Dagur - 06.06.1942, Page 3

Dagur - 06.06.1942, Page 3
Laugardaginn 6. júní 1942 3 stafað nein þjóðfélagsleg bylting!“ — Ojá, erfitt er að hugsa sér slíkt, en ennþá erfiðara virðist þó að koma nokkru viti í þessa vitleysu, þótt gert sé ráð fyrir öllum hugsanlegum prent- villum og „fjólum“, og sæmilega fjör- ugu ímyndunarafli auk þess sleppt lausu í leit að botninum. Hvað myndi nú prófessorinn hafa ætlað sér að sanna með þessu öfugmæli? Það virð- ist sannarlega ekki gott að gizka á það. * „Engirtn írýr honum vits. . AR sem það er vitað, að Magnúsi Jónss. er engan veginn vits varn- að, gerist harla erfitt að átta sig á því hvers konar manntegund það er, sem sæmilega greindir menn telja sér stætt og jafnvel sigurstranglegt að bjóða slík „rök“ fyrir afstöðu öflugs þingflokks til þýðingarmikilla þjóð- mála á örlagastundum. Varla er þó ráðherrann að skopast að þessu öllu saman, þótt lítill alvörumaður sé hann raunar talinn, og tæpast er hann heldur að leggja neitt gáfnapróf í slík- um stíl fyrir lesendur Morgunblaðs- ins, enda væri það naumast gustuk. Það skyldi þó aldrei vera, að hann væri sjálfur algerlega rökþrota í mál- inu, kynni þó ekki við að þegja alger- lega á ráðherratróni réttlætisstjórnar- innar og gripi því heldur í vandræð- um sínum til slíkra bragða. Og óneit- anlega mæla allar líkur með því, að til séu þeir menn — og þeir raunar ekki allfáir — sem meta rökin helzt eftir því, hve marga dálka þau fylla í „Mogganum“. En lýsing Magnúsar á „réttlætinu" frá öndverðu til þessa dags minnir annars mjög á gömlu sög- una um eyfirzka bóndann, er lýsti skepnu nokkurri, er hann fann dauða í brynningartunnunni í fjósrangalan- um hjá sér á þessa leið: „Þetta var eitthvað loðið ... líkt og dunkur . .. En það var þá bara haninn.“ Eins fer Magnúsi: Hann finnur eitthvað loðið í brynningartunnu sinni .... líkt og vitleysu.... En það er þá bara rétt- lætismálið mesta! Bara að sú skepna reynist nú ekki í sama ásigkomulagi að öðru leyti eins og haninn: þ. e. dauð og afvelta! GOTT HERBERGI, helzt með húsgögnum, óskast sem fyrst. — Upplýsingar gefur J. J. Ind- björ, framkvæmdastjóri. Framboð á Ákureyri (Framhald af 1. síðu.) þar með sé fenginn sá frambjóð- andi, er einna sjálfsagðastur sé til þingsetu af öllum þeim mörgu mönnum, sem þjóðin á nú um að velja að fela umboð sitt á þingi, sökum frábærrar at- orku og afreka í fremstu röðum íslenzkra samvinnu- og fram- faramanna nú um alllangt skeið. Vilhjálmur Þór er kunnari öllum Akureyringum en svo, að þess gerist nokkur þörf að kynna hann nánar fyrir þeim að sinni en hér er gert. Þótt hann hafi átt heima í Reykjavík hin allra síðustu árin, er hann þó Akureyringur í húð og hár. Úr Eyjafirði er hann ættaður og upprunninn, hér í bænum er hann uppalinn, og hér á hann þann starfsferil að baki, sem tryggt hefir honum óbrotgjarn- an orðstír í sögu samvinnu- hreyfingarinnar íslenzku, enda er hann fyrir löngu orðinn þjóð- kunnur maður fyrir gáfur sínar og dugnað. Vilhjálmur gekk barn að aldri í þjónustu Kaup- félags Eyfirðinga, með tvær hendur tómar að því er snerti veraldlega fjármuni og