Dagur - 02.07.1942, Síða 2

Dagur - 02.07.1942, Síða 2
2 DAGUR Fimmtudaginn 2. júlí 1942 Akureyringar láta verkin tala og kjósa tramsýnan alhai'na- mano á þing í kosningahríðinni, er nú stendur yfir^ vekur kosningin á Akureyri mesta eftirtekt um allt land. Þetta stafar af því, að hér er í kjöri þjóðkunnur athafna- og atorkumaður, sem þúsundir manna treysta bezt til úrræða, vegna þess mikla dagsverks, er hann hefir þegar leyst af hendi í þágu almennings í bæ og byggð. Allur þessi mannfjöldi bíður nú með óþreyju eftir kosningaúrslitunum í höfuðstað Norðurlands. Hver er þessi maður? Er það Sig. Ein. Hlíðar? Nei. Er það Jón Sigurðsson? Langt í frá. Er það Steingrímur Aðalsteinsson? Þvílíkri fjarstæðu þarf ekki að svara. Maðurinn er Vilhjálmur Þór. Hann einn af frambjóðend- um bæjarins getur kallast sonur Akureyrar. Einn hinna fram- bjóðendanna er aðsendur, hinir tveir aðkomnir í bæinn á full- orðins aldri. Vilhjálmur fluttist ■ í bæinn ómálga barn með for- eldrum síhum, ólst hér upp, og hér er dagsverk hans að mestu unnið, og þó að hann sé enn til- tölulega ungur maður, þá er það dagsverk stærra og merkilegra en flestra annarra, þó að komn- ir séu á gamals aldur. Vilhjálmur Þór gekk barn að aldri í þjónustu Kaupfélags Ey- firðinga. Fékk hann brátt mikið orð á sig fyrir frábæra árvekni og ósérplægni í störfum. Fékk Hallgrímur Kristinsson hinar mestu mætur á þessum unga sveini og taldi hann fágætt mannsefni. Eftir að Hallgrímur hvarf frá félaginu 1918 og Sig- urður bróðir hans tók við fram- kvæmdastjórastörfum, varð Vil- hjálmur hans önnur hönd, og sýnir það, að Sigurður hafði hið mesta traust á honum, enda brást hann aldrei því trausti. Aðeins 23 ára gömlum er Vil- hjálmi falið framkvæmdastjóra- starfið við K. E. A. Tók hann það að sér fyrir þrábeiðni félags- stjórnarinnar. Það er kunnugt, að undir hans stjórn hefir K.E.A. tekið geisi miklum vexti, en jafnframt hefir hann sjálfur vaxið með störfum sínum. Um þetta tala þau verk, er unnin hafa verið innan vébanda K.E.A. undir stjórn Vilhjálms Þór og að hans frumkvæði. Fyr- irrennarar hans höfðu lagt og treyst grundvöllinn undir félags- samtökunum og reist á þeim grunni takmarkaðar fram- kvæmdir við hæfi tímanna. Vil- hjálmur færði verksviðið út, tók upp nýjar starfsgreinar hverja á fætur annarri og lét hverja stórframkvæmdina reka aðra. Skal nú drepið á helztu fram- kvæmdirnar, sem K.E.A. hefir haft með höndum í stjórnartíð Vilhjálms og mest fyrir hans til- stilli, auk hins daglega verzlun- arreksturs, Árið 1923 hefst kolaverzlun félagsins, sem síðar margfaldað- ist. Árið 1924 er reist fisktöku- hús á Grenivík og sama ár reist íshús við sláturhúsið á Torfu- nefi. Árið 1926 kaupir félagið frystihús á Oddeyrartanga á- samt stórri lóð og 1928 er það hús stækkaðogendurbætt.Sama ár er mjólkurvinnsla hafin, er Mjólkursamlagið tekur til starfa. Enn eru á því sama ári hafin útlán til félagsmanna á sáðvörum, girðingarefni og til- búnum áburði út á væntanlegan ræktunarstyrk og jafnframt tekið aþ selja heyvinnuvélar með 4 ára afborgunum. Þá er og á því ári reist nýtt sláturhús á Oddeyrartanga og útibú frá fé- laginu stofnað í Ólafsfirði. Árið 1929 byrjar félagið