Dagur - 19.02.1942, Blaðsíða 2

Dagur - 19.02.1942, Blaðsíða 2
DAGUR Pimmtudagur, 19. febrúar 1942 Fiskníðursuðan. Kommúnistar fluttu tillögu á síðasta bæjarstjórnarfvmdi, þess efnis, að bærinn komi upp full- kominni niðursuðuverksmiðju hér, eins fljótt og kostur er á. „Verkam.“, sem út kom sj. laugardag fylgir tillögunni úr garði, með langri grein, og tel- ur byggingu slíkrar verksmiðju hið mesta nauðsynjamál fyrir bæinn. — „Dagur“ telur sér skylt að benda á, að þessi til- laga kommúnista er mjög van- hugsuð; er ekki hægt að sjá að hún sé komin fram í neinum öðrum tilgangi en villa mönn- um sýn á þeim málum, er horfa til atvinnuaúkningar og fram- fara í bænum. — Að vísu væri ekkert nema gott um það að segja, að hér væri til fiskniður- suðuverksmiðja, ef slíkt fyrir- tæki ætti framtíð fyrir höndum. En útlitið í þessu máli er allt annað en glæsilegt, og það vita kommúnistar. — Sannleikurinn er sá, að þær niðursuðuverk- smiðjur, sem til eru í landinu eiga við stórkostlega erfiðleika að stríða. Verksmiðja S. í. F. í Reykjavík hefir ekki starfað með íullum krafti nú lengi og hefir verið rekin með tapi ár eftir ár. Á Akranesi eru tvær verksmiðjur. Önnur þeirra, eign Ólafs Björnssonar, starfar ekki og mun eigandinn vera að vinna að því að losa sig við vél- arnar. Hin verksmiðjan, eign Haraldar Böðvarssonar & Co., starfar aðeins að framleiðslu vara fyrir innlendan markað A Bíldudal er niðursuðuverk- smiðja, er lítið sem ekkert hef- ir starfað s. 1. ár og svipað er að segja um Rækjuverksmiðj- una á ísafirði. — Ástæðan fyrir þessum erfið- leikum verksmiðjanna er sú, að það hefir reynzt því nær ö- mögulegt að selja framleiðslu þeirra á erlendum markaði. Þær hafa því orðið að byggja tilveru sína mestmegnis á inn- lendum markaði. Bretar kaupa ekki niðursuðuvörur héðan, nema þá eitthvað af niðursoðn- um fiskflökum, og Ameríku- markaður er því nær lokaður fyrir þessar vörur, enn sem komið er. Ástandið í þessum málum er því þannig nú, að það er ekkert vit í því, fyrir Akureyrarbæ, að ætla sér að koma upp niðursuðuverksmiðju, jafnvel þótt hægt væri að fá vélar til þeirrar framleiðslu, en það verður að teljast mjög hæpið. — Á þetta verður bæj- arstjórnin að líta, 'fyrst og fremst, þegar hún afgreiðir þessa tillögu kommúnista. Þau atvinnufyrirtæki, sem þetta bæjarfélag eignast, þurfa að standa á traustum grimni, og því miður er ekki hægt að segja það um fiskniðursuðuna, eins og nú standa sakir. — Að vísu finnst kommúnistum það skipta litlu máli, hvort fyr- irtæki ber sig eða ekki; tilgang- ur þeirra er sá einn að slá ryki í augu fólks og reyna að dylja úlfinn undir sauðargærunnt með því að bera fram tillögur, sem líta vel út í dálkum Verka- mannsins, en eru í reyndinni ö- framkvæmanlegar. En væntan- lega lætur almenningur ekki blekkjast af þessum vanhugs- uðu og illa rökstuddu tillögum kommúnista. Meðan afrek þeirra í atvinnumálum eru ein- göngu rógur og níð um þau at- vinnufyrirtæki í bænum, sem blómlegust eru, og haldbezt fyr- ir verkafólk bæjarins, er þess ekki að vænta, að frá þeim komi ein einasta lífvænleg hugmynd til úrbóta. Svo hefir heldur ekki orðið í þetta sinn. Peysnfala silki nýkomið. Anna og Freyja. ♦♦♦♦♦♦ KAUPUM y2 flöskur og meðalaglös. STJÖRNU APÓTEK K.E.A. ATVINNA! Get enn bætt við mig nokkr- um stúlkum vönum kápu- og karlmannafatasaum. — Sömu- leiðis kvenlærlingum. B. LAXDAL. Á aukaþinginu, sem kallað var saman á síðastl. hausti til þess að leita að lausn dýrtíðar- málsins, urðu Alþýðuflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn sam- mála um að reyna hina svoköll- uðu „frjálsu leið“ í málinu. Grundvöllur þeirrar lausnar dýrtíðarmálsins var sá, frá beggja hálfu, að grunnkaup launþega hækkaði ekki, og lof- uðu báðir flokkarnir að vinna að því. Þegar Framsóknarmenn létu í ljós, að þeir væru vantrúaðir á, að þetta gæti tekizt án löggjaf- ar, brást ráðherra Alþýðuflokks- ins, Stefán Jóh. Stefánsson, reið- ur við og kvað þetta óverðskuld- aða tortryggni gegn launþegum. Þóttist hann hafa kynnt sér málið svo rækilega, að ekki kæmi til nokkurra mála að fram kæmu kröfur um grunnkaups- • AÐALFUNDUR Ferðafélags Akureyrar verður haldinn í bæjarstjórnar- salnum í kvöld, 19. febrúar, og hefst kl. 8,30. DAGSKRÁ: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Eðvarð Sigurgeirsson sýnir kvikmyndir frá Hvannalinda og Kverkf jallaferð s.l. sumar (áður ósýndar) o. fl. Stjórnin. 