Dagur - 23.12.1941, Blaðsíða 2
214
D A G U R
51. tbl.
NÝJA-BÍÓ W—*»
sýnir 2. jóladag kl. 2,30:
Wieberry Finn
(barnasýning)
og kl. 5 og 9:
Lils on lilnir.
Á iaugardaginn kl. 6:
Líis og liðoir
og kl. 9:
Varsity snnw.
Á sunnudaginn kl. 5:
úlfurinn á njósnara-
veiðum
og kl. 9:
oss, án þess að vér fáum rönd viö
reist. Þetta er önnur hlið lífslns.
En þrátt fyrir það þótt vér miss-
um ekki sjónar af þessari stað-
reynd, verðum vér líka, og þá
allra helzt á jólum, að viðurkenna
það, að lífið á einnig til yndislega
hluti að gefa, ef vér höfum augun
jafn opin fyrir þeim.
í náttúrunni er til óþrjótandi
fegurð, sem þeim er gefin, sem
augu hafa til að sjá og eyru til að
heyra: Fegurð stjörnuhiminsins,
ásýnd láðs og lagar, roðaskraut
skýjanna að kvöldi og morgni,
glitvefur mánans, niður rennandi
vatna — já, hvert eitt blað af
blómi jarðar smáu; allt eru þetta
gjafir sem sál vorri eru gefnar.
Hér við bætist: Sól og regn,
ávextir jarðar og uppskera, hinir
óþrjótandi möguleikar, sem nátt-
úran gefur hverju sínu barnl, aO
æfa krafta sína við. Svo óþrjöt-
andi eru þeir, að hver og elnn
sýnist geta valið sér það verkefni,
sem honum hæfir og aldrei verð-
ur þurrð á því, sem hægt er að fá
áorkað, ef vit og vilji og máttur
eru til staðar. Og enn blasir við
heimur listanna og draumanna.
Það eru engin takmörk fyrir því,
sem unnt er að skapa og njóta í
skáldskap og sönglist. Með hinni
skapandi list, munu sterkustu
andar mannkynsins, í framtíðínni,
magna hugina til nýrrar fegurðar
og göfgi. Til er hlátrahelmur
andans hátt hafinn yfir alla jarö-
neska baráttu. Það er til líf á
æðri sviðum, sem vér fáum að-
'gang að, ef vér viljum.
EN EINNIG í þessum heimi er
til líf, sem er dýpra og sterkara
en það, sem vér lifum að jafnaði.
Það er líf sterkra tilfinninga og
uppljómaðra vitsmuna, Það er líf
Móðir okkar,
GÚðný Jóhannsdóllir,
andaðisl 20. þ. m. — Jarðarförin er ákveðin
mánudaginn 29. þ. m. frá heimili hennar,
Lundi við Akureyri, og hefst kl. 1 e. h.
Aknreyrl, 22. deiember 1941.
Fyrir hönd okkar og annara aðstandenda.
Jakob Karlsson. Krislján Karlsson.
öllum þeim, skyldum og vandalausum, nær og fjær, er sýndu okkur
samúð og hluitekningu í veikindum og við fráfall Áma sorar ollar,
og heiðruðu útför hans með nærveru sinni, krönsum, blómum og minning-
argjöfum, vottum við okkar hjartans þakklæti. Guð blessi ykkur öll„
Upsum 20. desember 1941.
Þóra Sigurðardóltir. Arnór Björnsaon.
hinnar víðfaðma samúðar, sem
nær út yfir oss sjálf og umlykur
allt hið lifanda líf. Æðsta vizkan
í lífinu er að skilja þetta, að vér
erum litlir og takmarkaðir eln-
staklingar, en tilveran í kringum
oss er óendanleg og óþrjótandi.
