Dagur - 19.08.1943, Blaðsíða 3
DAGUR
Fimmtudagur 19. ágúst 1943
annan. Síðar var gjallarhornum kom-
ið fyrir víðs vegar um kirkjuna, svo að
nú er hægt að heyra til sama prests-
ins um alla kirkjuna, ef því er að
skipta“.
Hljómskilyrði (Akustik) er nú
hægt að reikna nákvæmlega út, og
ræður því engin hending um þau.
Hljóðeinangrun má gera á margan
hátt, og fer það eftir því, hvað full-
komin einangrunin skal vera og hvað
mikið hún má kosta. Einasti salurinn
hér á landi, sem hefir vérið hljómein-
angraður, er hátíðasalur Háskólans.
Allra síðustu nýjungar x hljóðein-
angrun er að setja smágjallarhorn í
veggi og loft þess sals, er einangra
skal, og má eftir vild hafa fleiri eða
færri gjallarhorn opin samtímis, og
fer það allt eftir hljómskilyrðum
þeim, sem óskað er eftir í hvert sinn“.
Upplýsingar séra Rafnars.
j svari húsameistara segir ennfrem-
ut:
„. . . . Séra Garðar Þorsteinsson
talar um að hljómskilyrðin í Akur-
eyrarkirkju séu slæm. Sem svar við
þessari fullyrðingu séra Garðars end-
urtek eg hér nýkomið símskeyti frá
herra vigslubiskupi Friðriki Rafnar é
Akureyri til mín:
„Gætt hefir nokkurra aðfinnsla í
söfnuðinum vegna erfiðra hlustunar-
skilyrða í Akureyrarkirkju, þegar fá-
mennt er, en margir telja sig venjast
þeim. Erlendir setuliðsprestar og
biskupinn frá Aberdeen, sem messað
hafa í kirkjunni um hernámstímann,
telja hana gefa óvenjulega góð hlust-
unarskilyrði. Sami er dómur erlendra
kirkjugesta. Öllum ber saman um, að
kirkjan sé hið prýðilegasta sönghús,
sem á verður kosið. . . . “
Allt er þetta vafalaust rétt og satt.
En hætt er við, að e'yru íslenzkra
kirkjugesta hafi eftir sem áður sína
sögu að segja um hin erfiðu hlustun-
arskilyrði í Matthíasarkirkju, þegar
fámennt er, eins og vígslubiskupinn
drepur á í svarskeyti sínu.
Hinn rétti staður.
^NG svo er hér að lokum ein skrítla,
óheppnum og fáfróðum hljómlist-
armönnum til athugunar og eftir-
breytni, en öðrum lesendum til gam-
ans og bragðbætis í allri alvöru lífs-
ins.
Atvinna.
Héraðssamband eyfirzkra
kvenna vantar 2 stúlkur
n.k. vetur til hjálpar á
heimilum, þegar veikindi
ber að höndum. Umsókn-
ir sendist fyrir 20. sept.
til undirritaðrar, sem gef-
ur upplýsingar um starf-
ið.
Möðruvöllum, 17. ágúst 1943.
Guðrún Jónasdóttir.
RAFMAGNSOFN
óskast í skiptum fyrir raf-
plötu.
Afgreiðslan vísar á.
Maður nokkur á Norður-Brekk-
unni keypti sér knéfiðlu (,,celló“)
með einum streng og lék á hana með
þeim hætti, að hann studdi fingri
alltaf á sama stað þessa eina strengs.
Þannig lék hann á knéfiðluna dag-
lega í nokkra mánuði. Loks kom kona
hans að- máli við hann og sagði:
„Heyrðu, góði minn. Eg hefi tekið
eftir því, að þegar aðrir leika á fiðlu,
þá hafa þeir fjóra strengi á henni og
færa stöðugt til fingurna á þeim“.
„Eg veit það, ljúfan mín“, svaraði
maðurinn. „Þeir eru alltaf að leita að
rétta staðnum, en eg hefi fundið
hann“.
Sælir eru þeir, sem finna hinn rétta
stað! Hljómlistamenn bæjarins ættu
þegar í stað að leita vandlega að hon-
um á hljóðfærum sínum. Sömuleiðis
ættu allir pólitíkusar og blaðamenn
bæjarins að leita hans í sínum verka-
hring, nema áhangendur og blaða-
menn flokksins með langa nafnið.
Þeir þurfa þess ekki. Þeir hafa þegar
fundið hann, eins og fiðlarinn á
Norður-Brekkunni!
■pADIR okkar og tengdafaðir,
BJARNI HJALTALÍN,
andaðist að heimili sínu, Grundargötu 6, Akureyri, 17. ágúst. —
Jarðarförin ákveðin síðar.
