Dagur


Dagur - 24.05.1945, Qupperneq 4

Dagur - 24.05.1945, Qupperneq 4
4 BAGUR Fimmtudagur 24. maí 1945 DAGUR Ritstjóri: Haukur Snorrason. Afgreiðslu og innheimtu annast: Marinó H. Pétursson. Skrifstofa í Hafnarstræti 87. — Sími 166. Blaðið kemur út á hverjum fimmtudegi. Árgangurinn kostar kr. 15.00. Prentverk Odds Björnssonar. Dýr reynsia - en nauðsynieg CJÚ VAR TÍÐIN — nokkrum árum fyrir upp- haf heimsstyrjaldar þeirrar, sem nú nálgast endalok sín — að kommúnistar áttu allmiklu og vaxandi fylgi að fagna í Noregi og höfðu þeg- ar hlotið meirihluta í nokkrum sveita- og bæjarfélögum landsins, yfirráð ýmissa þýðingar- mikilla stofnana og félaga og þar með fram- kvæmdavaldið og ábyrgðina. Reynsla sú, er norsk alþýða hlaut af ráðsmennsku þessara hávaða- sömu og digurbarkalegu manntegundar, var með þeim hætti, að fylgi kommúnista þurrkaðist næstum alveg út í Noregi á næsta kjörtímabili. Þetta er rifjað hér upp sem dæpii og aðeins sök- um þess, að svo virðist, sem alveg sams konar fyr- irbrigði í félagsmálum séu nú að gerast hér á landi. Kommúnistar seilast hér æ víðar til valda og áhrifa og verður sums staðar allvel ágengt í bili, þótt víðast verði þeir að beita til'þess ýmis konar bolabrögðum, sem áður voru ókunn í fé- lagslegum viðskiptum þegnanna á landi hér. Sú íitla reynsla, sem þegar er fengin af athöfnum þeirra og úrræðum, eftir að þeir eru setztir í valdastólana, virðist og benda ótvírætt í þá átt, að uppskeran muni ennlánastmjögeftirsáningunni. C^VO SEM KUNNUGT ER náðu kommúnistar nú nýskeð yfirráðum yfir Kaupfélagi Reykja- víkur og nágrennis. Auðvitað þurftu þeir að beita til þess sínum alþekktu einræðis- og ofbeld- isaðferðum, enda leiddu tiltektir þeirra þegar til þess, að félagið klofnaði og nokkrar blómlegustu deildir þess sögðu skilið við það.heldur en að lúta boði og banni ofríkisseggjanna., Þessi tíðindi eru naumast um garð gengin, þegar þær fregnir ber- ast út, að á einu ári hafi kommúnistum í stjórn Kaupfélags Siglfirðinga tekizt að draga það félag niður í svað fjárhagslegs öngþveitis og spillingar. Þessir oddvitar náðu yfirráðum í félaginu fyrir aðeins einu ári síðan og beittu til þess aðferðum, sem áður hefir verið lýst. Sem dæmi um ráðs- mennsku þeirra í félaginu á þessu eina ári má nefna það, að uppvíst er orðið um svo stórkost- lega vörurýrnun þar, að slíkst munu fá dæmi. Kvað rýrnunin nema um 10% af umsetningu vefnaðarvörudeildarinnar, en ca. 11% af um- setningu matvörudeildarinnar^ eða alls um 130 þúsundum króna. Venjulega er talið, að vöru- rýrnun, sem nemur meira en 2%, sé algerlega óhæfileg í venjulegum verzlunarrekstri. Jafn- framt er upplýst, að Kaupfélag Siglfirðinga hefir stórtapað á árinu — einu mesta yeltiári ísl. verzl- unar frá öndverðu. — Mun það ekkert greiða í sjóði né heldur til félagsmanna, að því er talið er, enda hefir það algerlega þurrkazt út af skatta- skrá Siglfirðinga. Þá er og talið, að stórkostlegar misfellur séu á reikningshaldi félagsins, komm- únistabroddarnir hafa látið það kaupa lélegt vöruskran af vandamönnum sínum, við upp- sprengdu verði, keypt fasteignir o'g atvinnutæki óhæfilega háu verði og leigt þau sjálfum sér eða leppum sínum fyrir óeðlilega lága leigu o. s. frv., o. s. frv. Skal raunasaga þessi ekki rakin hér nán- ar að sinni, þótt margt sé að vísu ósagt, er til lær- dómsríkrar reynslu má telja. ■þAÐ ER SENNILEGT, að ýmsir íslenzkir al- þýðumenn þurfi að súpa í botn ýmsar all- beiskar dreggjar þessarar tegundar úr hófsporum liinna rauðu nazista, áður en þeir átta sig full- komlega á því, hvers konar manntegund er hér að verki. Það er ömurlegt, ef greiða þarf framtíðar- hag og tilveru margra þarfra og ágætra stofnana sem kennslugjald fyrir slíka tilsögn. Sú reynsla er sannarlega keypa dýru verði, en þó ekki ofdýru, ef hún mætti verða til þess að bjarga íslenzku BÆÐI ERU SKÆÐIN GÓÐ. Meöferðin á föngum , fangabúðum nazista er nú alheimi kunn, sem