Dagur


Dagur - 04.04.1946, Qupperneq 2

Dagur - 04.04.1946, Qupperneq 2
2 D AG U R Fimmtudaginn 4. apríl 1946 „RáSandi vald á Alpingi „Hafðu, bóndi minn, hægt um þig .... Dýrðin vor þegar sýnir sig.u Fyrir nokkru komu eyfirzkir samvinnumenn sér saman um að reisa gistihús á Akureyri fyrir sitt eigið fé og komu síðan þessu máli í framkvæmd. Enginn hefir borið brigður á, að þessi framkvæmd samvinnu- manna í Eyjafirði væri mikið nauðsynjamál. Reynslan hefir líka sannað að svo var. Þó að undarlegt kunni að virðast, hafa nokkrir menn í „nýsköpunarliði" stjórnarinnar þykkst mjög við þessa gistihús- byggingu Kaupfélags Eyfirðinga, farið um hana háðulegum orð- um, kallað hana „lúxus-hótel“ fyrir bændur og þar fram eftir götunum. Þeir, sem lengst hafa gengið ,hafa látið í það skína, að bændur í Eyjafirði ættu skilið einhvers konar hýðingu fyrir þetta óheyrilega tiltæki. Keng- á I uriddaranum þótti þaðsitja illa á bændum að monta sig með lúx- us-hóteli; þessum svefngjörnu mönnum væri nær að núa stír- urnar úr augum sér og taka þátt í ,,nýsköpun“ stjórnarinnar. Þessum sofandahætti bænda lýsir Páll Kolka m. a. á þenna hátt í Mbl.grein sinni, „Hólastóll og hundaþúfu." „Nú vilja flestar stéttir þjóð- félagsins taka höndum saman um nýsköpun atvinnuveganna Bændastéttin ein er eins og milli svefns og vöku í því máli. Bændastétt 19. aldarinnar var vakandi stétt, en bændur 20. ald- arinnar eru stétt, sem gengur í svefni.“ Jón ,,forseti“ hefir fyrir skömmu lýst yfir því í forustu- grein í Mbl., að það' sé bara „lygi“ úr Degi, að Kolka hafi nokkurn tíma brígslað bændum um „sofandahátt.“ Með hin til- færðu orð Kolka fyrir framan sig er Jón Pálmason svo blygð- unarlaus að neita því, að Kolka hafi brígslað bændastéttinni um sofandahátt, það sé bara lygi úr Degi. Hér er fengin sönnun fyrir því, að það Jón „forseti" er hald- inn þeirri lygahneigð, sem hann ræður ekkert við. Að þessu leyti m. a. sker hann sig úr fulltrúum bænda á Al- þingi. Þessu næst skal horfið að bún- aðarsamtökum bænda. Þeir hafa stofnað sjóð af sínu eigin fé, er nefnist Búnaðarmálasjóður. Til- gangurinn með sjóðsstofnuninni er að efla og styrkja búnaðarsam- tökin með því að veita fé úr sjóðnum til sameiginlegra þarfa. Ein af þeim jrörfum var að áliti búnaðarþings bygging vistlegs og ódýrs gistihúss í Reykjavík handa sveitafólki, sem dvelur þar um stundarsakir í erinda- gjörðum eða sér til skemmtunar og hressingar. Þess vegna ákvað búnaðarþing að reisa gistihús |)etta í sambandi við húsakynni Búnaðarfélags íslands, og skyldi j>að rúma 50—100 gesti. Þegar hér var komið sögu, rak „nýsköpunar“-lið st jórnarinnar á Alþingi upp stór augu. Hvað höfðu mennirnir með „rnosann í skegginu" við það að gera að byggja hótel hánda sér og það í sjálfri höfuðborginni? Öll hers- ingin var á einu máli um, að hér joyrfti að bregða fæti fyrir. í aug- um allra stjórnarflokkanna var hin fyrirhugaða framkvæmd búnaðarj)ings beinlínis hneyksli. Það var ekkert við það að athuga, þó að