Dagur


Dagur - 09.04.1942, Qupperneq 3

Dagur - 09.04.1942, Qupperneq 3
Fimmtudaginn 9. apríl 1942 DAGUR 3 Ritstjórn innlendra og erlendra frétta annast Haukur Snorrason, heimasími 460. Eru menn beðnir að snúa sér til hans með allt það, er varðar al- mennan fréttatlutning blaðsins. — Annað aðsent efni sendist til Jó- hanns Frímann, ritstj., Hamarsstig 6, sími 264. — Til hans skal einnig senda bækur og rit til umsagnar í blaðinu. hélt tvo hljómleika hér fyrir hátíðar í vetur, þótt þeir væru báðir stórum ver sóttir en skyldi. Skal þetta leið- inlega mishermi hér með leiðrétt, og lesendur blaðsins og hlutaðeigandi söngfélag beðið velvirðingar ó. Á það skal og bent í sambandi við þetta, að því fer fjarri, að „Dagur“ vilji kenna söngkórunum einum um þá deyfð og tómlæti, sem ríkt hefir í listaheiminum hér á þessum vetri. Slík aðdróttun væri og harla ósann- gjörn, meðan allur almenningur kýs heldur að fylla kvikmyndahús og danssali kveld eftir kveld, og elta ól- ar við hvaða hlutaveltu og farand- riddara, sem vera skal, a. m. k. ef ein- hver skopkeimur er að honum, held- ur enn að sækja þær fáu menningar- legu skemmtanir, sem hér hefir verið völ á, svo sem samsöngva, leiksýn- ingar og annað því um líkt, eins og oft hefir viljað við brenna, bæði nú og áður. Sökin er áreiðanlegs tvíþætt, eða þó öllu heldur margþætt, þótt ekki sé hér rúm til að fara lengra út í þá sálma að sinni.----En vissulega á eini stóri blandaði kórinn okkar og höfundur hans og söngstjóri, allt ann- | að og betra af okkur skilið en tóm- læti það og deyfð, er stundum hefir borið á í sambandi við hljómleika kórsins hér. Við Akureyringar viljum eiga Björgvin Guðmundsson mitt á meðal okkar og búa svo að honum og list hans, að viðhlítandi sé. En þá er ekki nóg að minnazt afmælis hans svo sem á tíu ára fresti, en gleyma öllum stuðningi og hvatningu við daglegt strit hans og hugðarefni í víngarði tónlistarinnar þess á milli. Ræktarsemi við hátíðleg tækifæri er góð, en daglegur skilningur og samúð væri þó listamanninum margfalt dýr- mætari — og nauðsynlegri. „GEYSIR“ (Framhald af 1. síðu.) sæmilega til tónflutnings fallin, þegar hún er fullskipuð áheyrendum eins og nú, þ. e. drepið í hverja smugu. En ekki byði eg fé við henni hálftómri sem söngskála. — Söngnum var ágætlega tekið og munu menn hafa skemmt sér hið bezta. En það þyng- ir óneitanlega „stemninguna", að áheyrendur hér virðast illa haldnir af þeirri óþörfu háttvísi að hliða sér hjá því að láta hrifningu sína í ljósi með lófataki eða á annan siðlátan hátt, þótt þeir séu staddir í guðshúsi við slík tækifæri. Og ekki fæ eg held- ur annað skilið en að guði hljóti að vera góð sönglist þóknanleg, þótt veraldleg sé, og þá eins hitt, að áheyrendur örfi söngvarana og hressi með því að láta sanngjarna velþókn- un sína og samúð í ijósi að hverju lagi loknu a. m. k. - Og að síðustu þetta (með tiihlýði- legri virðingu fyrir öllum öðrum söng- kórum, og mannkyninu yfirleitt): — Geysir okkar er sannur bæjarsómi og ágætur — einnig á landsvísu. • Ego. Hinn gamli Adam er risinn upp á ný. (Framhald af 2. síðu). magnazt vegna fjölgunar bú- settra þingmanna í Reykjavík- urbæ. Það er þessi hugsunar- háttur, sem gegnsýrir frumvarp það um breytingu á stjórnar- skránni, er nú hefir verið borið fram á Alþingi og sem vitað er um fyrirfram að er vel fallið til þess að spilla allri friðsamlegri samvinnu milli lýðræðisflokk- anna. Að þessu frumvarpi standa þeir flokkar, er fyrir ári síðan skulfu af ótta við tilhugsunina um þingkosningar, en nú leggja lag sitt saman um að steypa þjóðinni út í deilur og tvennar kosningar í sumar. Þetta er bjargráð Alþýðu- flokksins