Börn og tengdabörn.
JjAÐ tilkynnist ættingjum og vinum, að faðir okkar,
HARALDUR INDRIÐASON,
andaðist 15. ágúst s. 1. Jarðarförin er ákveðin þriðjudaginn 24.
ágúst frá heimili hans, Eyrarbakka við Hjalteyri, Jdukkan 1 eftir
hádegi. Jarðað verður að Möðruvöllum.
Sigrún Haraldsdóttir. Ágúst Haraldsson.
JNNILEGT þakklæti vottum við öllum nær og fjær, sem auð-
sýndu okkur hlúttekningu og samúð við andlát og jarðarför
INGÓLFS GUÐMUNDSSONAR, PRENTARA
Sérstaklega þökkum við prenturum á Akureyri virðingu þá, er þeir
syndu hiiíufn látna starfsbróður. Einnig vottum við frú Friðrikku
Jónsdóttur okkar hjartans þakkir fyrir alla umhyggju og kærleika,
er hún sýndi hinum látna, bæði í banalegunni og áður. Þetta biðj-
um við guð að launa.
Vandamenn.
ESH
JNNILEGAR hjartans þakkir vottum við öllum þeim Svarfdæl-
ingum — búsettum á Akureyri — kvenfélaginu „Tilraun" í
Svarfaðardal, svo og öllum öðrum, nær og fjær, sem með fégjöfum
og á ýmsan annan hátt sýndu samúð og hluttekningu í langvarandi
veikindum, við fráfall og jarðarför JÓNS sonar okkar, sem andaðist
á Sjúkrahúsi Akureyrar þ. 2. þ. m. Guð blessi ykkur öll og launi.
Anna Jónsdóttir. Guðjón Daníelsson.
jþAÐ tilkynnist vinum og vandamönnum, að HELGA JÓNS-
DÓTTIR andaðist að heimili okkar mánudaginn 16. þ. m. —
Jarðarför hennar er ákveðin þriðjudaginn 24. þ. m„ og hefst með
húskveðju að heimili okkar, Strandgötu 45, kl. 1. e. h.
Guðbjörg Sigurðardóttir. Einar Einarsson.
JNNILEGT þakklæti vottum við öllum, fjær og nær, sem auð-
sýndu okkur hluttekningu og samúð við andlát og jarðarför
BRYNHILDAR BOGADÓTTUR.
Akureyri, 18. ágúst 1943.
Bogi Ágústsson og fjölskylda.
til, ef hörgull er á mönnum
til vinnu, að láta verksmiðj-
urnar hafa forgangsrétt á að
fá gilda Þróttarfélaga til
vinnu, enda skal stjórn fé-
lagsins tilkynnt um að
verkamenn vanti“,
og við 18. gr. samningsins, sem
er svohljóðandi:
„Stjórn Þróttar skuld-
bindur sig til þess að stuðla
að því eftir mætti, að sarnn-
ingur þessi sé haldinn í öll-
um greinum af hálfu félags-
manna“.
Þá óskaði verksmiðjustjórnin
ennfremur eftir því að sitja fund
með stjórn Þróttar og trúnaðar-
ráði, til þess að ræða málið.
Fundur þessi var haldinn 5.
ágúst kl. 5, og stóð þrjár klukku-
stundir. Lýsti stjórn Þróttar því
þár yfir, að verkfall kyndaranna
væri Þrótti óviðkomandi, en
taldi sig hvorki geta fengið kynd-
arana aftur til vinnu né heldur
geta útvegað aðra menn í þeirra
stað.
Undir umræðunum óskaði
verksmiðjustjórnin eftir því að
fá skriflega yfirlýsingu stjórnar
Þróttar, um að verkfall kyndar-
(inna væri Þrótti óviðkomandi
og gert gegn vilja stjórnarinnar.
Ennfremur óskaði verksmiðju-
stjórnin eftir áskorun frá stjórn j
Þróttar til kyndaranna um að
jjeir tækju upp vinnu á ný, og
létu málið ganga sinn rétta gang
lögum samkvæmt, ef þeir vildu
ekki fallast á þá skýringu, er
verksmiðjustjórnin bauð þeim
kvöldið áður. Fengjust kyndar-
arnir ekki til jjess að taka upp
vinnu, óskaði verksmiðjustjórn-
in eftir, að stjórn Þróttar benti
á aðra kyndara í jxeirra stað eða
gæfi samjjykki sitt til að verk-
smiðjustjórnin réði aðra kynd-
ara innan bæjar eða utan. Til
þessa kom Jró ekki vegna þess, að
um kvöldið náðist samkomulag.
