Dagur - 13.03.1941, Side 3

Dagur - 13.03.1941, Side 3
10. tbl DAGUS 45 * »Tekst þá tveir vHjac. Hver stiornar? ,yHver félagsmaöur skal hafa eitt atkvœði og karlar og konur j afnan rétt“. Stjórrt kaupfélaganna er í höndum fé- lagsmannanna sjálfra. Einkafyrirtækjum er hinsvegar stjórnað af eigendunum og viðskiptamennirnir ráða engu um afdrif arðsins og hafa ekkert af honum að segja. Kaupfélögin eru fyrirtæki, rekin á hreinum lýðræðisgrundvelli, þar sem hver félagi hefir eitt atkvæði. I hlutafé- lögum, hinsvegar, fara atkvæðin eftir hlutafjáreign. Venjulega eru það fáeinir menn sem eiga meiri hluta hlutafjárins og stjórna þannig raunverulega félögun- um. Það eru þvi einstaklingarnir en ekki hlutabréfin, sem eru ráðandi stjórn kaupfélaganna. Lengi vel, meðan félögin voru fámenn, gátu félagsmennirnir allir komið saman á aðalfund og þannig tekið ákvarðanir um stjórn félaganna. Nú, aftur á móti, eru sum félögin orðin svo mannmörg og ná yfir svo stór svæði, að ógjörningur er fyrir alla félagsmenn að koma saman á einum stað til aðalfunda. Það hefir komið í ljós á þessum árum, að það hefir verið hagkvæmt fyrir fé- lagsmennina að félögin urðu mannmörg og sterk. Framkvæmdamáttur þeirra hefir aukist og þau hafa reynst hæfari til þess að komast að góðum kjörum. I þessum stærri félögum eru félags- mennirnir þó ekki síður ráðandi um stjórn en I þeim smærri. Félagsmenn þeirra skiptast í deildir, sem halda sína aðalfundi og kjósa fulltrúa til þess að mæta á aðalfundum félaganna. Fulltrú- ar félagsmanna fara þannig með æðsta vald, kjósa stjórn, ráðstafa arðinum, á- kveða nýjar framkvæmdir o. s. frv. * * * I undanförnum greinarköflum hefir verið rætt um reglur Rochdalevefaranna, sem eru máttarviðir alls samvinnufélags- skapar, og nokkuð um áhrif þeirra i framkvæmd. Því verður varla neitað, að skipulag samvinnumanna er það hagkvæmasta og skynsamlegasta, sem komið verður á verzlun og viðskipti, frá sjónarmiði al- mennings. Með sameiginlegu átaki geta neytend- urnir komið fyrirtækjum á fót, sem efla atvinnu og hagsæld hvers byggðarlags og skapa verzlunarástand, þar sem sjónarmið viðskiptamannsins hlýtur allt- af að verða mestu ráðandi. Síðar gefst e. t. v. tækifæri að styðja það sem hér hefir verið sagt, með dæm- um úr sögu samvinnufélaganna hér á landi og annarsstaðar. O. Fá færeyskir fiskimenQ að stunda veiðar frá íslenzkum verstöðvum? Viðtal við P. M. Dam, kennara. Þrír af meðlimum færeysku sendinefndarinnar komu hingað til Akureyrar með ; ,Esju“ s.l. laugardag. Voru það þeir P. M. Dam, kennari, formaður fær- eyska sósíalistaflokksins, J. Pétur EliaSson og J. Rasmussen. „Erindi nefndarinnar til íslands var að leita samvinnu og samn- inga við íslenzku ríkisstjórnina um ýmiskonar viðskiptamál", sagði Dam kennari, er vér hittum hann á skrifstofu K. E. A., en nefndarmennirnir þrír áttu all- langar viðræður við framkvæmda- stjóra kaupfélagsins. „Þessum samningum er nú lok- ið“, sagði hann ennfremur, „og hinir nefndarmennirnir farnir heim til Færeyja. En við þre- menningarnir tókum okkur far með „Esju“ umhverfis landið til þess að kynnast staðháttum á hinum ýmsu fiskistöðvum á þeirri leið“. Hvernig gengu samningarnir við íslenzku ríkissijórnina? „Þeir gengu vel, og eg get ekki annað sagt en að við séum ánægð- ir