Dagur - 02.07.1942, Síða 4

Dagur - 02.07.1942, Síða 4
4 DAGUR Fimmtudaginn 2. júlí 1942 KJÓLATAU LÉREFT TVISTTAU BÓMULLARTAU SÆN GUR VER ADREGIL y og margt fleira í miklu og fallegu úrvali. KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA Vefnaðarvörudeild. „White Rose“ Te. Hafragrjón í pökkum. Maccaronur. KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA Nýlenduvörudeild. ÚRBÆOG BYGGÐ Hjúskapur. Hinn 17. júní s. 1. voru gefin saman í hjónaband af sóknar- prestinum í Grundarþingum Svanborg Sveinsdóttir, Akureyri og Jónas Dav- íðsson frá Daðagerði. 20. s. m. Sigríð- ur Friðriksdóttir og Sveinn Þórarinn Sveinsson bóndi á Ingveldarstöðum í Skarðshreppi, Skag. Dánartregn. Síðastliðinn laugardag andaðist að Kristneshæli, eftir lang- varandi sjúkdóm, Anna Margrét Gunnlaugsdóttir, Jónssonar frá Mel- um, Dalvík, vel látin myndarstúlka. Leiðréttiné- Magnúsi Jónssyni átti að standa í byrjun greinar eftir „Kjós- anda“ í síðasta tbl., en ekki Magnús Jónsson, eins og sjá má af orðasam- bandinu. Hjúskapur. Laugard. 20. júní voru gefin saman i hjónaband á Möðru- völlum i Hörgárdal ungfrú Valgerður Jónasdóttir, Miðlandi, og Kristján Stefánsson, Efstalandi, Öxnadal. Enn- fremur laugard. 27. júní ungfrú Mar- grét Sigurlína Stefánsdóttir frá Akur- eyri og Jakob Baldur Stefánsson á Hjalteyri. Leiðrétting. í gjafalista húsmæðra- skólans í síðasta blaði, var S. S. skráð- ur með kr. 50,00, átti að vera kr. 100. Gjatir til Húsmæðraskólafélags Ak- ureyrar, fyrir innanhúsmuni í skólann: Þóra Vilhjálmsdóttir, Eyrarlv. 32 5,00 Jakobína Ágústsd., Oddeyr.g. 11 5,00 Friðfinna Hrólfsdóttir, Odd. 16 5,00 Björn Þórðarson og frú, Gilsb. 5 25,00 Rafn Pétursson, skjpasmiður 20,00 Sigurbjörg Jónsdóttir, Krabb. 1 20,00 Viiborg Guðjónsdóttir, s. st. 20,00 Sigurlaug Jóhannsdóttir, Odd. 8 20,00 Þórdís Jónsdóttir, Eyrargötu 20,00 N. N. 20,00 Steíán Hansen, Munk. 17 20,00 Jóninna Jónsdóttir, Hafn. 95 25,00 Guðrún Jónsdóttir, s. st. 25,00 Ragnhildur Jónsdóttir, s. st. 25,00 Þórarinn Björnsson, kennari 20,00 N. N. 20,00 Vigfús Þ. Jónsson, málaram. 20,00 J. S. Kvaran, kaupm. 20,00 Þóra Sigþórsdóttir, Oddagötu 11 5,00 Guðrún Jónsdóttir, Oddag. 11 10,00 N. N. 5,00 Inga Hlíðar, hjúkrunarkona 10,00 N. N. 7,00 Aöalsteinn Bjarnason, Odd. 14 10,00 Halldóra Davíðsdóttjr, s. st. 10,00 Frímann Guðmundsson, verzl.m. 10,00 Margrét Hallgrímsd., Aðalstr. 19 5,00 Guðbjörg Þorsteinsd., Hafn. 96 10,00 N. N. 2,00 Jóhanna M. Jóhannesd., Odda.5 10,00 Hóimfríður Júlíusdóttir, s. st. 10,00 Páll Bjarnason, símaviðgerðam. 10,00 Elísabet Jónsdóttir, Ooddag. 7 10,00 Árni Þorvaldsson, kennari 10,00 Eyþór Thorarensen, lyfjafr. 10,00 Eggert St. Melstað, slökkvistj. 10,00 Oskar Sæmundsson, kaupm. 10,00 Ólafur Jónsson, Oddag. 3 10,00 Ingimar Eydal, ritstjóri 10,00 Úr Hlíðargötu 1 10,00 N. N. 10,00 Ingibj. Sigurðardóttir, Lögb- 9 25,00 Þórh. Sigurðardóttir Lögb. 3 10,00 Sigurl. Benediktsd., Munkaþ. 