Dagur - 24.05.1945, Side 6
6
DAGUR
Fimmtudagur 24. maí 1945
j - Mig langar til þín -
I Saga eftir
ALLENE CORLISS
ÍÍÍ««í5«44Í«W««««««*Í«Í«5ÍÍ
(Framhald).
„Bill Sabins var yfir sig hrifinn af þér fyrir átta eða níu árum,“
sagði Dorcas, „og ef eg á að segja mitt álit, þá er hann það ennþá.“
Ginny brosti, kannske ofurlítið óeðlilega. „Ef Charlie væri hér
mundi hann segja, að þarna væri efni, sem væri allt of útþvælt orð-
ið. — Bezti vinur eigi.nmannsins ástfanginn af konunni hans, —
fráskilinni þó! Annars var það raunar eg sjálf, sem réði því síðast-
nefnda — úr því sem orðið var. Eg ákvað að láta til skarar skríða.“
„Og þú iðrast ekkert eftir því, ekki ofurlítið?“
„Eg er viss um að eg breytti rétt, eins og á stóð.“
„Sjáðu nú til,“ sagði Dorcas. „Mér þykir vænt um þig, Ginny.
'Ef þú lætur ekki af uppteknum hætti, að liggja andvaka á nótt-
unni, þá held eg væri réttara að við færum og fyndum lækni.“
„Hvernig veizt þú, að eg á erfitt með svefn þessa dagana?"
„Er það ekki rétt?“
„Jú, reyndar."
Það hafði byrjað í Reno. Hver nóttin af annarri, sem aldrei ætl-
uðu að taka enda. Allt umhverfis var myrkur, kolsvart og ógn-
andi, en í huganum bjó vonleysi. Dagarnir voru betri, en þegar
kvöld kom fannst henni sem hun gæti ekki afborið að lifa nóttina,
neina heyra rödd hans og finna atlot hans, sem hún unni. Hún
hafði haldið að í New York yrði bjartari tíð, en raunin hefði ekki
orðið sú. Síðustu tvær vikurnar höfðu verið sannkallaður kvala-
tími. Stundum fannzt henni það ekki svara kostnaði að fara í
rúmið, heldur sat hún uppi í stól með bók í hendinni og oft
hvörfluðu augu hennar frá bókinni og út í rökkrið i herberginu.
Læknirinn, sem Dorcas March hafði talað um, kom nokkru
seinna. Hann hélt að hún mundi hafa gott af löngum gönguferð-
um á kvöldin. Og Ginny fór að ráðum hans.
Eitt kvöldið, er hann kom, sat Bill Sabins þar fyrir og beið
hennar.
„Bill!“ hrópaði hún. „Það var gott að sjá þig. Hvernig líður
öllum heima. Hvernig er Tunri — og Mikki — og Marta?“
„Börnunum líður vel. Marta er eins og hún á vanda til,“ svaraði
Bill. „Eg er hingað kominn til þess að sitja á læknaþingi — það er
hin opinbera ástæða — en raunverulega ætlaði eg mér aðeins að
komast að raun um hvernig Trögum þínum er háttað.“
„Þú verður að segja mér meira,“ sagði Ginny. „Hefir Tumi ekki
stækkað? Hvernig gengur Mikka í skólanum?"
- Þau gengu upp stigann þangað sem Ginny bjó, í einu herbergi.
Hún opnaði hurðina og sagði: „Gjörðu svo vel. Þetta er heimilið."
Hún kveikti Ijósið og sneri sér undan. Hún gat ekki að því gert, að
tár komu fram í augu hennar, og lrún vildi ekki láta Bill sjá það.
Hann hefði ekki átt að koma hingað. Aðeins það, að sjá liann reif
opin öll sárin, sem hún hafði verið að reyna að græða. Hún sneri
sér allt í einu að honum: „Þú hefðir ekki átt að konra lringað, Bill,“
sagði hún. „Hvers vegna gerðirðu það? Því lofið þið mér ekki að
vera í friði?"