aðstöðu. Á skömmum tíma vann hann sér slíkt traust og álit með störf- um sínum þar, að honum var kornungum falin forstaða þessa mikla fyrirtækis, langstærstu og umfangsmestu samvinnuverzl- unar á landinu. Á skömmum tíma hóf hann félagið enn fram til nýrrar og stórfelldrar fram- DAGUR sóknar og sigra, og tók hann þó við forstöðu þess úr höndum hinna mestu garpa. Slíkt er ekki á annarra færi en afreksmanna einna. — Þótt störf hans fyrir Kaupfélag Eyfirðinga myndu vissulega þykja ærið dagsverk hverjum meðalmanni, fer því þó fjarri, að önnur stórvirki liggi ekki nú þegar eftir hann, þótt hann sé enn á bezta aldri. Síð- ustu árin sem hann dvaldi hér á Akureyri átti hann t. d. sæti í bæjarstjórn Akureyrar fyrir Framsóknarflokkinn, og átti þá úrslitaþátt í ýmsum þýðingar- miklum málum. Má t. d. ekki hvað sízt þakka honum, hve giftusamlega tókst til um raf- virkjunarmál bæjarins, og fór hann þá oftar en einu sinni utan til þess að útvega því fyrirtæki lán og annast um útboð og ann- an þýðingarmikinn undirbúning verksins. — Þegar íslenzka rík- ið réðst í það djarfmannlega fyrirtæki að hafa sérstaka sýn- ingardeild á heimssýningunni miklu í New York 1939 og 1940, var honum falinn sá mikli vandi að veita henni forstöðu. Vann hann þar merkilegt braut- ryðjendastarf, og tókst þáttur okkar í sýningunni með þeim á- gætum, að lengi mun minnzt, ef tillit er tekið til fátæktar þjóð- arinnar og fámennis. — Þegar íslendingar ákváðu að stofna sérstakt ræðismannsembætti í Vesturheimi, þótti Vilhjálmur sjálfsagður í þá stöðu. Gegndi hann því ábyrgðarmikla starfi með sömu prýði og öllum öðr- um störfum, sem honum hefir verið trúað fyrir, unz hann var skipaður bankastjóri við Lands- bankann í Reykjavík 1939. Þótt hér hafi aðeins fátt eitt verið talið af þeim ábyrgðar- störfum, sem Vilhjálmur Þór hefir unnið um dagana, má þó „yðvarr hlutur, bændur“, og ekki er hann óveglegur. Fyrir ykkar atbeina á auðvaldsklíkan, sem raunverulega stjórnar Sjálfstil., að fá alger undirtök í þjóðlífi íslendinga. Þið eigið að senda þeim steiktu gæsirnar á matborðið. Ef þetta væri þjóðarnauðsyn, ættuð þið að inna hana af hönd- um. En er það svo? Er það þjóðarnauðsyn að veikja áhrif dreifbýlisins á þjóðmálin? Er það þjóðarnauðsyn að magna stórum áhrifavald hinna and- stæðustu og sundurleitustu afla, sem þéttbýlið jafnan skapar? Og er það þjóðarnauðsyn að „stórlaxamir“ vaði uppi með meira og ríkara valdi en þeir hafa haft? Ef þetta er þjóðamáuðsyn, og það verður hver kjósandi að reyna að gera sér ,ljóst, þá er það tvímælalaust nauðsyn að veikja áhrif Framsóknarflokks- ins á þjóðmálin, enda mun það fyrst og fremst vera ætlun hinn- ar nýju breiðfylkingar, sem að stjómarskrárbröltinu stendur. En skyldu bændur og búalið taka undir þá nauðsyn? Skyldu þeir ekki miklu fremur líta svo á, að stefna Framsóknarfl. og störf hans s.l. 25 ár hafi verið hin ríkasta þjóðarnauðsyn, að reyna að gera sveitirnar byggi- legri og vistlegri, að ef la ræktun, bæta húsakost og samgöngur o. s. frv. Sveitirnar vita, hvaða flokkur hefir haft forgöngu um öll þeirra hagsmuna- og menn- ingarmál. Og