Dagur - 05.11.1942, Page 4

Dagur - 05.11.1942, Page 4
4 DAGUR Fimmtudagur 5. nóvember 1942 GULA BANDIÐ viðurkenna allir vandlátir. Húsmæður biðja um smjörlíki frá SMJÖRLÍKISGERDINNI FLORU AKUREYRI UR BÆ OG BYGGÐ □ Rún 594211117 - Frl.: I. O. O. F. = 1241169 = Kirkjan. Messað verður n. k. sunnudag að Munkaþverá kl. 12 á hádegi og að Kaupangi sama dag kl. 3 e. h. Aðalfundur Sambands ungra Fram- sóknarmanna var haldinn í Reykja- vik dggana 31. okt. og 1. nóv. s.l. Fundinn sóttu, auk framkvæmda- stjómarinnar, margir fulltrúar utan af landi. Til umræðu voru félagsmál sambandsins og stjórnmálin í land- inu. Voru gerðar ítarlegar ályktanir varðandi þessi mál og verða þær sendar félögunum. Barnastúkan „Sakleysið“ heldur fund í Skjaldborg næstk. sunnudag kl. 10 f. m. — Innsetning embættis- manna. Mjög áriðandi að félagar mæti. Hjúskapur. — Nýlega voru gefin saman af sóknarprestinum hér, sr. Friðrik J. Rafnar, vígslubiskupi, ung- frú Kristjapa M. Stefánsdóttir frá Ey- vindarstöðum og Amgrímur S. Ste- fánsson, bifreiðarstjóri. Hættumerki vegna yfirvofandi loftárásarhættu var gefið hér í bæn- im síðdegis á föstudaginn var. Stóð það aðeins skamma hríð og bar ekk- ert til tíðinda. Skóéreektarkvikmyndimar: „Þú ert móðir vor .kær“ og „Blómmóðir bezta“, hafa verið sýndar hér í bæn- um undanfarið, bæði í skólum og fyr- ir almenning, i Samkomuhúsinu, að tilhlutun skógræktarstjórans, Hákon- ar Bjarnasonar, og Skógræktarfélags Eyfirðinga. Hafa myndimar hvar- \ etna hlotið lofsamlegan dóm. Skóg- ræktarstjórinn skýrði myndirnar og l.vatti menn til þess að taka virkan 1 átt í því menningarstarfi, sem skóg- ræktarfélögin vinna, hér um slóðir sárstaklega Skógræktarfélags Ey- firðinga. Ættu allir, sem áhuga hafa fyrir þessum málum, að ganga í fé- lagið. Ný verzlun. — Guðm. Frímann, rithöfundur, hefir opnað nýjá bóka- c.g ritfangaverzlun, undir nafninu , Qögun“, í húsinu nr. 83 við Hafnar- stræti hér í bænum. Hefir hann kom- ið sér þar upp snoturri búð og hefir á boðstólum bækur, ritföng, leikföng o. fl. þess háttar. Jafnframt auglýsir liann, að hann taki að sér teikningar ýmiss konar. Dánardægur: Jóhann Friðfinnsson, skipstjóri, lézt að heimili sínu Gler- érgötu 10 hér í bænum s. 1. fimmtu- dag, eftir langvarandi vanheilsu. Jó- l.ann heitinn var hæglátur maður og fáskiptinn, vel gefinn og vel að sér r g drengur hinn bezti. Hann var kvæntur Haflínu Helgadóttur, ætt- r.ðri úr Skagafirði; lifir hún mann sinn, ásamt bömum þeirra þremur, tveimur uppkomnum og einu í æsku. Hörmuleét slys: Vélbáturinn „Vign- ir“ frá Vattarnesi við Reyðarfjörð hefir farizt við Austurland, á tundur- dufli, að því er talið er. Með bátnum voru þrír menn, þeir Magnús Jónsson, bóndi í Vattarnesi, Lúðvík Sigurjóns- con, bóndi í Vattarnesi og Jón A. Jónsson, bróðir Magnúsar, allir á 'oezta aldri. Þeir Magnús og Lúðvík voru báðir kvæntir og áttu börn í ó- megð. Hafa 9 börn orðið föðurlaus af völdum þessa hörmulega atburðar og heimilið í Vattarnesi hefir misst for- stöðu sxna og forsjá. Frá Leikfélaéinu: Næsta sýning á „Nýársnóttinni" verður á sunnudags- kvöldið. Erlend tíðindi.... Framh. af 1. ifðu. Washinéton, 30. okt. ER BÚIÐ að opna nýja Alaskaveginn, er þegar mik- il umferð um brautina. Bílar með birgðum streyma til norð- urs, til yztu herstöðva í Alaska, tilkynnti Stimson hermálaráð- herra í dag. Opinber opnun og vígsla fer fram 15. nóvember á landamærum Kanada og Alaska. Við þennan þjóðveg, sem er 2,700 kílómetra langur, og sem var fullgérður á 11 mánuðum, unnu 17.000 hermenn og 2.000 verkamenn, og lögðu að meðal- tali 12 km. á dag um landssvæði, sem hingað til hafa verið ófær vélknúnum farartækjum. * * Rutland, Vermont, 31. okt. QEORGE McKenzie fyrrver- andi