Því meir, sem vér því snúum at-
hyglinni að oss sjálfum, því óaf-
látanlegar sem vér hringsólum
kringum vora eigin hagsmuni,
ergjum oss út af vorum smávægi-
legu skakkaföllum, og glötum sál
vorri í hinu hversdagslega stríði,
því fátækari verðum vér í sjálfs-
elsku vorri, því minni menn. Og
jafnvel þótt vér nurlum saman
einhverjum smápeningum, kunn-
um vér ekki að nota þá sjálfum
oss eða öðrum til gagns og gleði.
Sálin verður að horfa í hæðirnar,
út í óendanleikann, til að geta
vaxið.
HUGSUM OSS gistihúsið i
Betlehem. Englarnir sungu allt I
kringum það. Hin skínandi stjarna
ljómaði yfir því. Vitringarnir voru
á leiðinni þangað. Sjálfur Jesús
Kristur knúði að dyrum til að fá
að fæðast þar. Öllu þessu var út-
hýst, enginn hafði hugmynd um
neitt af þessu, því að þar var fullt
af öðrum gestum. Þar bjó ógest-
risið fólk.
Það er svona löguðu gistihúsi,
sem vér búum, er vér fyllum hug-
ann af myrkri hversdagsáhyggj-
unnar og sjálfselskunnar, og þykj-
umst hafa ráð á að úthýsa feg-
urðinni, kærleikanum, ' öllum
himninum og hans dýrð, já, sjálf-
um mannkynsfrelsaranum.
Því að þetta jólaguðspjall: í dag
er yður frelsari fæddur, er engin
torskilin goðafræði. Vér köllum
hann frelsarann, af því að hann
benti oss á leið til að frelsast frá
oss sjálfum, frá hinni ótrúlegu
eymd, sem stafár af þröngsýni
vorri, smásálarskap og hatri.
Hann kenndi oss að vér ættum að
elska lífið í kring um oss, jafnvel
akursins liljugrös og fuglana í
loftinu. Hann kenndi, að vér ætt-
um í stað þess að miða allt við
oss sjálf, að læra að elska guð og
hans dýrð og vaxa þannig í átt-
ina til hans. Öllum þeim, sem
tóku við honum, gaf hann rétt til
að verða guðs börn, segir höfund-
ur Jóhannesarguðspjalls. En það
þýðir, að einungis með því lífsvið-
horfi og hugarfari kærleikans, er
hann boðaði, geti mennirnír orðið
guðsbörn.
V EGNA gestrisninnar hafa
margir óafvitandi hýst engla, segir
í Hebreabréfinu. Um þeta er sögð
saga í Lúkasar guðspjalli: Tveir
sorgbitnir menn voru á leiðinni
frá Jerúsalem til Emmaus. A veg-
inum slóst í för með þeim ókunn-
ur maður, sem þeir fóru daprir í
bragði að tjá harma sína. Þeir
héldu fyrst, að þetta væri ein-
ungis fáráður og óhamingjusamur
maður, eins og þeir sjálfir voru.
En orðin, sem hann talaði, tendr-
uðu einhvern dulfarfullan eld i
döprum hjörtum þeirra, og þá
furðaði á því, hvernig hann út-
lagði fyrir þeim ritningarnar.
Þegar á áfangastaðinn var komið,
varð þeim undarlega tregt um að
skilja við hann, svo að þeir sár-
bændu hann og sögðu: „Vertu hjá
oss, því að kvelda tekur og degi
hallar“. Og hann fór inn með
þeim.
En svo bar við, er hann settist
undir borð með þeim og tók
brauðið og blessaði það, að augu
þeirra opnuðust, og þeir sáu að
það var drottinn.
Þannig er það, sem Jesús slæst
iðulega í fylgd með þeim, sem
sorgbitnir eru og fátækir í andan-
um. Fyrst hlusta þeir ekki á hann,
nema með hálfum huga. En loks,
ef þeir bjóða honum inn og fara
af fullri alvöru að hlýða á hann,
opnast augun fyrir því að hann er
drottinn!
