Dagur - 30.12.1941, Side 1

Dagur - 30.12.1941, Side 1
D AGUR kernur út á hverjum fimmtudegi. Árgang- urinn kostar kr. fi.Ofl. Kitstjóri: Ingimar Eyctal Prentverk Odds Björnsonar. XXIV. ÁRG í AFGREIÐSLAN og innheimtan i skrif- stofu blaðsins við Kaupvangstorg. Simi 96. Afgreiðslumaður og gjaldkeri: Jóhann ó. Haraldsson Akureyri, 30. desember 1941. ■ •- • > * o 52. tbl. „Eilífðarmál íslands“. AAAÁA ▲ .* A. JL AAAAi í smásögu eítir einn íslenzka skáldsagnahöfundinn er pólitíkin nefnd eilífðarmál íslands. í hljóðfall nafngiftarinnar smeygir höfundurinn ofurlitlum háðshreim, sem bendir til þess, að honum þykja landar sínir binda hugann of eilíflega við hinn tím- anlega hag jarðvistarinnar. Um það eru eflaust allskiptar skoðanir, hvort almennur stjórn- málalegur og stjórnarfarslegur áhugi er þjóðinni til auðnu eða auðnuleysis. Auðna þjóðanna! Hver er hún? Er hún breytingin frá efnahags- legri kreppu til veraldarauðs? Er hún nægjusemi þess lítilláta eða stórhugur umbótamannsins? Eða er hún kannske eitthvað óskil- greinanlegt ástand á milli þess sem er og hins sem aldrei verður? Um hana dæmir hver eftir viti og smekk. Einum birtizt hún í skarti daganna, öðrum í skuggum nátt- anna. En hvað kemur þetta pólitíkinnl við, eilífðarmáli íslands? Geti nokkuð eitt öðru fremur talizt auðna þjóðanna, þá er það stjórnarfarslegt sjálfræði, stjóm arfarslegur þroski þegnanna. Hver hugsjón um mannfélags- umbót fæðist með dauðann hjartanu, sé ekki reynt að glæða hinn þegnlega þroska og þýðing hans metin að verðleikum. Upp' haf hverrar starfsemi, sem verða á hagnýt, er endir hennar, sé hún ekki þjóðnýt. Þannig þarf þjóðar heillin að vera miðuð, eigi auðnan að fylgja framsókninni. Mannfólkið hefir ætíð einhvern átrúnað. Ýmist er hann ávöxtur lifsreynslunnar, eða lífsreynslan er mótuð af honum. Hvort heldur er, fer jafnan mjög eftir aldri og aðstöðu, eðli og þroska manna. Menn trúa. ýmist á öfl, er þeir hugsa sér að standi utan hins sýnilega heims, eða kraft síns eig- in samfélags. Þar í liggur munurinn á trúar- brögðum og stjórnmálum. Eftir báðum þeim skoðanakerfum sem bæði eru þó mannleg — mannlegar hugsmíðar — liggja margar leiðir. Innan þeirra eru ríkjandi margskonar stefnur. Ein slík er samvinnustefnan. Hún er í senn siðalögmál og hagkerfi. Siðalögmál að því leyti §em hún ekki er í þjónustu efnls- hyggjunnar, heldur hugsjón um mannlegan einkarétt og mannlegt samlíf. Hagkerfi, hvað við kemur skiptingu efnislegra verðmæta innan þjóðfélaganna. Eitt það, sem einkennir sam- vinnusefnuna, eins og raunar fleiri þjóðmálastefnur, er, að það eru aðeins menn á vissu þroska- stigi, sem geta aðhyllst hana og borið hana uppi. Þeir mega hvorki vera of heitir elskendur sjálfra sín né ópersónulegrar ein- ingar. Lundarfar þeirra þarf að vera magnað sterkum sjálfsbjarg- arvilja, ríkri tilfinningu fyrir rétti samborgarans, og óbifanlegri festu við málstað sinn og fyrir- ætlanir. Líf þeirra má hvorki vera fyll- ing þess metta né sátt þess bug aða, heldur ólga, átök, kapp, þar sem framtíðarríkið rís sem fögur hilling í framsýn handan við hindranir