Dagur - 06.06.1942, Side 2

Dagur - 06.06.1942, Side 2
2 DAGUR Laugardaginn 6. júní 1942 Er framboðs- fresturinn styttur eða lengdur? Samkvæmt 26. gr. laga um kosningar til Alþingis skulu framboð tilkynnt hlutaðeigandi yfirkjörstjórn skriflega og eigi síðar en 4 vikum og 3 dögum fyrir kjördag. En með bráða- birgðalögum þeim, sem nú hafa verið sett, er sú breyting gerð í þessu efni, að framboð eiga að vera komin eigi síðar en 4 vik- um fyrir kjördag, eða m. ö. o. þremur dögum síðar en ella. Af þessu ætti að vera auð- sætt, að framboðsfresturinn (þ. e. sá tími, sem veittur er til þess að ákveða framboð og tilkynna þau) er lengdur en ekki styttur um 3 daga. Samkv. kosninga- lögunum var framboðsfrestur- inn útrunninn kl. 12 á miðnætti þ. 3. þ. m., en með bráðabirgða- lögunum er hann framlengdur til kl. 12 á miðnætti þ. 6. þ. m. Hvaða merking er lögð í orð- in framboðsfrestur í kosninga- lögunum er alveg ótvírætt. T. d. stendur í 32. gr. laganna: „Nú deyr frambjóðandi, áður en kosning fer fram, en eftir að framboðsfrestur er liðinn“ o. s. frv., og í 41. gr. segir svo: „Þegar frestur sá er liðinn, sem ákveð- inn er um framboð í kjördæm- um, heldur yfirkjörstjórn í Reykjavík fund á næsta virkum degi og tekur framboðslistana til meðferðar“ o. s. frv. Af þessu er auðskilið, hvaða merkingu löggjafinn hefir lagt í orðið framboðsfrestur; hann er „liðinn“ um leið og framboð eiga að vera komin fram í síð- asta lagi. Er þetta fram tekið vegna þess, að ritstjórar Alþýðu- mannsins segja, að ritstjórar Dags séu orðnir „svo ringlaðir, að þeir kalli styttingu fram- lagningarfrestsins lenginguog talar Alþm. í því sambandi um „rökvillur, ósannindi og óráðs- hjal“. Hefir nú verið stungið nokkrum títuprjónum í þenna vindbelg og golunni hleypt út. En til vonar og vara skal þó ein stunga gerð enn, ef vera kynni að einhver goluögn leyndist enn í belgnum. Nýr samherji þeirra Frið- jónssona úti á Oddeyrinni, blað- ið Vísir, segir 27. maí s.l.: „Ríkisstjórnin mun hafa til athugunar útgáfu bráðabirgða- laga, þar sem framboðsfrestur verður fram lengdur (leturbr. Dags) um 3 daga“. Ritstjóri Vísis er lögfræðing- ur. Hann leggur sýnilega allt annan skilning í, hvað sé fram- boðsfrestur, en hin vitra tví- höfðaða ritstjórn „Alþýðu- mannsins". Hann segir réttilega, að fresturinn sé framlengdur um 3 daga, en ritstjórn krata- blaðsins vill víst láta orða það svo, að fresturinn hafi verið framstyttur (!) um 3 daga. Hringllð með itjórnarskrána. í síðasta blaði var birtur vitnisburður Árna frá Múla (Vísir, 23. marz s.l.) í kjördæmamálinu. Niðurstaða hans var þessi: Sumir þingmenn Sjálfstæðisflokksins vilja að landið sé eitt kjördæmi, aðrir myndu ekki hika við að skipta því í 5 —7 stór kjördæmi. í framhaldi þessarar vitnaleiðslu eru hér ummæli Jakobs Möller, er hann lét falla á Alþingi árið 1928, í umræðunum um skiptingu kjördæmis Ólafs Thors: „Þegar um hlutfallskosningu er að ræða og kjördæmin eru stór, þá taka flokksstjórnirnar í raun og veru ráðin af kjósendum. Með því fyr- irkomulagi, sem nú er, getur slíkt ofbeldi ekki þrifizt, sem það mundi ella gera.“ (Alþingistíðindi, B., 3440). Samkvæmt yfirlýsingu Árna frá Múla, myndu þingmenn •Sjálfstæðisflokksins „ekki hika við“ að beita kjósendur „of- beldi“, eins og því, er Jakob Möller lýsir. Er því auðvelt að sjá hvert þingflokkur Sjálfstæðisins stefnir í hringlinu með stjórnarskrána: Þótt þingmenn flokksins hafi samkv. eigin yfirlýsingum ýmist hina megnustu ótrú á „réttlætis“-málinu, eða í bezta lagi enga sameigínlega skoðun eða sannfæringu um það, hvernig réttindaráni dreifbýlisins verði haganlegast fyrir komið, eru þeir þó sammála um eitt: Rétti sveitanna skal hnekkt, og uppbótarmennirnir eiga að draga lokur frá dyrum fyrir framhaldandi vexti og viðgangi Reykjavíkur- valdsins á kostnað annarra landshluta. Að öllu þessu athuguðu mætti spyrja: Hvað er orðið af „sálarró" þeirra Friðjónssona? Hvaða ritstjórar eru „ringl- aðir?