Dagur - 16.04.1942, Page 1

Dagur - 16.04.1942, Page 1
Vikublctðið DAGUR ritstjórar: INGIMAR EYDAL, JÓHANN FRÍMANN. AfgreiSsla, auglýsingar, innheimta: Jóhann Ó. Haraldscon. Skrifstofa við Kaupvangstorg. Simi 96. Árgangurixm kostar kr. 8,00. Prentverk Odda Bjömaaonat. XXV. árg. Akureyri, fimmtudaginn 16. apríl 1942. 16. tbl. r s # ftl # 9 idq a» ‘ÍDDÍ« KTÝÁRSNÓTTIN“ er þegar orðin #/'*‘'*„klassisk“ á sína vísu í hinum fá- skrúðugu leikbókmenntum vorum, enda hefir hún ýmis skilyrði til þess að njóta hylli og vinsælda almenn- ings: Leikurinn fer vel á sviði, gleður augu og eyru, en þreytir hvorki heil- ann um of, né veldur sterkum og djúpstæðum geðhrifum. Þótt hann geti engan veginn talizt mikilfengleg- ur eða andríkur skáldskapur, hefir hann þó ýmsa ágæta kosti, auk þeirra, er áður voru taldir: Hann er fremur þægileg blanda af gamni og alvöru, æfintýri og veruleika. Hann vekur fullorðnum ljúfar minningar um löngu liðna, rómantíska tíma, þeg- ar vélaskrölt og flaumósa hraði hafði enn ekki náð að styggja dulúðina úr lífi mannanna. „Nýársnóttin" gefur hugarflugi unglinganna byr undir báða vængi og ætti að geta tengt slitna þræði minnis þeirra við heill- andi reynslu, merkilegt og sérstætt menningartimabil í sögu þjóðarinn- ar, — skeið, er nú virðist senn að fullu á enda runnið." -iVörusala KEA röskar 9 milj. kr. IO°|0 arður til félagsmanna, er tillaga stjórnarinnar Fimmtugasta og timmta starfsári Kaupfélags Ey- íiröinga er lokið og reikningar uppgerðir. — Árs- skýrsla félagsins er sem næst fullgerð og verður lögð fyrir aðalfund n.k. mánudag. Verzlun félagsins hefir orðið meiri á s.l. ári en nokkru sinni fyrr í sögu þess, eða röskar 9 milljónir króna. Hagur félagsins stendur með miklum blóma, og ástæður félags- manna gagnvart félaginu hafa batnað um rösklega 2 milljónir króna. IJINN ytri „rammi“ um sýningar Leikfél. Ak. á „Nýársnóttinni“ að þessu sinni virðist vel heppnaður. Haukur Stefánsson og Steingr. Þor- steinsson hafa málað leiktjöldin, og eru þau forkunnar fögur og haganlega fyrir komið. Búningar og húsakostur •sá, er sýndur er, virðist einnig vera svo nærri réttu lagi sem framast verður vænzt við þau skilyrði, sem hér eru fyrir hendi. Ljósbrigði eru óvenjulega glæsileg og íburðarmikil, og oftast smekkleg og vel af hendi leyst. Skipting leiktjalda og aðrar breytingar á leiksviðinu ganga mun greiðlegar en oft áður, en bæði eru þessi atriði ávallt mikilsverð, og þá ekki hvað sízt í sjónleik, er byggist svo verulega á smekklegri skrautlýs- ingu og snöggum „scenu“-skiptum eins og „Nýársnóttin". Eiga þeir ljósameistarinn (Kr. Arnljótss.) og leiksviðsráðsmaðurinn (St. Reykja- lín) því þakkir skyldar fyrir sína hlutdeild í sýningunni, því að vafa- laust er hér við raman reipi að draga á okkar þrönga og ófullkomna leik- sviði. I7ÆST hlutverkanna eru svo úr garði gerð, að þau gefi leikurun- um færi á að sýna stórbrotinn leik, eða reyni verulega á krafta þeirra. En hér er yfirleitt vel og smekklega á haldið, leika flestir snoturlega og sumir mjög vel. — Þeim Birni Sig- mundssyni, Sigurjónu Jakobsdóttur og Freyju Antonsdóttur bregzt hvergi bogalistin að sýna ísl. bændafólk á myndarlegu heimili vel og skemmti- lega. Rósa Gísladóttir