grimm- uðlegasta og siðlausasta athætf, sem um getur í sögu síðari alda. — Færri fregnir fara af föngum í haldi hjá „gulu aríunum", — Japönum. Þó mun grimmdin þar e. t. v. engu minni. Myndin sýnir ameríska hermenn ræða við óbreytta borgara er þeir höfðu frelsað úr hungurvist Japana í Manilla. „Gustur staðreyndanna“. gLAÐIÐ „ÍELENDINpUR" hér á Akureyri segir 18. þ. m. í upphafi aðalritstjórnargreinar sinnar þá sögu „um mætan skólastjóra, er uppi var fyrir skömmu hér nyrðra, að hann hóf mál sitt við skólauppsögn með þessum orðum: „Það er vor í lofti, vinir mínir“. — Um leið og hann sleppti orðinu, skall hurð skólastof- unnar upp, kaldur gustur fór um sal- inn og hríðarmökkur þeysti inn á gólf, því að úti var hörkubylur. Þá hrópaðii skólastjóri: „Aftur með hurð- ina!“ og hélt síðan áfram vorhugleið- ingum sínum eins og ekki hefði í skorizt.“----- J^ITSTJÓRI „ÍSL.“ notar þetta sögukorn sem eins konar pistil til að leggja út af, er hann hefir upp pré- dikun sína um ástandið í heiminum, heima og erlendis. — „Algerlega verður það að teljast rangt,“ segir þar, „að gleðjast yfir öðru en þvx,' sem raunverulega er fyrir hendi, gleðjast yfir vori, þegar fannkoma og frost er úti, en þessa hefir gætt bæði í ræðu og riti. Það er ef til Vill hægt að blekkja með því að hrópa: aftur með hurðina! til þess að ekki sjáist það, sem úti fyrir er, en það breytir ekki staðreyndum.“ gNN HELDUR BLAÐIÐ áfram á þessa leið m. a.: „A Islandi er nú þannig ástatt, að ríkisstjórn sú, sem við völd situr, hefir gefið þjóðinni fyr- irheit um það, að í framtíðinni sé ým- islegs að vænta, sem verði almenn- ingi til hags og heilla” .... en „enn sem komið er hefir tarið heldur lítið fyrir framkvæmdum.“ „Ríkisstjórnin hefir,“ stendur þar ennfremur, „sjálfsagt gert sér það ljóst, að þjóðin lifir ekki á loforðum einum, og hún hefir vafalaust áttað sig á því, að efndirnar verða að fylgja. Þetta hefir þó ekki komið eins greinilega fram út á við og æskilegt hefði verið. A. m. k. hefir afstaða sumra málgagna stjórnarirmar verið með þeim hætti, að þau hafa lýst vori í lífi þjóðarinnar, til þess eins að hrópa hástöfum, þegar gustur staðreyndanna virðist ætla að þjóðinni frá þeim ósköpum að leggja ríkisvaldið allt í hendur þeirra manna, sem aldrei myndu skila því aftur eftir lýðræðisleg- um leiðum, heldur yrði að sækja það í greipar þeirra með sömu ofbeldisaðferðum og þeir beita nú hvarvetna sjálfir til þess að sölsa það undir sig. grípa tram í: Aftur með hurð- ina, og neitað með öllu að taka tillit til þess, sem raunverulega •r að gerast.“ (Allar leturbr. hér). IÐ ÞESSA hreinskilningslegu játn- ingu stjórnarblaðsins er raunar engu að bæta öðru en því, að hér er sannleikanum lýst einarðlega og op- inskátt, svo að mönnum bregður næstum því við, sökum óvanans, að sjá honum skjóta svo óvænt og skyndilega upp úr kafinu í stjórn- málaleiðara sjálfstæðisblaðs. Vafa- laust hefir „gustur staðreyndanna“ orðið að blása allharkalega um and- legar gættir höfundarins, áður en slík tíðindi gerðust og ritstjórinn gat ekki framar orða bundizt. Og tvímælalaust hefðu stjómarliðar kallað slík um- mæli vondan róg, illmæli og „skemmdastarfsemi", ef þau hefðu birzt í dálkum framsóknarblaðanna. Brjóstliroði Valtýs. VÍKUR SÖGUNNI suður til höfuðstaðarins og inn í skólastofu „Morgunblaðsins“, þar sem aðal- kennimaður Sjálfstæðisflokksins á þeim stað þrumar vorhugleiðingar sínar yfir hausamótum nemendanna. Enginn þarf að hrökkva við af þeim sökum, að „gustur staðreyndanna“ fari um þau salrkynni, né bæri hár á höfði „skólastjórans", svo að hann þurfi að hrópa: Aftur með hurðina! Sú hurð er nefnilega felld fast að stöfum og ramlæst með slagbröndum hrokans og lykli heimskunnar. Enginn fer þar með lyklavöldin utan hús- bóndinn einn. Sjálfsagt eru ýmsir í hópi nemenda og jafnvel kennara, sem gjarnan vildu svipast dólítið um utan dyra, þótt úti sé hörkubylur, eins og „ísl.