1—2 herbergi og eldhús vantar ung bamlaus hjón 1 14. maí næstkomandi. Uppl. hjá afgreiðslu blaðsins. . Barnlaus hjón vantar íbúð 14. maí n. k. Upplýsingar gefur PÁLMI JÓNSSON, Fornsalan, Hafnarstr. 105. Áokkrar slúlkur, vanar karlmannafata- eða kápusaum, eða sem vildu læra slíkan saum, geta fengið at- vinnu á stofunni nú þegar eða síðar eftir samkomulagi. Nánari upplýsingar í síma 305. Saumastoía Gefjunar. hækkanir, að minnsta kosti ekki svo að nokkru næmi. Úm efndimar er öllum kunn- ugt. í stað þess að vinna að því að grunnkaup ekki hækkaði, eins og Alþýðuflokksbroddamir höfðu lofað að gera, reru þeir að því, að hinar hæst launuðu iðn- aðarstéttir bæru fram kröfur um stórfellda hækkun á grunnkaupi sínu, sem sýnilegt var að hlaut að leiða til allsherjar hækkunar á grunnkaupi og margfaldlega aukinnar verðbólgu í landinu. Þetta voru því hrein og bein svik í dýrtíðarmálinu frá hendi Alþýðuflokksins. Þegar hér var komið málum, opnast loks augu Sjálfstæðis- Jlokksins fyrir voðanum, og þá hallar hann sér að stefnu Fram- sóknarflokksins í dýrtíðarmál- inu. Eðlileg og sjálfsögð afleið- ing þeirrar samvinnu, er þá Flólti Alþýðuflokks- ins frá réllu niúli. J'okdreifar. „Norðanfari" hinn nýi. OKJALDBYRGINGAR virðast vera raknaðir úr rotinu og eru teknir að gefa út nýtt málgagn. Nefnist af- sprengur þeirra nú „Norðanfari“ en „Kosningablað Borgaralistans" áður. Er Jón Sveinsson ábyrgðarmaður blaðsins, en aurar Svafars banka- stjóra munu þó vera upphafið, en andi Brynl. Tobiassonar endirm á þessu fyrirtæki, og ætti sá sitjandi að vera full trygging fyrir því, að þeir félagar séu þess umkomnir „að full- nægja þörf bæjarbúa fyrir frjálslynt og sjálfstætt stjórnmálablað“(!), eins og segir í hernaðaráætlun blaðsins. Degi er það á vissan hátt gleðiefni, að þeir félagar hafa nú, eftir margra ára þrásetu í undirdjúpunum, lagt niður kafbátahemað sinn um stund og halda sig sem stendur nálægt yfirborðinu, fyrst þeir báru annars ekki giftu til að taka þann kostinn, sem beztur var fyrir þá sjálfa: að draga hin pólitísku skip sín í naust fyrir fullt og allt. Var þess þó -naumast að vænta, að þeim entist manndómur og vitsmunir til slíks, eftir fyrri tilburðum þeirra að dæma, er helzt reyndi á pólitíska dómgreind og yfirsýn. Það var og vitað, að „Skjaldborgin" og foringjar hennar þyrftu oftar tyftunar með en aðeins um kosningar, en varla var sæmilega hreinlátum mönnum fært við þá að kljást, meðan þeir áttu ekkert málgagn og félagið kom hvergi opinberlega við sögu. En nú geta þeir herrar naumast skákað lengur í því hróksvaldi, að á þeim sé níðzt varnar- lausum, þótt við þeim og atferli þeirra sé stuggað, enda vanda þeir nú ekki sjálfir andstæðingum sínum kveðj- urnar. Er nú talsverður mannsbragur og lífsmark með þeim, og þeir ekki útaf eins heimóttarlegir og þeir voru fyrir kosningarnar, og ólíkt hressilegri .viðfangs. Gretti þótti líka þrifalegra að fást við Glám lifandi en dauðan og afturgenginn. Stoltlegur samanburður! IEG er stoltur af samanburðinum fyrir hönd E-listans,“ segir B. T. í forystugrein sinni í hinu nýja mál- gagni, er hann ber saman bardagaað- ferðir og orðbragð „Kosningablaðsins11 sáluga annars vegar og vopnaburð „Dags“ hins vegar. Það er ómaksins vert að athuga þennan samanburð nokkru