“ Hvaða blað fer með „rökvill- ur, ósannindi og óráðshjal?“ Finnið rétt svör út frá því, sem að framan er greint. Blóðprófið í „vitleysu“-málinu. AGNÚS prófessor Jónsson, for- sjón þjóðarinnar í atvinnu- og viðskiptamálum sem stendur, ritar nú hverja greinina á fætur annarri í Mbl. til þess að réttlæta frumhlaup stjóm- arflokkanna í stjórnarskrármálinu. Segir hann þar t. d., að mörgum kaup- staðarbúum sé um og ó með stjórnar- skrárbreytingarnar, „vegna þess, hve gífurlega þær muni auka áhrif sveit- anna á Alþingi“(!l) Önnur „rök“ pró- fessorsins eru mjög á sömu bókina lærð. — En með öllu blekflóðinu flýtur þó ein fróðleg upplýsing, sem lengi hefir verið beðið eftir: Á afvikn- um stað í endi einnar langlokunnar gerir guðfræðikennarinn loks tilraun til þess að „skýra" þau ummæli, er hann viðhafði á Alþingi 1928, að „hlutfallskosning í tvímenningskjör- dæmum sé ekkert annað en vitleysa“. Og skýringin er manninum og mál- staðnum lík og samboðin: „Ég get nú vitanlega ekki,“ segir hann, „eftir svo langan tíma, sagt með vissu, hvemig orð mín hafa fallið við þetta tæki- færi“ (!) Hvernig myndi nú eiðstafur sá hafa hljóðað í þessu bamsfaðernis- máli, ef svo hlálega hefði ekki viljað til, að Alþingistíðindin, endurskoðuð og samþykkt af þingmanninum sjálf- um, hefðu ekki legið fyrir sem eins konar „blóðpróf", sem sannar skýlaust faðerni þessara ummæla um „vitleys- una í réttlætismálinu mesta“? Myndi prófessorinn þá ekki hafa svarið fyrir króann með öllu? — Hér er þó vænt- anlega ekki verið að „sanna vitleysu með annarri vitleysu", eins og ráð- herrann komst svo hvatlega að orði við sama tækifæri 1928? Þetta er allur galdurirm! pRAMSÓKNARMENN hafa bent á það með gildum rökum, að upp- bótarþingsæta-fyrirkomulagið auki mjög á vald flokksstjómanna, en gangi að sama skapi á rétt óbreyttra kjósenda að ráða sjálfir einhverju um val fulltrúa sinna á þingi. Ekki er þetta þó sízt augljóst, eftir að sú breyting, sem nú er í lög leidd af stjórnarliðinu í fyrri umferð, væri að fullu orðin að lögum, að val uppbót- armanna hvers flokks fari eingöngu eftir ákvörðun ílokksstjórnanna, en ekki eftir fylgi í kjördæmum. — Pró- fessornum verður svo sem ekki skota- skuld úr því að afsanna þetta allt saman! Hér eru rök hans orðrétt til- færð, svo að sauðsvartur almúginn megi eiga þess kost að kynnast hinni annáluðu rökvísi og skýru hugsun þessa háskólaborgara: „. .. Sá er einn munur, að nú verður annar nr. 1 á lista og hinn nr. 2, eftir því sem kjós- endur óska. Hvar kemst flokksvaldið að í ríkara mæli en áður? Það sér enginn annar en Framsóknarrithöf- undarnir í óráði sínu. — Við kosningu verður svo nr. 1 á listanum aðalmað- ur, en nr. 2 varaþingmaður. Þetta er allur galdurinn." — Menn geta sann- fært sig um, hvort þetta muni úr lagi fært, ef menn skyldu ekki átta sig fyllilega á þessum andlegheitum, með því að fletta upp í 94. tbl. „Mbl.“ En galdrar Magnúsar virðast ósköp auð- lærðir og einfeldnislegir og ganga sjálfsagt eins og bréðið smjör í þá kjósendur hans í Reykjavík, sem aldr- ei líta í annað blað en „Moggann“. Og á meðan svo standa sakir, er víst eng- inn hætta á því, að prófessorinn springi á seiðnum! „Tveir minnihlutamerm í stað tveggja mirmihlutamarma.