Dagur - 23.12.1940, Blaðsíða 3

Dagur - 23.12.1940, Blaðsíða 3
52. tbl. D A G U R 131 andvökum, sem ofneytsla veldur o. s. frv. Jólin eru að mestu leyti hátíð munns og maga. Þau eru það, víðast hvar og í öllum höfuðátt- um véraldar. Svo langalangt eru sumir váldhafar frá jólahelginni, að þeir haga sér engu betur en Jómsvíkingar forðum, þegar þeir herjuðu í Noreg og hlupu upp á Jaðar sjálfa jólanóttina. Þar bjó bóndi sá, er Geirmundur hét. Þeir æptu heróp og lögðu eld að hús- um. Geirmundur svaf í lofti og stökk út um glugga og kom hart niður. Vagn Ákason var nær- staddur og hjó til hans, kom egg- in á úlflið og tók af hreyfann. Búi digri varð þess áskynja, þó dimmt væri og mælti: „Fénaðist þér nú, Vagn Ákason?“ Þannig voru jólin haldin þá. En munu einvaldarnir nú virða jóla- helgina meira en Vagn og Búi eða Sigvaldi jarl, sem stýrði þá Jóms- víkingum? Eða munu þeir, sem afla fjár um jólin með dans- skemmtunum og bíómyndum, vera miður fégjarnir, en Vagn var, sem hirti íingurgull af hendi Geir- muhdar, sem höggvin var af hon- um? Mikil eru þau dýrmætu verð- mæti, sem ganga í súginn um jól- in, fara þá að forgörðum vegna þess að jólin eru ekki haldin heilög. Þær miklu styrjaldir, sem geysa um löndin, mundu ekki skella á þjóðunum ef valda-þjösnarnir tryðu á friðarhöfðingjann, sem fæddist á jólanótt. Ef honum væri veittur trúnaður, sýnd lotning í raun og veru, hann elskaður og honum falin á hendur samvizka og sál — mundi vel fara fyrir ábúendum jarðar, í stundlegum heimi. Eg tek árinni ekki dýpra en þetta: að vel mundi oss vegna á lífsleiðinni jarðnesku, ef honum væri hlýtt, sem jólin eru helguð — að nafninu. Þá væri það bræðra- lag uppi á bugi, sem komið gæti í veg fyrir blóðuga bardaga og landauðn. Og þá mundi annað þykja nauð- synlegra, en munaðarvaran sú, sem enga uppbyggingu veitir líf- færunum, heldur þvert á móti. Þá mundi — ef trúað væri í raun og sannleika á friðarhöfðingjann — það eitt þykja nauðsynlegt, sem hann sagði að mestu máli skipti. Hitt læt eg liggja milli hluta, hverja þýðingu það hefir að snú- ast þannig gegn „lávarði ald- anna“, að einstaklingarnir „bíði tjón á sálu sinni“ — með því hátt- erni, að nota jólahátíðina til þess, að „þjóna höfðingja þessa heims“. Eg ætla kennimönnum að halda á lofti himneska fánanum — tel mig ekki færan til þess. Þó er það sálartjón, þ. e. a. s. andleg niðurlæging, að leggja stund ó það hátterni, sem stendur fyrir andlegri viðreisn mannanna á jafnsléttu daglegs lífs. Þar er a og b þess stafrófs, sem kann að ná upp til ósýnilegra hæða. Vér, sem tvístígum milli kram- búðar og kirkju, skulum taka undir það, sem Sigurður Norda jlét í veðri vaka á n. I. vetri í at- hyglisverðum erindaflokki um „líf og dauða“ — að réttast sé að gera ráð fyrir: að ekki sé öllu okið með síðasta andvarpinu, sem áver maður hlýtur að taka; því að: allur er varinn góður. — Jólin á Jómsvíkindatíð voru á miðjum vetri. En þó að þeir sví- virtu ekki þá jólahelgi sem nú er eða ætti að vera helguð vetrar sól- hvörfum, hefndist þeim fyrir framferði grimmrar ónáttúru. Geirmundur hljóp á fund Hákon- ar jarls, handarvana og var þó langa leið að fara, og bar honum hersögu. Jarlarnir brugðu við og skáru upp herör. Þeir börðust við Jómsvíkinga í Hjörungavogi og var sú orusta nafntoguð. Þar unnu jarlar sigur á Jómsvíkingum — innrásarhernum. Þá og þar er vá fyrir dyrum, Degar innrásarhætta vofir yfir jjóð: En sjálfskaparvíti eru eigi síður háskaleg, hvort sem þau eru rramin á rúmhelgum dögum eða sannheilögum stórhátíðum. G. F. Bækur r Búnaðarfélags Islands fást hjá mér. Akureyringar, sem vilja gerast kaupendur að búnsðarblað- inu *Freyr«, geta snúið sér til min. Ármann Dalmannsson, Aðalstræti 62. I Munkapverá er í óskilum steingrá hryssa, dökk á haus og fætur, mark: heilrifað hægra, líklega 3 eða 4 vetra. Eig- andinn er beðinn að vitja hennar hið fyrsta og borga áfallinn kostn- að . Stefán Jónsson. Hfá mér er brún hryssa, 2 vetra, mark: sneiðrifað a. h., biti aftan v. vagl- skorið framan (frekar en biti). Það hefir verið skilinn eftir lokk- ur í faxinu, þegar var rakað af henni í vor. Möðrufelli 19. desember 1940. Kristinn Ó. Jónsson. Kaupið Krakmöndlor til jólanna. Kaupfélag Eyfirðinga Nýlenduvörudeild. Vegna vörukönnunar verða sölubúðir vorar lokaðar,sem hér segir: Nýlenduvörubúðin, útbúin á Oddeyri, innbæn- um og kjötbúðin: frá 1. til 3. janúar, að báðum dögum meðtöldum. Vefnaðarvöru-, skó-, járn- og glervöru-, bíla- og radiodeild: frá 1. til 8. janúar, að báðum dögum meðtöldum. Byggingavörudeild: frá 1. til 7. janúar, að báðum dögum meðtöldum. Lyíjabúð, brauð- og mjólkurbúðir verða ekki iokaðar vegna vörukönnunar. Full reikuin^sskil á þessa árs viðskipt- uiu verða að vera gerð tfyrir 15. fanúar n.k., fyrir þann (íma verða nýir reikn- ingar ekki opnaðir iil útlána. Kauptfél. Eytfirðinga Áaglýsing ■ verðlagsákvæði. Verðlagsnefnd hefir samkvæmt heimild í lögum nr. 118, 2. júlí 1940, sett eftirfarandi ákvæði um hámarks- áiagningu: Nýir ávexfir: í heildsölu 15"/0 í smásölu 45o/0 Þurkaðir ávexfir: í heildsölu 12o/o í smásölu 38o/0 Brot gegn þessum verðlagsákvæðum varða sektum allt að 10.000 kr. auk þess sem ólöglegur hagnaður er upptækur. Petta birtist hér með öllum þeim, er hlut eiga að máli. Viðskiptamá aráðuneytið, 16. desember 1940. Eyslcinn Jónsson. Torfl Jóhnnusson. TILKYNNING. Vegna vörukönnunar verður sölu- búð verzl. Eyjafjörður lokuð frá 1.—10. janúar næstkomandi. Oreiðslum reikninga verður veitt móttaka á skrifstofuverzlunarinnar. Kristfán Árnason.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.