Dagur - 23.12.1943, Blaðsíða 1

Dagur - 23.12.1943, Blaðsíða 1
Vikublaðið DACUR RJOfjðtw: INGIMAR KVDAl, JÓHANN ntÍMANM. Atgrr-'N.'i, augiýfingar mnheiiuci Sigurður JóUaiiucoKm. sUtfftofa *ið Kaupvangalurg Slmi 96. Argangurínn koctar kr. 8,00. PrcntTerk Oddt Bjömaaonar. B .. i •a GUR XXVI. átfi. Akureyri, fimmtudaginn 23. desember 1943 53. tbl. BOKAFREGNIR SIGRID UNDSET: Hamingju dagar heima í Noregi. Brynjólf ur Sveinsson þýddi. Bókaútgáfa Pálma H. Jónssonar. Prentverk Odds Bjömssonar. Ak. 1943. yNDISLEGA hlý, hljóðlát og ein föld er þessi síðasta bók Nóbels- verðlauna-skáldkonunnar norsku, frásögnin um leiki barna hennar, daglegar annir á stóru, norsku sveita- heimili, heilög jól, seytjándi maí og sumarleyfi heima í Noregi á hinum góðu, gömlu dögum, meðan friður og ár var enn í landi, ógnir og villi- mennska miskunnarlausrar og ósvif- innar styrjaldar álíka fjarlæg og óraunveruleg eins og vondur og ólík legur draumur. Einhver mild og ástúðleg birta, — einhver varfærin og kyrrlát fegurð ljómar yfir hverri línu þessarar frásagnar, — hverju orði þessarar einföldu lofgerðar um friðinn, heimilisunaðinn og ástina milli móður og bama og milli hús- ráðenda og góðra og dyggra hjúa. Og þó lesum við um allt þetta með trega og klökkva í hjarta, því að við minnumst þess, að litla stúlkan, sem segir frá í bókinni, er dáin, — hún dó í tæka tíð, svo að hún þurfti ekki að horfa upp á aðfarir þeirrar þjóð- ar, „sem lagði land okkar undir sig, og telur barni eins og henni ofaukið á leikvelli lífsins, — bami, sem einskis biður nema óstar og um- hyggju, og hefir ekkert að bjóða heiminum nema blíðu og við- kvæmni." „Það er gott, að hún er dá- in“, segir móðir hennar í formála bók- arinnar. — „Aldrei hefði hún skilið, hvers vegna allt er svo breytt“. — Og við minnumst þess, að eldri drengur- inn, sem við kynnumst, hraustum og glöðum, að leikum, íþróttum og störfum á síðum þessarar bókar, er fallinn í viðureigninni gegn innrás- armönnunum, sem réðust á land hans að óvömm, og yngri bróðir hans berst nú einhvers staðar á vígvöllum heimsins gegn þessum sömu kúgur- um og ræningjum, — og ef til vill er hann fallinn líka. Og loks minnumst við þess, að móðirin sjólf, öldruð og þreytt, dvelur nú landflótta í fjar- lægri heimsólfu og berst þar þessari sömu baráttu með penna sínum, — að heimili rósama er brunnið til ösku, — að nú eru ekki lengur „hamingjudagar heima í Noregi“, heldur dagar mikillar reynslu og þungrar sorgar. Ritskýrendur hafa bent á, að hér sé ekki um stórbrotið skáldrit að ræða. Vera má að svo sé. — Vöggu- vísa Brahms er ef til vill ekki mikil- fenglegt tónverk ó borð við hljóm- kviður Beethovens. En er slíkur sam- anburður og bollaleggingar sérlega fróðlegur eða frjósamur? Eða er bann yfirleitt leyfilegur? — Við syngjum ekki hljómkviður við vöggu bama okkar. Og ekki heldur yfir moldum þeirra. Önnur tónlist er bet- ur til þess fallin að túlka tilfinningar okkar á slíkum stundum. íslenzka þýðingin er ágæt. — /. Fr. Jólahugsanir. W*$*Q*^*Q*$*Q*&*&*&*&*<$*$*$*<$*$*$*$*^ KÁRl TRYGGVASON: Fuélinn tljúéandi. Kvæði handa bömum og öðmm fuglavinum. — H.f. Leift- ur, Reykjavík. Prentverk Odds Bjömssonar 1943. Bókin er sérstæð meðai ljóðabóka og prýdd 40 góðum myndum. Öll em kvæðin um fugla og böm. Höfundurinn er meira en snjall hagyrðingur; hann er skáld, þótt ekki hafi onn birzt ttórbrotin ljóð eftir h*nn. rnmh. i ). iflfa At því myrkrið undan snýr, oíar tærist sól, því eru heilöé haldin hverri skepnu jól. Gr. Th. Fræðimenn kenna, að jólin hafi upphaflega verið haldin há- tíðleg til að fagna hækkandi sól- argangi. Þau eru líka venjulega nefnd ljóssins hátíð. Rétt áður en jólin renna upp, eru vetrar- oólhvörf. Þá ber sólina, þenna lýsandi og vermandi hnött, yfir ayðri hvarfbaug jarðarinnar, sem einnig er nefndur hvarfbaugur Jteingeitarinnar. Þá