Tilnefndi verksmiðjustjórnin þá
Svein Benediktsson og Þorsteinn
M. Jónsson af sinni hálfu, en
Þróttur Gunnar Jóhannsson,
formann Þróttar og Pétur Bald-
vinsson, kyndara, og varð að
samkomulagi að skýra samning-
inn þannig að reikna viðauka á
eftirvinnu kyndaranna á tíma-
kaup, hlutfallslega hærra heldur
en tímakaup algengra verka-
manna, sem mánaðarkaup kynd-
ara er hærra en mánaðarkaup
algengra verkamanna. Er þetta
12 aurum hærra á klst. í grunn-
kaup fyrir eftir- og helgidaga-
vinnu, heldur en tilboð það, er
verksmiðjustjórnin gerði kynd-
urunum, áður en þeir hófu verk-
fallið, og einum eyri hærra á
klst. hjá þróarmönnum en áður
j var greitt. En kyndararnir kröfð-
ust, að eftirvinnukaupið væri
reiknað út eftir grunnkaupi,
sem gildir við uppskipun á kol-
um, sem er kr. 3.29 á klukku-
stund eða 49 aurum hærra á
klst., heldur en tímakaup kynd-
aranna, sem er fundið með því
að deila dagvinnustundum mán-
aðarins í mánaðarkaup þeirra.
Þar með var þessari deilu lok-
ið, og t inna hófst á ný í verk-
smiðjunum. Sætt þessi er ekki
annað en sltýring á gildandi
samningi, en samningnum sjálf-
um hefir í engu verið breytt, en
kyndararnir höfðu krafizt skipa-
vinnutaxta við uppskipun á kol-
um, og gert verkfall, þegar þeir
fengu jrví ekki framgengt. Var
verksmiðjustjórnin einhuga um
jxessa lausn málsins, og komu
engar tillögur fram í verk-
smiðjustjórninni um að breyta
samningnum til hækkunar á
kaupi kyndara eða á annan hátt.
Er leitt til þess að vita, að gripið
skyldi vera til slíkra ofbeldisráð-
stafana, sem gert var með verk-
falli þessti, til þess að knýju fram
breytingu á gildandi samningi
við verkamannafélagið Þrótt,
enda er þessi aðferð brot á samn-
ingi Síldarverksmiðjanna og
Þróttar, brot á landslögum, og á
fyrirmælum Alþýðusambandsins,
sem hefir lagt fyrir verkalýðsfé-
lögin að hætta slíkum smáskæru-
hernaði. Þá var verkfall þetta
einnig brot á ráðningasamningi
manna Jressara við verksmiðjurn-
ar, þar eð þeir voru ráðnir að
minnsta kosti tveggja mánaða
tíma, }jó að samningar hafi að
vísu að þessu sinni ekki verið
gerðir ski iflegir við hvern ein-
stakling, eru verkam. eiga að síð-
ur ráðnir fyrir reksturstíniann
upp á mánaðarkaup. Af verk-
smiðjanna hálfu eru þeim
tryggð laun fyrir tveggja mánaða
vinnu, og verða þeir því vitan-
iega að vinna hjá verksmiðjun-
um þann tíma. Ætti verkfall
þetta að verða til varnaðar. Tím-
inn, sem menn hafa til síldarat-
vinnu, er svo skammur, að eng-
inn hefir ráð á að eyða honum
til vinnustöðvunar. Samninga,
sem gerðir hafa verið, verður að
halda, bæði af hálfu verksmiðj-
anna og verkamanna, og ágrein-
ingur, ef upp kemur, að jafnast
á löglegan hátt, en ekki rneð
ólöglegum skyndiverkföllum.
Siglufirði, 10. ágúst 1943.
Síldarverksmiðjur ríkisins.
Þormóður Eyjólfsson.
Jón Gunnarsson.
Sveinn Benediktsson.
Jón L. Þórðarson.
Finnur Jónsson.
Þorsteinn M. Jónsson.
3
Milli fjalls og fjöru.
Fuiðulegt myndi það þykja 1 Noregi,
Danmörku, Hollandi, Belgíu, Frakklandi,
Eystiásaltsríkjunum og Balkanlöndununf,
et þar risu upp flokkar, sem segðu: Við
viljum ekki, að þjóðin okkai’ verði full-
frjáls að nýju, nema nteð því að hafa
rætt málið skipulega við Hitler og Stalin,
þannig að hver-þjóð fái leyfi til að lifa
frjálsmannlega, frá þeim aðila, sem tekið
hafði af henni forustu um öll málefni.