líklega er engin þjóðarnauðsyn ríkari en sú, að halda lífi og starfi í sveitunum. Þjóðin er fyrr en varir stödd á flæðiskeri, ef hún gleymir því. En hefir þá Framsóknarfl. gleymt öllu öðru? Var það ekki hann, sem hafði forgöngu um að skipuleggja síldariðnaðinn í landinu og koma rekstri hans á heilbrigðan grundvöll? Var það ekki hann, sem kom allur til hjálpar sjávarútveginum í geng- ismálinu fyrir fáum árum? Skyldu útgerðarmenn, t. d. við Eyjafjörð minnast þess hvernig sumar „steiktu gæsirnar“ reynd- ust þeim þá? Eða hvernig skyldi útlitið vera nú í verzlun og við- skiptum meðal vor, ef sam- vinnufélögin, með öruggum stuðningi Framsóknarfl., hefðu ekki haft hér forgöngu, ekki að- eins um ‘heilbrigða verzlun, heldur og um margs konar skipulagningu á framleiðslu og iðnaði til sjávar og sveita til styrktar sjálfsbjargarviðleitni fólksins þar. Og hvernig er það með skólamálin, íþróttamálin, mannréttindamálin. Hefir flokk- urinn verið aðgerðalaus þar? Var það ekki hann, sem mest og bezt gekk fram í því að brjóta á bak aftur einokunaraðstöðu höfuðstaðarins á stúdentafram- leiðslunni, með því að gefa Norðurlandsskólanum hinn sjálfsagða og sögulega stúdents- rétt? Var það ekki hann, sem hóf baráttuna fyrir héraðsskól- unum, endurbótum bændaskól- anna, húsmæðraskólunum o. s. frv. Og á hann ekki frumkvæðið að sjálfri háskólabyggingunni, Sundhöll Rvíkur, íþróttaskól- anum, íþróttalöggjöfinni o. s. frv.? Var það ekki fyrir atbeina Framsóknarfl. að þjáningum háseta á togurunum var aflétt með hinum svonefndu vöku- lögum? Og er það ekki Framsóknar- fl., sem sterkasta afstöðu hefir jafnan tekið í þingi og stjórn, þegar mikið reið á, án tillits til flokksfylgis, en af þjóðarnauð- syn? A. m. k. tvisvar í stjórnar- tíð flokksins (Tr. Þ. og Herm. J.) hefir togaraflotinn stöðvast vegna vinnudeila, en ekki orðið úr þjóðarvoði, fyrst og fremst vegna sterkrar og óhvikullar af- stöðu flokksins. Stjórnarflokkamir þrír, Sjálf- stæðisfl., Alþýðufl. og Kommar, deila hatramlega um kjörfylgið í bænum, og eru hræddir hver við annan, Þeir geta ekki leyst '*r Nýja Bíó sýnir í kvöld kl. 6: / undirheimum Kairoborgar. Kl. 9: Balalaika. Sunnudaginn kl. 3: Smámyndir. Kl. 5: Balalaika. Kl. 9: / undirheimum Kairoborgar. Mánudaginn kl. 9: Konan mín svoneínda. þegar sjá á þessu, að hér er um óvenjulega margháttaðan og glæsilegan starfsferil að ræða. Mun engum manni blandast hugur um það, hver þeirra manna, sem nú eru í kjöri við Alþingiskosningar hér á Akur- eyri, muni starfhæfastur, líkleg- astur til áhrifa á gang þjóðmál- anna, og skörulegastur forsvars- maður á þingi fyrir hagsmuni, menningar og sóma bæjarfé- lagsins. Þótt Vilhjálmur Þór hafi ávallt verið hinn öruggasti Framsóknarmaður, munu þó ekki flokksbræður hans einir um þá skoðun, að honum sé til alls bezt trúandi í þessum efn- um, að öðrum frambjóðendum algerlega ólöstuðum. Má því, gera sér vonir um, að nægilega margir kjósendur reynist nú svo víðsýnir og ábyrgir, að þeir líti út yfir hin þröngustu flokks- bönd og klíkusjónarmið, og firri bæinn þeirri hneisu að hafna framboði þess manns, sem