Dagur - 24.05.1945, Blaðsíða 2

Dagur - 24.05.1945, Blaðsíða 2
2 DAGUR Fimmtudagur 24. maí 1945 Köld eru kommúnistaráð Þegar Hitlers-Þýzkaland hó£ yfirráða- og kúgunarstefnu sína í verki sumarið 1939, var frelsi og sjálfstæði annarra Norður- landaþjóða mikil hætta búin og þá fyrst og fremst smáþjóðunum. Það kom og brátt í ljós, að þýzku nazistarnir fóru með grimmd og yfirgangi á hendur minnimátt- arríkjum. Það hefir og ekki leik- ið á tveim tungum á þeim 5—6 árum, sem árásarstríð Þjóðverja hefir staðið yfir, að skefjalaus hnefaréttur og villidýrsleg grimmd hefir ráðið öllum gjörð- um þeirra undir yfirráðum Hitl- ers og nánustu nazistaklíku hans, en öll réttlætiskennd og mann- úðartilfinning hefir vendilega verið útilokuð. Tvö stórveldi í Norðurálf- unni, Bretland og Frakkland, gátu ekki horft á það aðgjörða- laus, að villidýrið, sem skapast hafði í Þýzkalandi, træði hverja smáþjóðina af annarri undir járnhæl sínum. Þau skárust því þegar í leikinn og sögðu Þýzka- landi stríð á hendur, þó að þau væru lítt viðbúin að mæta mesta herveldi álfunnar á vígvöllum. Eftir nokkra mánuði var Frakk- land gjörsigrað af Þjóðverjum, og stóðu þá Bretar einir uppi gegn þeim og héldu baráttunni áfram með miklum fórnum og frábærri þrautseigju. Það skipti mkilu fyrir þá að halda yfirráð- um á Norður-Atlantshafi. Þess vegna hertóku þeir ísland og urðu fyrri til en Þjóðverjar, sem höfðu leitað hér leyfis um flug- vallagerð og flughafnir fyrir stríðið. Sem betur fór neituðu Is- lendingar þeim um þessi hlunn- indi, því nú vitum við í hvaða tilgangi þessa var leitað. „Drottinn rétttrúaðra manna", Stalin hinn rússneski, fór öðru- vísi að en Bretar. Hann hafði skap til þess að horfa rólega á villidýrsaðfarir nazista, enda hafði hann látið sér þau orð um munn fara, að hann ætlaði ekki að brenna á sér fingurna fyrir fórnarlömb nazista og lýðræðis- þjóðirnar. Hann lét sér meira að segja sæma að gera vináttusátt- mála við böðla smáþjóðanna og óvini menningarinnar og lýð- ræðisins gegn því, að hann fengi óáreittur af nazistum að her- nema hálft Pólland og ráðast á Finnlendinga og afsakaði það níðingsverk með því að segja „mannkyninu ævintýrið um litlu blóðþyrstu Rauðhettuna, sem legst á meinlausa úlfinn til þess að gleypa hann.“ Það var um þessar mundir að Rússadindlarnir á íslandi fluttu þá kenningu, að það væri bara „smekksatriði“, hvort menn væru með eða móti-nazistum. • íslendingar hörmuðu það, að land þeirra skyldi vera hernumið 1940, en úr því ekki varð hjá því komizt, var það mikil hamingja, að það var vinveitt og göfuglynd lýðræðisþjóð, sem hernam land- ið, en ekki miskunnarlausir yfir- gangsseggir. Reyndin varð líka sú, að sambúð setuliðsins, fyrst Breta og síðan Bandaríkja- manna, við landsmenn var yfir-' leitt góð og misfellulaus og alls ólík því, sem gerzt hefir í her- numdum löndum Þjóðverja. Þar ríkti hatur og hefndarþorsti. Hér fór allt fram með friði og spekt öll hernámsárin. íslendingum var það Ijóst, að Bretar og Bandaríkjamenn voru í stríði til þess að vernda tilveru og rétt smáþjóða gegn ofbeldi illvígra einræðisherra, og því óskuðu þeir frá upphafi stríðsins til enda eftir sigri bandamanna og vildu