18 5,00 N. N. 10,00 Sjgurl. Guðmundsd., Bjarmas. 3 10,00 Gerða Ólafsson, Bjarmast. 1 10,00 Jórunn Guðmundsd., Odd. 26 10,00 N. N. 2,00 Strigaskór með hælum, fyrir karl- menn, allar stærðir. Nýjar vörur væntanleg- ar með næstu skipum. HvannbergsbræOor. Stúlka óskast vegna sumarleyfa. GUFUPRESSUN AKUREYRAR. (Framh. af 1. síðu). haft þingstyrk til þess að koma þeim fram fyrir ofríki og fjand- skap íhaldsins. — Vilhjálmur Þór benti honum þá á það, að sú liðveizla hefði ekki verið lítil, þar sem t. d. aðeins einn Al- þýðuflokksmaður hefði átt sæti á Alþingi, þegar togaravö kulög- in voru sett, og Alþýðuflokkur- inn hefði aldrei getað komið neinu máli fram á þingi, án þess að Framsókn hefði borið allan hita og þunga af þeim átökum, enda oftast átt frumkvæðið að þeim sjálf. Jón taldi, að þessi liðveizla hefði verið fullgoldin og jafnvel ofborguð með því, að Alþýðuf 1. hefði veitt Framsókn- arfl. að málum, er hann barðist fyrir ýmsum hagsmunamálum „fátækra bænda“. Virtist ræðu- maður ekki telja þá til alþýð- unnar, og var helzt á honum að skilja, að flokkur hans hefði að- eins neyðzt til þess að leggja málum bænda lið, til þess eins að „hafa Framsókn góða“, en teldi sér þau annars öldungis ó- "iðkomandi! — Hafði Jón háfe^ og talaði alldigurbarkalega, en fékk daufar undirtektir fundar- manna. Vilhjálmur Þór dvaldi í fyrstu ræðu sinni um stund við kjördæmamálið, og gerði ræki- lega grein fyrir því, hvílík fjar- stæða það væri, að með fyrir- huguðum breytingum fengist nokkur leiðrétting á þeim ann- mörkum, sem væru á núgild- andi kosningalögum, heldur væri þvert á móti aðeins ný rangsleitni framin gagnvart sveitum landsins og kaupstöð- um — öðrum en Reykjavík — með lögunum, enda væri sýnt, að þau væru aðeins sett með stundarhagsmuni eins flokks — Sjálfstæðisflokksins — og eins bæjar — Reykjavíkur — fyrir augum. Þá benti ræðumaður á þá óskammfeilni, er kæmi fram í því, að Sjálfstæðisfl. gerði nú tilraun til þess, að slá sig til riddara á sjálfstæðismálinu í þessum kosningum. Stjórnar- flokkana alla hefði þó hent sú reginóhæfa, að þeir hefðu við fyrri umferð samþykkt nýja stjórnarskrá fyrir „konungsríkið Island“, þar sem erfðaréttur dönsku konungsfjölskyldunnar til konungdóms á íslandi, skv. konungserfðalögunum frá 1853, væri enn staðfestur og öll önn- ur ákvæði hinnar gömlu stjórn- arskrár um æðstu stjórn ríkisins, ríkisráðs konungs, staðfestingu hans á íslenzkum lögum o. s. frv. o. s. frv. væru enn löggilt af hinu íslenzka löggjafarþingi, þ. e. meirihluta þess. Hefði þó vor- þingið í fyrra einhuga lýst því yfir, að það væri vilji þess að stofna til lýðveldis á íslandi við fyrsta tækifæri. Það tækifæri hefði boðizt, þegar stjórnar- skránni væri nú breytt, en stjórnarflokkarnir hefðu bara 'gleymt(!) sjálfstæðinu fyrir