Dagur - 30.06.1942, Blaðsíða 4

Dagur - 30.06.1942, Blaðsíða 4
4 DAQUR Þriðjudaginn 30. júní 1942 „Höfðatöliiregla“ stjórnapfLokkanna í framkvæmd, Burgeisar Reykjavíkur eru ekki í rónni fyrr en þeir fá 1 þingmann kosinn fyrir hverja ca. 3150 kjósendur + höf- uðborgaraðstöðu + aðsetur þings og stjórnar + búsetu alls þorra þingmanna í Reykjavík + fjölda „steiktra gæsa“ þ. e. uppbótarþingmanna. Hvernig er „réttlætinu“ fyrir komið gagnvart öðrum landshlutum EFTIR fyrirhugaða stjórnarskrárbreytingu? Örfá dæmi: Seyðisfjörður 1 þingmann fyrir ca. 600 kjósendur Siglufjörður 1 þingmann fyrir ca. 1600 kjósendur Akureyri 1 þingmaður fyrir ca. 3430 kjósendur Hvar er samræmið og réttlætið. Meirihluti (t. d. 1000 kjósendur) í tvímenningskjördæmi fær EINN þingmann kosinn. Minnihlutinn (t. d. 501 kjós- andi) fær LÍKA EINN ÞINGMANN KOSINN. Hvar er vitið í þessu? Kjósandi! Ert þú hugsandi maður? Liggur ÞESSUM breyt- ingum á á ótriðartímum? Þurfum við tvennar Alþingiskosn- ingar á einu ári, til þess að þjóna þessu „réttlæti?“ Herraskyrtur hvítar með lausum flibba, margar teg. ULLAR- BINDI og ensk SILKIBINDI. Verzlun Jóns Egils KJÓLATAU LÉREFT TVISTTAU BÓMULLARTAU SÆN GUR VER ADREGIL og margt fleira í miklu og fallegu úrvali. KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA Vefnaðarvörudeild. ÚR BÆ OG BYGGÐ Aímæli. Sjötugur varð 26. þ. m. Stefán Marzson NorSurgötu 19 hér í bee. Um tvítugsaldurinn stundaði hann nám í Möðruvallaskóla, var lengi oganleikari í Möðruvallakirkju, hefir fengist við barnakennslu, búskap og verkstjóm við jarðabætur og vega- lagningar, alstaðar reynzt hinn lið- tækasti við öll sín störf og orðlagður fyrir verklagni og verkkunnáttu. Stefán er giftur Jónínu Jónsdóttur frá Spónsgerði og eiga þau uppkomin börn. Stúkan Brynja heldur fund næstk. miövikudag kl. 8,30 e. h. — Þing- fréttir. Hjúskapur. Nýlega voru gefin sam- an í hjónaband í Winnipeg, Manitoba, ungfrú Alice Baldvinsson frá River- ton, Man., og Jóhannes R. Snorrason, flugmaður, Regina, Sask., sonur Sn. Sigfússonar, skólastjóra hér í bæ. Hjónaefni. Ungfrú Torfhildur Jós- efsdóttir, Sigurðssonar, bónda í Torfu- felli og Angantýr Hjálmarsson Þor- lákssonar, bónda í Villingadal. Hjónaefni. Ungfrú Sigríður Stefáns- dóttir frá Kaupangi og cand. oec. Svavar Pálsson frá Hrísey. PrifnaÓuxinn í bænum. Allmikið •kortir á, að bæjarbúar sýni þann þegnskap af sér að stuðla að bættum þrifnaði á götum bæjarins. Þrátt fyrir rusl-körfurnar í miðbænum tleygja margir bréfum, vindlingapökkum o. þ. h. á gangstéttirnar og goturnar. Þetta er leiður siður og ómenningarlegur. — Gerum Akureyri aö fyrirmynclar- bæ í hvívetna! Nore'gssöínunin. Fjársöfnun heldur áfram um land allt. Söfnunarlistar hggja frammi í verzlunum bæjanns. Minnist Noregs! %■ Gjafir til Húsmæöraskólafélags Ak- ureyrar fyrir innanhússmuni í skól- ann: Kr. Sverrir Ragnars, kaupm. 200.00 Valg. Stefánsson, heildsali 200.00 Kristján Arnason, kaupm. 100.00 Leó Sigurösson, útgeröarm. 100.00 Gunnl. S. Jónnss., velsmiour 100.00 Jón Þorsteinss, vélsm. og frú 100.00 S. S. 50.00 Magnús Gíslason, múrari 50.00 Jakob Böövarss., Aðalstræti 23 30.00 Gunnar Jónss,. sjúkrah.gjaldk. 23.00 Brynjólíur Sveinsson, kennari 25.00 Þorst. Stefánss., bæjargjaldk. 25.00 Haraldur Sigurgeirss., verzl.m. 25.00 Helga Jumusd., Byrarl.v. 20 25.00 Jóhannes Jónass., tiskimatsm. 20.00 Þorv. Sigurðss., Eyrarl.v. 19 20.00 Arnþór Þorsteinss., forstjóri 25.00 Arni Guömundsson, læknir 25.00 Guöl. Sigfusd., Munkaþv.str. 24 20.00 Aðalsteinn Einarss., gjaldkeri 20.00 Björn Bjarman, Hamarstig 2 25.00 Þorst. Halldórss., Hamarstig 2 25.00 Snorri Pálss. og frú, Holtag. 5 25.00 Sigurjóna Pálsd., Hamarstíg 6 25.00 Bjarni Rósantss., múrari 20.00 Sigríður Jónsd., Oddeyrarg. 10 10.00 Siguröur Sumarliðas., skipstj. 30.00 Þ. Thorarensen, gullsm. 