auðmenn í Reykjavík peðruðu sumarbústöðum sínum út um sveitir, til þess að hafast J)ar við nokkra daga af árinu, en að rétt og slétt bændafólk færi að ,,flotta“ sig með byggingu gistihúss í Reykjavík, jrað mátti ekki eiga sér stað. Út ylir tók þó, að það voru aðeins Framsóknar- rnenn, sem beittu sér fyrir þessu ódæði. Þetta síðasttalda var nú að vísu ósatt, því að fulltrúar á bún- aðarþingi úr tveimur stjórnmála- flokkur voru sammála urn nauð- syn bændagistihússins til þæg- inda fyrir sveitafólkið. Um þetta mál tóku Framsóknarmenn og Sjálfstæðismenn höndum saman á búnaðarþingi eins og flest önn- ur mál, er horfa til framfara og J)rifa fyrir landbúnaðinn. En stjórnarflokkarnir á Alþingi tóku j)að ekkert. til greina. Þeir héldu því fram, að búnaðarþing væri að leiða bændur út á fjár- glæfrabraut með þessari gisti- hússbyggingu, og því skyldu þeir afstýra. Raunar vita allir, að það, sem fyrir stjórnarflokkunum vakir, er að sundra stéttarsamtökum bænda, svo að Jreir séu ekki að þvælast fyrir á „fjárglæfrabraut" ríkisst jórnarinnar, sem Jón Blöndal nefnir svo. Þess vegna er gripið til j)ess ráðs að gera bænd- ur með lögum óntynduga að um- ráðum fjár síns í búnaðarmála- sjóði, síðan að tvístra sjóðnum í smádeildir, svo að hann komi ekki að notum heildarsamtökum bænda, og loks að taka ráðin af bændum um að verja nokkrum hluta búnaðarsjóðs til gistihúss- byggingar í Reykjavík. Um þær mundir er stjórnar- liðið á þingi gekk af göflunum út af hugmyndinni um gistihúss- byggingu bænda, stígur upp úr sorta og seinlæti Alþingis glæsi- legt ferlíki, sem er hugarfóstur ríkisstjórnarinnar og flokka hennar. Það er lagt fram frum- varp um hótelbyggingu í Reykja- vík, sem á að kosta 15 milljónir króna. — Við landslýðinn í heild er sagt: Þið eigið að leggja fram úr sameiginlegum sjóði ykkar, ríkissjóðnum, 5 milljónir króna í Jressa „nýsköpun" okkar. Hitt greiðir Eimskipafélag íslands og Reykjavíkurbær að jöfnu. Það kvað ekki vera nógu fínt að láta íslenzka byggingameistara gera teikningu af Jressari gistihúss- höll, heldur eigi að panta hana frá annari heimsálfu ,en ekki er upplýst hvort greiða eigi fyrir teikninguna 300—400 þúsund krónur eins og teikninguna af útvarpshöllinni. En um þetta eru sögð rnikil heilabrot í stjórn- arliðinu. Ekki skai því neitað, að þörf sé á úrbótum gistihússvandræða í Reykjavík. En hvar er nú einkaframtakið, sem Sjálfstæðis- forkólfarnir liafa mest gumað af? Sýnilega eru Jaeir með öllu hættir að treysta á það. En var þó ekki ennþá brýnni þörf á íbúðum fyrir húsnæðis- laust verkafólk í Reykjavík? Svo var að heyra á undan bæjar- stjórnarkosningunum, en síðan hefir nú verið allt hljóðara um það mál. En hvað sem um það er, eiga bændur ekki að gleyma því, að í sömu andránni og stjórnarflokk- arnir á Alþingi eru einhuga urn að taka ráðin af bændum í þeirra eigin máli og gera þá ómynduga til ráðstöfunar á eigin fé, skylda Jressir sömu flokkar bændur með löggjöf til að taka þátt í lúxus- hótelbyggingu í Reykjavík, sem