Dagur - 13.03.1941, Síða 1
DAGUB
keznur út á bveijum
fimmtudegj. A/gang-
urínn koetar kr. A00.
Ritstjárí:
Ingimar EydaL
Prentverk
Odds Bjömaonar.
XXIV. ÁRG
í
AFGREIÐSLAN
og innheimtan i skrif-
stofu biaðsins vlð
Kaupvangstorg.
Simi 96.
Afgreiðslumaður og
gjaldkeri:
Jóhann ó. Haraldsson
Akureyri, 13. marz 1941.
T
10. tbl.
Grátleg tíðiodi.
Fórn á altari
herguðsins.
í fyrradag varð línuveiðarinn
Fróði, er farinn var áleiðis til
Englands, fyrir ákafri skothríð úr
þýzkum kafbát eða öðru vopnuðu
skipi, eigi allfjarri Vestmanna-
eyjum. Hlutu 5 menn á línuveið-
aranum bana fyrir skothríðinni,
þar á meðal skipstjóri og stýri-
maður, er þeir voru að koma
björgunarbát á flot, og vélstjóri
særðist á báðum handleggjum.
fixiiigar
kappskák viö flkureyri
með 8:4 vinningum.
Síðastliðið laugardagskvöld var
háð símakappskák milli Taflfélags
Eeykjavíkur og Skákfélags Akur-
eyrar. Stóð keppnin alla nóttina
og lauk með því að Akureyringar
gerðu 8 jafntefli og töpuðu 4
skákum. Úrslit urðu þau, að Rvík
vann með 8 : 4.
Ekki verður annað sagt en að
Akureyrar skákmennirnir hafi
staðið sig vel, þegar þess er gætt,
að Reykvíkingar tefldu fram 10
meistaraflokksmönnum. Akureyr-
ingar töpuðu á 2., 6., 7. og 10.
borði.
Við fyrsta borð tefldi Jóhann
Snorrason við Einar Þorvaldsson
skákmeistara. Var það hörð skák;
hélt Jóhann uppi sókn lengst af,
en lauk þó með jafntefli. Fer
skákin hér á eftir:
Hvítt: Jóhann Snorrason, Ak., svart:
Einar Þorvaldsson, Rvík.
1. d4, 15. 2. e4, fxe4. 3. Rc3, Rf6. 4.
Bg5, c6. 5. f3, Da5. 6. Bxf6, exf6. 7.
fxe4, Bb4. 8. Df3, 0—0. 9. Bc4, skák,
d5! 10. exd5, Bg4! 11. d6, skák, Kh8.
12. Dg3, Hfe8, skák. 13. Rge2, b5. 14.
Dxg4, Bxc3, skák. 15. Kf2! Bxb2. 16.
Bcf7! Hed8. 17. Habl, Ba3. 18. Hb3,
Bxd6. 19. Hbh3, Dd2! 20. Hh5, h6. 21.
Hhdl! Dxc2. (Ef D tekur H þá fórn á
b6). 22. Hdcl, Dh7. 23. Bg6, Dg8. 24.
Bf5, Df7. 25. Hc3, Rba6. 26. Hch3, Bf8.
27. Kfgl, Rc7. 28. Rf4, c5. 29. Re6, RxR.
30. BxR, Hxd4! 31. Df5! De7. 32. Hgh3!
g5. 33. Hgxg5, fx5. 34. De5, skák, Kh7.
JafntefU.
Skipið komst hjálparlaust til
Vestmannaeyja, þó að fáar vinn-
andi hendur væru innanborðs og
skipið illa leikið eftir kúlnahríð.
A skipinu voru 11 manns. Einn
þeirra, er misstu lífið, var Sigurð-
ur Jörundsson úr Hrísey, aðeins
23 ára að aldri og hinn mesti' efn-
ismaður.
Þessi grimmdarverknaður hnefa-
réttarins kemur eins og reiðarslag
yfir hina litlu, íslenzku þjóð.
li
Togarinn
„Gullfoss
talinn af.
Vonlaust er nú orðið um að tog-
arinn „Gullfoss“ sé ofansjávar.
Sást hann síðast 27. f. m. að veið-
um úti af Lóndröngum. Hefir
leit að skipinu engan árangur bor-
ið. Á togaranum var 19 manna
áhöfn.
Með þessu hörmulega sjóslysi
hafa 11 konur orðið ekkjur og
24 ungbörn föðurlaus. Flestir voru
mennirnir á togaranum á bezta
aldri.
Ársskemmtun
barnaskóla Akureyrar fór fram
í Samkomuhúsi bæjarins fyrir og
um næstliðna helgi. Á sunnudag-
inn voru tvær sýningar, og aðsókn
svo mikil, að margir urðu frá að
hverfa.
Skemmtiatriði voru mörg en
stutt og fer vel á því. Mest bar á
skrautsýningum, og voru þær yf-
irleitt mjög aðlaðandi og ánægju-
legar, og hafði auðsýnilega verið
mikið til þeirra vandað. Auk þess
var sýndur gamanleikur, og nokk-
ur börn lásu upp. Allt fór þetta
vel fram og var börnunum og
skólanum til sóma. Skemmtunin
stóð yfir tæpa tvo klukkutíma.
Skíðamót Akureyrar er ákveðið
að fari fram næstk. sunnudag.
Vafasamt er þó talið að íþróttir á
mótinu geti fram farið eins og til
var ætlazt, vegna örðugra skil-
yrða, svo sem snjóleysis.