„En Ginny-------,“ Bill dró hana til sín. „Eg varð að koma, skil-
urðu það ekki, — eg get ekki látið þig sigla þinn sjó. Veiztu ekki. . “
Hann tók hana í faðm sér og kyssti hana, ekki léttilega á kinnina
eins og þegar hann hafði heilsað henni, heldur heitt og innilega,
eins og hann hafði dreymt um að gera árum saman.
Útiveizlan var hugmynd Cecilíu. Red hafði ekki verið hrifinn af
henni. Marta þóttist viss um þetta, því að annars hefði lrann tekið
undir mótbárur hennar þegar hún sagði: „Það er orðið of áliðið til
þess að hafa útiboð.“ En hann hafði aðeins orðið hastur við og sagt:
„Ekki þegar maður kveikir á hlóðum og er sæmilega búinn. Þú
hefir drengina tilbúna, Marta, Cecilía kemur hér við eftir hálftíma.
Þú þarft ekki að útbúa þá með nesti, eg sé um það.“
Þau höfðu talað um þetta í síma og Marta lagði frá sér síma-
áhaldið þungbúin á svip. Henni leizt ekki á, að trúa C.ecilíu fyrir
börnunum að öllu leyti. Hún virtist hafa um annað að hugsa, stúlk-
an sú, en líta eftir börnum.
„Þú getur ekki ímyndað þér hversu hún var ósvífin, Red,“ sagði
Cecilía. „Þarna stóð hún í dyrunum og hafði drengina á bak við
sig. Þegar eg spurði hvort þeir væru tilbúnir, hverju heldurðu að
hún hafi svarað? .Drengirnir fara ekki fet út úr húsinu. Ef þið tvö
endilega viljið matast úti, eins og zígaunar, þá getið þið það fyrir
mér, en drengirnir verða kyrrir hér hjá mér.‘ Eg batt enda á þessar
orðræður með því að þrífa drengina af henni og koma þeim inn
i bílinn."
„Þú ert dugleg stúlka,“ sagði Red, og brosti í viðurkenningar-
, ,(Framhald).
5Í44444444444444444Í444444444444444444444444:-,
Hósgagnafjaðrir
fyrirliggjandi
Kaupfélag Eyfirðinga.
Járn- og glervörudeild.
5$5$$4$44444444444444444444444444Í444444445444444444S44Í4Í4444444444Í4Í444
J
OLIUVÉLAR
eins og tveggja
hólfa, komnar
aftur.
Kaupf elag Eyfirðinga
Járn- og glervörudeild.
«H>*W«WH*<HttHK8>b<HKH><HKHKHWHKH><HHH><HKH>Ö<^^
TILKYNNING
Þeir viðskiptavinir vorir, sem eiga tómar COCA COLA-
flöskur, eru vinsamlegast beðnir að senda oss þær nú þegar.
Vér greiðum 35 aura fyrir stykkið.
Nýlenduvörudeild K.E.A. og úfibú
í«34444444454445444444444$4444454444544444$44$444444444444444444444$44444^
Satin
margir litir — nýkomið
Verzlunin Eyjafjörður h/f
&SS455545554Í555555555545445555Í54555544454Í5545444Í44445Í4554455455555554Í
Glæsileg íbúðarhæð fil sölu
tilbúin að haustinu. Æskilegt að samið I
yrði sem fyrst vegna íhlutunar kaupanda I
um frágang og fyrirkomulag.
Björn Halldórsson.
SKÁK. (Franskt).
Hvítt: F. Ekström.
Svart: P. Vaitonis.
1. e4—e6. 2. d4—d5. 3. Rd2—Rc6.
4. Rgf3—Rf6. 5. e5—Rd7. 6. c3—f6.
7. exf6—Dxf6. (Vaitonis hefir Ieikið
þetta afbrigði oft og með ágsetum
árangri. Hugmyndin er að leika e5
eins fljótt og auðið er. í skák H.
Johnev-Schiirman, Svissland, árið
1942 var áframh. Þannig: 7......
Rxp. 8. Bd3—Bd6. 9. De2—De7. 10.
