Dagur - 16.06.1942, Blaðsíða 4

Dagur - 16.06.1942, Blaðsíða 4
4 Þríðjudaginn 16. júní 1942 DAGUR ÚR BÆ OG BYGGÐ Dvalarheimili fyrir konur. Mœðra- styrksnefnd Akureyrar hefir tekið á leigu húsið „Jaðar“ við Einarsstaði í Reykjadal. Verður þar starfrækt dvalarheimili fyrir konur, frá 1. júlí til 15. ágúst næstk. — Þær, sem þess óska, geta haft með sér 1 til 2 börn. Búizt er við, að heimilið taki á móti 5 til 6 konum í einu. Verður því dval- artíminn 14 dagar fyrir hvern flokk. Nánar auglýst á öðrum stað í blaðinu. Listigarðurirm er nú opinn daglega fyrir almenning. Þótt tíð hafi verið köld að undanfömu, er garðurinn þegar mjög fagur, og nú eins og fyrr svo vel hirtur, að til fyrirmyndar er hér sem annars staðar. I vor er sett upp fuglahús í garðinum og verptu þegar nokkrir smáfuglar þar, en það mun fremur sjaldgæft að fuglar leiti til slíkra húsa á fyrsta ári. • Laugardagslokunin. Athygli al- mennings skal vakin á því, að næstk. laugardag hefst sumarlokun sölubúða, — kl. 1 e. h. — Ráðlegast er því fyr- ir fólk að verzla sem mest á föstu- daginn, til þess að forðast laugardags- ösina. Hjónaeíni. Ungfrú Ema Árnadóttir, Jóhannssonar gjaldkera, og Baldur Guðjónsson, Baldvinssonar bónda að Skáldalæk. Hundapest geysar hér í sýslunni og í bænum. Hefir sýslumaður aug- lýst strangt bann við því, að flytja hunda úr sýslunni eða í, samkv. ráði dýralæknis. Frá verstöðvunum. Góður afli er á verstöðvum hér við fjörðinn þegar gefur, en enn sem fyrr helzt á nýja síld sem beitu. Er dálitill síldarafli þessa dagana, en hrekkur þó skammt til þess að fullnægja þörf verstöðv- anna. Erlend skip, á vegum K. E. A., taka aflann jafnharðan til útflutnings. HúsmæðrasHdiaiÉiag fihurevrar. Framh. af 1. síðu. lagi irá ríki og bæ. En Hús- mæðraskólaiél. heíir hins vegar loíað, að sjá um kaup og greiðslu á öUum innanhúss- munum skólans. Félagið gengur þess ekki dulið, að hér er mikið íærzt í iang með núgildandi verðlagi. En það er líka jafn sanniært um það, að hugur bæj- arbúa yiirleitt stendur á bak við málið. En til þess að iélaginu takist að koma þessu áformi sínu íram, þari meira en góðan hug, það þarf mikið fé. Og nú heitum við á yður bæjarbúar, að bregðast vel við, einn sem allir, og allir sem einn, og láta ié af hendi rakna í þessum til- gangi. Innan skamms mun verða gengið með söinunarlista um bæinn, og væntum við þess tast- lega, að konunum verði vel tek- ið, bæði af einstaklingum og íélögum, og þær ekki látnar synjandi fara. Allar gjaíir verða birtar í blöðunum jafnóðum. Takmarkið er veglegur hús- mæðraskóli á Akureyri. V irðingarfyllst. Fyrir hönd Húsmæðraskólafé- lags Akureyrar. Jóninna Sigurðardóttir. Laufey Pálsdóttir. Sigríður Baldvins- dóttir. Ingibjörg Eiríksdóttir. Sigríður Davíðsson. BRENNIMARK undirritaðs er: B Gest BJÖRN GESTSSON, Bakka- gerði, Svarfaðardal. „Fiohhur allra flohha" (Framhald af 1. aíðu.) III. Ekki er óhugsandi, að þessi herbrögð „foringjanna" hafi heppnazt að nokkru nú í svip- inn: Flokkurinn