Dagur


Dagur - 06.06.1942, Qupperneq 4

Dagur - 06.06.1942, Qupperneq 4
4 ÐAGUR ÚR BÆ OG BYGGÐ Kirkjan: Messað í Akureyrarkirkju klukkan 11 f. h. á morgun, sunnud. 7. júní. (Sjómannadagur). Nýtt blað. Sig. Jónasson, forstjóri Tóbakseinkasölunnar, er farinn að gefa út blað í höfuðstaðnum. Er hann sjálfur ritstjóri og ábyrgðarmaður. Biaðið nefnist „Framtíðin". Líkist það „Norðanfara" sáluga í því, að það kemur ekki út reglulega. Noregssöfnimin: Alls hafa safnast, á öllu landinu, rösklega 85.000 krón- ur. Söfnunin heldur áfram. Áskrifta- listar liggja frammi í verzlunum bæj- arins. Minnist Noregs! Dansskemmtun heldur hjúkrunar- félagið Hjálpin í Saurbæjarhreppi í þinghúsi hreppsins næstk. laugardag, og hefst hún kl. 10 e. h. — Aðeins fyr- ir íslendinga. Vaskleg björgun. Fyrir nokkrum dögum síðan bjargaði Sveirm Snorra- son, Lárussonar símritara, 6 ára göml- um dreng frá drukknun hér í höfninni. Sveinn var að vinna á Torfunefs- bryggju er hann varð var við dreng- inn í sjónum. Kastaði hann sér þegar til sunds og fékk komið drengnum á land. Var það eingöngu snarræði Sveins að þakka, og góðri sundkunn- áttu, að drengurinn bjargaðist Sveinn Snorrason er 16 ára gamall. Hjúskapur. Nýlega voru gefin sam- an í hjónaband af sóknarprestinum, sr. Friðrik J. Rafnar, vígslubiskupi, ungfrú Ósk Hallsdóttir, frá Hrísey, og Garðar Sigurpálsson, formaður, frá Flatey. Dansskemmtun heldur U. M. F. „Ársól", að Munkaþverá, laugardag- inn 6. júní næstk. og hefst kl. 10 e. h. Veitingar fást á staðnum. — Sam- koman aðeiris fyrir íslendinga. Knattspyrnuvormót III. fl. fer hér hér fram þriðjudaginn 9. þ. m. og II. fl. mótið fimmtudaginn 11. þ. m. — Leikirnir verða háðir á Þórsvellinum. Dánardægur. í fyrradag lézt hér á sjúkrahúsinu eftir þunga sjúkdóms- legu frú Jóna Jónsdóttir Norðfjörð, kona Jóns Norðfjörð leikara, myndar- kona hin mesta og vel látin af öllum, er henni kynntust. Frambjððendur FramsðHnariiokksins. (Framhald af 1. síðu.) Austur-Skaftafallssýsla: Páll Þorsteinsson, bóndi, Hnappavöllum. Vestur-Skaftafellssýsla: Sr. Sveinbjörn Högnason, al- þingismaður. Rartgárvallasýsla: Helgi Jónasson, alþm., og Björn Fr. Björnsson, sýslum. Árnessýsla: Jörundur Brynjólfsson, alþm. og Páll Hallgrímsson, sýslum. V estmannaeyjar: Sveinn Guðmundsson, bæj- arfulltrúi. Seyðisfjörður: Hjálmar Vilhjálmsson, sýslu- maður. Hafnarfjörður: Jón Helgason, blaðamaður. Reykjavík: 1. Ólafur Jóhannesson, lögfr. 2. Eiríkur Hjartarson, kaup^ maður. 3. Jóhann Hjörleifsson.verk- stjóri. 4. Guðm. Ólafsson, bóndi, Tungu. 5. Jón Þórðarson, kennari. 6. Sveinn Gamalíelsson, verkamaður. 7. Sig. Sólonsson, sjómaður. 8. Jakobína Ásgeirsdóttir, frú. 9. Jón Þórðarson, prentari. Framboð r Eyjallrbi. (Framh. af 1. síðu). þess sem þeir Bernharð Ste- fánsson og Einar Ámason hafa borið heill og hagsæld kjör- dæmis síns fyrir brjósti, hafa þeir beitt sér fyrir almennum hagsmunamálum bændastéttar- innar. Meðal margs annars sýndi þetta sig í því, er þeir á sínum tíma komu fram lögun- um um styrk til ábyrgðar- manna lántakenda úr Kreppu- lánasjóði. Samkvæmt þeim lög- um veitti ríkið 750 þús. kr. styrk gegn jafnmikilli eftirgjöf frá lánsstofnunum. Fyrir þessar aðgerðir þingmanna Eyfirðinga hafa bændur beinlínis grætt eina og hálfa miljón króna. Án þessara aðgerða þeirra hefði uppgjör kreppuhjálparinnar ekki komið að hálfu gagni. Þá gengust þingmenn Eyf. einnig fyrir lækkun á fasteigna- veðlánum bænda. Var þeim ekki lítill hagnaðarauki að því. Þessir sömu þingmenn hafa gert afarmikið fyrir samgöngu- og vegamál kjördæmisins. Hafa þeir fengið ýmsa vegi tekna í þjóðvegatölu og þar með létt viðhaldi þeirra af sýslunni. Einnig hafa þeir komið því til leiðar, að fært hefir verið út símakerfið í kjördæminu. Það voru þingmenn Eyfirð- inga, sem