hefir myrkr- Ið náð æðstu völdum á norður- hveli jarðar, en úr því fer veldi þess að réna smátt og smátt, þar til birta sólarinnar nær þar yfir- höndinni. Mennirnir elska ljós- ið í ríki náttúrunnar, en hata myrkrið. í skammdeginu þrá þeir því vaxandi ljós og fagna vaxandi ljósi, og þess vegna blessa þeir hinn mikla ljósgjafa, *ólina. Allir menn eru í raun og veru sóldýrkendur. Þorkell máni ét bera sig út í sólargeislann á deyjanda degi og fól sál sína þeim guði á hendur, sem sólina hefði skapað. Margan blessunar og þakkaróð hafa skáldin sungið þessum mikla ljósgjafa. Jónas Hallgrímsson kveður m. a. um hann: „Frelsari, frjóvgari, fagur guðs dagur, blessaðar, blessandi, blíður röðull þíður“. Bjarni Thorarensen, hið djúp- sæja skáld, bendir aftur á móti á sambandið milli myrkurs og birtu, er liann telur hið síðar- nefnda afkvæmi hins fyrr- greinda. Eitt kvæða hans hefst á þessa leið: „Móðir dags er myrkva nóttin, myrkurs birtan sjálf er dóttir, sólu fyrri sóllaust var“. Skáldið gefur hinu hataða myrkri sitt mikla gildi með því, að sjálft Ijósið eigi upptök sín í myrkrinu. Þetta er djúpt og djarflega kafað 1 hafi skáldskap- arins. Enn á ný er hátíð ljóssins og friðarins að renna upp. Kristnir menn um heim allan halda jólin sem fæðingarhátíð frelsarans. Við fæðingu hans var boðaður friður á jörðu, og síðan hefir friður verið prédikaður um alda- raðir í nafni hans. Hvernig er nú umhvorfs í mannlífinu? Er ljóssins eða myrkursins ástand þar ríkjandi? Hvaða árangur tefir boðskapur friðarins í Jesú nafni horið? Æðandi heiftareldur logar um heim allan, og jörð og sær eru ötuð blóði frá einu heimskauti til annars. Ófriðarþjóðirnar búa við þær kvalir og rogast með svo þungar sorgir, að engin orð fá lýst. Viðurstyggð eyðilegging- ar og tortíming verðmæta á landi og legi eru daglegir viðburðir. Frelsi smáþjóða er troðið undir fótum miskunnarlausra Irarð- stjóra. Frændþjóðir okkar, ís lendinga, sem búa í nágranna- löndunum, eru sviftar frelsi og umráðum yfir löndum sínum og eignum, kvaldar og kúgaðar, rændar og ruplaðar á hinn sví- virðilegasta hátt. Aragrúi sak lausra barna eru svift umhyggju foreldranna, sem annaðhvart hafa týnt lífi eða sitja í fangels- um. Eymd margra þessara litlu munaðarleysingja tekur engum tárum, svo er hún hryllileg. Svona er ástandið um mikinn hluta hins kristna heims þrátt fyrir jólaboðskapinn um frið á jörðu í nafni frelsarans. Mönn- um er vorkunn þó að þeirri hugsun skjóti upp, hvort allt jólahald sé ekki hið naprasta háð, á meðan þjóðirnar skapa sér og eiga við að búa slíkt ástand. íslenska þjóðin má sannarlega vera þakklát fyrir kjör sín á liðn- um ófriðarárum. íslendingar geta haldið sín jól f friði og ró vegna utanaðkomandi áhrifa. En kunna þeir að meta þetta eins og vera ber? Hefir hið gegndarlausa kapphlaup um stríðsgróðann, dansinn í kring- um gullkálfinn, blindað svo augu þeirra. að þeir sjái ekkert annað? Þýðing jólanna fyrir mennina er undir því komin, hvernig þeir veita þeim viðtöku. Á meðan einhverjir geta ornað anda sin- um við frásögnina um fæðingu frelsarans og endurlausnarverk hans, þá á jólahaldið fullan rétt á sér. Og víst er um það, að þeir eru margir, sem þetta geta og gera. Að sönnu halda margir því fram, að fyrirburðir þeir, er fjár- hirðarnir á Betlehemsvöllum voru sjónar- og heyrnarvottar að sé helgisögn eða skröksaga, sem enga stoð eigi í virkileikanum. Boðskapurinn um frið á jörðu og lofsöngur hinna himnesku hersveita sé einungis skáldskap- arlegur tilbúningur. Vitanlega , er hverjum og einum í sjálfsvald sctt að trúa því, er honum sýnist j í þessum efnum. En á það skal hent, að umrædd fyrirburðasaga er á engan hátt ótrúlegri en margvíslegar opinheranir, sem gerzt hafa á vorum dögum og eru sannaðar og vottfestar. Það er því engin ástæða til að hafna sannleiksgildi frásagnar