Dagur - 09.06.1942, Side 2

Dagur - 09.06.1942, Side 2
2 DAGUR Þriðjudaginn 9. júní 1942 Fleygurinn í stjórnar- samvinnuna Samkomulagið um kosninga- frestunina, sem gert var í fyrra, var rofið bæði af Alþýðu- og Sjálfstæðisflokknum. Sjálfstæðismenn kröfðust þess strax sumarið 1941, að aukakosningar færu fram í þeim héruðum, sem þingmanns- laus voru, og að þar yrðu gerðar baráttukosningar, en ekki sam- komulagskjör, eins og gengið hafði verið út frá, þegar kosn- ingafrestunin var samþykkt. Ennfremur krafðist „Vísir“ þá um sumarið almennra kosninga hið fyrsta, einkum til þess að sýna þá staðreynd, að Alþýðu- flokkurinn væri dauður flokkur. Alþýðuflokkurinn lét líka ófrið- lega sumarið 1941, þó að út yfir tæki um áramótin síðustu, þeg- ar flokkurinn rauf samstarfið um þjóðstjórnina. Var þá þegar lýst yfir af flokknum, að hann teldi grundvöll fyrir kosninga- frestun ekki fyrir hendi. Það hafði verið greinilega tek- ið fram af Framsóknarmönnum, þegar kosningafrestunin var samþykkt, að þeir teldu hana því aðeins framkvæmanlega, að allir aðalflokkar þingsins stæðu saman um hana. Að öðrum kosti næði kosningafrestun á engan hátt þeim tilgangi sínum að skapa pólitískan vinnufrið í landinu. Kosningafrestun, sem gerð væri við mikinn ágreining, myndi verða eitt allra við- kvæmasta deiluefni, sem hægt væri að vekja. Þegar þannig var komið um framkvæmd kosningafrestunar- innar, að báðir hinir flokkarnir höfðu skorizt úr leik, samþykkti miðstjóm Framsóknarflokksins, að hún teldi óhjákvæmilegt, að kosningar færu fram í vor. Þannig stóð málið, þegar þing kom saman í febrúar. Stjórnarsamvinnan við Sjálf- stæðismenn grundvallaðist á dýrtíðarmálinu, skattamálinu og fleiri mikilvægum málum, er úrlausnar kröfðust. Báðum flokkunum var það ljóst, að allt samstarfið var und- ir því komið, að ágreiningsmál þeirra, er ekki komu við þeim verkefnum, sem brýn nauðsyn var að leysa, væru lögð til hlið- ar. Var einkum skýrt frá því gengið, að Framsóknarflokkur- inn myndi alls ekki taka þátt í ríkisstjóm, ef kjördæmamálið yrði tekið upp á þessum tíma. Var því báðum stjórnarflokk- unum það ljóst, að ekki gat ver- ið um samstarf að ræða, ef því máli yrði ekki vísað á bug með fullkominni festu. Eigi hafði Alþingi lengi setið að störfum, þegar Alþýðuflokkur- inn lagði fram fleyg sinn: kjör- dæmamálið. Þær tillögur voru þó ekki miðaðar við afstöðu Al- þýðuflokksins til málsins, held- ur við það, hvað Sjálfstæðis- mönnum kæmi bezt, og var því auðséð, að tillögumar voru hugsaðar sem kosningabeita. Auðvelt hefði verið fyrir Sjálf- stæðisflokkinn að vísa tillögun- um frá og vekja hjá þjóðinni fyrirlitningu á vinnubrögðum Alþýðuflokksins, þar sem for- maður flokksins lagði áherzlu á, þegar kosningum var frestað í fyrra, að flokkarnir hefðu ekki leyfi til þess að afgreiða á því þingi, er sjálft hafði framlengt umboð sitt án kosninga, nein önnur mál en þau, sem stæðu í sambandi við stríðið og afleið- ingar þess. Það leikur heldur ekki á tveim tungum, að nokkur hluti Sjálfstæðisflokksins taldi ekki koma til mála að láta þessi póli- tísku hrekkjabrögð hafa nokkur áhrif á samstarf flokkanna að nauðsynjamálum þjóðarinnar. Hitt varð nú samt staðreynd, að meiri hluti flokksins vildi allt annað. Sjálfstæðisflokkurinn á- kvað að gína við beitu Alþýðu- flokksins, kasta frá sér ábyrgu