kann að hafa hagnazt um nokkur atkvæði á þessum loddaraleik, en innri styrkur hans og jafnvægi hefir vissulega þorrið að sama skapi. Enda er nú svo komið, að flokk- urinn hefir ekki um langt skeið þorað að taka ábyrga eða hreina afstöðu til nokkurs þýðingar- mikils máls, svo að hann ætti ekki á hættu að missa eitthvað af áhangendum sínum, ýmist til hægri eða vinstri eftir því, hvemig í pottinn hefir verið bú- ið á hverjum tíma. Þessi flokk- ur hefir því fyrir tilverknað for- ingja sinna breytzt úr föstum kjarna í eins konar sápukúlu, er stöðugt er þanin út til hins ýtr- asta, glitrar e. t. v. fagurlega um stutta stund á æðsta „tróninum", unz hún, fyrr en seinna, hlýtur að bresta og dreifast víðsvegar. IV. Framsóknarflokkurinn hefir ávallt verið í minnihluta-að- stöðu á þingi þjóðarinnar. Hann hefir þó orðið að taka að sér á- byrgðina og vandann af stjórn þjóðarskútunnar á hinum erfið- ustu og örlagaríkustu tímum nú um margra ára skeið, af því að meirihluti þingsins hefir fram að þessu aldrei getað komið sér saman um neitt, nema ábyrgð- arlaust andóf gegn nauðsynleg- um ráðstöfunum flokksins í ýmsum vandleystum stórmál- um. Enginn þarf að láta sig dreyma um þau undur,að Fram- sóknarmenn muni nokkru sinni tilleiðanlegir til þess að skipta um hlutverk við íhaldið, meðan það sjálft freistar þess, hvort takast megi að hrifsa til sín lýð- fylgi með aðferðum loddara og lýðskrumara, sem tala tveim tungum í hverju máli og ganga hvergi hreint til verks í neinu. Framsóknarflokkurinn hefir al- drei og mun aldrei leika þátt í- haldsflokks í landinu. Hann hef- ir ávallt reynzt sínu eigin hlut- verki trúr sem frjálslyndur hóg- samur og ábyrgur umbótaflokk- ur, — miðflokkur, sem þorir, hvenær sem er, að taka afstöðu til málanna með hagsmuni þeildarinnar og framtíðarinnar fyrir augum, hvort sem fjöldan- um kann nú að líka þær ráðstaf- anir betur eða verr í svipinn. — Nú hefir þingmeirihlutinn loks komið sér saman um eitt mál í fyrsta skipti í þingsögunni: — Hann gengur sameinaður að því verki að skerða enn aðstöðu og áhrif hins eina hófsama mið- flokks í landinu. Það virðist þó nokkuð vafasöm ráðstöfun á ó- friðar- og upplausnartímum, svo að ekki sé fastar að orði kveðið, og óvíst með öllu, að þjóðinni famaðist stórum verr, þótt sú breyting mætti bíða fram um styrjaldarlokin og aðrar ráðstaf- anir yrðu látnar sitja í fyrirrúmi í bili, svo sem friðsamleg og sameiginleg átök allra flokka og stétta til þess að halda niðri verðbólgunni, varðveita fram- leiðslu og atvinnuvegi lands- manna frá hruni, og athuga og undirbúa stórfellda og framsýna skipulagningu atvinnuvega og athafnalífs þjóðarinnar að styrj- aldarlokum, þegar hinir erlendu herir — og sú atvinna, er þeim fylgir, — eru horfnir úr landi. Ef til vill tekst hinum samein- uðu stjórnarflokkum að ljúka þessu verki sundrungarinnar, eins og til er stofnað. Það verð- ur þá svo að vera. Framsóknar- flokkurinn getur gjarnan unnt þeim þess, frá flokkslegu sjón- armiði