leikur griðkon- una af fjöri og þrótti og nýtur hún sín prýðilega á sviðinu. Svava Jóns- dóttir er of leiksviðsvön og óskeikul leikkona til þess að láta sér fatast í hlutverki Aslaugar ólfkonu, enda gerði hún því góð skil. Stefán Jóns- son sýndi hrumleika álfakonungsins og virðuleika vel og prýðilega, og nær enda oft að lýsa skaphöfn hans með talsverðum „dramatískum“ krafti. Húnbogi stallari (Hólmgeir Pálmason) og Mjöll dóttir álfakon- ungsins (Margrét Olafsd.) eru og skörulega leikin og sóma sér vel á sviðinu. Þá tekst Júlíusi Oddssyni prýðilega að blása lífsanda í nasir Svarti, og sýna í senn heift hans, grimmd og bleyðiskap. Gerfi hans er (Fnuahala á 3. úðu.) Dagur kom að máli við Jak- ob Frímannsson framkvæmda- stjóra og fékk hjá honum upp- lýsingar um starfsemi K.E.A. á s.l. ári. Jakob sagði svo frá, m. a.: „Verzlunarrekstur félagsins var að mörgu leyti svipaður því, sem var árið 1940. Verðhækk- unin, sem hófst 1940 hélt á- fram á sl. ári, þó með nokkrum undantekningum, t. d. hækkuðu gærur og ull ekki í verði. Verð á sjávarafurðum hélzt því nær óbreytt og var afkoma útgerð- arinnar á félagssvæðinu yfir- leitt góð og sumstaðar ágæt. At- vinna verkamanna og iðnaðar- manna var mjög mikil allt árið og kaup hækkaði samkv. vísi- tölu, eins og kunnugt er. Eins og nærri má geta hefir þessi góða afkoma manna bæði til lands og sjávar haft áhrif á verzlunina á þann veg, að hún hefir aukizt að miklum mun. Þó hefir reynzt örðugt að út- vega nægilegar vörur til þess að fullnægja hinni geysilegu eftir- i spurn, en það hefir samt tekizt framar öllum vonum. Félagið hefir kappkostað að vera vel birgt af öllum nauðsynjavörum, og jafnframt tekið til sölumeð- ferðar allar framleiðsluvörur fé- lagsmanna, fyrir erl. markað og innlendan. VÖRUSALAN. Alls seldi félagið í búðum sínum á Akureyri og í útbúum við fjörðinn vörur fyrir rösk- lega 7 milljónir kr., en var 4V2 millj. árið 1940. Þar að auki er svo sala á miðstöðvar- og hrein- lætistækjum um 180 þús., sala kjötbúðar um 930 þús., lyfja- búðar 220 þús., fóðurbætis um 175 þús. kr. Kolasala 650 þús. og saltsala um 360 þús. IÐNAÐUR. Fél. starfrækti verksmiðjur sínar með svipuðum hætti og áður. — Framh. á 3. síðu. Byg&ja Aknreyring* ar 50 hús á þessu ári? Bæjarstjórninni hafa borizt rösklega 50 umsóknir um bygg- ingalóðir, það sem af er þessu ári. Ef byggt verður á öllum þessum lóðum í sumar verða það meiri byggingafram- kvæmdir en nokkurn tíma áður í sögu bæjarins. Mest mun hafa verið byggt hér árið 1930 og þar næst árið 1941, en þá var byggt fyrir um IV2 millj. kr. Fyrir stríðið voru byggðar hér að meðaltali 25 íbúðir á ári. Vafasamt verður að teljast, að allir, sem byggingalóðir hafa fengið, geti reist hús á þeim í ár. Er nú orðið mjög örðugt að út- vega allt efni, sem til bygginga þarf, og telja verzlunarfróðir menn, að engar líkur séu til að nægilegt efni verði til hér á staðnum til allra þessara bygg- inga. Enn sem komið er, hefir byggingafulltrúinn ekki mælt út nema 2 lóðir, af þessum 50, sem búið er að veita, og er hætt við að efnisskortur og geysileg dýrtíð á efni til húsabygginga verði einhverjum þessum bygg- ingafyrirætlunum að bana, FLUGSLYS. Landflugvélin „Smyrill“ hrapaði til jarðar