Re5, sem er ekki talið eins gott).
8. Bb5—Bd6. 9. Rfl—e5. 10. Re3—
e4. (Nú virðist sem svartur hafi feng-
ið betri stöðu, en hvítur á eftir eitt-
hvað í pokahominu). 11. Rxd5—De6.
12. Re5!—Rd7xR. (Ef 12.. . . RxRd5,
þá hafði hvítur áætlað: 13. Bc4—
Da5. 14. Dh5j- og vinnur). 13. PxR—
Bxp. 14. 0—0—Bd2. (Betra var
0—0). 15. Bg5—0—0. 16. Bc4—
Kh8. 17. Rb6—Dg6. 18. RxBd7—
Hf5. (Svartur vill heldur gefa mann
en skiptamun, og vonar að vinna eitt-
hvað í staðinn síðar). 19. Bh4—Bd6.
20. b4—Hh5. 21. Bg3—Hd8. 22. b5—
Ra5. 23. Be2—Hg4. 24. Re5—De8.
25. Da5—BxR. 26. BxB—DxB. 27.
DxR—Hd6. 28. Ha—dl. (Auðvitað
ekki 28. Dxc7 vegna Hxg2f og vinn-
ur D. Hvítur hefir nú meira lið og
svartur gerir örvæntingartilraun til
þess að ná þráskák). 28...Hxpf.
29. KxH—Dg5f. 30. Khl—Hh3. 31.
Dxc7. Gefur.
Teflt á alþjóðaskákmótinu í
Stokkhólmi í janúar 1945. Skákin
hlaut fegurðarverðlaun.
AKUREYRI.
Skákmóti Akureyrar lauk 27. apríl
síðastliðinn. Úrslit urðu þannig:
1. Júlíus Bogason 6 vinninga, skák-
meistari Akureyrar í fimmta sinn.
2. Jóhann Snorrason 5 Vá vinning.
3. —4. Haraldur Bogason og Stein-
gr. Bernharðsson 4Vá vinning hvor.
5. Steinþór Helgason SVz vinning.
6. —7. Jón Edvarð og Sig. Halldórs-
son 2 vinninga hvor.
8. Steinþór Egilsson 0 vinning
(hætti í miðri keppninni).
Krafan um skip fyrir Norðurland er
25 ára gömul.
DAGUR, 18. maí 1920:
„. . . . Sá hugsunarháttur hefir ver-
ið og er enn ríkur hjá íslendingum,
að halda fast í hvern eyri, sem ganga
á til almennings og ríkisþarfa en
fleygja frá sér í hugsunarleysi stórfé
fyrir margt það, sem þeir gætu án
verið og væri að heilbrigðari og betri
menn.
Við megum ekki lengur láta það að
öllu ráða framkvæmdum á almennum
sviðum, hvenær sísveltur ríkissjóður
sér sér það fært að bæta á tekjuhalla
sinn þeirri fjárhæð, sem við krefjumst
til að bæta vegi okkar, byggja brýr,
reisa skóla o. s. frv. Við getum þetta
sjalfir ef við viljum. . . . Hreinar
inneignir manna í Eyjafjarðar- og
Þingeyjarsýslum skifta miljónum.
.... Það getur orðið langt að bíða
að fram úr rætist samgönguvandræð-
um fyrir Norðurland. Þó vænta
mætti, að ekki skorti vilja þeirra
valda, sem fara með þau mál, hvað þá
ef hann brestur. Óvíst að við Norð-
lendingar þolum þá bið. Og ópin ná
skammt til úrræða, ef margt hamlar á
aðra hönd. Annað dugar okkur betur.
Það eru starfandi hendur og ósinkir
f járeignamenn....
Tillögum er hreyft um það, að
Norðlendingar komi sér upp skipi.
Dagur vill eindregið taka í þann
streng, þó því aðeins, að1 fyrirtækið
verði almennings um allan Norðlend-
ingafjórðung og jafnvel Austfirði....
Við þurfum að eiga skip, sem verð-
ur vörður og bjargvættur Norður-
lands.