EN HVERS VEGNA skyldum
vér þurfa að vera döpur eða sorg-
bitin, til að geta séð drottin, eða
reynt að gefa því gaum, sem hann
vill segja? Hvers vegna þarf
harmur eða vonbrigði að fara eldi
um sál vora til þess að hún verði
skyggn? Hví dettur oss ekki í
hug, að bjóða hinum æðsta gesti
inn, fyrr en kvölda tekur og degi
hallar?
Skyldum vér vera of ung, of
vanþroska og gálaus, eða hefir
blekkingin náð valdi yfir oss?
Sjá, hann stendur við dyrnar og
knýr á!
Vissulega mundum vér græða
mest á því sjálf, að bjóða höfð-
ingja jólanna velkominn. Því að
hann á það til að gefa oss, sem
enginn annar á til: hina sönnu
gleði, hið eilífa líf.
Er það ekki gleðin, sem allir
leita að, svo oft villir vegar, elt-
andi tálsýnir og óráðsdrauma
blekkingarinnar? í andvarleysi
voru og vanhyggju, væntum vér
ekki gleðinnar frá hinum hljóða,
ósýnilega gesti himnanna, sem við
dyrnar stendur. Vér leitum að
henni í hávaðanum og glaumnum,
en komum tómhent til baka.
/
En ef vér þurfum mikla sorg,
til að læra að hugsa, mun þá
heimurinn ekki vera nógu sorg-
lostinn, ráðalaus og fullur við-
bjóðs á sjálfum sér, til þess
að hlýða nú loksins á þá rödd,
sem hann hefir svo lítið gefið
gaum að fyrr, né hirt um að
hlusta á með alvöru?
Nú fer Surtarlogi eyðilegging-
arinnar um löndin og allar þjóðir
verða að skírast blóði og tárum, af
því að þær hirtu ekki um að
hlýða á hina hógværu rödd hans
sem friðinn kunngerði, gleðitíð-
indin flutti og hjálpræðið boðaðl.
í UPPHAFI sagði guð: Verði ljós,
þegar fyrstu myrkur óskapnaðar-
ins voru rofin. Öðru sinnl sagði
hann: Verði ljós! Þá vildi hann
gera manninn að lifandi sál og
erfingja allra hluta. Það ljós, sem
hann gaf þá vorum andlega manni
til leiðsagnar, var Ijós jólanna:
Kristur. Ljósið er komið í helm-
inn, en mennirnir elskuðu myrkr-
ið meira en ljósið, því að verk
þeirra eru vond. Þess vegna
koma þeir heldur ekki til ljóssins.
Hér býr ennþá ógestrisið fólk!
Stjarna jólanna ljómar hátt á
himninum í sinni óviðjafnanlegu
fegurð. En mennirnir kjósa frem-
ur að lifa í myrkrunum, kvelja
þar og myrða hvern annan í eyði-
leggingarbrjálæði sínu, veltastþar
í blóði sínu, angist og þjáningum,
en að hefja augu sín til himins og
láta frelsast frá öld þessari.
Hversu lengi, drottinn, mun
nóttin vara? Hvenær rofna myrk-
ur grimmdarinnar, svo að ljós
náðar og sannleika taki að skína
inn í mannleg hjörtu?
Aldrei höfum vér hrópað út í
myrkrin af heitari þrá þessa jóla-
bæn: Komi þitt ríki, friður á
jörð með þeim mönnum, sem þú
hefir velþóknun á.
Innanfélagsdansleik heldur í-
þróttafélagið Þór laugardaginn 26.
des. (á þriðja í jólum) í gilda-
skála K.E.A.
I.O.G-T. Stúkan Bíynja heldur
fund í Skjaldborg mánudagskvöld
29. des. kl. 8,30. Inntaka, erindi,
J. G. Hagnefndin skemmtir. —
Stúkunni Tilraun boðið á fund-
bitinn nú, nægilega skelfingu inn.