þingsœtagræðginni, og ekki rumskað við sér, fyrr en Fram- sókn hefði vakið þá með tillög- um sínum í málinu. Þá benti ræðumaður á það, hvílík nauð- syn það hefði verið þjóðinni að standa saman á þessum tímum og taka þegar að undirbúa skipulagning atvinnulífsins í landinu og nýjar framkvæmdir í stórum stíl til lands og sjávar, til þess að mæta því fjárhags- hruni, atvinnuleysi og glund- roða, er bíða muni þjóðarinnar að ófriðarlokum. En stjórnar- flokkarnir hefðu heldur kosið að leggja út í hatramar flokkadeil- ur, ófrið og pólitíska sundrungu í landinu, þvert ofan í gefin lof- orð um, að hið umboðslausa þing skyldi ekki gera neinar stórar breytingar í löggjöf þjóð- arinnar og yfir höfuð ekki haf- ast annað að en það eitt, sem nauðsynlegt væri til að mæta aðkallandi vanda vegna stríðs- ins og hinna hættulegu tíma, er nú steðjuðu að menningu vorri, sjálfstæði og atvinnuvegum úr öllum áttum. Og allt þetta hark og sundrung væri vakið til þess eins að koma fram kákbreytiiig- um á stjórnskipunarlögum rík- isins — breytingum, sem allir yrðu að játa, að væru til engra bóta eða leiðréttinga, og enginn vildi nú raunar framar almenni- lega kannast við að vera höf- undur að, eða telja lokatak- mark flokka sinna í þeim efnum. Þá ræddi Vilhjálmur og um það, hvílík hætta þjóðinni staf- aði af ofurvaldi Reykjavíkur. Með Reykjavíkurvaldinu væri ekki átt við hina venjulegu borgara höfuðstaðarins, því að þeir væru raunar undir sömu sökina seldir í viðskiptunum við það. sem aðrir landsmenn. — Reykjavíkurvaldið er vald Reykjavíkurburgeisanna og fjármagns þeirra, er beygja vill allan almenning til hlýðni og þjónustu við hagsmuni sína. Helzta ráðið til þess að verjast ofríki þess væri að efla Akureyri t. d. sem siglingabæ, að sínu leyti t. d. á borð við Bergen í Noregi fyrir stríðið, enda væru hér hin ágætustu skilyrði til slíkrar starfsemi, og gera hana að miðstöð viðskipta- og verzl- unar fyrir Norður- og Austur- land. Þjóðinni allri væri það fyrir beztu, að athafnalífi, fjár- magni, völdum og menningar- forystu væri dreift, en ekki öllu sankað saman í einum stað — risahöfði á dvergsbúki, eins og Rvík væri nú orðin í þessu litla þjóðfélagi. Til þess kvaðst fram- bjóðandinn vilja hjálpa eftir sinni getu. — Til þess byði hann sig fram til þingmennsku fyrir Akureyri. Hinn bezti rómur var gerður að ræðum Vilhjálms, og hlaut' hann hinar ágætustu undirtektir á fundinum, og stórum betri en aðrir frambjóðendur. Einkum þótti sókn hans harðna eftir því sem á fundinn leið, en vörn and- stæðinganna, — er þó veittust sem vænta mátti, allir að hon- um einum — fjara út að sama skapi. Vilhjálmur gerði skýra grein fyrir því í stuttu máli, hve fjarri lagi allar lygar og óhróður kommúnista um óheiðarlegan fjárdrátt hans og „fjármálaspill- ingu“ væru, en svo hafði Stgr. Aðalsteinsson komizt að orði fyrr á fundinum. Fannst