þjóðinni til handa á hinum mestu hættutímum. Og friðarhöfðingjar Sjálfstæðis- flokksins ásamt kommúnistum dansa með á hinni sömu braut. Til kvenna á Aknreyri Mörgum bæjarbúum hljóp kapp í kinn, þegar húsmæðra- skólalögin fyrir kaupstaðina voru samþykkt í þinginu í fyrra. Nokkrir kaupstaðir hóf- ust. þegar handa um fram- kvæmdir með að koma upp verklegum menntastofnunum fyrir ungu stúlkurnar sínar með þeirri ágætu aðstoð, sem lögin heimila ríkinu að veita þessu máli: C/i byggingarkostnaðar og reksturskostnaðar að all- verulegu leyti). Verkleg menntun kvenna í fjölmenni bæjanna og holl áhrif á hættulegasta aldursskeiði, er að verða lífsnauðsyn, það sjá allir, sem sjá vilja. Nú er röðin komin að Akur- eyri. Almenn hreyfing er að vakna um málið: Blöðin ræða það frá ýmsum hliðum, bæjar- stjórn hefir það til meðferðar og nú taka borgararnir höndum saman um málið og bera það án efa fram til sigurs með aðstoð stjórnarvalda. Þ, 28. marz s.l. efndu bæjar- konur til almenns fundar um húsmæðraskólamálið. Var þar samþykkt að stofna félag, er vinna skyldi að framgangi máls- ins, þar var og kosin nefnd, sem skyldi semja frumvarp til laga fyrir félagið, og boða til fram- halds-stofnfundar. Þenna fund á að halda mánu- daginn 13. apríl næstk. í Sam- komuhúsi bæjarins kl. 9 síðd. Þess er vænzt, að sem flestar konur, sem áhuga hafa fyrir því að húsmæðraskóli komist upp á Akureyri í náinni framtíð, mæti á fundi þessum og skipi sér und- ir merkið. Almennur áhuga og samhuga skilningur á þörf málsins megn- ar mikið. Sigursæll er góður vilji. Jónirma Siéurðardóttir. Álfheiður Einarsdóttir. Elísabet Eiríksdóttir. Halldóra Bjarnadóttir. Siéurlaué Jakobsdóttir, Konan mín, Anna Lilja Stefánsdóttir, andaðist að Kristnes- hæli 5. apríl sl. — Jarðarförin auglýst síðar. Gestur Sæmundsson. 6 mánaða birgtfir af skömmtunar- vörum Innilegt þakklæti til allra þeirra, sem heiðruðu minningu föður okkar, Jóns Þ. Thorlacius, Öxnafelli, með nærveru sinni og minningargjöfum jarðarfarardaginn. Börn hins látna. Frni Elinborg Björnsdáltir kennslukona frá Miklabæ, er borin til grafar í dag. Húsfreyj- an og móðirin frá Kýrholti hef- ir nú kvatt heimili sitt, efnileg börn og ástkæran eiginmann, hinztu kveðju. Þar heima kvaddi eg hana hrausta og glaða fyrir nokkrum vikum. Nú er hún horfin. Eg minnist hennar frá æskuárum, prestdótturinnar frá Miklabæ. Glæsileg var hún, greind og geðþekk og hlý í við- móti. Það sópaði að henni á skólaganginum í þá daga. Hún var höfðingskona hvar sem hún fór, viðkvæm og sterk í senn, broshýr og bjartsýn, en stillt og alvörugefin. Þannig hefir hún reynzt mani sínum og bömum, og heimilið hennar bar henni fagurt vitni um ástúð og um- hyggju, myndarskap og fómar- lund. Því mun hennar sárt sakn- að, ekki aðeins af nánustu að- standendum, heldur og af skóla- börnunum í Viðvíkursveit, sem henni þótti svo undur vænt utn og vildi allt fyrir gera. Og við æskuvinir hennar og stéttarsyst- kin kveðjum hana einnig með söknuði og djúpri þökk. 9. apríl 1942. Sn. S. Skógur í bæ og byggð. (Framhald af 1. síðu.) áfram að líta eftir þeim skógar- leifum, sem við höfum girt á undanfömum árum og eru þær nú allar í góðri framför. I Garðs- árgili t. d. er skógurinn óðum að dafna og þar njótum við stuðn- ings Búnaðarfélags Öngul- staðahrepps, sem hefir tekið að sér viðhald girðingarinnar. Þá liggur fyrir að fullgera skógargirðinguna á Kóngsstaða- hálsi í Skíðadal, en félagið réð- ist í að girða skógarleifar þar á síðastliðnu ári. Nýtúr það góðs stuðnings Svarfdælinga í því máli, sérstaklega hefir Ármann bóndi Sigurðsson á Urðum beitt sér fyrir stuðningi við málið. Eins og mörgum er kunnugt