Dagur - 16.04.1942, Blaðsíða 2

Dagur - 16.04.1942, Blaðsíða 2
2 DAGUR Fimmtudaginn 16. apríl 1942. Hafa þeir gleymt sjálfstæðismálinu ? Eim.og 8kýrt var frá í síðasta tbl. liggur nú fyrir Alþingi frumvarp um breytingu á 8tjómarskránni, borið fram af þingmönnum Alþýðuflokksins, þar sem farið er fram á að breyta kjördæmaskipun, fjölg- un þingmanna og hlutfallskosn- ingu í núverandi tvímennings- kjördæmum. Sjálfstæðismenn og komm- únistar styðja frumvarpið, og haldi þessir þrír aðilar fast sam- an um málið, ætti því að verða tryggður sigur á þinginu. Framsóknarflokkurinn er andvígur frumvarpinu, ekki af því að hann viðurkenni ekki þörfina á breytingum á stjórn- arskránni, heldur af hinu, að hann telur að breytingar þær, er felast í frv. Alþýðuflokksins, séu sízt til þess fallnar að bæta stjómarfarið í landinu, svo og af því, að tíminn, sem valinn er til þess að knýja mál þetta fram, er afar illa valinn. Þess vegna vilja Framsóknarmenn, að málið sé aðeins tekið til und- irbúnings að þessu sinni, en eigi til framkvæmda fyrr en eftir að stríðinu er lokið. Sjálfstæðismenn hafa lengi hampað þeirri röksemd, að and- spyrna Framsóknarflokksins gegn hlutfallskosningum í tví- menningskjördæmum væri ein- göngu sprottin af því, að flokk- urinn sæi fyrir þingmannatap sér til handa við þá breytingu. En Sjálfstæðismenn gæta þess ekki, að þessu vopni röksemd- anna er auðvelt að beita gegn þeim sjálfum. Eða kemur nokkrum manni til hugar, að Sjálfstæðisflokknum væri á- hugamál að koma þessari skip- un á, ef hann teldi sér það ó- hagkvæmt frá flokkslegu sjón- armiði séð, Sannarlega ekki. Það er ekki af réttlætistilfinn- ingu, að Sjálfstæðisflokkurinn gengur til samvinnu við Al- þýðuflokkinn og kommúnista í þessu máli. Ástæðan til þess er sú, að foringjar Sjálfstæðis- flokksins telja sér pólitískan á- vinning í því, að hlutfallskosn- ing sé upp tekin í tvímen*ings- kjördæmum. En sá ávinningur næst ekki nema með því órétt- læti, að minnihluti sé gerður jafnrétthár meirihluta. En hér kemur einnig fleira til greina. Hlutfallskosning sú, sem frv. Alþýðuflokksmanna gerir ráð fyrir, er tilvalinn grundvöllur undir smáflokka- myndun í landinu og allskonar bellibrögð pólitískra flysjunga og ævintýramanna. Þetta allt hefir í för með sér margvíslega ringulreið og upplausn í þjóð- félaginu. Það er þetta ástand, sem verið er að leiða þjóðina út x, ef frumvarp það til breytinga 6 stjórnarskránni, sem Alþýðu- flokkurinn ber fram, nær fram að ganga óbreytt. En eitt er enn ótalið, sem ekki skiptir minnstu máli og mesta undrun hlýtur að vekja meðal landslýðsins. Það er ætl- azt til að kjördæmaskipun og kosningafyrirkomulagi sé breytt og þingmönnum fjölgað, en sjálístæðismálið ekki neínt á nafn. Hvað veldur þessu? Er það gleymska, eða er af ásettu ráði gengið fram hjá þessu mikil- væga atriði, þegar bornar eru fram tillögur um breytingar á st j órnarskránni, Þannig hljóta kjósendur um allt land að spyrja. En hvort sem hér er um gleymsku að ræða eða eitthvað annað, þá ber þetta skýran vott þess, að nokkuð sé djúpt á sjálfstæðishugsunum í sálarlífi þeirra manna, er nú ætla sér að umturna stjómskipunarlögum vorum, án þess að minnast á s j álf stæðismálið. Sú ákvörðun var að vísu tek- in á síðasta reglulega Alþingi að fresta afgreiðslu sjálfstæðis- málsins til strxðsloka, en sú á- kvörðun byggðist eingöngu á því, að tímamir væru of við- ]ón Eiriksson frá HögnastöSum. FRÚ Elinborg Lámsdóttir sannar það betur og betur með hverju árinu, sem líður, hversu marga strengi skáldharpa hennar geymir. Hún vakti á sér athygli með smásögum sínum, bæði vegna hinna ským mynda, sem þar voru dregnar upp og vegna fjölbreytninnar, sem þar kom fram. Þriggja binda skáld- sagan hennar, „Förumenn‘‘, hefir orðið svo vinsæl, að hún mun nú uppseld. í því verki kemur ímyndunarafl höf. skýr- ast fram, því að bæði ættarsag- an sjálf og frásagnirnar um hina ýmsu fömmenn eru fléttaðar svo miklu hugmyndaflugi, að