fundar- mönnum eftir þá skýringu Vil- hjálms, að æskilegt væri að slík „f jármálaspilling“ gerði sem víð- ast vart við sig í opinberum em- bættisrekstri á íslandi! Ekki er ástæða til að fara hér mörgum orðum um ræðu Sig. E. Hlíðar. Var hann fremur daufur í dálkinn í fyrstu ræðu sinni. Reyndi þó að bera í bætifláka fyrir stjórnarliðinu um „réttlæt- ið“ í kjördæmamálinu, en tókst það að vonum óhönduglega. Þá " kvað hann, að kosningarnar hlytu að snúast um sjálfstæðis- málið, „að öðrum þræði“, eins og hann orðaði það! Ekki færði hann þó fyrir þeirri fullyrðingu sinni nein ný rök. — Þá fannst honum afar undarlegt, að fram- bjóðandi Framsóknarfl. í Rvík hefði ekki viljað játa það, kvöld- ið áður, í útvarpsumræðum, að Framsóknarmenn væru „fjand- menn Reykjavíkur“. Þó vildu þeir, eða sumir þeirra a. m. k. — flytja Menntaskólann til Skál- holts, og jafnvel aðrar opinberar stofnanir burt úr bænum. Ekki minntist hann þó neitt á það, að Roosevelt forseti sé „fjandmað- ur höfuðborgarinnar“,(!) þótt hann sé nú sem óðast að láta flytja ýmsar stjórnardeildir og skrifstofur burt úr Washington til annarra minni bæja, af því að stjórn hans hrýs hugur við stækkun höfuðborgarinnar, og er hún þó hlutfallslega margfalt minni en Rvík, borið saman við íbúatölu beggja landanna. Sjálf- ur komst frambjóðandinn svo GÓÐ KÝR til sölu. JÓN KJARTANSSON, Kroppi. Þann 31. maí tapaðist grænleitt bif- reiðarhjól, dekklaust, á leiðinni frá Skógum í Fnjóskadal að Fljótsheið- inni. Hjólið sást sama dag liggjandi við veginn út að Nesi í Fnjóskadal. Finnandi er vinsamlegast beðinn að skila því til Rafveitu Akureyrar. Óskilahestur. Jarpur, ójárnaður, óafrakaður, að- eins sært af faxi, mark: sýlt, fjöður a. hægra, stýft vinstra. Eigandi hestsins vitji hans sem fyrst að Brimnesi og greiði áfallinn kostnað. Brimnesi, 26. júní 1942. JÓN NÍELSSON. að orði: „Eg kæri mig ekkert um það að brjóta niður Reykjavík- urvaldið. Eg er ekkert hræddur við það. Reykjavík er höfuð- borg og verður það.“(!) Vissu fleiri en þögðu þó! — Ekki væri þetta þó svo að skilja, að Hlíðar sé á móti hagsmunum annarra landshluta: „Eg er hlynntur öll- um málum, er snerta Akureyri,“ sagði hann í ræðu sinni, og fanst víst engum að þar væri sérlega djúpt tekið í árinni. Mun og af- staða þingmansins til hags- munamála bæjarins á þingi lýst vel og samvizkusamlega með þessum hans eigin ummælum, enda hefir víst enginn orðið á- huga, baráttukjarks eða fram- taks var úr þeirri átt í þessum efnum, en aðeins vinsamlegs aðgerða- og úrræðalpysis. Að lokum sagði Sigurður nokkra „brandara“ og dæmisögur úr Biblíunni, t. d. um fall Jeríkó- borgar. Var því gamni hans vel tekið og þakksamlega af öllum, og þótti góð uppbót á rökfærsl- um hans og frammistöðu að öðru leyti. Var fundi því næst slitið um miðnættið.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.