nánar, ef menn fýsir að kynn- ast „stoiti“ B. T.l Skulu hér birt örfá dæmi af handahófi um hið prúða og drengilega tungutak „Kosningablaðs- ins“ og „Norðanfara", og er bróður- parturinn tekinn úr greinum merktum B. T. (Blessunarorðum Helga Páls- sonar er t d. alveg sleppt.) Jakob Frímannsson er talinn í hópi „hinna ágætustu drengja andstæðinganna", en sá böggull fylgir því skammrifi, að K.E.A., fyrirtæki það, er hann veitir forstöðu og ræður fyrir um stefnur og starfsaðferðir, beitir að sögn B. T. „skoðana- og atvinnukúgun“, „hand- járnin og kúgunin eru þekkt“. í svip- uðu sambandi er talað um „svívirði- legan maurahátt“, og að „þessir menn meðhöndla starfsfólk sitt eins og skepnur", reki „hugsjónasnauða mjöl- pokapólitík“ og margt fleira af slíku tagi, sem of langt væri hér upp að telja. Hvað myndi þá um hina feysknu viðina, fyrst svona er ástatt um grænu tréin, hina „ágætustu drengi andstæðinganna“? Jú, því er heldur ekki að leyna, að minni spá- mennimir t. d. við, vesalings blaða- mennimir, og hinir óbreyttu kjósend- ur andstöðutlokkanna, erum sízt upp á marga fiska: Við íáum að heyra þann beiska sannleika, að við séum „rægsni", „smámenni", „heiglar“, „níð- ingar“. „Flokkur Dags“ er talinn „birgastur af húsdýrum", og honum og oðrum andstöðuílokkum hr. B. T., bins prúða og drengilega manns, sem er svo einstaklega hógvær og vandur að málatilbúnaði sínum, orðbragði og bardagaaöferðum, er líkt við „heima- ríka dýrategund“, enda liggi þeir „hundflatir". Hann talar mikið um „Þýlyndi", og ennfremur „fólsku og ódrengskap“ Dags, „hinar svívirðileg- ustu dylgjur“ hans, „hælbit blaða- snatanna“, „rógtungurnar allar og ó- frægingarnar“, enda kveður hann blaðið vera „undir merki mann- skemmdafýsnarinnar", o. s. frv., o. s. frv. Um nafngreindan andstæðing sinn, Axel Kristjánsson, segir hann, að hann hafi velt sér yfir „foringjann“ sjálfan með „ódæma fólsku“, og að „fólskan og viljinn til mannskemmda var ríkari en andlegu kraftarnir" o. fl. í slíkum dúr. Þá er talað um „Skamm- kels-brag“, „héimskulegar og rætnar" hefst meðal þessara flokka, eru gerðardómslögin, þar sem grunnkaup og verðlag er bundið með lögum. Síðan þetta skeði hafa blöð Alþýðuflokksins verið bólgin af vonzku og full af blekkingum út af dýrtíðarráðstöfunum Fram- sóknar- og Sjálfstæðisflokksins. Lögbindingu grunnkaupsins kalla blöð þessi „gerræði“, „of- beldi“, „kúgun“ og „tilræði“ gagnvart launastéttunum, og í blekkingarskyni þegja þau um lögbindingu verðlagsins, eins og það atriði gerðardómslaganna sé ekki til. Þá hafa blöð Alþýðuflokks- ins flutt brigzlyrði í garð for- sætisráðherra og borið honum á brýn einræðishneigð í sambandi við setningu umræddrar lög- gjafar í kauplags- og verðlags- málum. En sjálfir hafa Alþýðu- flokksbroddarnir unað prýði- lega vel flokkseinræði í blaða- mennsku í höfuðstaðnum nú að undanförnu, og sést á því, að þeim er einræði vel að skapi, ef þeir telja það sjálfum sér til framdráttar. Sá leikur, er foringjar Al- þýðuflokksins hafa framið nú um sinn í dýrtíðarmálinu, er ljótur, ekki sízt fyrir þá sök, að hann er leikinn gegn betri vit- und af hinum mestu óheilind- um. Það er hægt að sanna með skjalfestum ummælum þeirra sjálfra. Fyrir nokkru meira en ári síðan, eða 29. okt. 1940, fórust hagfræðingi Alþýðubl., Jóni Blöndal, svo orð í Alþýðublað- inu: „Ég vil halda því fram, að engin stétt geti til lengdar grætt á því verðhækkunarkapphlaupi, sem hér hefir verið háð undan- farið. Máske getur sá gróði enzt fram yfir næstu kosningar, en ó- víst að það verði mikið lengur. Haldi verðhækkunarskrúfan áfram, leiðir hún óhjákvæmi- lega til þess, að framleiðslu- kostnaður hækkar, atvinnuveg- imir hætta á ný að bera sig, þeir sem nú græða, fara að tapa, og hrunið blasir við, fyrr en menn kann að óra íyrjr.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.