prófessor við Mennta- skólann í Rutland, sem er ný- kominn frá íslandi, sagði blaða- mönnum í dag, að ísland, virkið í Norður-Atlantshafinu, væri einn fallegasti staður í heimi. „ísland og Grænland ættu að hafa nafnaskipti", sagði Mc- Kenzie. „Hér í Vermont buum við í Green Mountains, en gras- ið á íslandi er mikið grænna. Beltið meðfram ströndinni mosa og grasi vaxið, er fagurt á að líta, hulið mosa og lyngi með margvíslegum litbrigðum. McKenzie var síðastliðinn vet- ur og sumar á íslandi, þar sem hann var einn af verkstjórum hersins. Hann skýrði blaða- mönnum frá því, að við fyrstu sýn hafi ísland hrifið liann með tign sinni og fegurð, og bætti við „og frá þeim degi fannst mér ísland eitt fegursta land sem eg nokkurn tíma hefi litið“. McKenzie sagði, að íslending- ar væru myndarleg og viðfelld- in þjóð, en væru seinteknir. Eft- ir að hann hafði lært nokkur ís- lenzk orð komst hann að þeirri niðurstöðu, að íslendingar byggju yfir óvenjulega skemmti- legri kýmnigáfu. Æfintýri eyfirzks bónda. (Framhald af 1. síðu). setti í bát sinn og reri með hana yfir fjörðinn og afhcnti setulið- inu! Til allrar hamingju fyrir iiann var þetta hættulaus æfinga- sprengja, en ómögulegt var fyrir hann að vita, hvort sprengjan myndi hættulaus eða ekki, sér- staklega með tilliti til þess, að þó nokkrar þýzkar sprengjur liafa fallið á íslenzka grund að undanfömu og sumar sprengju- tegundir þannig gerðar, að þaer Nú er það skrautlegt: Bréfakassar. Allskonar ritföng. Leðurmöppur (handmálaðar) fyrir silki- sokka, vasaklúta og fleira. Dömuvasaklútar, hvergi fallegri og snyrtivörur handa döm- um og herrum. Söluturninn, Hamarstíg. HERRAFÖT — KÁPUR nýkomið Pöntunarfélagið. HESTUR hefir tapast. Brúnn foli tvævetur, mark: sneitt fr. h. sýlt v. Hver, sem kynni að verða var við hest þennan er beðinn að gera aðvart. TR. JÓNSSON Bílav. „Mjölnir". Til sölu: JAKKAFÖT, einnig SMOKINGFÖT. Gufupressun Akureyrar. KAUPUM hálfflöskur og Soyaglös fyrst um sinn. Smjörlíkisgerð K. E. A. springa ekki fyrr en þær eru snertar, eða fyrr en eftir ákveð- inn tíma. í tilefni af þessu hefir her- stjórnin hér gefið út aðvörun til almennings, þar scm menn eru stranglega áminntir um, að snerta aldrei neina slíka hluti er þeir kunna að finna, hvort held- ur eru sprengjur, tundurdufl, skotfæri eða annað af því tagi, heldur tilkynna fund sinn þeg- ar til viðkomandi sýslumanns, sem mun gera hernum aðvart. Ef slíkir hlutir finnast í nánd við herbúðir, skal þó gera yfir- manni herbúðanna aðvart strax. Ættu allir að leggja sér þetta vcl i minni. VERÐTILKYNNING Frá 1. þessa mánaðar verða saumalaun vor sem hér segir: Alfatnaður karla með tilleggi kr. 220.00 Frakki karla með tilleggi kr. 220.00 Jakki sérstakur með tilleggi kr. 130.00 Buxur sérstakar með tilleggi kr. 50.00 Vesti sérstakt með tilleggi kr. 40.00 Kjólfatnaður karla með tilleggi kr. 325.00 Smokingfatnaður með tilleggi kr. 275.00 Stefán Jónsson klæðskeri Bemharð Laxdal klæðskeri Valtýr Aðalsteinsson klæðskeri. Saumastofan Strandgötu 7. SMÁSÖLUVERÐ Á VINDLINGUM Útsöluverð á enskum vindlingum má eigi vera hærra er hér segir: Players N/C med. 20 stk. pk. . . May Blossom 20 — — . . l)e Roszke, Virginia 20 — — . . Commander 20 — — . . De Reszke, tyrkn. 20 — — . . Teofani 20 — — . . Derby 10 — — .. Soussa 20 — — . . Melachrino nr. 25 20 — — . . Utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar má útsöluverðið vera 3% hærra en að framan greinir, vegna flutningskostnaðar. , TÓBAKSEINKASALA RÍKISENs. kr. 2.50 pakkinn kr. 2.25 pakkinn kr. 1.90 pakkinn kr. 1.90 pakkinn kr. 2.00 pakkinn kr. 2.20 pakkinn kr. 1.25 pakkinn kr. 2.00 pakkinn kr. 2.00 pakkinn I

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.