Dagur - 14.11.1940, Blaðsíða 1
DAGUR
kemur út á hverjum
fimmtudegi. Árgang-
urinn kostar kr. 6.00.
Ritstjóri:
Ingimar Eydal.
Prentverk
Odds Björnsonar.
xxiii. árg.;;
AFGREIÐSLAN
og innheimtan í skrif-
stofu blaðsins við
Kaupvangstorg.
Sími 96.
Afgreiðslumaður og
gjaldkeri:
Jóhann ö. Haraldsson
Akureyri 14. nóvember 1940
-m
\ 47. tbl.
Vígslakirkjunnar
fer fram næstk. sunnudag, 17. þ. m., og hefst kl. 1
e. h. — Verður kirkjan opnuð kl. 12.30. — Biskupinn
yfir íslandi framkvæmir vigsluna. —■ Athygli bæjarbúa
skal vakin á því, að á laugardagskvöldið kl. 6 e. h.
verður kirkjuklukkunni hringt nokkra stund. Er það
upphaf vígsluathafnarinnar, en
ekki loftvarnamerki.
Hannskaðar.
Síðastl. föstudag féll Sigþór Jó-
hannson, vélavörður, í Laxá . og
drukknaði. Hann lætur eftir sig
konu og 3 uppkomin börn.
Á laugardaginn fórst trillubátur
frá Húsavík undir Saltvíkur-
bjargi. Á bátnum voru þrír menn,
tveir björguðust, en einn drukkn-
aði, Stefán Halldórsson að nafni.
Lætur hann eftir sig konu og 4
börn ung.
Sama dag drukknuðu 3 menn af
báti frá Ólafsvík, en einum af
bátverjum var bjargað.
Þann 29. f. m. fór vélbáturinn
Hegri frá Hofsósi áleiðis suður og
hefir ekki til hans spurzt síðan.
Er hann talinn af. Á bátnum voru
5 menn, þar á meðal Jón Sigurðs-
son útgerðarmaður í Hrísey, eig-
andi bátsins.
Síðastl. fimmtudag féll 6 ára
stúlkubarn, er Gísli Eylert rakari
átti, niður í kjallara og beið bana
af.
I. 0. 0. F. == 12211159 =
Jörð, 3. h. 1. árg., er nýkomin
út. í ritið skrifa, auk ritstjórans,
sr. Björns O. Björnssonar: Árni
Pálsson, Bjarni Ásgeirsson, Guð-
brandur Jónsson, Helgi Hjörvar,
Kristmann Guðmundsson, Magnús
Ásgeirsson, Pétur Sigurðsson, Sig-
urður Magnússon og fl. úrvalshöf-
undar, í ritinu er m. a. kvenna-
þáttur, styrjaldarþáttur, urmull
skemmtiatriða, tvö landabréf og
60 ágætar myndir.
KIRKJAN: Messað verður í
Akureyrarkirkju n. k. sunnudag
kl. 1 e. h. Kirkjuvígsla.
Guðsþjónustur í Grundarþinga-
prestakalli: Munkaþverá, sunnud.
24. nóv..kl. 12 á hádegi (safnaðar-
fundur), Möðruvöllum, sunnud.
1. des (íullveldisdag) kl. 12 á hád.
Zíon: Samkoma n. k. sunnudag
kl. 8V2 e. h. Ræðuefni: Hvað á
mannkynið í vændum? Hvað segir
Ritningin? Sæmundur Jóhannes-
son talar. Allir velkomnir.
Félagar bamastúkunnar Samúð!
Vegna kirkjuvígslunnar hefst
stúkufundur að þessu sinni KL 10
F. H. B.-flokkur sér um fræðslu
og skemmtiatriði. Mætið stundvís-
lega!
Kona Jóhanns sál. Þórðarsonar,
er minnzt var í síðasta blaði, heit-
ir Anna Þorsteinsdóttir og er frá
Grund í Þorvaldsdal. • Leiðréttist
þetta hér með samkvæmt beiðni.
Ársskýrsla Bálfarafélags íslands
fyrir árin 1938 og 1939 er komin
út. Auk skýrsla um aðalfundi fé-
lagsins eru tvö erindi um bálfarir
og bálstofur eftir dr. G. Claessen
og Björn Ólafsson. Félagar Bál-
farafélagsins eru nú 550.
Nýja Akureyrarkirkjan verður
vígð næstk. sunnudag. Biskup
landsins framkvæmir vígsluat-
höfnina. — Síðastl. sunnudag
flutti sóknarpresturinn kveðju-
messu í gömlu kirkjunni
Stúlku
við innanhússtörf vantar
mig nú þegar eða 1. des.
Jónas Kristjánsson.
Viðburðir síðustu daga:
Hin „g'ullskíra“ vinálla
Þjóðverja og Rússa;
Ensk aðalunsioltir
í kaupavinnu.
