsræði í
trú, réttur og frelsi einstakling-
anna til hugsana og athafna, lýð-
Jarðarför önnu Friðriksdóttur frá Ytri-Bakka fer
fram að Möðruvöllum í Hörgárdal Iaugardaginn 1. júní
1940 kl. 2 e. h.
Aðstandendur.
stjórn og traust til samborgar-
anna í þjóðfélaginu. Ef að þetta
fellur þá fellur menningin. Ein-
ræðisherrarnir þurfa ekkert styrj-
aldarástand til þess að vinna að
pessari eyðileggingu. Á friðar-
tímum eru menn rændir þessum
gjöfum menningarinnar og borg-
ararnir gerðir að njósnurum hver
um annars hagi og skoðanir. Borg-
ari í slíku ríki hefir tapað réttin-
um til hugsunar og frjáls lífs, sem
jafnvel villimenn í Afríku hafa
átt og eiga enn.
Það sem ógnar menningunm
nú, er því ekki styrjöldin sjálf,
heldur hinar breyttu hugmyndir
um verðmæti lífsins, eða réttara
sagt afnám hugmyndanna um
verðmæti lífsins, sem einræðis-
stefnurnar boða og hafa komið í
framkvæmd á stórum skikum
jarðkúlunnar. Þessar stefnur ræna
eðlilegum rétti til frjáls lífs. Að-
eins með því að endurvinna og
endurstofnsetja réttinn um frelsi
einstaklinganna hvar sem er á
hnettinum verður hnefinn sem nú
er kreftur að menningunni brot-
inn á bak aftur.
Bréf
frá finnskri móður.
Nú er ekki oft minnst á Finn-
land. Örlög þess og þjáningar eru
komin í skugga annarra atburða.
Quisling hefir síðan tekið við af
Kuusinen, og hjarta Steingríms
er nú tekið að titra af samúð til
smáþjóðanna. Útgáfufélag komm-
únista hefir síðan gefið út bók
eftir finnskt skáld, sem „félagar“
þeirra reyndu að drepa í vetur
eftir beztu getu. Já, margt er
breytt.
Á meðan frelsisstríð Finna stóð
yfir, voru finnsk börn í stórhóp-
um send til hinna Norðurland-
anna. Það var enginn óhultur i
Finnlandi vegna loftárása rúss-
nesku blóðhundanna. Þá munu
hafa runnið upp margar sárar
kveðjustundir, því að foreldrar
gátu búist við því að sjá börn sín
aldrei framar.
Þann 6. marz s.l. birtist í
dönsku blaði bréf, sem ung, finnsk
móðir skrifar syni sínum, sem
kominn er úr landi. Þetta bréf á
hann að lesa seinna, því að hann
er ungbarn. Móðirin er Lotta, en
maður hennar hermaður. Hún
býst eins við því, að-þetta bréf sé
hin hinzta kveðja.
„Elsku drengurinn minn!
Þú ert ennþá aðeins lítið barn
og berð ekkert skyn á allar þær
ógnir og hörmungar, sem geisa
úti í heiminum og þjá nú einnig
föðurland þitt. Þú lifir í þínum
eigin heimi, og mér þykir vænt
um, að þú skilur ekkert af þessu.
Þú hefir ekki einu sinni vit á því
að þrá pabba þinn og mömmu.
Og, ef til vill, er það Guðs vilji,
að þú fáir aldrei framar að sjá
okkur. Ef til vill færð þú aldrei
fleiri kossa hjá pabba þínum né
hvílir framar í örmum mér. En
þú ert ennþá svo ungur, að þú
manst ekki eftir okkur. Þessi
vegna sit eg þetta þungbæra kvöld
og skrifa þér. Og mundu það,
elsku litli Bo minn, varðveittu
þessi orð mömmu þinnar til æfi-
loka.
Fyrst skal eg segja þér eitthvað
um pabba þinn. Eg óska af heil-
um hug, að þú líkist honum, þeg-
ar þú stækkar. Vertu eins góður
og pabbi þinn, varðveittu hina
sönnu sálargöfgi og hann. Vertu
eins hreinn og sannur, eins góður
drengur og hann. Ef eg á að spá
nokkru, eftir því sem mér hefir
sýnst, þá held ég að þú verðir
jafn trúaður og bjartsýnn á lífið
og pabbi þinn. Og reyndu, þrátt
fyrir allt, að varðveita bjartsýn-
ina, elsku Bo minn. Láttu engu í
lífinu takast að ræna þig henni.
Ef það skyldi einhvern tíma
ríkja friður og ró í landinu okkar,
þá komdu aftur heim í sveitina
þína, til staðarins, þar sem vagga
þín stóð. Seztu þá á steininn við
tréð, sem mamma þín gróðursetti
fyrir þig. Hlustaðu á þytinn í
birkinu. Þú munt heyra hvíslað
að þér frásögnum um pabba þinn
og mömmu og gæfusama heimilið
þitt. Laufþyturinn á einnig að
segja þér frá landinu þínu, stóra
heimilinu okkar allra. Hann á að
segja þér frá baráttunni, sem við
heyjum nú.
Og svo að lokum, kæri drengur-
inn minn, ef þér skyldi einhvern
tíma seinna í lífinu finnast þú
vera einmana og allt vera dimmt
og dapurt í kringum þig, þá
spenntu greipar og hafðu yfir í
hljóði með sjálfum þér bænina:
„Gud som haver barnen kár“.
Þannig kenndi amma þín mömmu
þinni. Þetta er arfurinn, sem þú
færð frá okkur.
Vertu sæll, elsku drengurinn
minn. Mín síðasta hugsun verður
um þig, Bo.
Mamma þín“.
í þessu bréfi bólar ekki á liatri
til þeirra, sem þjáningunum
valda. Það var ekki hatrið, sem
var styrkur Finna í stríðinu. Það
var föðurlandsást þeirfa, trú a
guð og trú á lífið. Menn, sem aldir
eru upp af slíkum mæðrum, sem
þessari, hljóta að vera góðir syn-
ir og góðir þegnar. Þjóð þeirra
hlýtur að lifa og vera sterk, þrátt
fyrir fæð sína og nábýli við villi-
mennskuna í austri,
Aq.