Dagur


Dagur - 03.12.1942, Qupperneq 4

Dagur - 03.12.1942, Qupperneq 4
4 DAGUR Fimmtudagur 3. desember 1942 ÚR BÆ OG BYGGÐ Kiikjan. Messað í Akureyrarkirkju næstk. sunnudag kl. 2 e. h. Hjúskapur. Þann 1. des. s.l. voru gefin saman í hjónaband, af sóknar- prestinum, sr. Friðrik J. Rafnar, vígslubiskup, ungfrú Þórhildur Skarp- héðinsdóttir, frá Húsavxk, og Páll Lin- berg, starfsmaður Rafveitu Akur- eyrar. Ameríski Rauði krossinn efndi til sýningar á enska leikritinu „Apa- ' loppan“ í Samkomuhúsi bæjarins s.l. laugardags- og sunnudagskvöld og bauð fjölda gesta úr bænum til sýn- ingarinnar. Áður en leiksýningin hófst lék lúðrasveit hersins, undir stjórn Mr. Miller, ýms lög. Leikendur voru amerískir og brezk- ir, að undanskildu því, að frú Svava Jónsdóttir lék hlutverk frú White og gerði það með mikilli prýði eins og vænta mátti, enda þótt þetta sé í fyrsta skipti, sem hún talar enska tungu á leiksviði. Aðrir leikendur fóru snoturlega með hlutverk sín. — Sérstaklega var ágætur leikur Mr. Wendley í hlutverki Mr. White. Vfirleitt var sýningin leikendum og leikstjóra til sóma. Barnastúkan „Sakleysið" heldur fund í Skjaldborg næstk. sunnudag kl. 10 f. m. C-flokkur sér um fræðslu- og skemmtiatriði. Happdrættisvinningar. Dregið hef- ir verið í happdrætti barnaheimilis- sjóðs Reglunnar á Akureyri, og komu upp þessi númer: Nr. 130 Skrifborð. Nr. 1074 Málverk. Nr. 168 Fataefni. Nr. 1486 Skíði. Nr. 471 Ljósmynd. Nr. 249 Kaffistell. Nr. 2353 Ritsafn G. G. Vinninganna sé vitjað til Olafs Daníelssonar klæðskera. Onnur blöð bæjarins eru vinsam- lega beðin að birta þetta. FULLVELDISDAGAR - SKULDADAGAR. Framh. af 1. tiSu. búa í haéinn iyrir framtíðina, satna oíurlitlu í kornhlöður til mö&ru ár- anna, trygéja afkomu atvinnuveganna sem bezt og leggja grundvöll að ný- sköpim eftir styrjöldina, er enzt gæii lengur og dugað hinu nýfengna og hverfula frelsi betur en munaðarvör- urnar og seðlaflóðið, — veizluglaum- urinn og skálaskvaldrið, meðan borg- in brann. — Þjóðin lét þetta stórkost- lega tækifæri ónotað og nú er stuná- in liðin hjá: Asni gullsins hefir verið leiddur í herbúðirnar — og út úr þeim aftur. TTM þetta het þó kannske ekki fyrst og fremst að sakast, þegar öllu er á botninn hvolft, því að þjóðin myndi þó aldrei lifa á einu saman brauði hvort eð væri. Hitt er verra að nokk■ ur hætta virðist vera á þvi, að þjóðin hafi aldrei verið óráðnari, sundraðri og glapsýnni á hin varanlegu verð- mæti en einmitt nú, þegar mest á ríður. Hér skal þó engum hrakspám hreyft að sirtni. Ef til vill ræðst bet- ur úr málunum en á horfist í svipinn. En þótt vér vonum alls hins bezta, væri þó rétt að minnast þess öðru hvoru — t. d. á fullveldisdaginn — að jafnvel svo fögur orð eins og frelsi og sjálfstæði tákna ekki aðeins RETT- INDl heldur og SKYLDTJR. Og er.n- fremur er vert að hafa það hugfast, að þótt þessi orð tákni vafalaus og mik- ilsverð aðalatriði í sögu og lífsbar■ áttu þjóðarinnar, geta þau fyrr en varir breytzt í marklaust þvaður og crkiíygi, ef dagleg breytni og þrotlaus ástundun þegnanna í landinu gefa þeim ekki stöðugt nýtt og merkvert N Y K 0 M I Ð: Jarðarberjasulta Apricosusulta Eplasulta Rabarbarasulta Blönduð rabarbara- og jarðarberjasulta Blönduð epla- og jarðarberjasulta Appelsínu-marmelade Verðið lægra en annars staðar þekkist. KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA ÚTIBÚ: Strandg. 25. Hafnarstr. 20. Brekkug. 47. Nýlenduvörudeild. GLUGGATJALDAEFNI nýkomin KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA V ef naðar vörudeild. Jörðin Birnunes í Árskógshreppi fæst til kaups. Verðtilboð sendist fyrir 15. febrúar næstkomandi til undirritaðs, sem gefur allar nánari upplýsingar. Jón Níelsson, Brimnesi (sími Krossar). 1 " " ■ ''' ‘ ............. ...... 2 stúlkur GULA BANDIÐ viðurkenna allir vandlátir. Nýja Bíó sýnir í dag kl. 9: W aterloo-brúin með Robert Taylor og Vivien Leigh. Föstudaginn kl. 6 og 9: U ndraveröur lögreglumaður með Joan Blondell og Melvyn Douglas. Sunnudaginn kl. 8 og 9: Undraverður lögreglumaður Kl. 5: W aterloo-brúin :nnihald, þýðingu og tilgang. Þetta er oss ætlað að annast, þegar ómegin stríðsölvunarinnar er af oss runnið. Kannske verður það erfitt verk og áhættusamt, eins og í pottinn er bú- ið, — jafnvel stórum erfiðara og áhættusamara en oss órar nú fyrir. — En þá er vert að minnast þess, að allt trá dögum hinna fyrstu Iandnáms- manna hafa vökumerm þjóðarinnar þó lifað eftir þeirri kenningu, er fólgin er í hinu ævaforna íslenzka spakmæli, að „betra er frelsi með hættu ett ánauð með kyrrð". Af þeim sökum fannst oss tómlegt, að sjá nöktu fána- stengurnar víðsvegar í bænum í fyrradag. En e. t. v. hafa þær aðeins verið nýtt vitni um íslenzkt tómlæti um ytri siði og virðingarmerki, og hinn bjarti eldur sjálfstæðis- og. frelsisástarirmar, er innifyrir htann, aðeins þeim mun heltari? geta fengið atvinnu við sauma strax eða 1. jan. — Komið getur til greina að önnur fái herbergi á sama stað. — Upplýsingar hjá Helgu Jónsdóttur, Laxagötu 1. Línumerki undirritaðs er blá og rauð rönd á öngultaum. Útgerðarmenn eru beðnir að færa þetta í marka- skrár sínar. Flatey, 20. nóv. 1942. Karl Pálsson. Fataskápur til sölu. FORNSALAN. ÍSLENZKAR LITABÆKUR með prýðilega gerðum myndum úr ísl. þjóðlífi, teiknaðar af T ryggva Magnússyni. — Tilvalin jólagjöf handa börnum. Kaupfélag Eyfirðinga, Húsmæður biðja um smjörlíki frá SMJÖRLÍKISGERÐINNI FLÓRU AKUREYRI ••••••••••••••••••••••«••

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.