samstarfi um stjórn landsins, mynda í stað þess ríkisstjórn með stuðningi Alþýðuflokksins og kommúnista, til þess eins að hrinda þjóðinni út í tvennar kosningar með stuttu millibili og breyta kjördæmaskipun landsins. Svo ósvífnir eru þessir flokkar að lýsa því jafnframt yfir hver í kapp við annan, að þetta sé eina verkefni ríkis- stjórnarinnar, og að þeir eigi ekkert sameiginlegt annað en þetta eina. Hvað svo sem sjálfstæðis- menn, kratar og kommar þvæla um breytingu á kjördæmaskip- uninni, er þeir ætla að koma í kring, þá er hún ekkert annað en árás á rétt dreifbýlisins, þó að reynt sé að dulbúa hana. Og þessi árás, sem nú er gerð, er ennþá hættulegri en sú, sem gerð var árið 1931, því að þá var gengið framan að möhnum, en nú er ráðizt að baki þeim. II. Engan mun hafa órað fyrir því þá, að ekki yrði fullt ár liðið frá því að þessar skörulegu og hófsömu samþykktir voru gerð- ar á Alþingi íslendinga, unz þetta sama þing var búið að af- greiða við fyrri umferð nýja stjórnarskrá, þar sem því er slegið föstu, að ísland sé enn konungsríki, danski kóngurinn sé enn æðsti maður landsins og Danir skuli enn fara með utan- ríkismál vor. Aðeins einn þáttur stjórnarskrárinnar, kosningalög- in, hefir verið tekin út úr í mesta flaustri og á honum gerð- ar ýmsar kákbreytingar, sem enginn ' flokkur er þó í rauninni ánægður með, eða vill bera ábyrgð á, en hitt allt látið sitja við það sama og áður var. — Ekki verður með rökum móti því mælt, að kosningafyrir- komulagið og kjördæmaskipun- in er úrelt orðin í ýmsum grein- um, og þarf því gagngerðra leiðréttinga og umbóta við. En Viðnám fólksins í dreifbýlinu árið 1931 hefir kennt þessum flokkum að ganga ekki hreint til verks að þessu sinni. Nú á að fara þá leið að tryggja íhaldinu minnihluta- þingmenn í sex kjördæmum, þó að þeir hafi ekki nema þriðjung atkvæða eða minna, þegar fleiri en tveir flokkar keppa. Þegar flokkarnir hafa tryggt sér þenna rétt, þá eru þeir ör- uggir um, að fólkið í dreifbýlinu getur aldrei framar fengið stöðvunarvald á Alþingi, og eft- ir það er hægt að gera hvað sem þeim sýnist í kjördæmamálinu. Þegar þær fréttir bárust út um landið, að Sjálfstæðisflokk- urinn hefði ginið við beitu Al- þýðuflokksins, og að fleygur þess flokks hefði borið tilætlað- an árangur, stóð meginþorri manna höggdofa af undrun. Menn áttu bágt með að festa trúnað á það, að Sjálfstæðis- flokkurinn hefði kastað frá sér ábyrgu starfi um landsmálin og ákveðið að varpa þjóðinni út í innanlandsstyrjöld, velja sam- starf við kommúnista og krata um kjördæmamálið og upp- lausn í öllum öðrum málum í stað samvinnu við Framsóknar- flokkinn um fjárhags- og dýr- tíðarmálin, en til þess var fleyg- ur Alþýðuflokksins fram kom- inn að sundra þeirri samvinnu. Kjósendur um allt land! Eftir er enn yðar hlutur í þessum leik. Nú er það dreng- skaparskylda yðar, hvað sem líður ágreiningsmálum yðar að öðru leyti, að stöðva þá óhæfu, sem hér er stofnað til. Þetta er hægt með aðeins einu móti: með því að efla Framsóknar- flokkinn við kosningamar 5. júlí, svo að hann fái stöðvunar- vald á Alþingi því, sem saman kemur í sumar. Jafnframt skulu menn gera sér ljóst, að þetta er sxðasta tækifærið, sem til þess gefst að stöðva ágang þann, sem fyrirhugaður er á hendur dreif- býlinu. Tækifærið er liðið hjá, þegar minnihlutaþingmenn