jólaguð- spjallsins, af því að hún sé svo ótrúleg. Opinberun er í því fólgin, að augu manna opnast og sjá eitthvað nýtt, gott og göfugt, sem áður hefir verið hulið. Sum- ir þykjast spekingar, sjá allt og skilja og þurfa því engan nýjan skilningsauka. En þeir tímar munu koma fyrr eða síðar, að þeir reka sig á sina eigin fávizku. Opinherun er ekki aðeins veitt spámönnum og postulum, heldur engu síður hverjum þeim -mælingja, sem gæddur er sálar- þorsta og þrá eftir einhverju æðra og göfugra, en hversdagslíf- ið hefir að bjóða. Þetta getur hafa átt við fjárhirðana, sem jólaguðspjallið skýrir frá. Menn verða að athuga, að helgisögur og skáldskapur hafa jft hin dýpstu og dýrðlegustu annindi að geyma, þó að þau -fni verði fremur að skilja eftir rndanum en hókstafnum. í kvæði sínu um Jónas Hallgríms- :on lætur skáldið dásamleg nátt- úrufyrirbrigði gerast við fæð- ‘ngu J. H. ,,þar til fjalla frammi“. Síra Matthías orðaði ?etta svo: „Þá skein á hausti skær og blíður dagur, er skáldið góða fæddist vorri sveit; á fjöll og dali færðist sumarbragur, um fjör og yndi dreymdi liljureit, bá söng í lofti svanahópur fagur um sól og allt, er hjartað fegurst veit, jví fæddan vissi frægan svaninn ljóða við fjörðinn eyja: listaskéldið góða“. Nú mun tíðarfar á Norður- !andi hafa verið fremur hart um bað leyti, er jónas Hallgrímsson fæddist. En á bak við harðindi hinnar ytri náttúru, snjóinn og Frostið, sér skáldaugað fagrar sýnir: íslenzk náttúra heldur há- tíðleg jól, til að fagna komu ..listaskáldsins góða“ í þenna heim. Sumardýrð færist yfir sveitir, jafnvel liljur vallarins dreymir yndislega drauma, og svanirnir syngja fagnaðarljóð í oftinu Hkt og hinar himnesku íersveitir á Betlehemsvöllum íorðum. Allt þetta gerist í hin- um i n n r a heimi og opinber- ast þeim einum, sem hafa hæfi- leika til að veita opinberunum viðtöku. Kaldrifjaðri skynsemi er svo sem velkomið að kalla allar op- inberanir skröksögur, sem ekk- ert eigi skylt við veruleikann. Gildi þeirra gagnvart andlegu Hfi þjóðanna haggast ekki við það. Jólagleðin er lítils virði, ef hún snýst einvörðungu um fögn- uð í mat og drykk, en megnar ekki að lyfta hug og hjarta til barnsins, sem fæddist hina fyrstu helgu nótt og lagt var í jötu. Við það barn eiga hugsanir vorar og tilfinningar að vera tengdar á jólunum og raunar alla tíma. Á jólunum eigum við að reyna að rótfesta í huganum þær gullvægu, sígildu kenning- ar, sem Jesú Kristur lét mönnum eftir og geta verið þeim leiðar- Ijós á öllum öldum. Hann fékk mönnum að vísu engin kenn- ingakerfi, en hann gaf mönnum guðshugmynd, skýrari og dýrð- legri en þeir áður höfðu átt. Hann kenndi mönnum að þekkja guð sem föður, er elskaði alla jafnt. Hann kenndi, að guðshugmynd og guðsdýrkun má ekki koma sem valdboð ut- anað, heldur frjálst og sjálfkrafa eins og vöxtur blómsins við íita sólarinnar. Okkur hryllir við ríkjandi ástandi í heiminum. Eina vonin er, að hinn skelfilegi hildarleik- ur, sem nú er háður, kunni að vera fæðingarhríðir nýrri og ^etri tíma. En því aðeins getur ^að orðið, ef að þjóðir og ein- staklingar tileinka sér betur kenningar Krists en hingað til. „Þó að vér aðhyllumst þrjósku °g tál, þá þráir þig, Kristur, hver einasta sál , segir skáldspeking- urinn Einar H. Kvaran í einu tvæða sinna. Ef til vill eru allir í leit eftir Kristi, líka þeir, sem yrir mestum grimmdar- og guð- leysisverkum standa. Hitlersjálf- ur er jafnvel farinn að ákalla guð sér til hjálpar. En ertgar lík- ur eru til, að leit þessara manna beri nokkurn árangur, fyrr en augu þeirra opnast fyrir því, að Jeir hafi verið á herfilegum villi- götum og snúi með auðmýkt af vegi ranglætisins inn á guðs vegi. í smásögu einni er bent á eina örugga ráðið til bættra sambúð- arhátta milli þjóða og einstakl- (Fremhald á 2. »iðu).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.