allir treysta þó tvímælalaust bezt til allra stórræða og átaka á þingi með hagsmuni og sóma alls bæjarfélagsins fyrir augum. neitt nýtilegt þjóðmál saman. Vandamálin mörgu verða óleyst. Skútan rekur á reiða. Hugsandi menn horfa kvíðandi á það, sem framundan er. Kommúnistarnir einir eru glaðir. Flokkamir, sem að stjórnar- skrárbröltinu standa, hafa svik- izt að þjóðinni á hættustund. Þeir þykjast eiga kjósendurna og geta boðið þeim hvað sem er. Nú reynir á, hvort svo er. Vald kjósenda á kjördegi er svo mik- ið, að þeir geta sagt fyrir verk- um. Þeir geta stöðvað upplausn- ina, sem framundan er, ef þeir em sjáandi og skiljandi og ekki í of sterkum flokksviðjum. Það er háskalegt athæfi ís- lenzkri þjóðarheill að beita brögðum, til þess að veikja áhrifavald miðflokks í landi voru, þar-sem öfgar vaða uppi til beggja handa og boðar rísa á bæði borð. 25 ára reynsla hefir sýnt og sannað, hversu afarmikils virði það hefir verið að hafa sterkan og hugkvæman miðflokk í land- inu. Það er því tvímælalaust þjóðarnauðsyn að styrkja harrn í þeim kosningum, sem iram- undan eru. B r j á n n, Annap farmup af amerískum vöpum kominn. Hingað til bæjarins er ný- cominn annar farmurinn af com- og fóðurvörum frá Ame- ríku, í framhaldi af fyrirætlun- um fyrrv. ríkisstjómar og Eim- skipafélagsins um að birgja Norður- og Austurland að nauð- synjavörum. Vörurnar eru ætl- aðar verzlunarstöðum hér fyrir norðan og austan. Samband ísl. samvinnufélaga og Innflytj- endasambandið eiga vörurnar. Hér er um að ræða merkilegt spor í áttina til úrbóta á óviðun- andi ástandi, þar sem er sú stefna að allar vörur, sem til landsins flytjast skuli settar á land í Reykjavík. Hefir oft ver- ið bent á það hér í blaðinu að þessi stefna er háskaleg. Þótt nokkuð hafi úr rætzt í þessu efni í bráð, þar sem tveir kornvörufarmar eru hingað komnir, er þó langt frá því, að sjónarmið byggðanna sé ennþá hálfdrættingur við Reykjavík- urvaldið. Hér þurfa Norðlend- ingar og Austfirðingar enn að vera vel á verði. Ritfregn. Leikhúsmál, 2. árg., nr. 1—2. J^IT þetta hefir Haraldur Bjömsson leikari gefið út um nokkurt skeið. Flytur það fjölda greina varðandi ís- lenzka leiklist og leikara. Má þar nefna grein Lárusar Sigurbjörnssonar um Guðmund Kamban; er það fjórða greinin í röðinni í greinaflokki þessa höf. um fyrstu leikritaskáld íslands. Ritstj. skrifar um „Iðnó“ í greina- flokki, er hann nefnir „íslenzk leik- list“. Þá eru þarna ýmsar minningar- greinar um leikara, lífs og liðna, og fréttir af Ieikstarfsemi víðsvegar á landinu. Ritið er prýtt fjölda mynda og hið skrautlegasta. Er það vafalaust kærkomið öllum þeim, er leiklist og leikbókmenntum unna. Ferðir, tímarit Ferðafélags Akur- eyrar er nýlega komið út. Flytur það m. a. ýtarlega grein um Glerárdal eftir dr. Trausta Einarsson, ferðaáætlun ferðafélagsins 1942, fréttir af starf- semi F. A. o. fl. Ritið er prýtt fjölda fallegra mynda. vtv leir svo sem: Pottar (margar stærðir) SKÁLAR (margar teg.) KAFFIKÖNNUR TEKATLAR o. m. fl. Kaupfél. Eyfirðinga Jám- og glervömdeild.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.