með ferðina“. Um hvað snerust þessir samn- ingar helzt? „Færeyingar eiga nú við all- mikla erfiðleika að stríða af völd- um breyttra atvinnuhátta. Undanfarin ár hafa um 140 fær- eysk fiskiskip stundað handfæra- veiðar hér við land, og hafa þess- ar fiskveiðar verið einn helzti at- vinnuvegur eyjarskeggja; nú eru þessar handfæraveiðar hins vegar lagðar niður að mestu og þar með saltfiskverkunin. Fiskurinn er nú fluttur ísvarinn til Englands, en við þann flutning hafa ekki at- vinnu nema Vs hluti fiskimann- anna, þar sem mest af fiskinum er keypt í skipin hér. Við þurfum því að útvega % færeysku fiski- mannanna lifibrauð. Við höfum þess vegna sótt um leyfi ís- lenzkra stjórnarvalda til þess að færeyskir fiskimenn fái að stunda veiðar á smáskipum sínum frá ís- lenzkum veiðistöðvum og leggja þannig til a. m. k. hluta af þeim fiski sem færeysku skipin flytja héðan til Englands. Og það er með þetta í huga, sem við ferðumst nú til íslenzkra ver- stöðva“. Og hvernig finnst ykkur svc að litast hér um? „Tveir okkar hafa komið hingað áður. Eg kom til Reykjavíkur með færeyska knattspyrnuflokkn- um í hitteðfyrra og Eliasson hefir sótt íslenzk fiskimið í fjölmörg ár. Nú, eins og þá, lízt okkur prýði- lega á land og þjóð. Eg get sagt það, að við erum allir hrifnir a:: þeim stórfelldu framförum sem orðið hafa hér á síðustu áratug- um, og allir hrifnir af stórbrotinni fegurð landsins". Nefndarmennirnir héldu ferð sinni áfram með „Esju“ til Reykjavíkur og halda þaðan heim til Færeyja með færeyskum tog- ara. □ Rún 59413177 = 1 I. 0. 0. F. s 1223149 == 3 KIRKJAN: Messað verður n. k. sunnudag í Akúreyrarkirkju kl, 2 e. h, „Þýseka herst|órnln tllkynnlr: Kafbátur befir sökkt brezku skipi ..." (Mörgum er í fersku minnt fréttin um árás þýzks kafbáts á enska skipið *City of Benaresz hinn 17. sept. s.l.; var skip- ið þá statt 600 mílur undan landi. Fjög- ur hundruð farþegar voru með skipinu, þar á nteðal 100 börn. ERIC DAVIS, sem var farþegi, hefir sagt frá atburð- um þessum í eftirfarandi grein; lausl. oýtt úr amerísku blaði). Flekinn var aðeins sex feta langur og þriggja feta breiður og við vorum þrír á honum. Það var vélameistarinn, eg sjálfur, og svo Jack Keely. Jack var lítill drengur, sonur fá- tæks verkamanns í London, og framkoma hans á flekanum skýrði fyrir mér ástæðuna fyrir því að Lundúnabúar lifa rólegir við sí- felldar loftárásir og hörmungar. Lífið á flekanum var alls ekki öfundsvert, en það var betra en um borð í sökkvandi skipinu, og Degar skip sekkur á 10 mínútum, eins og Benares gerði, þá eru ekki mörg tækifæri til þess að velja sér ákjósanlegan samastað. Fyrsti maðurinn til þess að ná í flekann var vélameistarinn; hann skolaðist þangað af einhverri til- viljun. Eg var næstur, og svo heyrðum við til Jacks, Eftir svo- litla stund sáum við hann í lítilli fjarlægð frá flekanum; hann hafði bjargað sér á tveimur litlum við- arstubbum og björgunarbeltinu sínu, en hann var lítið klæddur; en þó honum væri svo kalt, að hann gæti varla talað, var hann alls ekki örvæntingarfullur. ískaldur norðanvindur lék um okkur þessa fyrstu nótt, og gekk á með hagléljum. Sjór var úfinn en tunglskin glampaði annað slag- ið á öldutoppunum. Umhverfið var tilvalið harmleiksvið. Það sem skeði var hins vegar ekki aðeins