Dagur - 30.12.1941, Síða 2

Dagur - 30.12.1941, Síða 2
218 SAQUB 52, tbl. Hverja eigum við að kjósa í bæjarsfjórn ? Þessa spumingu verða nú kjósendur þessa bæjar að leggja fyrir sig í alvöru og leita eftir réttu svari. í heiminum eru nú uppi tvær aðalstefnur: samkeppnisstefna og samvinnustefna. Hvor þeirra er líklegri til að verða mönnum að liði í framtíðinni? Því svarar reynslan nú þegar. Skefjalausri samkeppni fylgir ofbeldi, kúgun og hatur. Hún hefir steypt mann- kyninu út í hina hræðilegu styrj- öld, er nú er háð þjóða á milli með öllum þeim hörmungum,,sem henni eru samfara og af henni leiða. Hún skapar öfund, hatur og hefndarhug þjóða milli og ein- staklinga. Hún er stefna hnefa- réttarins og harðýðgis hins sterka gagnvart þeim, sem minni máttar eru. í skjóli samvinnustefnunnar þróast allt annar gróður. Sam- vinnumenn hafa fyrir löngu eygt þarin mikilsverða sannleika, að friðsamleg þróun og samstilling kraftanna til að vinna að farsæld fjöldans er eina örugga leiðin til fegurra og fullkomnara lífs. Sam- vinnustefnan miðar að því að jafna kjör manna og bæta hag al- mennings. Og að samvinnustefnan sé hin rétta leið, hefir húnsannað til fulls með verkum sínum víða um heim Þessar tvær stefnur setja að meira og minna leyti mót sitt á hugi og afstöðu flestra hugsandi manna í landi okkar til vanda- mála og úrslitaefna daglega lífs- ins. í okkar litla bæjarfélagi gætir þeirra allmikið. Nú er verið að undirbúa lista vinnuskortur hér í bæ. Flestir lifa þvi í meiri og minni velsæld. En hvað stendur sú dýrð lengi? Við vitum ósköp vel um ástæðuna fyrir því-mikla fjöri, sem hlaupið hefir í atvinnulífið. Við vitum líka mjög vel, að þessi ástæða muni rjúka út í veður og vind þegar minnst varir. Úr því fer örbirgðin og skorturinn að berja að dyrum hjá mörgum. Þá ríður lífið á, að þeir aðilar stjómi þessum bæ, sem hafa vilja og mátt til að halda uppi atvinnulíf- inu. En hverjir eru líklegastir til þess? Það eru samvinnumenn. Þeir hafa reist hvert atvinnufyr- irtækið á fætur öðm hér í bæ, og við þau hafa bæjarbúar atvinnu í hundraðatali. Það framtak munu samvinnumenn ekki láta niður falla í framtíðinni. Þeir eru allra manna vísastir til að beita áhrif- um sínum í þá átt, að verkalýður bæjarins þurfi ekki að standa auðum höndum, þegar Bretavhin- an er úr sögunni og kreppan leit- ar á. Nú er veerið að undirbúa lista til bæjarstjórnarkosninga hér í bæ, er fram eiga að fara 25, jan. næstk. Þar á meðal er listi sam- vinnumanna með valinn mann l hyerju rúmi, Allir Framsóknar- og samvinnumenn í bænum, bæði konur og karlar, fylkja sér að sjálfsögðu um þenna lista, og ef skynsemi og óháð dómgreind verður látin ráða, ætti verkalýður í bænum að styðja lista sam- vinnumanna af ástæðum, sem áð- ur eru fram teknar. Fylgjendur listans verða allir þeir, sem hafa meiri trú á sam- vinnustefnunni en samkeppnis- stefnunni, allir þeir, sem fengið hafa skilning á því, að samvinnan leiðir til farsældar, en taumlaus samkeppni til ófarsældar. í kosningabardaga þeim, er nú verður háður, munu samkeppnis- menn viðhafa mikinn hávaða og gauragang, en einkum mun þó kveða við skrölt mikið neðan úr undirdjúpunum frá klíku þeirri, er tekið hefir sér stöðu utan og neðan við þjóðfélagið. En fylgis- menn samvinnulistans munu láta sig litlu skipta öll þau skratta- læti, en ganga hiklaust og djarf- lega að kjörborðinu, þegar þar að kemur, og kjósa lista samvinnu- manna. Kjósandi. »EilífðarmáI Islands«. (Framh. af 1. síðu). eiginleika og möguleika varð hann sjálfur að skapa sér. Óþarft er í blaði norðlenzkra samvnnumanna að rekja náið þá menningarþróun, er upphaf sitt á í samvinnusamtökunum, hún er þegar ærið kunn. Hitt er síður vanþörf á yfirstandandi upplausn- artímum að gera sér glögga grein fyrir grundvellinum sjálfum, svo að auðsærra megi verða, hví auðn- an hefir fylgt framförum síðari ára. Og grundvöllurinn er áhugi þeirra manna, er trúðu því, að samvinnuhreyfingin flytti boð- skap réttlætisins, og auðnan bygg- ist á þreki þeirra og festu við að sýna þann áhuga með andlegrl og verklegri starfsemi. Einangrun, fátækt, önn og fleira það, er jafnan veikir