Dagur - 11.07.1940, Side 2

Dagur - 11.07.1940, Side 2
124 DAGUR 28. tbl. Jónsmessuhátí í Skagafirði. Sjá Neapel og dey síðan! Eg gæti trúað því, að þeir, sem vakað hafa Jónsmessunótt í Skagafirði þegar hann er í allri sinni feg- urstu hásumarsdýrð, kæmust ekki hjá því að hugsa eitthvað á þessa leið. Með öðrum orðum: Það er hæpið, að fegurri sjón eigi þeir eftir að sjá í ríki náttúrunnar. Á síðastliðinni Jónsmessu brá þó út af þessu. Þá var Skagafjörð- ur þungbúinn. Dimmir skýjaflók- ar huldu að mestu fjalla- og sólar- sýn, og kaldur stormur stóð af hafi. En þrátt fyrir þetta höfðu Skag- firðingar þó talsverðan liðsdrátt um héraðið um þessar mundir. Laugardaginn 22. júní hélt Varmahlíðarfélagið aðalfund sinn í Varmahlíð, og voru þar mættir fulltrúar úr flestum hreppum sýslunnar. Auk þess voru þarna mættir báðir þingmenn kjördæm- isins og Hermann Jónasson for- sætisráðherra, auk nokkurra ann- ara gesta, sem boðið var á fund- inn. Formaður félagsins, Árni Hafstað í Vík, setti fundinn, en kvaddi síðan Sigurð Sigurðsson sýslumann til að stjórna honum. Þarna var gerð grein fyrir starf- semi félagsins síðastliðið ár, sem aðallega snerist um það, að koma upp hinni myndarlegu sundlaug, sem nú er fullgerð, og er ein hin myndarlegasta sundlaug á land- inu, 50 m. löng. Er hún nokkurs konar hornsteinn þess menningar- og menntaseturs, sem þarna á að rísa í framtíðinni. Þá var rædd nokkuð framtíðarstarfsemi félags- ins, og fannst það á að oddvitar Varmahlíðarfélagsins í Skagafirði hafa fullan hug á að bæta hið fyrsta fl^iri þáttum við það upp- eldisstarf, sem þegar er hafið með sundkennslunni, þrátt fyrir það þótt rás viðburðanna hafi komið í veg fyrir að hægt sé að hefja nokkrar byggingafram- kvæmdir fyrst um sinn. Skagfirð- ingar munu nota tímann til að hugsa og gera áætlanir. Það sem helzt mun koma til greina af slíkri starfsemi á komandi hausti er smíðakennsla, og garðyrkju- kennslu á næsta vori. í lok fund- arins flutti Hermann Jónasson forsætisráðherra prýðilegt erindi um framtíðarstarf og stefnu þess- arar menningarstofnunar, og dvaldi einkum við viðhorf æsk- unnar sjálfrar til hennar. Eg held að Skagfirðingar skilji það, að til þess að fá þróttmikið og áhrifa- ríkt menntasetur, er ekki nóg að hafa nóg fé til að byggja mikil og vegleg skólahús, jafnvel ekki þótt að þessari stofnun kæmu góðir og lærðir kennarar, sem hefðu fullar kennslustofur af hlustandi nem- endum. Nei, stofnunin sjálf verð- ur að eiga sér djúpar rætur í um- hverfi sínu, Hún verður að vera byggð upp af óskum og vonum unga fólksins, sem á að nota hana. Jafnvel múrsteinarnir gætu gefið stofnuninni anda, ef þeir væru gerðir af æskumönnunum sjálf- um. Slík stofnun verður að vera byggð upp af smáum og stórum fórnum, þá fá jafnvel steinarnir líf. Það gladdi mig að verða þess var, að á þessum grunni munu Skagfirðingar ætla að byggja sitt skólasetur. Og nú gefst skagfirzkri æsku kostur á um næstu ár, að sýna það í verki hvort hún verð- skuldar það að fá þessa mennta- stofnun, hvort hún vill leggja eitt- hvað að mörkum sjálf til að eign- ast hana. Auk sjálfra húsbygging- anna eru þarna óþrjótandi verk- efni fyrir þá, sem þegnskap vilja sýna, og vænti eg þess, að Varma- hlíðardeildirnar í hinum ýmsu hreppum, ungmennafélögin o. fl. láti eigi líða á löngu