á mið- stöðvalagningu og verzlun með tilheyrandi vörur. Árið 1930 er lokið við að reisa hið mikla verzlunarhús félagsins á Torfu- nefi. Auk þessa reisti félagið um sömu mundir nýtt sláturhús á Dalvík og setti þar upp ljósaraf- stöð. Þá tók smjörlíkisgerð fé- lagsins til starfa 1930, brauð- gerð hefst í leiguhúsi og fisk- tökuhús er reist í Hrísey. Árið 1932 kaupir félagið frystihús á Svalbarðseyri móti Kaupfél. Svalbarðseyrar, og næsta ár kaupa félögin í sameiningu lóð- ir, bryggjur og íbúðarhús á þess- um stað. Sama ár hefst sápu- gerðin, og kaffibætisverksmiðj- an tekur til starfa. Árið 1933 setur félagið upp mótorrafstöð i Hrísey og byggir frystihús í sambandi við hana. Árin 1934 —35 er reist stórhýsið á lóðinni Hafnarstræti 89 og síðan starf- rækt þar kjötbúð félagsins, brauðgerð og lyfjabúð. Um sömu mundir kaupir félagið ís- hús á Dalvík og setur í það frystivélar. Ennfremur kaupir félagið eimskipið „Snæfell" og síðar togarann „Hvassafell“ og stofnar útibú í Hrísey. Árið 1935 er lokið byggingu nýs verzlunarhúss á Davík, og í árs- byrjun 1936 er „Stjörnu“ Apó- tek félagsins opnað, og sama ár er Fiskisamlag K. E. A. stofnað. Þá má benda á byggingu M j ólkurvinnslustöðvarinnar nýju í Grófargili og kornræktar- tilraunirnar í Klauf. Að síðustu skal minnt á Menningarsjóð félagsins, er stofnaður var 1934 og hefir það hlutverk með höndum að styrkja menningarviðleitni á fé- lagssvæðinu. Hér hefir þá verið bent á nokkur talandi tákn um výmu- brögð K. E. A. undir stjórn Vil- hjálms Þór. Verður því ekki neitað með nokkrum rökum, að framkvæmdir félagsins á þessu tímaskeiði bera ótvíræðan vott um stórhug og framsækinn áhuga ásamt gætni og fyrir- hyggju. En lítum því næst til Akur- eyrar sérstaklega. Á árunum laust eftir 1930 var sýnilegt að stórir þættir í atvinnulífi bæjarins voru að dragast saman eða að hverfa að fullu, svo sem síldarsöltun og fiskverkun. Hver var þá á verði í mesta hagsmunamáli alþýðu þessa bæjarfélags. Voru það Sjálf- stæðismenn undir stjóm Sig- urðar Hlíðar? Nei. Voru það leiðtogar verkamanna í Al- þýðuflokknum? Nei. Voru það kommúnistar? Nei. Þeir hafa al- drei óskað þess að alþýðu þessa bæjarfélags farnaðist vel, enda aldrei unnið nokkurt nýtilegt verk í hennar þágu. Þeir, sem hér voru á verði og tóku á mál- unum á réttum tíma, voru sam- vinnu- og Framsóknarmenn undir forystu Vilhjálms Þór. Vilhjálmur Þór hefir átt meiri þátt í því en nokkur ann- ar einstaklingur hér í bæ, að ráðist var í hinn stórfellda iðn- rekstur, sem hér er rekinn af K. E. A. og S. í. S., og sem veitir hundruðum manna örugga at- vinnu. Á þeim tíma, er ráðist var í þenna iðnrekstur, horfði mjög alvarlega í atvinnulífi bæjarins eins og áður er sagt. Má hiklaust fullyrða, að hinn nýi iðnrekstur, sem Vilhjálmur Þór studdi með ráðum og dáð, hafi forðað hundruðum manna frá böli atvinnuleysisins. Til þess að gefa örlitla hug- mynd um stærðþessaraiðnfyrir- tækja má geta þess, að á síðastl. ári greiddu þau nokkuð á aðra miljón kr. til starfsfólks síns. Má af því ráða, hversu stór eyða væiý í atvinnulífi alþýðu þessa bæjar, ef þeirra nyti ekki við. Vilhjálmur Þór hefir verið meira og minna ryðinn við sögu flestra