Ungmennastúkan Akurlilja nr.
2 heldur fund í „Skjaldborg"
sunnudaginn 16. þ. m. kl. 8.30 e. h.
Inntaka. — Fjölbreytt skemmti-
atriði,
Bazar Kvenfélags Akureyrar-
kirkju, sem fresta varð um dag-
inn vegna ljósleysisins, verður
haldinn á sunnudaginn kemur
(16. þ. m.) í kapellu nýju kirkj-
unnar kl. 5 síðdegis. Margir góðir
munir á boðstólum fyrir gott
verð.
Alþýðusamband íslands átti 25
ára afmæli í gær. Var það stofnað
12. marz 1916. Mun það jafnan
verða talinn merkisatburður í
sögu íslenzkra verklýðsmála.
Starjsmannafélag Akureyrar var
stofnað hér í bænum fyrra sunnu-
dag. Stofnendur voru 22. í stjórn
þess eru: Bjarni Halldórsson (for-
maður), Jón Norðfjörð, Þorsteinn
Stefánsson, Guðm. Karl Péturs-
son og Ólafur Magnússon,
Fjárlögin komu til 1. umræðu á
Alþingi 6. þ. m, Gaf þá fjármála-
ráðherra yfirlit yfir fjárhagsaf-
komu ríkissjóðs á árinu 1940.
Höfðu tekjurnar farið 8 milj. kr.
fram úr áætlun, en útgjöldin 3.7
milj. kr.
Dánardægur. Nýlátinn er á
Kristneshæli Sturla Þórðarson,
Ránargötu 4 hér í bæ, ungur efn-
ismaður.
Karlakór Akureyrar, undir
stjórn Áskels Snorrasonar, endur-
tók söngskemmtun sína í Nýja-
Bíó kl. 3 e. h, á sunnudaginn var.
Aðsókn var góð og viðtökur ágæt-
ar. Söngskráin var óbreytt. Mörg
lögin varð að endurtaka og eitt
aukalag gefið.
Eins og getið var um í síðasta
blaði er Karlakór Akureyrar í
sýnilegum vexti og vinsældir hans
í bænum jafnframt vaxandi.
Bamastúkan „Sákleysið‘‘ heldur
fund næstk. sunnud. í Skjaldborg
kl. 1.30. — B-flokkur skemmtir.
Kantötukór Akureyrar. Söngæf-
ing annað kvöld (föstud.) í
Skjaldborg kl. 9. Bassinn óskast
mættur kl, 8.30,
Afmæli. Helgi Helgason bóndi á
Krókstöðum í Öngulsstaðahreppi
átti sjötugsafmæli 5. þ. m.
Þann 24. f. m. átti Páll Skúla-
son kaupmaður hér í bæ sextugs-
afmæli.
Skagfirðingamót verður haldið
í Samkomuhúsi bæjarins næst-
komandi laugardag, 15. þ, m. •
Aðgöngumiða ber að vitja fyrir
föstudagskvöld kl. 8 í Fornbók-
söluna Hafnarstræti 105.
„Allir eitt", Næsti dansleikur
verður í „Skjaldborg“ laugardag-
inn 15. marz kl. 10 e. h»
Rauða-kross-deild
Akureyrar
heldur uppi, um þessar mundir,
kennslu í hjálp í viðlogum, til
undirbúnings hjálparsveitum, sem
væru til taks ef til hernaðarað-
gerða kynni hér að koma eða ann-
arra atburða, þar sem slíkra
hjálparsveita væri þörf, — Vantar
ennþá nokkra karlmenn til mynd-
unar þessara hjálparsveita, og eru
það því eindregin tilmæli Rauða-
kross-deildarinnar að menn gefi
sig fram við formann hennar.
Guðm. Karl Pétursson, spítala-
lækni, eða Jóhann Þorkelsson,
héraðslækni, sem gefa allar frek-
ari upplýsingar hér að lútandi.
Flokksþing
Framsóknarmanna var sett í
Reykjavík í gær. Eins og kunnugt
er, var þinginu frestað í febrúar
vegna samkomubanns í Reykja-
vík._
Fulltrúar á flokksþingið héðan
fóru með „Esju“ á laugardaginn.
lUOSDOnflll
verður að forfallalausu leikinn
síðari hluta næstu viku og verður
áður auglýstur á götum og í út-
varpi. Bíður fólk þess með mikilli
eftirvæntingu að sjá þenna leik
hins vinsæla tónskálds, Björgvins
Guðmundssonar. Er leikur þessi á
margan hátt mjög sérkennilegur.
Leikfélag Akureyrar biður þess
getið, að börnum, 12 ára og eldri,
verði leyfður aðgangur að leik-
sýningunum, en ekki yngri börn-
um. Og eins og venja er nú orðið,
verði engum börnum leyfður að-
gangur að frumsýningu.
Sala aðgöngumiða hefst frá kl.
4 til 7 e. h. daginn áður en leikið
er, og síðan fer sala fram frá kl.
1 leikdaginn.
Rafstraumur
frá Laxárvirkjuninni kom aftur
síðastliðið fimmtudagskvöld. Var
þá bráðabirgðaaðgerð lokið í
Ljósavatnsskarðinu. Hafði bærinn
þá verið að mestu rafmagnslaus i
nærfelt eina viku. Illt er, þegar
slík æfintýri gerast.