bak- fiska erfiðismannsins, varð til- efni til enn ákveðnari átaka. Bændafólkið beið þess ekki, að samvinnuhreyfingin færði því einhver bjargræði utan úr fjar- lægðinni, heldur gerðist það sjálft framverðir hennar og fulltrúar og sannaði gildi hennar með afskift- um sínum af sveitamálum, hér- aðsmálum, landsmálum. Þann veg leiddi það sjálft sig og leiðir hvað annað út úr einangruninni og fá- tæktinni til fjölbreyttara og far- sælla lífs. „Að skilja við æfinnar æðstaverk í annars hönd, það er dauðasökin", segir Einar Benediktsson í Ein- ræðum Starkaðar. Þessi ummæli ættu íslenzkir samvinnumenn að láta sér verða til áminningar. Ekkert æfihlutverk er þeim æðra en að efla hér og tryggja frjálst og sjálfst^ett lýðríki, en því bregð- ast þeir, nema þeir vinni einn og allir að því marki, hver í sinni stöðu og á sínum stað. Það er og á að vera eilífðarmál íslands og ís- lendinga. Hæðni rithöfundarins, og ann- ara sem honum eru samþykkir, yfir almennum, íslenzkum stjórn- málaáhuga, er ömurleg grunn- hyggni, það sarmast á því, að hún vill deyfa þá þjóðemisvitund, sem er í rauninni hið beitta stál, sem eitt fær varið okkur gegn að- steðjandi hættum, bæði utan og innan frá. Fái sá almenni starfsáhugi og „D A G U R“ óskar lesendum sínum góðs og farsœls komanda drs. um leið sú almenna starfsgeta, sem einkennt hefir samvinnu- menn, vakað og vaxið með þjóð- inni, þá verður framtíð hennar auðnurík. Jónas Báldursscm. Ilvað er árið langt ? Venjulega er svo að orði kveðið, að eitt ár sé 365 dagar. Þetta er þó ekki nákvæmlega rétt. Jörðin gengur með geysilegum hraða kringum sólina. Braut jarðarinnar á því ferðalagi er afarstór spor- baugur. Sá tími, sem til þess þarf, að jörðin fari eina ferð eftir þess- um sporbaug, er hið raunverulega ár. Það er 365 dagar, 5 klukku- stundir, 48 mínútur og 48 sekúnd- ur. — Egyptalandsmenn hinir fornu töldu árið aðeins 365 daga. Við lok ársins, eins og þeir töldu það, hafði því jörðin ekki gengið spor- bauginn alveg allan, næsta ár var munurinn enn meiri, og óx hann sífellt með hverju ári, unz að því hefði komið, ef þessi tímatals- skekkja hefði eigi verið lagfærð, að árstíðirnar hefðu snúizt við, og sumarið hefði borið upp á vetiu-- inn og veturinn upp á sumarið. Að vísu hefði þetta lagazt af sjálfu sér eftir nálega 1460 ár, en þá hefði sama skekkjan byrjað á nýjan leik, Maður er nefndur Júlíus Cæsar. Hann var uppi nokkru fyrir Krists daga, rómverskur maður, stórvit- ur. Til virðingar við hann er einn mánuður ársins, júlímánuður, heitinn eftir honum, eins og ágúst- mánuður ber nafn Ágústusar keis- ara. Júlíus Cæsar tók sér fyrir hendur meðal annars, að lagfæra tímatalið. Hann ákvað, að365dag- ar skyldu teljast í árinú, en fjórða hvert ár skyldi einum degi bætt við, og urðu þá 366 dagar í því ári, og nefnist það hlaupár. Þetta tímatal, sem kallast júlíanska tímatalið, var síðar viðurkennt af hinni kristnu kirkju, og sam- kvæmt því eru þau ár hlaupár, þegar 4 ganga upp í ártalinu, t. d. árið 1924, 1928, 1932 o. s. frv. Samkvæmt þessu var árið að meðaltali reiknað að vera 365% dagar, eða 365 dagar og 6 stundir, en eins og áður er sagt, er árið í raun og eru ekki nema 365 d., 5 st., 48 mín. og 48 sek., og var því árið talið 11 mín. og 12 sek. of langt. í fljótu bragði virðist hér um svo lítinn mim að ræða, að hans gæti ekki að neinu, en það er öðru nær, því að safnast þegar saman kemur. Þó að árið sé ekki talið nema 11 mín. og 12 sek. lengra en það er, þá verður afleiðing þess sú, að eftir hér um bil 129 ár eru menn orðnir einum degi á eftir réttum tíma, og á mjög löngu tímaskeiði kemur því fram mikil tímaskekkja. Þegar stundir liðu, tóku menn líka eftir þessari skekkju. Á 13. öld e. Kr. benti einn vitur maður á skekkjuna og réði til, að hún yrði lagfærð, en máli hans var í það skipti enginn gaumur gefinn. Það var ekki fyrr Á Ijósmyndastofunni f GRÁNUFÉLAGSGÖTU 21 getið þér fengið nýmóðins Kombinationsmyndir og margar fleiri gerðir, sem hvergi fást annars staðar Guðr. Funch-Rasmussen. giHHIimiHilHHHI £ Krossviður. Kaupfélag Eyfirðinga. Byggingavörudeild.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.