stórframkvæmda hér í bæ hin síðari ár og veitt þeim öruggt brautargengi. Má m. .a. benda á Kristneshæli, kirkju- bygginguna, sjúkrahúsið, raf- veitu frá Laxárfossum o. fl. . Þá má heldur ekki gleyma því afreki, er Vilhjálmur vann í þarfir alls landsins, er hann var kvaddur til að standa fyrir íslandssýningu í New York með hinum fátæklegasta útbúnaði að heiman, hvað fjárframlög snerti. Þrátt fyrir það tókst hon- um að gera þáttöku íslands í hinni miklu sýningu að stór- felldri auglýsingu fyrir landið. Þegar Iitið er til allra þeirra stórvirkja, sem hér hefir verið drepið á, er það broslegt, þegar smámenni eru að leitast við að telja almenningi hér í bæ trú um, að þeir Sig. Ein. Hlíðar, Jón Sigðurðsson og Steingrímur Að- alsteinsson séu Vilhjálmi hæf- ari til þingstarfa fyrir bæinn. Hvað liggur eftir þessa menn, sem þoli nokkurn samjöfnuð við unnin störf Vilhjálms? Kjósendur Akureyrar koma ekki auga á neitt slíkt Þess veéna greiða þeir VIL- HJÁLMl ÞÓR atkvæði við kjörborðið á surmudaginn kem- ur. Ætlar Steingrímur sér að verða uppbótarþingmaður iyrir Sjáli- stæðisilokkirm? \TERKAM.“ síðasti birtir einkat " * hógværa grein undir undirskrift- inni: „Blekkingavefur Dags tættur í sundur“. Heldur Steingr. Aðalsteins- son því þar fram, að hann muni sjálf- ur verða uppbótarþingmaður hér ó Akureyri, og telur það hina mestu ó- svífni> og blekkingar, að „Dagur“ skuli leyfa sér að nefna Sig. E. Hlíðar í því sambandi! Rökfærslur „Dags“ í þessu efni hnigu hins vegar aðeins í þá átt að sanna það, að Sjálfstæðis- tlokkuTÍnn myndi a. m. k. fá 5 upp- bótarþingmenn alls, og allar líkur bendi til þess, að ekki geti hjá því farið, að Sig. E. Hlíðar hljóti annað hvort 2. eða 4. uppbótarþingsæti flokksins, ef hann nær ekki kosningu í kjördæminu, þar sem atkvæðatala hans hljóti að verða svo há hlutfalls- lega, miðað við heildartölu greiddra atkvæða í kjördæminu, að honum beri uppbótarþingsæti samkv. reglunum um úthlutun þeirra í kosningalögun- um. Hinsvegar var ekkert minnzt á möguleika kommúnista, til þess að hreppa uppbótarþingsæti, enda skipt- ir sá útreikningur engu máli í þessu sambandi, nema því aðeins að Stein- grímur hugsi sér helzt að komast í uppbótarþingsæti hjó íhaldinu. Á ann- an veg virðist þessi bægslagangur hans í „Verkam." ekki verða skilinn. Nú er líka búið að plokka flugfjaðr- imar af þessari gæs í rökræðum í blöðum og stjórnmálafundum. En lík- lega verður þó að steikja hana ofur- lítið líka, svo að hinn réttláti Magnús finni engan afkeim að henni í mat sínum, svona fyrst i stað, og telji hana því strax til sinna eigin heima- gæsa! Yíirvaldsleg yíirþyrming! þAÐ er til marks um eindrægni þá og*náunganskærleika, er ríkir nú í stjómarliðinu, að á yfirreið sinni um Þingeyjarsýslu hafði Júlíus sýslumað- ur Havsteen, frambjóðandi Sjálfstæð- isflokksins þar í sveit, þá Odd Sigur- Jónsson frambjóðanda kratanna og Kristinn Andrésson, frambjóðanda komma, með sér í einkabifreið sinni á milli fundarstaðanna. Fór hið bezta ó með þeim öllum, enda sátu þeir löngum á eintali á framboðsfundun- um. Líklega hefir þetta nýja samneyti við þessa andans menn borið þann árangur, að sýslumaður hefir nú kast- að ellibelgnum og gerzt ærið ham- ramur í pólitíkinni. Skýrir „ísl.