Kaupakona var á Vatnsenda í
Eyjafirði í sumar; kvaðst hún
vera ensk aðalsmannsdóttir, en
hefði haft dvöl hér á landi síðastl.
6 ár. Lét hún út úr sér ýmsar am-
bögur til sannindamerkis um, að
hún kynni ekki íslenzku til fulln-
ustu. Mörgum lék grunur á, að við
frásögn hennar væri eitthvað bog-
ið og var _því stundum verið að
veiða hana í orðum.
Eitt sinn var hún spurð hvar
Amsterdam væri: Svaraði hún
umsvifalaust: „í Englandi"!
Þá var kveðið:
Fréttin þykir furðu stór:
Fyrir stríðsins æði
Amsterdam til Englands fór
og er þar svo í næði.
Daginn eftir var hún búin að
átta sig á, að þetta hefði ekki
verið alveg rétt hjá sér og segir
þá, að hún hafi ekki átt við Am-
sterdam í Hollandi, heldur sé
smáþorp eitt í Englandi með þessu
nafni.
Þá fæddist þessi staka:
Nú er öllu að fara fram,
fagna tekur lundin,
því að enska Amsterdam
er nýlega fundin.
Sandhóla-Pétur heilsar nú upp á
okkur í þriðja sinn 1 þýðingu Ei-
ríks Eigurðssonar kennara, þ. e. a.
s. 3. og síðasta hefti þessarar
skemmtilegu og vinsælu drengja-
sögu er út komið. Þessi síðasti
þáttur sögunnar nefnist Sigurinn
og skýrir frá því, hvernig Pétur
sigraðist á þeim erfiðleikum, er
því voru samfara, að sjá fyrir
yngri systkinum sínum, eftir að
Þau höfðu mist foreldra sína. Þetta
hefti er með sömu einkennum og
hin fyrri og stendur þeim sízt að
baki Æfintýrin, sem Pétur lendir
í, eru enn stórkostlegri og meira
spennandi en áður, en allt fer vel
að lokum.
Þýðingin virðist yfirleitt vel af
hendi leyst, málið látlaust og
eðlilegt. Óviðfelldið er þó að sjá
boðhátt sagnarinnar að kaupa
„keyptu“ (bls 31) fyrir kauptu,
Molotov kemur til >
Berlínar.
Xeville Chamberlain
lálinn.
Það voru drýgindi í rödd Lord
Haw Haw, hins brezka föður-
landssvikara í þjónustu Hitlers,
þegar hann var að skýra brezkum
hlustendum frá væntanlegri heim-
sókn Molotovs til Berlínar, í út-
varpi frá Breslau, nú laust eftir
helgina. Þyrftu menn nú frekar
vitnanna við, um hið nána sam-
band kommúnista og nazista?
Molotov, forsætis og utanríkis-
málaráðherra Stalins, fór frá
Moskva á sunnudag í einkalest,
ásamt fylgdarliði sínu (sem taldi
aðeins 32 menn), áleiðis til Ber-
línar. Sagt er að von Ribbentrop,
utanríkismálaráðherra Þýzkalands,
hafi mætt honum í Königsberg, og
fylgt honum þaðan á fund Hitlers.
Þýzk og ítölsk blöð láta að von-
um mikið yfir hinni „gullskíru“
vináttu Rússa og Öxulríkjanna,
sem náð hafi hámarki sínu með
þessari „kurteisis- og vináttu“-
heimsókn hins rússneska bolse-
vika til höfuðstöðva nazismans, og
minnast þess jafnframt, að allar
tilraunir Breta til þess að fá Rússa
til fylgis við sig, hafi farið for-
görðum. Óvenju lítillar sparsemi
er gætt í meðferð sannleikans að
þessu sinni. Allar vonir manna um
það, að hinn rússneski kommún-
ismi stefndi að frelsi og mannrétt-
indum, hafa brostið; allar tilraun-
ir til þess að fá Rússland til þess
að vinna að lausn hinna kúguðu
þjóða í Evrópu, undir járnhæl
nazismans, erkifjanda allra
frjálsra manna, hafa dáið. Eftir
stendur hinn nakti sannleikur, að
Rússar bera siðferðislega ábyrgð á
hörmungum Evrópu, með vinfengi
sínu við kúgarann, og með því að
rétta honum hjálparhönd þegar
með þarf. Þessi heimsókn Molo,-
tovs þarf því ekki að vekja neina
undrun. Hitt mundi mai’ga fýsa að
vita, hvaða svikaráð verða nú
brugguð í Berlín, við það sem eft-
ir stendur af frjálsum mannheimi.
Líklega verða kommúnistablöðin
hér heima ekki sein á sér, að túlka
(Framh. á 2. síðu).,