áður en haf- in verði þarna skipulögð þegn- skaparvinna við að prýða og fegra þennan stað. Rækta skóg, ryðja og byggja vegi, undirbúa garðrækt í stórum stíl, koma upp íþróttavelli o. s. frv., auk þess sem bygging- arnar ættu að komast upp að nokkru leyti með þegnskap og gjafavinnu. Þetta þyrfti að fara að skipuleggja nú þegar. Það er ekkert aðalatriði, að allt komi í einu. Hin hæga þróun spá- ir oft traustari framtíð. Innri þörf á smátt og smátt að skapa alltaf eitthvað nýtt. Ein byggingin og eitt fyrirtækið kemur í dag, sú næsta að ári. Stofnunin á að vaxa frá lítilli byrjun, sundlauginni, sem þegar er komin, til fjölþættr- ar uppeldis- og menntastarfsemi. Sunnudaginn 23. júní gekkstsvo Varmahlíðarfélagið fyrir héraðs- hátíð í Varmahlíð, sem varð hin ijölmennasta þrátt fyrir slæmt veður. Á þessari miklu bifreiðaöld mátti þarna sjá stóra skara ríð- andi manna úr öllum áttum, og enn heyrðist dynjandi hófadynur um Hólminn og Héraðsvatna- bakka. Samkoman hófst með g'uðs- þjónustu í Skagfirðingabúð, og prédikaði síra Helgi Konráðsson Sauðárkróki. Annars stjórnaði Árni Hafstað bóndi í Vík sam- komunni. Aðalræðuna flutti Sigurður Sig- urðsson sýslumaður, en auk hans fluttu þarna ræður báðir þing- menn kjördæmisins, síra Tryggvi Kvaran á Mælifelli og Þormóður Eyjólfsson konsúll Siglufirði. Varpaði hann meðal annars fram þeirri hugmynd, að í sambandi við Varmahlíðarskólann yrði stofnað- ur söngskóli, hliðstætt því, sem íþróttaskóli starfar við Laugar- vatnsskólann, og væri hann eink- um ætlaður söngkennurum og öðrum þeim, sem áhuga hefðufyr- ir sönglist, Var gerður góður m m m ■ m m m m m-m m m rómur að þessari hugmynd, því Skagfirðingar eru söngmenn miklir, og varð þess meðal annars vart á héraðshátíð þessari. Þar skemmti karlakórinn Heimir und- ir stjórn Jóns Björnssonar bónda á Hafsteinsstöðum og eru söng- mennirnir úr fjórum hreppum sýslunnar. Má það heita furðuleg fórnfýsi, að leggja á sig langar ferðir sumar og vetur, til að koma saman til æfinga. Og er kór þessi að allra dómi hinn prýðilegasti, þegar tekið er tillit til allra að- stæðna, og söng hann þarna bæði mikið og vel. Þá fór fram- sund- keppni um Grettisbikarinn, sem Varmahlíðarfélagið í Reykjavík hafði gefið til að keppa um, og varð hlutskarpastur Kári Steins- son frá Efra-Ási í Hjaltadal, og hlaut hann þennan farandbikar fyrstur manna. Sundnámsskeið þau, sem staðið hafa yfir þarna í vor, hafa verið sótt af 2—300 manns og er það vel af stað farið. Að lokinni sundkeppninni fór fram dráttur í happdrætti Varma- hlíðarfélagsins, og var dregið um rauðblesóttan, skagfirzkan gæð- ing. Að endingu var svo dansað fram eftir allri Jónsmessunótt. Aldrei horfi eg svo yfir Skaga- fjörðinn að sumarlagi, að mér komi ekki í hug orð Friðriks kon- ungs VIII., er hann horfði austur af Kambabrún: „Hér gæti verið heilt konungsríki“. Ræktunin fær- ist að vísu smátt út, og bygging- arnar þokast í áttina, en ennþá er meiri hlutinn af hinum víðlenda og grösuga Skagafirði óræktað, eða lítt ræktað land. Á sumum jörðum, þar sem nú býr einn bóndi með lítinn vinnukraft, gætu búið 10 bændur ef allt land- ið væri ræktað. í Skagafirði ríkir sama öfuga hlutfallið, sem víðast annarsstaðar. Á Sauðárkróki er of margt fólk, í sveitinni er of fátt fólk. Það á að vera eitt af