“ kemst að orði. En slíkt brot á heimilisaganum yrði naumast bóta- laust þolað. Engin takmörk virðast því sett, hversu fáránlegar og raka- lausar fullyrðingar og staðleysur aðalritstjóra „Morgunblaðsins" helzt uppi að birta í dálkum blaðsins. í „Reykjavíkurbréfum“ sínum birtir hann t. d. þessa klausu 18. þ. m., án nokkurs minnsta rökstuðnings af neinu tagi: — „Síðan Tímamenn (þ. é. Framsóknarmenn) komust í stjóm- arandstöðu, hafa þeir rekið skipu- lagða skemmdarstarfsemi (leturbr. hér) gegn hverri einustu tilraun ríkis- stjórnarinnar til þess að halda uppi atvinnu í landinu, gegn því, að henni megi takast að halda þjóðarbúskapn- um við“ (sic!). Furðulegt er, að nokk- ur maður með réttu ráði og óbrjáluðu bragð- og lyktarskyni skuli koma slík- um endemis þvættingi út úr sér, án þess að flökra við sínum eigin brjóst- hroða. Almenningur mun lítt þykjast hafa orðið var við slíkar tilraunir rík- (Framhald á 5. síðu). Sólin og húsgögnin Allar þráum við gott sumar og umfram allt sólríkt. Daginn lengir nú sem óðast, og áður en langt um líður, vonandi, fer lessuð sólin að gera alvöru úr því að senda okkur geisla sína í ríkum mæli. F.n þá kemtir þetta mikla vandamál húsmóður- innat;: Fínu húsgögnin upplitast og sólbrenna. — Hvað á lnismóðirin til bragðs að taka? Það er raunar fleira en húsgögnin.-sem eru í yfirvofandi hættu allt sumarið, ef ekkert er að gert. Glugga- tjöldunum (velour) er sama hætta búin og fínu útsaumuðu sessunum sömuleiðis. Á að draga gluggatjöldin fyrir og segja við sólina: Hingað og ekki lengra? Eða á að þoka tjöldunum eins langt til hliðar og hægt er og segja: Gjörið svo vel, kæra surnar, og gakk í bæinn? Eg held að flestar okkar, langflestar, hljótum að segja hið síðarnefnda. En þar með er ekki sagt, að við bjóðum sólinni að gjöra svo vel að upplita og sólbrenna húsgögnin. Við eigum, að sjálfsögðu, að hleypa . öllu því sólskini, sem mögulegt er, inn t íbúðina, en jafnframt eigum við að gera einhverjar ráðstafanir til þess að verja húsmuni okkar skemmdum. Hér skal nú getið nokkurra: Margar húsmæð- ur nota sérstök gluggatjöld yfir sumarið og hlífa vetrartjöldunum því mjög vel. Slíkt er afar æski- legt og gerir stofurnar bjartar og sumarlegar um leið. Þetta er vísu dálítill kostnaður í byrjun, en sá kostnaður borgar sig eflaust, því að vetrartjöldin verða mun langlífari fyrir vikið. Ef hins vegar sömu gluggatjöldin eru notuð árið um kring, er um að gera að draga þau nógu vel til hliðar á daginn, svo að sólin nái engan veginn til þeirra. — Þá eru það húsgögnin. — Stoppuð húsgögn eru afar dýr nii á tímum, og jafnframt að láta klæða þau að nýju kostar of fjár. Það eru því engin und- ur, þó að húsmóðurinni sé sárt um þaU og reyni allt hugsanlegt til þess að halda þeim sem lengst fögrum og fáguðum. Ráð er að færa stóla úr stað, þannig, að þeir viti ekki beint á móti gluggunum. Ef hægt er að koma því við, getur slíkt hlíft að töluverðu leyti. En það langbezta og tryggasta í þessum efnum er að sauma hlífar úr Ijósleitu lérefti eða öðru ódýru efni og steypa þeim yfir húsgögnin sumarmánuð- ina. Slíkar ,,hempur“ lilífa afar vel og geta verið mjög skemmtilegar séu þær smekklega gerðar. — Sessurnar eða púðana, eins og við köllum þá í daglegu tali, má einnig verja upplitun og hlífa, með því að sauma ver úr ódýru efni utan um þá. Þessi ver má hafa eins og venjuleg koddaver og smella þeim á einn kantinn. Rykkt ,,pífa“ í kring gerir þá enn sumarlegri. Með þessu móti getur þú eignazt sumarlega og bjarta stofu pg hlíft um leið ýmsum dýrum mun- um. Eg spái að þér muni þykja þessi fyrirhöfn þín og kostnaður borga sig, er þú hefir eitt sinn reynt það. „Puella“. •Kappreiðar © Hestamannafélagið Léttir á Akureyri efnar • £ til kappreiða á skeiðvelli félagsins við Eyja- © fjarðará næstk. sunnudag kl. 4 síðdegis. — £ Fjölldi nýrra gæðinga. — Veðbanki verður J starfræktur í fyrsta sinn. • Stjórnin. íi#<

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.