í- haldsins hafa fengið aðstöðu til að ráða úrslitum málanna. hitt er og jafnljóst hverjum sanngjörnum manni, sem nenn- ir að leggja það á sig að kynna sér alla málavexti með rólegri og sjálfstæðri athugun, að breytingar þær, sem Alþingi heiir nú flaustrað ai í þessu eín- um, eru éjörsamlega vanhugs- aðar, óundirbúnar og ómáttugar til þess að bæta úr nokkrum megingöllum kosningaskipu- lagsins. Og það sem verra er: Breytingar þessar brjóta allar freklega í bága við reynslu hinna íremstu lýðræðisþjóða heims, og eru líklegar til þess eins að auka á galla og veikleika lýðræðisskipulagsins, rrútt á þeirri vargöld og upplausnar- tímum, er harðast reyna á styrk þess og heilbrigði. K Þá fyrst vöknuðu þeir! n LÞÝÐUFLOKKURINN (þ. e. “broddarnir á þingi) hafa nú engan svefnfrið fyrir þeirri „réttlætiskröfu", að minni hluti kjósenda í 6 tvímenn- ingskjördæmum, sem til eru á landi hér, skuli framvegis hafa sama rétt og meirihlutinn. Að vísu hefir broddun- um aldrei dottið þetta snjallræði í hug öll friðarárin, sem þeir hafa setið með fullt umboð kjósenda á þingi, og því síður að þeir ympruðu nokkru sinni á slíku allan þann tíma, sem þeir áttu fulltrúa í þjóðstjórninni. Nei, þeir rumskuðust fyrst í „réttlætismálinu" eftir að þeir voru komnir í stjómar- andstöðu, eftir að tímarnir voru orðn- ir svo alvarlegir, að ekkert vit var lengur í því að leggja út í deilur um slíkt, og loks eftir að þeir voru sjálfir orðnir umboðslausir og sjálfskapaðir þingmenn og höfðu svarið þess dýran eið að „gera engar stórar breytingar á löggjöí landsins," á meðan svo stæðu sakir. I>á fyrst var sú fylling tímanna komin, að flokknum þóknaðist að leggja stjórnarskrá ríkisins að velli, til þess að 501 íhaldskjósandi í tvímenn- ingskjördæmi skuli eftirleiðis hafa sama rétt og 1000 Framsóknarmenn: þ. e. minnihlutinn fá einn þingmann kosinn og meirihlutinn annan! Dagsbrúnar-réttlætið. ÓTT hlutfallskosning sé vitanlega ekkert annað en vitleysa, þar sem aðeins eru tveir menn kosnir, getur slíkur kosningamáti átt vel við, þar sem þrír fulltrúar eða fleiri eru vald- ir. — Nú er fróðlegt að athuga, hvern- ig „réttlætisflokkurinn“ hefir hagað þessu, þar sem hann hefir sjálfur rað- ið lögum og lofum, t. d. til skamms tíma í „Dagsbrún", stærsta verka- mannafélagi landsins. Hvernig mundi nú séð fyrir „réttlætinu“ í þeirri höf- uðborg kratanna sjálfra? Á aðalfundi þess félags fara að sjálfsögðu árlega fram umfangsmiklar kosmngar. Fjöl- menn stjóm er kosin, margir embætt- ismenn til ýmis konar starfa fyrir fé- lagið, launaðra og ólaunaðra, og svo að lokum geysifjölmennt trúnaðar- mannaráð, (got^ ef í því eiga ekki sæti á annað hundrað manns). Þarna virðist því „réttlæti" hlutfallskosning- anna sannarlega eiga heima. — Nei, góðir hálsar, ekki nú aldeilis! Sá flokk III. jyjÖNNUM, er hvorki hafa að- stöðu, tíma eða vilja, til þess að skapa sér sjálfstæða skoðun í þessum málum upp á eigin spýtur, er að vísu nokkur vorkunn, þótt þeir taki varlega mark á vitnisburði Framsókn- armanna um þessi efni, þar sem vitanlega er ekkert til sparað af hálfu andstæðinganna að skýra andóf þeirra gegn hinni nýju stjórnarskrá sem flokks- lega hlutdrægni og trúnað við „miðaldaskipulag“ í kjördæma- málinu. Á. hitt er auðvitað alls ekki minnzt, að flokkurinn hefir þrásinnis — og síðast á þingi nú í vor — boðið öðrum flokkum upp á friðsamlegt samstarf um athugun og lausn þessarra mála. En hinum gætnu mönnum ætti í •3 hverjum 99, tær alla stjórnina kosna og allt trúnaðarmannaráðið. Svona er nú réttlætinu og lýðræðinu vísdóms- lega fyrirkomið, þar sem kratarnir hafa til skamms tíma einir sett lög. Og til þess að fullkomna og undir- strika réttlætisþrá sína og brennandi lýðræðisást sem bezt, hafa þeir staðið á því „réttlæti“, meðan stætt var, í öllum verkalýðsfélögum landsins, að aðeins menn úr einum stjórnmála- flokki (þ. e. Alþýðuflokknum sjálf- um), skyldu vera kjörgengir á þing Alþýðusambandsins! — Og þetta er flokkurinn, sem skirrist ekki við að setja allt á annan endann í þjóðfélag- inu, til þess að koma því í kring, að minnihlutinn skuli hafa ekki aðeins hlutfallslegan rétt, heldur sama rétt og meirihlutinn í nokkrum tvímenn- ingskjördæmum! Virðist mönnum að þessu athuguðu,, nokkuð um of fast að orði kveðið, þótt þeir menn, sem svona haga sér, séu kallaðir loddarar og ábyrgóarlausir afglapar? Sterk stjórn er nauðsyrdeg í „Dagsbrún“, en ekki á Islandi! KÝRINGIN á því, að Alþýðuflokk- urinn mun ávallt hafa talið sér nauðsynlegt að viðhafa slíkt kosn- ingatynrkomulag í „Dagsbrún" og öðr um verkamannalélögum mun vera sú, að þessi félög hafa oft átt í hörðum átokum, þar sem þess var engin von, að þau kæmu málum sínum fram, nema því aðeins, að tryggt væri, að hver hondin rtsi ekki jainan upp á móti annarri innbyrðis í lélogunum og sterk og einhuga meirihlutastjórn sæti þar jatnan aó voldum. hn séu pessi rok fullgild til þess að afsaka svo einræöiskennt kosningalyrir- komulag í samtokum verkamanna, ættu slrk sjónarmið og að eiga nokk- urn rett á ser í landsmalum. Vissulega er heldur ekki heppilegt, að rikis- stjórn neins lands se jaman í minni- hlutaaöstoöu og þuríi aö styöjast við íylgi og hlutleysi hinna sundurieitustu tiokka og steina, sem til eru í landinu, og neyöist því þrásinnis til þess að tryggja starfsfrið sinn með eilífum hrossakaupum og baktjaldabraski, eins og oft vill verða. Á þessum rök- um mun svar ensku verklýðsleiðtog- anna hafa verið reist, þegar Alþýðu- flokksforingjarnir hér spurðust fyrir um það, hvort þeim þætti ekki henta að taka upp í Englandi stór kjördæmi með hlutfallskosningum. Þeir Attlie þó að vera vorkunnarlaust að átta sig á því, hvílíkt ráðleysis- fálm breytingar þessar eru, með því að athuga framburð sjálfra hinna helztu forvígismanna þeirra flokka, er að stjórnar- skrárbreytingunni standa nú, í þessu efni. Við skulum vera svo hógværir (vafalaust óþarflega hógværir) að sleppa vitnisburði ráðherranna þriggja, Ólafs Thors, Magnúsar Jónssonar og Jakobs Möller, um málið á Al- þingi 1928, enda hefir sú félega vitnaleiðsla nýskeð verið rakin hér í blaðinu. Við skulum gera ráð fyrir þeim ólíkindum, að þeir hafi af góðum og gildum ástæðum (öðrum en flokkshags- munum?) skipt algerlega um skoðun í málum síðan (!) Næg- ar sannanir um hið raunveru- lega trúleysi þessara manna á sinn eiginn málstað eru þó enn fyrir hendi, nýjar af nálinni. Það er t. d. ekki farið að slá í þessi ummæli Ólafs Thors, er hann lét falla á Alþingi, strax eftir að hann var orðinn forsæt« urinn, sem nær eintöldum meirihluta í „Dagsbrún“, t. d. 100 atkvæði á móti Framh. af 1. síSu.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.