Búnaðaiþing þarf að koma saman um
miðjan september, til að vera Alþingi til
aðstoðar við vissan þátt dýrtiðaimálanna.
Eftir að Bretar lokttðu höfnum megin-
-landsins í stríðsbyrjun og sviftu íslend-
inga þannig nokkrum helztu mörkuðum
sínum um stundarsakir, viðurkenndi
stjórn Breta þetta og greiddi tiltekna
fjárhæð, sem bætur handa þeinx atvinnu-
rekendum, sem mest höfðu misst við
hafnbann þeirra. En þetta stóð aðeins eilt
ár. Síðan þá telja forráðamenn beggja
engilsaxnesku þjóðanna, að þeir greiði
það hátt verð fyrir allmargar íslenzkar
afurðir, að af því fé verði að gerasl til-
færsla innanlands til þeirra atvinnurek-
enda, sem búa við mest markaðstjón.
Leiðtogar bændastéttarinnar þurfa að
halda á þessu máli með feslu og réttsýni.
Enginn aðili er jafn sjálfsagður aðili í
þessu máli eins og stjórn Búnaðaxfélags
Islands og Búnaðarþing.
Eitt af blöðum verkamanna hefir efazt
um, að frændþjóðir okkar, Norðmenn og
Danir, hafi beitt íslendinga kúgun og
misrétti. Hafa þessir tnenn glcymt Há-
koni gamla og lögbókum hans? Hafa þeir
aldrei heyrt um utanstefnur og valdarán
Noregskonunga og erffoiskups í Niðarósi?
Vita þeir ekkert unr aðfarir erlendra
valdamanna við Ögmund og Jón Arason,
eða rán kirkju- og klaustureigna? Hefir
enginn sagt þeim frá verzlunarástandinu
hér á landi frá 1602—1854. Eru endur-
minningarnar um Kópavog og hermenn
Trampe á þjóðfundinum liðnar þeim úr
minni? Getur enginn sagt þeim frá bróð-
urhönd náinna frænda í fisksölumálum
á Suðurlöndum? Man enginn eftir stól
Þórunnar á Grund og öllum fornu hand-
ritunum, sem ekki fást til íslands, af því
að „bræðraþelið" er ekki nógu sterkt?
Þeir menn, sem ekkert hafa heyrí um
neinar „viðjar", sem þarf að slíta af ís-
lendingum, ættu að lesa'betur sögu þjóð-
ar sinnar, eða hlífa sér við að tala um
frelsismálin.
Einar ráðherra Arnórsson hefir, ekki að
tilefnislausu, orðið fyrir liörðum dómum
út af leyfi því, er hann gaf Halldóri Lax-
ness til að koma Njálu á prent í skrílút-
gáfu. Ekki er heldur hægt að segja, að
þeir Þórður Eyjólfsson og ísleifur frá
Geitaskarði hafi vaxið af dómi þeim, er
þeir stóðu að út af skrílútgáfu kommún-
isla. En miður fullkominn liugsanagangur
þessara þriggja löglærðu rnanna varð til
þess, að Alþingi tók málið í sínar hendur
og bjargaði sóma þjóðarinnar. Eftir að
Laxness auglýsli tilvonandi sorpútgáfu
Njálu í útvarpinu, bundust um 30 þing-
mcnn úr Framsóknar- og Sjálfstæðis-
flokknum skriflega heitum, að beita sér
fýrir að fornritin kæmu framvegis út í
tvcim rönduðum útgáfum, með nægileg-
um styrk af ríkisfé. Fornritafélagið annast
um hina fræðilegu útgáfu, en Mennta-
málaráð og Þjóðvinafélagið um hina, og
verður það vönduð heimilisúlgáfa með
mörgum myndum frá sögustöðum. Kaup-
endur að bókum Þjóðvinafélagsins og
Menntamálaráðs fá Njálu sem félags-
mannabók á yfirstandandi ári. Magnús
Finnlxogason málfræðingur vinnur nú að
undirbúningi Njáluútgáfunnar. Að öllu
forfallalausu verður síðan haldið áfram
að koma fornritunum inn á öll sæmjjeg
heimili á landinu. Kommúnistar leggja
hina mestu fæð á þessa nýju Njáluútgáfu.
Þeir höfðu gert sér vonir um að geta kom-
ið óorði og ótrú á fombókmcnntxrnar
með afbökuðxxm útgáfum, skrípamyndum
af söguhetjunum, og bjánalegum sögu-
skýringum. Að visu geta þeir, f skjóli við
dóm íslcifs og Þói-ðar, gefið út slíkar
Ixækur, en þær hafa lítil áhrif, þegar góð-
ar útgáfur eru fyrir i hverju húsi.
i J-