“ svo frá, að hann hafi „þjarmað allmikið að þingmanninum", þ. e. Jónasi Jónssyni á fundunum. Kunnugir myndu hafa gaman af að sjá sýslumanninn í þess- um nýja og óvænta ham, og kynnast því, hvaða tökum hann hafi tekið Jón- as í þessari yfirvaldslegu yfirþyrm- ingu! „Hrútshornablástur“ á íramboðsíundi. rt LLIR Akureyringar kunna ab ^meta hreinlætisstörf þau, er Jón í Hjálpræðishernum, — sem einnig hefir hlotið aðrar geistlegar nafnbæt- ur, — vinnur daglega á götum bæjar- ins. Og Norðanfari kann líka að meta gamansögur þessa „glettna og greinda manns“. Bírtir blaðið eina þeirra á dögunum, og segir, eftir Jóni, að „Framsóknarforkólfarnir“ hér í bæ verði að gefa Jóhanni Frímann sum- arleyfi fram yfir kosningar, ef Vilhj. Þór eigi að hafa nokkurn minnsta möguleika á því að komast hér að! Það er kunnugt, að Jóni mun hafa þótt „Dagur" fara eitthvað ógætilega með Biblíutilvitnanir í sambandi við „Jakobsglímuna" hér ó dögunum, þótt undarlegt megi virðast öllum öðrum en slíkum „puritönum". Mun þetta hafa gefið Jóni tilefni til þessarar sniðugu athugasemdar. Nú varð þing- manninum okkar fyrrverandi, Sigurði Hlíðar það á(!) á þingmálafundinum í fyrrakvöld að segja léttúðugar gam- ansögur úr Biblíunni um fall Jerikó- borgar og hrútshornablástur viö múra hennar. (Hrútar munu býsna stór- hyrntir austur þar, þótt flestir hafi annars staðið í þeirri meiningu hingað til, — unz dýraiæknirinn leiörétti það — að þeir séu kollóttir!) — Er þess nú að vænta, að Jón bregði skjótt við og skipi íhaldinu að gefa Sigurði sum- arfrí frá þingsetunm eftirleiðis, svo að hann geti sezt við að kenna biblíu- lega dýrafræði á Hernum, þ. e. eitt- hvað nánara um hrútshornablóstur þeirra ísraelsmanna! „Bláköld nauðsyn.“ í MÁLGAGNI Kommúnistaflokksins þýzka, „Die rote Fahne“ (Rauði fóninn), birtist þ. 19. óg. 1923, þessi „fagra" fræðisetning þeirrar stefnu: „Að nota lygina sem baráttutœki eins og kommúnistar gera i blöðum sínum, — það er ekki að ljúga, það er blá- köld nauðsyn." — Myndi „Verkam." hér ekki hafa hlotið háa einkunn í þeim skóla? Erlingur Friðjónsson varnar verkamönnum að njóta vildar-lánskjara Byggingasjóðs verkamanna. í grein sinni í „Alþm.“, 30. f. | m., játar Erlingur Friðjónsson, formaður Byggingafélags verka- manna hér í bænum, að hann hafi neitað verkamönnum hér um lán úr Byggingasjóði verka- manna til þess að koma uj>p íbúðum í sumar, en félag Er- lings heíir eitt rétt til íjáriram- laga úr Byggingasjóðnum, sam- kvæmt lögunum um verka- mannabústaði irá 1935. Ástæðurnar, sem Erlingur færir fram fyrir þessu stór furðulega háttalagi eru þessar: 1. Þessar íbúðir myndu verða fyrr tilbúnar en húsin 3, sem Erlingur hefir nú í smíðum. 2. Samvinnubyggingafélag Ak- ureyrar er ekki of gott til þess að byggja yfir þessa menn. (Þetta félag getur þó ekki fengið lán úr Bygg- ingasjóði verkamanna, sem nýtur styrks ríkis og bæjar til þess að gera lánskjörin hin hagfelldustu, sem til eru á landi hér!) 3- Efnahagsástæður verkafólks hér í bænum eru þann- ig, að „í Hafnarfirði hafa 20 verkamenn efni á því að byggja íbúðir yfir sig, en 6

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.