s. 1. þriðjudag, skömmu eftir að hún hóf sig til flugs af flugvellinum í Reykjavík. I vélinni voru, auk flug- mannsins, Sig. Jónssonar, þessir menn: Axel Krist- jánsson, kaupmaður, Akureyri, Harry Rosenthal, klæðskeri, Akureyri og Capt. D. R. C. Prentice, úr brezka setuliðinu hér. Hinn síðasttaldi lézt í fyrri- nótt; hinir eru á sjúkrahúsi í Rvík, allir þungt haldnir, en ekki hefir blaðið nánari fregnir um líðan þeirra. Myndin sýnir DARLAN ilotafor- inéja, en hann heiir til þessa verið helzti umboðsmaður Þjóðverja í Vichystjórninni. En nú hefir Pierre Laval íengið sæti í stjórninni og þyk- ir það benda til þess, að „alger sam- vinna" við Þjóðverja sé í uppsiglingu, og að Frakkar taki að beita flota sín- um, flugher og landher, ef Bretar freista að gera innrás í Frakkland og opna nýja víglínu í Evtópu. k. e. a. annast ís- fiskssölu frá eyfirzkum ver- stöðvum. Fiskisamlag K.E.A. hélt fund hér í bænum sl. mánudag. Fundinn sátu fulltrúar frá Dalvík, Grenivík, Hrísey og Litla-Árskógssandi, auk fram- kvæmdastjóra kaupfélagsins og Útgerðarfélags K.E.A. Á fundinum voru rædd ýms mál er varða smábátaútveginn á þessum verstöðvum. Undan- farið hefir K.E.A. unnið að því, að útvega færeysk og íslenzk skip til þess að annast flutning ísfiskjar til Bretlands, og gáfu Framh. á 3. síðu. Nýtt timaritra uppeldismál Kennarafélag Eyjafjarðar hefst handa um útgáfu nýs, alþýð- legs tímarits um uppeldi barna og unglinga, er nefnist „Heim- ili og skóli“. Ritið ríður vel og myndarlega úr garði og flytur ýmsar athyglisverðar greinar. Kennarafélag Eyjafjarðar er tíu ára gamalt á þessu ári. í því eru flestallir starfandi kennarar í Eyjafjarðarsýslu og á austur- strönd Eyjafjarðar (S.-Þing.), og ennfremur nokkrir siglfirzkir barnaliennarar. Á þessu 10 ára skeiði hefir félagið unnið, eftir því sem geta þess leyfði, að ýmsu því, er til bóta horfir, um fræðslumál héraðsins og menn- ingu kennaranna. Á þessum tímamótum æfi sinnar ræðst fé- lagið í það stórræði að hef ja út- gáfu tímarits um uppeldismál og samvinnu heimila og skóla í þeim efnum. Er ritinu ætlað að koma út 6 sinnum á ári fyrst um sinn, og verður hvert hefti minnst 16 síður í allstóru broti. Ritið er mjög ódýrt, kostar ár- gangurinn aðeins 5 kr. Ritstjór- inn er Hannes J. Magnússon, kennari við barnaskólann hér. Fyrsta hefti ritsins er nýkomið út og hefir borizt blaðinu til umsagnar. Hefst það á ávarps- orðum Snorra Sigfússonar skólastjóra, og á hann auk þess aðra grein í ritinu, er nefnist: „Hinir vígðu þættir“, og fjallar um ýmis lífssannindi og menn- ingarverðmæti, er drýgst hafa reynzt hverjum einstaklingi og þjóðinni allri. Ennfremur birt- ast í heftinu athyglisverðar greinar eftir Jakob Kristinsson fræðslumálastjóra, Friðrik J. Rafnar vígslubiskup, Jóhann Þorkelsson héraðslækni og rit- stjórann, auk ýmissa smágreina, frétta og fróðleiksmola. Ritið er vel og smekklega prentað og vandað að efni og öllum frá- gangi. Er hér djarfmannlega að verið á þessum hamslausu um- brotatímum, að hefja slíka sókn í menningar- og uppeldismálum eins og kennararnir virðast hafa í hyggju, og eiga þeir skilið þakkir og stuðning foreldra og (Frimm. á 3, 8ÍÖU).

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.