langrar baráttu fyrir óunnum félagslegum sigrum. Fyrir íslendinga var samvinnu- hreyfingin hið sama og ylurinn sólargeislanum. Gaf þeim lífs— máttinn. Þjóðin var hrakin og þjóðlífið kalsært. Hin unga hreyfing bylti ^ fargi af bældri þrá fólksins eftir sjálfstjórn og réttlæti. Hún gaf því ný sjónarmið, nýjan metnað, J nýtt líf. í stað þess að svíkja kaupmanninn sem mest, var að vanda vöru sína sem bezt, í stað þess að krjúpa yfirboðaranum, var að vinna sjálfum sér, 1 stað þess að fá skertan hlut, hlauzt heill. Það hófst nýr þáttur í sogu landsins, þáttur félagslegrar menningar. Þótt þessi þáttur sé og verði skráður af söguriturum, var hann skapaður af bændafólki og öðrum vinnandi almenningi. í glóð hug sjónar og í samvirku starfi mætt ust dalamenn og strandbúar til að hefja félagsbundna menningar- sókn, svo að hér á íslandi mætti verða frjálst og sjálfstætt lýðríki Engin múgblekking eða múg- trylling átti sér stað. Almenningur sá og skildi aðstöðu sína. Hann vissi, að eina færa leiðin fram við var sú að eflast sjálfur að framtaki og þekkingu, og að þá (Framþ. á. 2. síðu.) 4 i i i i • i i i i i i i i i i i i 4 i t i i i i • i i i i i i i i i i i i i i i i i < i i i i fiar á hún sitt. / ólakv ed j a til frú Margréiar Ásmundsdóttur frá Húsavik. Þar á hún sitt, er stórar stjörnur blika, hin stillta kona, er engir sáu hvika, Þá hrundu fjöll og grænar eikur grófu, og glæstar vonir sig frá jörðu hófu í landaleit. í rústum liggur skrúðgræn skógarhöllin, í skýjum hulin ljósblá vonafjöllin, en hin, er yfir gróðri dæmdu dóminn, und döprum urðum hylja visin blómin í þagnar þögn. En hún, sem átti anganbjarkir fríðai’ og indæl grös og dalsins skjól og hlíðar ei flýr né æðrast, en við stjörnur mælir um auðlegð sína: er renna upp dagar sælir við ljóssins lind. Þar á hún sitt — og enn á jörð vill dvelja, því allan skóginn braut ei fjallsins Helja, enn stendur lundur eftir — og má gróa og ástum vorsins trúa á jörð og fróa þér, sára sorg. Hver öðlast meira en hún, sem hlaut allt lífið: stórt harms og gleði pund — og flúði ei kífið, en stóð í blóma sælu og sorgar stunda og sönn og sterk má vænta endurfunda við lífsins líf. Hún liíir sæl — og sæl hún loks má deyja, ei sorg né dauði jarðar hana beygja. Sem álftin hvíta yfir tinda stefnir hún ung og sterk og sérhvert loforð efnir við örlög öll. Þar á hún sitt, er stórar stjörnum ljóma, og stundir jarðar sveipast fögrum blóma, því göfug sál æ göfgi meiri vinnur, því ■ geistara sem skapanornin spinnur sinn þráða þráð. — Heil allar aldir sé hin sanna kona! Hún söngur lífsins er og fylling vona. Heil allar aldir sé hin milda móðir! er mæt og þögul treður harmsins glóðir og elskar allt. Heil perla dýr, sem breytist ei né brotnar í báli harms — né hvað sem jarðneskt þrotnar. Þú mikla þrá, sem ár og aldir lifir og öllu bjargar hafsjó dauðans yfir í ljóssins ljós. Hulda. > ► ► ► ► ► > > > > > > > > > > > > > > > > > > ► > > > > > > > > > ► > > > > > > > > > > > > > > ► ► ► ► m"rr t t rvTynri'Trf **•*•*'*■ •■•> vnrwvwQvvm vwwwmnm rf

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.