Dagur - 20.05.1943, Blaðsíða 1

Dagur - 20.05.1943, Blaðsíða 1
Vikublaðið DAGUR Ritstjórar: INGIMAR EYDAL, JÓHANN FRÍMANN. Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Sigurður Jóhannesson. Skrifstofa við Kaupvangstorg. Sími 96. Argangurinn kostar kr. 8,00. Prentverk Odds Bjömssonar. iUl XXVI. árg. Akureyri, fimmtudaginn 20. maí 1943 21. tbl. FRELSIÐ ER LANDFLÓTTA, EN ÞJÓÐARSÁLEN ER HEIMA Hákon 7. Noregskonung Nokkur orð um garðyrkju (Niðurlag). í þeim sveitum, kauptúnum og kaupstöðum, þar sem kál- maðkurinn hefir gert mestan usla að undanförnu, vil eg ein- dregið beina því til garðyrkju- manna, að þeir nú þegar á kom- andi vori hefji ræktun á gulrót- um og það í stórum stíl. Gulræt- ur eru fjarskyldar káli og gul- rófum og þvi ekki móttækilegar fyrir kálmaðkinn. Vildi eg eink- um, að Akureyrarbúar tækju þessa bendingu til greina, því að sandblandaðir moldargarðar eins og hér eru víða liafa í sér fólgin einmitt mjög heppileg ræktun- arskilyrði fyrir gulrætur. Skal eg geta þeirra hér nokkuð nánar og einnig hinna algeng- ustu ræktunaraðferða. Gulrótin er mikilsvarðandi matjurt. Hún er við allra hæfi, hefir að geyma auðmelt næring- arefni og bætiefni (vitamín). Er það í rauninni undarlegt að . henni skuli hafa verið gefinn svo lítill gaumur hér á landi hingað til, þar sem vitað er, að hún þrífst hér mæta vel undir berum himni og er tiltölulega nægju- söm jurt. Það mun láta nærri að hæfilegt áburðarmagn sé 90—100 kg. Ammophos auk 30 kg. af 40% kali á 1000 m2. Eins og eg gat um hér áður, er sandblandaður steinalaus mold- arjarðvegur heppilegastur. Bezt er að sá gulrótum í mjó beð, 4—5 röðum eftir endilöngu beðinu, með 12—15 cm. millibili. Hæfilegt er að sá 2—3 grömm- um af fræi í 10 m. langa röð. Sé sáð með vél, er hæfilegt að nota 400—500 gr. fræ á 1000 m2. Einnig má búa til lága hryggi með mjórri götu á milli og sá einni röð á hvern hrygg. Er þetta e. t. v. heppilegast, þar sem arfinn er hvimleiður. Heppilegast er að sá seinast í apríl eða fyrripartinn í maí. Gul- rótarfræið spírar heldur seint, oft ekki fyrr en eftir hálfan mán- uð eða 3 vikur, nokkuð eftir því, hvernig viðrar. En til þess að flýta nokkuð fyr- ir spíruninni, er gott að láta fræið standa í ofurlitlu vatni í einn sólarhring, áður en sáð er. Vatnið verður þó að síga úr fræ- inu aftur að mestu, svo það lím- ist ekki við fingur manns, þegar sáð er. Örgrunna rás skal gera með hrífuskaftinu og nota skal snúru, svo að röðin verði bein. Skal svo taka fræið milli fingr- anna og strá því sent jafnast í rásina. Moldarlagi skal svo dreift yfir, er ekki má vera yfir 1 cm. á þykkt, og þrýsta svo lítið eitt ofan á, Fmmh. d h siftu. - MINNZT SEYTJÁNDA MAÍ - „AÐ HÆTTI þjófa og ræningja réðst erlent stórveldi — Þýzka- land — inn í land vort að næturlagi og brenndi og svívirti, myiti og stal um landið þvert og endilangt. Það hefir rúið landið að matvöru, klæðnaði og öllu því, sem norska þjóðin þarfnast. — Irá Líðandisnesi til Knöskaness standa þýzkir hermenn vörð um ránsfenginn.