séð, að taka að sér völdin og ábyrgðina á næstu árum, ef samstarf þeirra endist svo vel, að það dugi til nokkurra sam- eiginlegra átaka, því að mörg sker og hættuleg eru vissulega skammt undan stafni þjóðar- skútunnar — sker, sem veik stjórn og sundurleit er ekki fær um að forðast. En hitt er flokkn- um ekki sársaukalaust, ef þessi tilraun reynist þjóðinni of dýr, alltof dýr í hlutfalli við þann „á- vinning" að stjaka miðflokkn- um um stund úr vegi. En það mun sízt harmað, þótt hún dragi þann dilk á eftir sér, að sápu- kúla íhaldsins springi undan þrýstingi atkvæðagræðginnar, og forystumennirnir uppskeri þannig þann „hvirfilvind, sem þeir hafa sáð til,“ svo að orðalag „Morgunblaðsins" sé enn notað. Þær konur, sem dvelja vilja á heimili Mæðrastyrksnefndar í sumar, tali við Sigríði Jónsdóttur, Brekkugötu 3 og Ingibjörgu Ei- ríksdóttur, Þingvallastræti 14, fyrir 25. þ. m. Auglýsing um skoðun biíreiða og bifhjóla í Eyjafjarðar- sýslu og Akureyrarkaupstað. Samkvæmt bifreiðalögunum tilkynnist hér með, að hin árlega skoðun bifreiða og bifhjóla fer fram á þessu ári sem hér segir: Hinn 1. júlí mæti A- 1 til A- 30 — 2. — — A- 31 — A- 60 — 3. — — A- 61 — A- 90 — 4. — — A- 91 — A-120 — 6. — — A-121 — A-150 — 7. — — A-151 — A-180 — 8. — — A-181 — A-210 — 9. — — A-211 — A-240 — 10. — — A-241 — A-270 — 11. — — A-271 — A-300 — 13. . .i — A-301 — A-350 Ber öllum bifreiða- og bifhjólaeigendum að mæta með bif- reiðar sínar og bifhjól þessa tilteknu daga, við lögregluvarðstöð- ina, frá kl. 9—12 árdegis og 1—5 síðdegis. Þeir, sem eiga farþegabyrgi á vörubifreiðar, skulu koma með þau til skoðunar ásamt bifreiðum sínum. Bifreiðaskattur fyrir skattárið frá 1. júlí 1941 til 1. júlí 1942, skoðunargjald og iðgjöld fyrir vátryggingu ökumanns verður inn- heimt um leið og skoðun fer fram. Sýna ber skilríki fyrir því, að lögboðin vátrygging fyrir sér- hverja bifreið sé í lagi, svo og ökuskírteini hvers bifreiðastjóra. Vanræki eirihver að koma með bifreið sína eða bifhjól til skoðunar og tilkynni eigi gild forföll, verður hann látinn sæta ábyrgð samkvæmt bifreiðalögunum. Bæjarfógétinn á Akureyri, 15. júní 1942. SIG. EGGERZ. Athugið: Sölubúðum verður nú lokað kl. 1 á laugardögum. Sendum ekki heim vörur, né svörum í síma eftir kl. 11 f. h. á laugardögum. Vinsamlegast: Gerið pantanir yðar og verzlið, eftir því sem framast er unnt, á föstudögum. — Greiðið heimsendingar við móttöku. KJÖTBÚÐ K. E. A. Skrá yfir gjaldendur í Akureyrarkaupstað til Lífeyris- sjóðs íslands 1942 liggur frammi, almenningi til sýnis, á skrifstofu bæjarfógeta alla virka daga frá 15. júní til 29. júní n. k. Kærum út af skránni sé skilað á skrifstofu bæj- arstjóra innan loka framlagningarfrestsins. Akureyri, 12. júní 1942. SKATTANEFNDIN. eins og undanfarin ár hæsta verði: PRJÓNATUSKUR ULLARLEISTA SJÓVETTLINGA LAMBSKINN KÁLFSKINN HROSSHÁR Vöruhús Akureyrar í 50 kg. dúnkum. Kaupfél. Eyfirðinga Jám- og glervörudeild.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.