20.00 N. N. 20.00 Ásgeir Matthíass., kaupm. 20.00 Jón Antonsson, kaupm. 20.00 Súsanna Baldvins., Oddag. 3b 20.00 Kristín Guðmunds., Oddag. 3b 10.00 Þyri Eydal 10.00 Margrét Hallgrímsd., Oddag. 1 5.00 N. N. 5.00 D. S. 5.00 N. N. 5.00 Helga Gunnl.d., Geislag. 39 10.00 N. N. 2.00 G. J. 5.00 St Á. 5.00 Þ. S. 1.50 Ingibjörg Sigurðard., Eyrarl.v. 3.00 Þ. 10.00 S.. 5.00 Jónína- Jakobsd., Geislag. 39 5.00 F. E. 3.00 Aðalst. Sigurðss,. Munkaþ.s. 20 5.00 Björg Bened.d., Munkaþ.s. 18 10.00 Beztuþakkir. Framhald gjafalistans kemur í næsta blaði. „Glæsilegar sigur r lunveidismðlum pjððar- innar' Það er „íslendingur", er þann- ig kemst að orði. Blaðið segir, að kosningasigur Sig. Hlíðar þýði: „Glæsilegur sigur í fullveldis- málum þjóðarinnar.“ Það er hin nýja stjórnarskrá íhalds, krata og komma, sem þenna ljóma leggur af í augum blaðsins. í hverju skyldi þessi fullveld- isljómi vera fólginn, sem slær ofbirtu í augun á aumingja rit- stjóra íhaldsblaðsins? Sú stjómarskrá, sem ætlazt er til að fái fullnaðarsamþykkt á Alþingi nú í júlímánuði, á- kveður, auk hins mikla „réttlæt- is“, að stjórnskipulagið sé „þing- oundin konungsstjórn“, að lög- gjafarvaldið sé hjá konungi og Alþingi, að skipun konungsertða gildi áfram samkv. konungs- erfðalögum frá 1853, að ákvæði um trúarbrögð konungs og lög- ræði skuli einnig gilda á íslandi, að konungur hafi hið æðsta vald í öllum málefnum ríkisins, að lög og mikilvægar stjórnarráð- stafanir skuli bornar upp fyrir konungi í ríkisráði, að undir- skrift konungs undir löggjafar- mál eða stjórnarerindi veiti þeim gildi, að staðfesting kon- ungs þurfti til þess, að nokkur samþykkt Alþingis fái lagagildi o. s. frv. Finnst mönnum ekki fána lýðstjórnarskipulagsins vera haldið hátt á lofti í hinni nýju stjórnarskrá, sem íhald, kratar og kommar ætla sér að sam- þykkja í sumar? Langar ís- lenzku þjóðina til að gera sig*að athlægi frammi fyrir öllum heiminum með samþykkt slíkr- ar stjórnarskrár þvert ofan í allar sjálfstæðisyfirlýsingar um stofnun lýðveldis og fullan skilnað við Dani? Þeir, sem það vilja, kjósa að sjálfsögðu Sigurð Hlíðar, eða Jón Sigurðsson, eða Steingrím Aðalsteinsson. Hinir ,sem vilja firra þjóðina smán, kjósa Vilhjálm Þór. Kaupi Egg hæsta verði. FISKBÚÐIN, Strandgötu 6. Steinþór Helgason. Þrír hestar haía tapazt: Bleikur hestur, styggur, mark: biti a. fjöður fr. hægra, fjöður fr. vinstra. Steingrá hryssa, gæf, ómörkuð. Brúrm foli, tvævetur, mark: sneitt fr. hægra, sýlt vinstra. Þið, sem kynnuð að hafa orðið varir við hesta þessa, eruð vinsamlega beðnir að gera að- vart á Ytra-Hóli eða Einars- stöðum í Kræklingahlíð. Nýkomið: Kjólatau, m. teg. Káputau Nærföt Vaxdúkur Gardínuefni Pöntunarfélagið. Skrautpitun á bækur, heillaskeyti og minningar- spjöld. Teikna: bókakápur, bóka- merki, blaðaauglýsingar og bréfhaus*. Myndamót skorin í linoleum.. GUÐMUNDUR FRÍMANN, Munkaþverárstræti 13. Ak. Ger-púlver, í baukum. Cream Crackers, í pökkum. Jello húöingar. Síróp, ljóst og dökkt. Appelsínusaíi, í heil- og hálfflöskum. Kaupfél. Eyfirðinga Nýlenduvörudeild. Sannleikurinn I sjálfstæðismálinn Framsóknarmenp. vilja ENGAR BREYTINGAR á stjórnarskrá KONUNKSRÍKISINS ÍSLANDS, eins og stjórnarflokkarnir hafa nú samþykkt. Framsóknarmenn vilja NÝJA STJÓRNARSKRÁ FYRIR LÝÐVELDIÐ ÍSLAND, þar sem m. a. þau atriði kosningaákvæðanna, sem úrelt eru orðin, séu lagfærð á SKYNSAMLEGAN HÁTT með framtíð ÞJÓÐARHEILDARINNAR FYRIR AUGUM. Engar kákbreytingar á æðstu stjórnskipun- arlögum ríkisins til nýrrar einokunaraðstöðu iyrir hurgeisaliðið í Reykjavík og ílokk þess! Enga nýja staðfestingu hins íslenzka lög- gjafarþings á erfðarétti dönsku konungsfjöl- skyldunnar til konungdóms á íslandi! Framboðsfundur fypir Akupeypapkjöpdæmi verður liafdinn i kvðld kl. 8.30 i Nýfa Bíó. F rambjóðendur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.