útveguðu fjárframlag frá ríkinu til Laugalandsskól- ans, og einnig áttu þeir hlut að því, að Akureyrarskóli var gerð- ur að menntaskóla, og var það gert í megnasta trássi við íhald- ið á þingi. Mörg önnur merkileg mál hafa þeir stutt með ráðum og dáð, t. d. byggingu síldarverk- smiðju á Siglufirði, stofnun Kristneshælis og margt fleira. Ber allt að sama brunni með það, að þingmenn Eyf. hafa ým- ist átt frumkvæði að eða veitt ötulan stuðning framfaramál- um lands og héraðs, bæði í verk- lega og menningarl'ega átt. Eyfirðingar hafa sannarlega ekki ráð á að stofna framfara- og velferðarmálum héraðs síns í hættu með því að hafna sínum gömlu og reyndu þingfulltrúum og kjósa útsendara Reykjavík- urvaldsins í þeirra stað. Það mun heldur ekki sú reyndin á verða. Aldrei hefir verið ríkari ástæða fyrir eyfirzka Fram- sóknar- og samvinnumenn að fylkja sér fast utan um þá Bernharð og Einar en nú, aldrei áður jafn nauðsynlegt og nú að vinna með einbeittni að kjör- fylgi þeirra, þar sem vitanlegt er, að Reykjavíkurvaldið gerir allt, er það megnar, til þess að ná undirtökunum í þjóðmálun- um og brjóta byggðavaldið und- ir yfirráð sín. Það er öllum kunnugt, að Reykjavíkurvaldið hatar samvinnustefnuna, eink- um Kaupfélag Eyfirðinga, og velur því og forystumönnum þess hin hraklegustu orð, sem finnast í málinu. Liggja sannan- 10. Guðjón Teitsson, skrif- stofustjóri. 11. Guðm. Kr. Guðmunds- son, skrifstofustjóri. 12. Sig. Kristjánsson, for- stjóri. Kaupum ppjónles lambskinn hæ§fa verði. Sjóvettlingum, sokkum og lambskirmum veitt móttaka t Benzínai greiðslunni. — Skíðaleistum og vandaðri prjónavöru í Vefnaðarvöru- deilditmi. Kaupfél. Eyfirðinga Kandís Púðursykur Flórsykur Grahamsmjöl Baunir, í pk. og lausri vigt. Hveitiklíð. Kaupfél. Eyfirðinga Nýlenduvörudeild. Útibú: Strandgata 25. Hafnarstr. 20. Brekkugata 47. ir um þetta í blöðum Sjálfstæð- isflokksins, sem hægt er að birta hvenær sem vera skal. En allra ógeðslegast er þó smjaður og vinmælgi útsendara og leigu- snápa Reykjavíkurvaldsins í eyru kjósenda um kærleika sinn til samvinnumálanna og kaup- félaganna, þegar þeir eru áð reyna að tæla samvinnumenn til þess að kjósa sig. Allir eyfirzkir samvinnu- menn, hvar sem þeir standa í flokki, eiga hiklaust að vísa út- sendum hræsnurum Reykja- víkurhöfðingjanna á dyr og þjappa sér í fastri fylkingu um foringja sína í samvinnumálum um langt skeið, þá Bernharð Stefánsson og Einar Ámason. En auk þess ættu allir aðrir kjósendur í Eyjafirði að flytja að þessu sinni fylgi sitt yfir á frambjóðendur þess flokks, er einn allra flokka berst fyrir heil- brigðu stjórnskipulagi á íslandi og berst á móti því, að bænda- valdið í byggðum landsins verði brotið á bak aftur. Sá flokkur er Framsóknar- flokkurinn. Laugardaginn 6. júní 1942 Kodak-filmur. Hefi nú til sölu KODAK-filmur, stærð 6x9, bæði með tré- og járnspólu. LJÓSMYNDASTOFA EDVARDS SICURGEIRSSONAR. Skrá yfir þá, sem skatt eiga að greiða, og ennfremur skrá yfir þá, sem gjaldskyldir eru til Lífeyrissjóðs í Hrafnagilshreppi árið 1942, liggja frammi á Kroppi gjaldendum til sýnis frá 5. til 10. þ. m. að báðum dögum meðtöldum. Kærufrestur er til 10. þ. m. Kærur verða því aðeins teknar til greina, að þær komi skrif- lega til undirritaðs formanns skattanefndar Hrafnagilshrepps fyrir 10. þ. m. Kroppi, 4. júní 1942. DAVÍÐ JÓNSSON. Vinnuskyrtur ntnomnar. KAUPFELAG EYFIRÐINGA Vefnaðarvörudeild. H J ÓLKOPPUR af 'Dodge-bifreið tapazt. Skilist fundarlaunum til PÉTURS JÓNSSONAR læknis. hefir gegn tiotið rERLU-Duattadutt. BARNAVAGN óskast til kaups. Afgreiðslan vísar á. FJÁRMARK MITT ER: Heilrifað fjöður framan hægra Stýft og gagnbitað vinstra. Brennimark: Jón E. Ak. Akureyri 3. júní 1942. Jón E. Sigurðsson

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.