síður en svo leggja nokkurn stein í götu þeirra, þó að þeir hefðu getað. Að vísit mótmæltu íslendingar hernámi Breta, þar sem þeir höfðu lýst yfir ævarandi hlutleysi sínu, annað gátu þeir ekki gert, en á hinn bóginn fögn- uðu þeir yfir því, að það vorti Bretar en ekki Þjóðverjar, sem hernámu land þeirra og höfðu hér setulið. Nú er Evrópustríðinu lokið með fullum sigri bandamanna og frelsun hinna undirokuðu og þrautpíndu þjóða úr klóm naz- ista. íslenzka þjóðin hefir frá sinni hendi kunnað að haga því svo til á undanförnum stríðs- tíma, að hún hefir að stríðslok- um fullt vinfengi sigurvegar- anna. Nýlega lét yfirmaður setuliðs- ins hér svo um mælt: „Seta bandamanna á íslandi hefir haft eigi lítil áhrif á vel- gengni bandamanna í stríðinu í Evrópu. Bandamenn héldu sigl- ingaleiðinni um Atlantshaf af því að Þjóðverjum var meinað að hafa hér bækistöðvar. Hin mikilvæga staða landsins hafði mikil áhrif í stríðinu og mun hafa það fyrir samgöngur og við- skipti eftir stríðið. Að mínu áliti fer gengi hins unga lýðveldis að miklu leyti eftir áframhaldandi samvinnu við friðsamar þjóðir. Ekkert land getur staðið lengi, ef það fylgir einangrunarstefnu." • Endir stríðsins fyrir okkur ís- lendinga myndi hafa orðið nokk- uð á annan veg, ef ráðum komm- únista hefði verið hlýtt. Þeir lögðu til að málstað banda- manna í stríðinu yrði sýndur fullur fjandskapur í orði og verki. Þeir kröfuðst þess að brezka hernum yrði gert allt svo erfitt fyrir sem í okkar valdi stæði. Þeir kröfðust þess að lagt yrði blátt bann við því, að lands- menn ynnu nokkurt verk í þjón- ustu Breta. Þeir kröfðust þess, að íslendingar gerðu sitt til að svelta brezku þjóðina, þegar hún hélt ein uppi baráttunni gegn nazismanum, með því að hætta að flytja fisk til Bretlands. Loks leituðust kommúnistar við að koma á stað uppreisn í hernum og ráku það stárf svo freklega, að nokkrir forkólfar þeirra voru handteknir og útkoma blaðs þeirra bönnum af Bretum. Ekki þarf að efa, að öll þessi iðja íslenzkra kommúnista hafi fallið -nazistum Þýzkalands mætavel í geð. En þá voru naz- istar líka í vinfengi við Sovét- stjórnina. Þegar stjórn Hermanns Jónas- sonar gerði herverndarsáttmál- ann við Bandaríkin 1941, eina hyggilegustu og merkustu stjórn- arframkvæmd, sem gerð hefir verið í stjórnmálasögu landsins, vildu kommúnistar láta neita því að gera þenna samning. Allir aðrir sáu, að hér var um þýðing- armikla framkvæmd að ræða til stuðnings og tryggingar fyrir framtíð landsins og frelsi þess. Kommúnistar túlkuðu þessa framkvæmd á þá lund, að Banda- ríkjaauðvaldið ætlaði að nota .ís- land sem fremsta virki sitt í styrj- öldinni og stimpluðu alla þá, sem litu á þátttöku Bandaríkja- manna í stríðinu sem stuðning við frelsi smáþjóðanna, land- ráðamenn, sem ekki verðskuld- uðu að fá að ganga á tveimur fótum og nefnast menn. Þenna munnsöfnuð höfðu kommúnistar um Bandaríkja- menn, áður en nazistar rufu griðasáttmálann við Stalin. Kommúnistar greiddu síðan atkvæði gegn herverndarsáttmál- anum og vildu fá aðra til að gera slíkt hið sama. Síðan kom að því að Þjóðverj- ar sviku Rússa í tryggðum og réðust á land þeirra. Rússar vörðust af mikilli hreysti, og sú vörn