---- —En eitt er víst: Nazistarnir hafa ekki getað fjötrað hina norsku þjóðarsál, og því síður hafa þeir getað myrt hana. --“ JOHAN NYGAARDSVOLD, forsætisráðherra. MÁNUDAGINN var minnt- ust landflótta frændur vorir, sem hér eru staddir, þjóðhátíð- ardags síns, 17; maí, með guðs- þjónustu l\ér í kirkjunni og á annan hátt. Fjöldi bæjarbúa tók að sjálfsögðu einnig þátt í þess- ari athöfn m. a. með því að fylla kirkjuna við þetta tækifæri. Norski fáninn var dreginn að hún í kórnum, þótt enn sönnuð- ust þessi orð — í fjórða sinn — í hinu volduga hetjuljóði Nor- dahls Grieg: ,,Idag stár flaggstangen naken blandt Eidsvolls grönnende trær“ En við Eiðsvöll hafa einmitt hátíðahöldin á þjóðhátíðardegi norsku þjóðarinnar verið sér- staklega tengd frá öndverðu. Á þeim stað sameinuðust Norð- menn á þjóðfundinum vorið .1814 um kröfur sínar þess efnis, að þjóðin skyldi fá frjálslynd stjórnskipunarlög, og allir norsk- ir þegnar skyldu framvegis njóta fyllsta jafnréttis. Og á Eiðsvelli var frumvarp það að nýrri, norskri stjórnarskrá, er þjóð- fundarmenn höfðu samið, sam- þykkt 17. maí þá um vorið. Síð- an hefir norska þjóðin lielgað þann dag minningu þessa at- burðar. Óþarft er að rekja hér sögu hinna ægilegu hörmunga, sem norska þjóðin hefir orðið að þola, síðan innrás Þjóðverja Noreg hófst 9. apríl árið 1940. Sá harmleikur ætti að vera oss of hugstæður og kunnur, til þess að þess gerðist nokkur þörf að rifja hann hér upp. Mikið vitum vér nú þegar um þá rangsleitni og svivirðingar, sem framdar hafa verið gegn hinni varnar- lausu smáþjóð, sem ann frelsi sínu og sjálfstæði um alla aðra hluti fram, en vissulega á þó framtíðin eftir að leiða enn fleira í ljós um þau glæpaverk, sem framin hafa verið á frænd- um vorum austur þar þessi síð- ustu og verstu árin. En hitt vit- um vér þegar með svo öruggri vissu, sem verða má, að þorri .norsku þjóðarinnar hefir staðizt próf það, sem örlögunum þókn- aðist að leggja á manndóm lienn- ar og eðliskosti, með þeirri prýði, að lengi verður í minnum haft um Norðurlönd öll. Frelsisást Norðnianna hefir hlotið ægilega og stórkostlega eldskím, sem vissulega hefir göfgað hana og styrkt til mikilla dáða, því að — eins og Nordahl Grieg orðaði það f kvæði sínu: . .Nettop i denne timen vet vi hvad frihet er.“ j ÁVARPI því til þjóðar sinn- ar, er krónprins Norðmanna flutti 17. maí 1940 frá síðustu varnarstöðvum norska hersins í Norður-Noregi, komst hann m. a. svo að orði: „Vér heiturn því í dag, að vér Framhald á 3. síðu. Fréttir í stuttu máli Rikisstjóri íslands og Hákon konungur skiptust á skeytuin í tilefni af þjóðhátíð- ardegi Norðmanna, 17. maí. Kafli úr á- varpi konungs er birtur annars staðar í blaðinu í dag. N efndaskipun. í Lögbirtingablaðinu 7. maí s. 1. er birt tilkynning þess efnis, að atvinnumálaráðherra hafi skipað tvær nefndir, skv. 11. gr. reglug. 24. apríl 1943, til þess að úrskurða beiðnir um undanþág- ur frá samfloti skipa. Önnur nefndin hefir aðsetur í Vest- mannaeyjum en hin hér á Akur- eyri. í Akureyrarnefndina hafa þessir menn verið iskipaðir: Zophónías Árnason, yfirtollvörð- ur, form., Leo Sigurðsson, út- gerðarm., Tryggvi Helgason, form. Sjómannafél. Ak. og Helgi Pálsson, erindreki. Nýtt fiskiveiðahlutafélag. í Lögbirtingabl. 