harmleikur, heldur einnig hams- leysi villidýrslegs grimmdaræðis. Tundurskeytið hitti skipið klukk- an 10 eftir hádegi. Um borð voru 406 farþegar; þar á meðal 100 börn, öll áhyggjulaus í rúmum sínum; 24 klst. síðar hafði 161 far- þega verið bjargað, en af þeim voru aðeins 19 börn. Hin voru farin, * * * Já, lífiö á flekanum var alls ekki öfundsvert; því ekki var nóg með það, að öldurnar gengju iðu- lega yfir hann, heldur sprautaðist sjórinn í sífellu upp um rifurnar á honum; og það sem verst var: I þessum sjógangi var illmögulegt að halda sér á flekanum og lá allt- af við sjálft borð, að okkur tæki alla út. Verst var að halda Jack á flekanum; síðan tókum við það ráð að liggja ofan á honum; það var heldur ekki laust við, að hon- um væri svolítið hlýrra svoleiðis. Svolitlar vistir höfðum við: kex, dósamjólk, og dálítið af vatni. En það er ekki hlaupið að því að matast á fleka úti á miðju Atl- antshafi í stórsjó, Ekki var mikið talað. Helzt var sað á eftir „máltíðir". Það erekki hægt að tala um margt á fleka út á hafi. Eiginlega er ekki nema eitt umtalsefni, og á það þorir enginn að minnast. En Jack var öðru vísi gerður en við. Hann tók til að spyrja okkjir, og það var ekki alltaf létt að svara. „Heyrið 3ið“, sagði hann, „í hvaða átt för- um við?“ „Við förum í þessa átt“, sagði eg og benti. „Já, eg sé það“, svar- aði hann rólegur, „en förum við í áttina til Englands eða Ameríku?" Þótt lítið sé að tala um, undir pessum kringumstæðum, þá er ennþá minna að gera, Helzt að skyggnast eftir skipi. En það var ekkert skip sjáanlegt og enginn annar fleki; já, það var langur og erfiður dagur. En Jack möglaði aldrei, Svo fór kuldinn að ásækja okk- ur fyrir alvöru. Eftir því sem á daginn leið fórum við fullorðnu mennirnir að verða vonlausari og kærulausari. Við lágum bara, skulfum og mókuðum. Þá var það að Jack kallaði allt í einu til mín: „Sjáðu hann“; vélameistarinn var rétt í þann veginn að skolast út af flekanum. Við náðum í hann og drógum hann í félagi upp á flekann; hann var orðinn meðvit- undarlaus, Jack vaknaði við þetta og tók að spyrja á ný. Nú var óðum að hvessa og öld- urnar iirðu æ ískyggilegri. Lík- lega myndi koma haglél innan skamms, Og hvað svo.... * * * Þegar herskipið sá okkur, og gaf hljóðmerki, þá hélt eg að þetta væri ennþá ein misheyrn og hreyfði mig ekki. En þá reis véla- meistarinn allt í einu upp við dogg. Ef að tveir menn heyra hljóð í einu, hugsaði eg, þá kannske..., Það var heil eilífð þangað til flekann bar upp á svo háa öldu að við gátum séð skipið. Það sneri skutnum að okkur og sigldi á braut. Við æptum og veifuðum; auðvitað heyrðu þeir ekki til okk- ar; það vissum við, en samt..., Við vissum ekki þá, að skipið hafði séð okkur, en var aðeins að gá að öðrum fleka. Allt í einu sneri það við og kom til móts við okkur með fullri ferð. Við komurast allir af flekanum, fengum beztu viðtökur, Jack vár nær dauða en lífi af vosbúð og kulda, en hann grét ekki. Hann grét heldur ekki þegar hann vissi að systir hans, sem var með skip- inu, hafði drukknað. Hann hélt hugrakkur heim til London aftur, þar sem sprengjunum rignir dag og nótt. Ekki svo illa af sér vikið af 8 ára gömlum dreng. Jack Keely, eg er stoltur af því að hafa kynnst þér,

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.