þær taka með köflum á sig hug- næman æfintýrablæ. En aldrei bregzt samúðin með smælingj- unum og skilningurinn á lífs- kjörum þeirra, enda þótt margir sjárverðir til að ráðast í breyt- ingu á stjómarskránni og stofna þar með innanlandsfriðnum í hættu. En þar sem nú að jafn viðkvæmir þættir stjómar- skrárinnar og kjördæmamálið og kosningafyrirkomulagið hafa verið leiddir fram til úrslitabar- áttu, er grundvellinum kippt undan drætti og aðgerðaleysi í sjálfstæðismálinu í því augna- miði að vernda innanlandsfrið- inn. Undir þeim kringumstæðum, sem nú hafa skapazt fyrir að- gerðir Alþýðuflokksins og fyrir stuðning Sjálfstæðisflokksins við frv. þeirra Alþýðuflokks- manna, verður ekki litið á áframhaldandi drátt og aðgerð- ir í sjálfstæðismálinu öðru vísi en sem linkun eða blátt áfram óheilindi við málið. Telja má víst, ef að knýja á fram til samþykkis breytingar á kjördæmaskipuninni og kosn- ingafyrirkomulagi ásamt fjölg- un þingmanna, að þá verði sjálfstasoismálið ekki látið kyrrt liggja. Það mun Fram- sóknarflokkurinn sjá um. Kom- ast þá hinir flokkarnir ekki undan því að sýna afstöðu sína til sjálfstæðismálsins. Sú próf- raun virðist ekki ófyrirsynju. Fari svo, að Alþýðuflokkur- inn og kommúnistar með Sjálf- stæðisflokkinn í eftirdragi veigri sér ekki við að sam- þykkja í bróðurlegri samvinnu kjördæmaskipun og breytingu á kosningalögum í beinni and- Framh. á 3. síðu. Scherzo úr Nýársnóttinni. (Brot úr ósömdum leikdómi.) OKRAMBI voru þær nú tindilfætt- ar tátumar, og dæilegar, þegar þær dönsuðu, og gaman var að grilla gegnum skrúðann hennar Binnu, það lítið það var. Einhver sagði, að Kiddi í Kóinu hafi lagt til allan glansinn og herlegheitin, sem á þeim voru, en það þ'arf nú enginn mér að segja, að þær kunni ekkert fyrir sér sjálfar, svona útvortis að minnsta kosti. Það var gott, að þeir slökktu, svo að ég sá ekki meira, því að annars veit ég ekki hvernig farið hefði. En sjálfsagt hafa þær leikið bezt í myrkrinu, eins og gengur. Það voru svo sem engar hvísl- ingar og pískur í þeim á meðan, eða hitt þó heldur, og anzi er sagt, að Reykjalín hafi verið handfljótur á meðan dimmast var. Skaði.að vera þar ekki sjálfur staddur, til þess að hjálpa honum.......Alltaf þykir mér nú gaman að Bimi, utan trjáviðar- hússins að segja, og vel kann hann að taka í nefið, maðurinn sá. Það er nú engin uppgerð úr honum, að hann kann að meta dungalska íslendinginn, hvað sem öðru líður, og betur trúði ég honum en Elíasi, þegar hann fór á fjömrnar við heimasætuna.......... Árni á kontómum varð alveg trómp- aður þama og að ástæðulitlu, þótt stelpurnar legðust allar á hann og líkið líka. Hann virðist geta orðið þokkalega vitlaus, þegar svo ber und- ir, pilturinn, og ótuktarlega fórst hon- um að hræða hana frú Sigurjónu svona. Eg hélt hreint, að þaö ætlaði að líða yfir hana, en hún stóðst mát- ið, þegar til kom, eins og æfinlega. Freyja hyssaði eðlilega upp um sig pilsin. Ég hafði gaman af því, það lít- ið það var, enda sýndist mér, að hún myndi hafa gert það fyrr, en aldrei held ég, að hún frú Svava hafi verið borin á potthlemmi áður, en vel og virðulega tók hún því, enda lætur hún aldrei neitt á sjá, heillin. Ljótur var Oddsson, satt er það. Eg hélt hreint, að hann væri skratt- inn sjálfur, þegar ég rak fyrst augun í hann, en hann var þá bara þræll, þegar til kom, þótt mér sýndist hann meira en þrælslegur. Hólmgeir var hátíð hjá honum, enda er það mynd- arlegasti maður og eins Guðmundur, þótt raustin sé dimm. — Norðfjörð fór skeggið stórum' betur en hunds- hausinn. Hann var eitthvað svo blankaralegur til munnsins, þegar hann talaði mannamál, en geltið var honum eðlilegt og vel og hönduglega dinglaði hann rófunni, og virtist hann þó gera það allt hálfvegis aftan við endann á sér. Gaman hefði ég haft af því, ef hann hefði sezt á hana og spangólað að tunglinu, eins og hann hafði við orð að sig langaði til... Jón rakari blés vel í lúðurinn, meðan það blessaðist, en