varð að lokum að sókn og þeim tókst að reka sína fyrrver- andi vini af höndum sér. í vörn og sókn Rússa höfðu allir íslend- ingar samúð með þeim að und- anteknum nokkrum íslenzkum nazistum, sem óðu í sömu villu gagnvart dýrkun á Hitler eins og kommúnistar gagnvart Stalin. Við þessa atburði breyttist af- staða kommúnista til Breta og Bandaríkjamanna, Á meðan þeir börðust fyrir frelsi og lýðræði án Rússa, var landráðasök að mæla baráttu þeirra bót eða veita þeim nokkurt liðsinni, en eftir að Rússar lentu í stríði við Þjóð- verja, féll landráðaskraf komm- únista niður og svo enduðu þeir feril sinn með því að vilja, að ís- lendingar færu í styrjöldina á síðustu stundu, þegar fullkom- lega var séð fyrir um sigur bandamanna yfir nazismanum. Þeir skeyttu ekki um það, þó að íslendingar yrðu sér til háðung- ar með stríðsyfirlýsingu sinni frammi fyrir öllum heiminum fyrir það eitt, að þeir töldu það vilja Rússa, að íslendingar lýstu sig stríðsaðila. Loks gugna þeir fyrir andstöðu mikils meirihluta þjóðarinnay, lilaupa í öðru orði frá yfirlýstri stefnu sinni og aeita, að þeir hafi nokkurn tíma viljað láta íslendinga fari í Uríðið. • Það þarf ekki skarpskyggni til að sjá hvar málum íslands væri nú komið, ef fylgt hefði verið hinum köldu ráðum kommún- ista á undanförnum árum. I stað þess að við njótum nú að stríðs- lokum virðingar og vináttu eng- ilsaxnesku þjóðanna, sem mestu munu ráða í samskiptum okkar í framtíðinni, hefðum við átt í fjandskap við þær okkur til óum- ræðilegs tjóns og vanvirðu. Á okkur hefði verið litið með fyrir- litningu sem illgjörn úrþvætti, er ekki vissi fótum sínum forráð. Menn geta gert sér í hugarlund, hvernig okkur hefði gengið að fá stuðning Breta og Bandaríkja- ríkjamanna við lýðveldisstofnun- ina, eftir að hafa sýnt þessum þjóðum margs konar móðgun og megnustu andúð, eins og komm- únistar gerðu og réðu öðrum til að gera, þó að þeir vilji nú sleikja sig upp við þær, þegar þeir reka sig á að í skömmina er komið með allan þeirra málstað fyrr og síðar. Hver óspilltur íslendingur hlýtur að fyllast hryllingi við umhugsunina um, hvar þjóðin væri á vegi stödd, ef vélræðum og veilræðum kommúnista hefði verið fylgt á undanförnum stríðs- árum. En þrátt fyrir allt eru þeir svo bíræfnir að ætlast til, að þeim verði framvegis falin völd í landinu og veitt vaxandi áhrif á Alþingi. Sfaðreyndirnar um sjúkrahúsmálið JAKOB ÁRNASON hefur enn skrifað grein og er sjúkra- hússbyggingin nefnd í fyrirsögn, en að öðru leyti fjallar greinin að meira um hafnarmannvirkin á Oddeyri heldur en lausn þess vandamáls, að koma fyrirhug- aðri stórbyggingu fyrir á spild- unni, sem bæjarstj. hefir ætl- að henni. Er það raunar eðlilegt, að hann velji sér þann kostinn að ræða um allt öntiur atriði, en þau, sem máli skipta í þessu sambandi, því að auðséð er að maðurinn hefur enga þekkingu til að bera í sambandi við þau. Málið verður hins vegar ekki leyst með pólitísku rifrildi eða góðmótlegri tilfinningasemi.eins og fram kom í grein í ísl. s. 1. föstudag, heldur með raunhæf- um aðgerðum. í áliti, sem þrír nefndarmenn úr bygginganefnd- inni sendu bæjarstjórninni í apríl og enn hefur ekki verið tekin ákvörðun um