tóku nokkrir borgarar sér fyrir hendur að girða brekkuna neð- an Eyrarlandsvegar og gróður- setja þar plöntur. Hafði Jakob Karlsson foryztu í því máli. Girðingin komst upp og all- margar plöntur hafa verið gróð- ursettar þar. Nú hefir orðið að samkomulagi milli þessara ágætu manna og Skógræktarfé- lagsins, að vinna saman að fegrun bæjarins með því að gera skógarlund þama í brekk- unni. Verður hafizt handa í vor og gróðursettar trjáplöntur þar í stórum stíl. Til þess að koma þessu í framkvæmd þarf félag- ið einnig sjálfboðaliða og annan stuðning bæjarbúa og trúi eg ekki öðru en menn bjóðist til þess. Félagið hefir á undanförnum árum hjálpað einstaklingum og félögum við útvegun fræs og plantna og mun að sjálfsögðu halda þeirri starfsemi áfram og veita allar leiðbeiningar, sem það getur. Því það er stefna fé- lagsins að vinna að því, að skóg- ur prýði bæði bæinn og héraðið í ríkum mæli; þessum tilgangi vill félagið ná, bæði með beinni vinnu og með því að vekja skilning og áhuga almennings á skógræktarmálunum yfirleitt". — Er félagið orðið fjöl- mennt?“ „Nei, þvi miður er það allt of fámennt, svo mörg og stórfeng- leg verkefni sem blasa við. Það telur nú rösklega 150 með- limi, en þar af bættust því 31 nýjir félagsmenn á s.l. ári. En þetta er raunalega lítil þátttaka í næst stærsta bæ landsins og einu þéttbyggðasta héraðinu Auk þess munu hér betri skil- yrði frá náttúrunnar hendi til skógræktar en víðast annars staðar á landinu". „Dagur“ vill taka undir þessi orð Árna Jóhannssonar og hvetja menn til þess, að sýna þessu menningar- og metnaðar- máli bæjar og héraðs meiri ræktarsemi í framtíðinni en hingað til. Söngstarfsemi í Húsavík. (Framhald af 1. síðu.) hið bezta og varð kórinn að end- urtaka mörg lögin. En enginn efi á því, að miðað við hinn stutta æfingartíma söngflokks ins, var árangurinn mjög góður. Er vel af stað farið af „Samkór Húsavíkur". Með „Þryjni“ og „Samkór Húsavíkur“ getur kauptúnið tal- izt vel á vegi statt, að því er flokksiðkun söngmenntarinnar snertir-. Kaupfélag Eyfirðinga hefir að undanfömu reynt að safna að sér birgðum af skömmtunar- vörum, eftir því sem hægt hefir verið vegna flutningaerfiðleika og annara vandræða. Nú er svo komið, að félagið á mánaða birgðir af helztu skömmtunarvörum, hér í bæn- um og í útbúum sínum á félags- svæðinu. Eru birgðamál héraðs að bæjar því örugg um næstu framtíð, hvað sem fyrir kann að koma. T undurduflahættan. (Fratnhald af 1. síðu.) yfirvalda, en enginn kunnáttu- maður mun vera hér nærlendis til þess að eyða duflinu, og mega því Dalvíkingar enn bíða komu hans og eiga á hættu að sprenging duflsins valdi mikl- um spjöllum á mannvirkjum þorpsins. Þetta er algerlega óviðunandi ástand. Yfirvöld sýslunnar þyrftu að sjá um, að einhverjum fslendingi hér um slóðir sé kennd eyðing dufla, svo að hann geti brugðið skjótt við, ef slíkir atburðir koma fyr- ir aftur, en það verður að telja meira en sennilegt. Hvílíkt tjón getur orðið af tundurduflasprengingum í flæð- armáli, má sjá af fregnunum fró Borgarfirði eystra, þar sem sprenging skemmdi allmörg hús þorpsins verulega. Þegar blaðið átti tal við Dal- vík seinni partinn í gærdag var duflið enn ósprungið og enn var ehginn kunnáttumaður kominn á vettvang til þess að eyða því. 1 er snjóiinn kominn oe skíi Vatnar yður ekki útbúnað til skiðagönéunnar? Húfur Skíða- Blússur Vettlingar Leistar Legghlífar Áburður. NÝKOMIÐ: Verzlun JónsEgils Strandgötu 23 SHSHMWWOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO Ffölbreyfll úrval af sumaroiofuin r HANNYRÐAVERZLVN RAGNH. O. BJÖRNSSON. wiqwoompwooooopoooooo

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.