höfuð- hlutverkum Varmahlíðarstofnun- arinnar, og héraðsskólanna yfir- leitt, að koma hér heilbrigðu jafn- vægi aftur á, tengja æskuna við moldina, gróðurinn og starfið, tengja hana við fortíð sína og sögu, það er líka menntun. Hannes J. Magnússon. Kajjisamsœti var Gunnari Björnssyni ritstjóra frá Minnesota og konu hans haldið á Hótel Gull- foss á sunnudagskvöldið. Gekkst Stúdentafélag Akureyrar fyrir því. Aðalræðuna fyrir minni heið- ursgestanna flutti Sig. Eggerz bæjarfógeti. Fleiri tóku til máls, þar á meðal heiðursgestirnir báð- ir. Allmikið var sungið undir borðum, og fór samsætið hið beztu fram. Látinn er í Reykjavík Snæbjörn Arnljótsson fyrverandi bankaeft- irlitsmaður. Var hann eitt af börnum síra Arnljóts Ólafssonar, er eitt sinn var prestur á Ytri- Bægisá, og þar óist Snæbjörn upp. Snæbjörn var gáfaður maður og skemmtinn í viðræðum. Hann mun hafa verið kominn yfir sjötugt. Bækur. Morgunn. fyrra hefti þ. á., er nýlega kominn út. Ritið er nú orðið 20 ára gamalt. Meginhluta þess tíma hefir það verið í höndum hins stórvitra ritsnill- ings, Einars H. Kvaran. Eítir andlát hans tók séra Kristinn Daníelsson við ritstjórninni, en nú á þessum 20 ára tímamótnm í lífi Morguns, afhenti hann ritið forseta Sálarrannsóknarfélags Islands, séra Jóni Auðuns, og er hann nú ritstjóri Morguns. Helstu gremarnar í þessu nýja hefti eru sem hér segir: Hvað segir spíritisminn um Krist? eítir ritstjórann; B.eyttur heimur, Krist- inn Daníelsson þýddi; Aha og Omega, eftir séra Jakob Jónsson; Fjarhrif, ett- ir Jón Auðuns; Pjónusta kærleikans, eftir sama; Psychometry, eftir Einar Loftsson; Frá huhðsheimum, eftir Haf- stein Björnsson. Auk þess eru margar smærri ritgerðir, þar á meðal »Á víð og dreif« eftir ritstjórann. Morgunn er mikið lesinn, bæði í kauptúnum landsins, kaupstöðum og sveitum. Hann er jafnan aufúsugestur ijölda manna víðsvegar um iandið. J Ö I ö, 2. hefti 1. árg., er komin út. Ritstjórinn er hinn áhugasami vakandi prestur, Björn O. Björnsson. Fyrsta hefti ritsins voru gerð nokkur skil í þessu blaði, og hið nýja hefti stendur því ekki að baki. í það skrifa, auk rit- stjórans, ýmsir kunnir höfundar, svo sem Páli Kolka, Jón Magnússon, Lúð- víg Ouðmundsson, Sigfús Halldórs, Sigurður Einarsson o fl. Efni ritsins er margbrotið, það fjallar um garð- rækt, þjóðmenning, skáldskap, tónlist, myndlist, likamsmenning, andiegt líf, stjórnmál, og margt fieira, bæði hlut- ræns og hugræns eðlis. Meðal annars flytur ritið viðtal við tvo af helstu tulitrúum Breta í Reykjavfk um her- nám iandsins. Margar myndir prýða ritið. Riifliir af Perusi meistara, eflir Bólu- Hjálmar, gefnar út af Finni Sigmunds- syni, hafa blaðinu verið sendar. Pær aru víða vel kveðnar eins og vænta mátti, én efnið er fremur ómerkilegt. Útgefandi segir í eftirmála, ef Perusar- rímur seljist fyrir útgáfukostnaði, sé ráðgert að halda áfram útgáfu á rím- um eftir þjóðkunna menn, og muni þá ef til vill næst verða prentaðar Króka-Refs rímur séra Hallgríms Pét- urssonar, sem aldrei hafa verið prent- aðar. Er ekki ólíklegt að margan fýsi að sjá þá tegund ljóðagerðar höfundar Passíusálmanna og kaupi því Perusar- rímur tii að flýta fyrir útgáfu rfmna séra Haligríms. Ritstjóri: Ingimar Eydal. Prentverk Odds Björnssonar.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.