28. apríl s.l. er birt tilkynning um stofnun hlutafél „Ásvör“ í Kaupangi, Öngulstaðahreppi. — Tilgangur (Framhald á 4. síðu). ERLEND TÍÐINDI Stærsta skipi sem nokkru sinni hef ir verið smíðað á íslandi hleypt af stokkunum á Oddeyrartanga á morgun Samtal við Gunnar Jónsson yfirsmið gLAÐIÐ hafði fregnir af því, að í ráði væri að hleypa hinu nýja skipi K. E. Á. af stokkunum innan skamms og sneri sér til Gunnars Jónssonar yfirsmiðs á Skipasmíðastöð K. E. A. á Oddeyr- artanga og spurðist fyrir um þessar ráðagerðir. Fórust Gunnari svo orð: M Ætlunin er að hleypa skipinu af stokkunum á morgun (föstu- dag) kl. hálf tólf f. h., ef engin forföll hamla. Skipið rná heita alveg tilbúið nú, er verið að ljúka við að setja „botnramma“ fyrir vélina, sem tekin verður um borð eftir að skipið er komið á flot. — Hvað getur þú sagt lesend- urn um skipið í heild sinni og útbúnað þess? Allar nákvæmar lýsingar á gerð skipsins verða að bíða þangað til öllu er lokið og skip- ið hefir farið reynsluferðina. — Hitt má segja nú, að það er hið vandaðasta að öllu leyti, hefir ekkert verið til sparað til þess að gera það sem fullkomnast og traustast. Það er 160 brúttó smá- lestir að stærð og er því lang stærsta skip, sem nokkru sinni hefir verið smíðað hér á landi. Vélin er 480 hestafla Ruston- Hornsby'dieselvél. — Hvenær hófst smíði skips- ins? Kjölurinn var lagður fyrir réttum 2 árurn og hefði smíði skipsins verið lokið að öllu leyti (Framhald á 3. slðu). Hákon Noregskonungur sendir íslendingum kveðj- ur - Fregnir af Vestur-ís- lendingum FlugherBandamanna sæk- ir á „Evrópuvirkið“ að norðan og sunnan í tilefni af þjóðhátíðardegi Norðmanna s. 1. mánudag, sendi Hákon VII. Noregskonungur ís- lenzku ríkisstjórninni og ís- lenzku þjóðinni kveðjur sínar. Segir m. a. í ávarpinu: Þjóðir vorar hafa byggt menningar- og þjóðlíf sitt á sömu hugsjónum og sama grundvelli laga. Þessi arfur mun og í framtíðinni gefa oss styrk til þess að starfa í þágu friðarins. Eg vil votta þakklæti mitt fyrir alla þá samúð, sem hinir íslenzku frændur vorir og fslenzka ríkisstjórnin hafa sýnt Norðmönnum í þjáningum þeirra. Þessi afstaða íslendinga mun styrkja hina þúsund ára gömlu vináttu Norðmanna og íslendinga. Sveinn Björnsson, rfkisstjóri, hefir þakkað kveðjur konungs og árnað honum og norsku þjóð- inni giftu og gengis í baráttunni * * í „Heimskringlu" 28. aprfl eru birtar fregnir af íslending- um í Ottawa. í blaðinu segir, að flestir íslendingar í Ottawa vinni að hernaðarstörfum beint eða óbeint. í greininni er skýrt frá því, hvernig.þeir héldu upp á sumardaginn fyrsta, samkvæmt íslenzkum venjum. Sá atburður varð mörgum áhorfendum undr- unarefni, þar sem óvenjulega mikið hafði snjóað daginn áður, en duttlungar veturs gamla virt- ust ekki hafa hin minnstu áhrif á íslendingana, sem héldu áfram hátíðahöldunum alveg eins og tíðkast í heimalandi þeirra. Um 80 íslendingar voru viðstaddir hátíðarhöldin og einnig nokkr- ir heiðursfélagar, annarra þjóða menn. Meðal íslendinganna voru Hermann H. W. Melsted, en hann starfar á hermálaskrif- stofunni, Lieutenant Thomas Brandson, úr vara-sjóliðinu kanadiska, og margir háskóla- borgarar frá háskólanum í Mani- toba, er hafa mikilvægum stöð- um að gegna í Ottawa eða í kanadiska hemum. * * Eftir sigurinn mikla í Norð- ur-Afríku, þar sem Bandamenn tóku meira en 150.000 fanga og ógrynni hergagna, heldur flug- her þeirra uppi látlausri sókn (Frmhald á 4, #18«),

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.