“ ER er ein klausan enn orðrétt til- færð eftir sömu heimild (grein M. Jónssonar um kjördæmamálið í 94. tbl. Morgunbl.): „Framsóknar- flokkurinn fékk síðast 1071 atkvæði í Suður-Múlasýslu, en á móti honum voru 1454 atkvæði,“ (þ. e. samanlögð atkv. allra flokka). „Ef hlutfallskosn- ing hefði verið, hefðu því komið þarna tveir „minnihlutamenn" í stað tveggja „minnihlutamanna", og er erfitt að hugsa sér að af því geti jyjARGUR er nú með öndina í hálsinum út af hinum síð- ustu pólitísku viðburðum í þjóðlífi okkar, og er það að von- um. Sennilega hafa þeir komið flestum á óvart, enda munu menn yfirleitt ekki hafa trúað, fyrr en þeir máttu til, að slík ógæfa ætti að henda einmitt nú, að í staðinn fyrir að hafa sæmi- lega sterka þjóðstjórn, þótt sundurleit væri að ví.su, ætti að taka upp veika flokksstjórn, sem á og þarf að styðjast við öll hin sundurlausustu upplausnar- öfl, sem til eru í hinu pólitíska lífi samtíðarinnar. Alþýðufl. getur ekki veitt þenna stuðning s amkvæmt stefnuskrá sinni, að styðja íhaldsflokk til stjórnar og hjálpa honum til að magna þingvald sitt og áhrifavald í landinu. Þetta brask hans er því stefnulaust og vitlaust, þótt svo tækist jafnvel til, að hann hefði einn þingmann upp úr krafstr- inum, og mun síðar fá sinn þunga dóm. Hinn eini forystumaður jafn- aðarmanna, sem vert er að kalla því nafni, Jón Baldvinsson, lýsti því eitt sinn yfir (og sjálfsagt oftar), að hið raunverulega verkefni jafnaðarmannaflokks í nútíma þjóðfélagi væri að halda í skefjum íhaldi og auð- valdi og vinna jafnframt með miðflokki, ef til væri, sem þá væri nágrannaflokkur, ef hann styddist við fylgi hinna vinn- andi stétta. Og það er vitanlegt öllum, að allar kjarabætur hinna vinnandi stétta, allar rétt- arbætur, allur menningarlegur ávinningur, sem þeim hefir fall- ið í skaut hina síðustu áratugi, hefir náðst vegna þessa sam- starfs miðflokks og jafnaðar- mannaflokks í þingi og stjórn. Báðir flokkarnir urðu vitanlega að ala svo upp sína þegna, að gagnkvæmur skilningur væri jafnan fyrir hendi, kröfunum varð að stilla í hóf, og umfram allt var nauðsynlegt, að flokks- sjónarmiðin yrðu aldrei svo sterk, að þjóðarnauðsyn þyrfti að víkja fyrir þeim. Þessa hefir miðflokkurinn jafnan gætt. Og meðan forystu var einhver í liði jafnaðarmanna, gekk allt sæmi- lega. En um leið og pólitískir braskarar eru setztir þar að völdum, er úti um allar skyn- samlegar kröfur, alla viðurkenn- ingu á þjóðarnauðsyn, alla hyggilega starfsháttu. Þá er á háskasamlegri stund stofnað til þeirra aðgerða, er vel mega leiða íhald og auðvald til þess vegs og valds, er ekkert sam- starf megnar að hagga. Þetta er hið mikla pólitíska glapræði, sem Alþýðufl. hefir unnið hina- síðustu daga, og lengi mun minnzt. Réttara er þó að kenna þetta enn við „kratabroddana" eina, því að kjósendur þeirra eiga eftir að segja sitt álit á þessu þokkalega verki. J^ÍKLEGA er það vafasamt, að Sjálfstæðisflokkurinn sé ánægður með völdin og stuðn- ingsliðið. Kunnugir telja flokk- inn raunverulega þríklofinn. Hann telur sig, eins og kunnugt er, flokk allra stétta og þá að sjálfsögðu líka flokk allra stefna! Vinnubrögð hans bera þess líka vitni, hve sundurleitur hann er. Hringlið og stefnu- leysið er orðið þjóðfrægt. En það þarf þó ekki endilega að verða sjálfum flokknum að falli fyrst í stað, því að flokksböndin eru jafnan nokkuð sterk. Alltaf verða einhverjir ánægðir með sinn hlu't, og þá er vitanlega bezt að gera þá ánægða, sem mest hafa ráðin og ríkulegast borga brúsann. Og allir vita hverjir það eru. Smælingjarnir, sjálfur almúginn, sem þar kann að halda til vegna pólitískrar blindu, er því og verður gjör- samlega áhrifalaus. Auðvald flokksins gleypir hann með húð og hári. Hinn nýi ráðherra flokksins, Magnús Jónsson, lýsti þessu alveg rétt, er hann sagði í útvarpsumræðunum, að þing- mennirnir úr sveitunum kæmu eins og „steiktar gæsir“ til þeirra, þ. e. minnihluta þing- mennirnir úr tvímenningskjör- dæmunum samkv. stj.skr.breyt- ingunni. Steiktar gæsir eru étn- ar, og það er matarvomn, sem rekur flokkinn út í alla þá óhæfu, sem framin hefir verið síðustu daga. Þetta er nú pólitískur þroski og pólitísk sæmd þeirra forystu- manna Sjálfstæðisflokksins, sem á hæstum sitja tróninum nú í dag! Og svo á dreifbýlið að senda þeim nokkrar „steiktar gæsir“ til þess að gera ranglætið og vitleysuna frá 1928 að rétt- læti og viti 1942! Þetta er nú

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.