svo brann óþokka- lega fyrir hjá honum og virtist hann sjálfur hafa af því sára raun, en eng- inn annar hneykslaðist þó. En hann verður víst að sætta sig við það, þótt hann sé nú enginn Gabríel, blessaður. .... Vel léku þau öll, en bezt fannst mér þó líkið leikið, og verður þó varla sagt, að mikið sé í það hlutverk borið frá höfundarins hendi. En hún skildi sína köllun, stúlkan sú, sem það lék, og fór laglega með það, sem lítið var. Einkum fannst mér hún þó Frú Aðalbjörg Sigurðardóttir: „Frá liðnum árum“ þeirra kunni að vera allt annað en aðlaðandi hið ytra. Og nú leikur frú Elinborg enn á nýja strengi. Þessi síðasta bók hennar, „Frá liðnum árum“, er sannsöguleg æfisaga manns, sem nú er kominn hátt á níræð- isaldur. Lætur hún gamla manninn sjálfan segja frá, en vitanlega er sagan alveg stílfærð af frú Elinborgu, og veit eg, að hún hefir lagt afarmikla vinnu í það, að kynna sér sannsögu- legt gildi ýmsra þeirra lífs- venjulýsinga, sem þarna koma fram. Það er list fyrir sig að endursegja á þenna hátt sögur annarra, en frú Elinborgu hefir tekizt það prýðilega og gert það látlaust og blátt áfram, svo að öll frásögnin hefir yfir sér blæ raunveruleikans. Bók þessi er fyrst og fremst afar skemmtileg. Hún segir frá svo löngu liðnum tímum, að fyr-k ir unglinga, sem nú eru að alast upp, hlýtur hún að lýsa fólki og lífsvenjum, sem er þeim eins framandi og væru það lýsingar frá annarri heimsálfu. Jafnvel eg, sem komin er yfir fimmtugt, kannaðist ekki nema að litlu leyti við fyrstu kafla bókarinn- ar. En eg held, að auk fróðleiks- ins og skemmtunarinnar sé það öllum íslendingum hollt að rifja upp hin erfiðu kjör, sem þessi þjóð hefir átt við að búa til skamms tíma. Okkur kynni þá að skiljast, að það aðals- meíki, sem við teljum íslenzka þjóð eiga frá fornu fari, hefir ekki fengizt með því að sitja og halda að sér höndum í hlýjum stofum, heldur er það keypt með blóði og tárum í baráttu við harða náttúru og óblíð lífs- kjör. Það kennir ákaflega margra grasa í æfisögu þessa gamla manns, þrátt fyrir fábrejrtni lífs- ins hér á landi fram undir síð- ustu tíma. Hart uppeldi, þræl- dómur, hungur og kuldi bernsku- og æskuáranna er þó baðað í þeirri dásamlegu sól móðurástarinnar, sem mér skilst að enn lýsi,gamla,blinda mann- inum. Sigrar og ósigrar skiptast á, en barnshjartað og trúna á það góða í mönnunum geymir öldungurinn ennþá, enda þótt jarðneskir fjármunir hafi oft- ast verið flekaðir af honum af miður vönduðum meðbræðrum. Og trúin á góðan guð yfirgefur hann heldur ekki. Hann trúir líka enn á ástina. Æfintýrið um „Húnavatnssólina“ hans lifir í minningunni, tárhreint og fag- urt, það er ennþá spumingar- merkið um þ»ð, sem hefði gét- að orðið, en líklega sjaldan rætzt á þessari jörð. Mætti vel segja mér, að það yrði svipur og minning þessarar æskubrúð- ar, sem yrði förunautur gamla mannsins yfir landamærin, sem aðskilja heimana. — Helgur andblær sorgarinnar fylgir börnunum hans, sem hurfu, ým- ist til annarra landa eða yfir í annan heim og loksins hverfur tryggi lífsförunauturinn, konan, sömu leiðina og einmana öld- ungurinn býður þess nú í hljóðri ró og sáttum við allt og alla, að einnig til hans komi nú kallið bráðum. Inn í allt þetta er svo fléttað alls konar þjóðtrú, draumum, fyrirboðum og sýnum, sem miklu meira var af í fyrri daga en nú. Efast eg ekki um, að margt af þessu hefir byggst á veruleika, sem færzt hefir fjær í ysi og hringiðu þess órólega lífs, sem lifað er nú á dögum. En í fábreytni fyrri daga voru það þessir hlutir, sem gáfu líf- inu þann lit og þann „spenn- ing“, sem nú er leitað að í glaumi borgarlífsins. Frá mínu sjónarmiði auðgar þessi þáttur mjög frásögnina. Eg er frú Elinborgu þakklát fyrir að hafa auðgað bók- menntir okkar með þessu verki sínu, og eg er viss um, að hlýjar hugsanir margra íslenzkra les- enda fylgja Jóni Eiríkssyni á æfikvöldi hans. Aðalbjörg Si&urðardóttir{

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.