segir: Eins og bæjarfulltrúum er kunnugt, hefur orðið breyting á um skipulag sjúkrahúss-mála í landinu á síðastliðnu ári. Al- þingi hefur samþykkt lög um fjórðungssjúkrahús, og er nú hafinn undirbúningur um að reisa eitt þeirra hér á Akureyri. Þegar byggingarnefndin ásamt þeim aðilum sem falið hefur verið að vinna að hinni nýju sjúkrahússbyggingu, hóf starf sitt, taldi hún sér skylt að miða allar athuganir og undirbúning að framkvæmdum við breyting- ar þær, sem hljóta. að leiða af 4. hinum nýju sjúkrahússlöggjöf. Til athugunar kom þá fyrst stærð hins fyrirhugaða sjúkra- húss. Spítalanefndin hafði lagt til að það rúmaði 90—100 sjúk- linga og húsanleistari gert frum- drætti að húsi af þessari stærð. Við töldum að þessu atriði væri mjög í hóf stillt og að húsið mætti sízt vera minna. En þá kom í ljós að grunnflötur þess er ca. V4 stærri en grunnflötur þess húss, er bærinn hafði áður haft til athugunar að byggja. Eftir nána athugun á lóðinni, súnnan við gamla spítalann, höf- um við komist að raun um að svona stórt hús verður ekki byggt þar nema með ærnum kostnaði, miðað við byggingu á sléttri flöt og í nægu rúmi. Helztu annmarka við lóðina teljum við annars þessa: 1. Aðalinngangi í húsið verður ekki komið fyrir annars stað- ar en í kjallara, móti norðri, sem við teljum mjög óhag- kvæmt. 2. Umferð til og frá húsinu verður mjög miklum erfið- leikum bundin, vegna þess, hve landrými er lítið og allt í brekku. 3. Austan á fyrirhuguðu húsi eru tvennar dyr, sem vafa- samt er að hægt verði að komast að, sökum þess að austurhlið hússins stendur svo naumt á brekkubrún- inni. Kostnaður við að leggja akveg austur fyrir húsið yrði svo mikill að við getum ekki mælt með því, en þetta yrði þó að gerast ef byggt verður á staðnum. Sökum þess hversu landrými þarna er lítið, verður mjög erfitt að koma fyrir þeim byggingum, sem. búast má við að byggja þurfi í fram- tíðinni í sambandi við sjúkrahússstofnunina, t. d. fæðingardeild, sóttvarnar- deild, starfsmannabústaði o. fl. En við teljum að nauðsyn- legt sé að sjá fjórðungssjúkra- húsinu fyrir svo miklu land- rými, að hægt verði að koma fyrir á því, þeim byggingum, sem því eru nauðsynlegar nú og í framtíðinni. 5. Það er álit okkar, að það verði mjög mikið ódýrara að byggja sjúkrahúsið á sléttu landi heldur en í brekkunni, sem því hefur verið fyrirhug- aður staður. Síðar í álitinu er gerð grein fyrir kostnaðarhlið málsins og er niðurstaðan sú, að það muni sízt vera til skaða fyrir bæinn, að breyta til um staðinn. Engin frambærileg svör hafa enn komið fram við liðum 1—5 í áliti nefndarinnar. Er hér með skorað á Jakob Árnason að gera grein fyrir því í næsta Verka- manni, hvernig hann vill láta leysa þá erfiðleika, sem þar er bent á. Verður að vænta þess, að hann treysti sér til þess, svo dig- urbarkalega sem hann hefir talað um þekkingu sína á bygginga- málum. TIL SÖLU rúmstæði og servant. Uppl. gefur Ásgeir Halldórsson, Kornvöruhúsi KEA. Gott verzlunarpláss við eina aðalgötu bæjarins óskast til leigu nú þegar. — Tilboð ásamt leiguskilmál- um og stærð, sendist blað- inu fyrir 31. maí. ( Merkt: Hreinlegt, M. J.).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.