reist verður fyrst og fremst handa útlendum auðmönnum. Það væri heldur ekki úr vegi fyr- ir verkamenn í kaupstöðum og kauptúnum að brjóta heilann um, hvort þingfulltrúar þeirra séu að vinna þeim til hagsbóta á Jíenna hátt. Jónas Hallgrímsson kvað eitt sinn í háðvísum um Alþingi, Jrar sem hann leggur „höfðingjun- um“ orð í munn á jtenna hátt: Hafðu, bóndi minn, hægt um Þig- Hver hefir skapað þig í kross? Dýrðin vor þegar sýnir sig, J)ér sæmir bezt að láta oss. Þessi sami hugsunarháttur hef- ir aldrei vaðið meir uppi meðal „höíðingjanna“ í stjórnarílokk- unum en einmitt nú. Þeir heimta að bændur lúti sér í auð- mýkt og undirgefni. Þeir hafa vænzt Jress, að ljómi „nýsköpun ar“-dýrðarinnar mundi blinda bændastéttina. En þeir hafa orð- ið Jíess nokkuð varir á síðustu tímum, að bændastéttin er að Jroka sér fastar sarnan en nokkru sinni áður og ætla í lullri alvöru að krefjast réttar síns til jafns við aðrar vinnandi stéttir. Bændtir hafa líka hllbeitt vopn í höndum einmitt nú, þar sem er atkvæðis- réttur Jreirra við næstu kosning- ar. Það er auðséð á aðalmálgagni stjórnarinnar að það hræðist J^etta vopn. Mbl. hefir komizt á snoðir um, að þeim fulltrúum- sveitanna, sem sitja yfir hlut bænda til geðfeldrar Jjóknunar stórlöxunum, sé að afloknum kosningum ætlað sæti heima, en ekki á Alþingi. Þá eru tilkynnt í Mbl. og gegnum útvarpið nokk ur framboð í sveitakjördæmum, þar á meðal að „höfðinginn", Jón Pálmason, verði í kjöri í Austur-Húnavatnssýslu fyrir Sjálfstæðisflokkinn, og komm- únista hefði mátt ba?ta við. Þessar framboðstilkynningar munu eiga að skiljast sem stork un til bænda. En Mbl. lætur ekki Jrar við sitja. Storkuninni fylgja hótanir um hefndir, ef nokkrir gæðingar stjórnarinnar falli við kosningar í sveitakjördæmum í sumar, J)ví að á það verði litið sem „andstöðu við ráðandi vald á AlJ)ingi,“ og þá fái bændur að vita, hvað slík „barátta við meirihlutann" kosti. A þenna Ingi T. Lárusson TÓNSKÁLD In memoriam Eg lá í orlofi uppi á Gríms- stöðum á Fjöllum hér um sumar- ið fyrir nokkrum árum. Þar fór vel um mig. Eg naut sólskins, fjallalofts, bóka og bezta atlætis. Einn daginn kom Hákon Bjarna- son skógræktarstjóri í bíl sínum, og var á austurleið. Hann bauð mér far eitthvað austur á bóg- inn, minnsta kosti að Möðrudal. Eg samþykkti, og á Möðrudal varð eg eftir. Jón Aðalsteinn Stefánsson, þessi merkilegi, músikalski öræfabóndi, tók mér tveim höndum, og setti mig óð- ara við orgelið, og þar sat eg nokkurn veginn stöðugt það sent eftir var dagsins, og fram yfir skikkanlegan háttatíma. Eg spil- aði en Jón Aðalsteinn söng. Tím- anlega næsta dag var eg aftur seztur á sama stað, og Jón Aðal- steinn söng, en stundaði nú söðlasmíðar jafnframt. Lét vor- annirnar, ullarþvott og þess konar hégóma eiga sig, en söng upp á kraft með aðstoð minni, meðal annars Þorlákstíðireinsog þær leggja sig og koma fyrir í ís- lenzkum Jjjóðlögum Bjarna Þor- steinssonar, með latínutextunum og öllu tilheyrandi ,og fór aldrei út af. Laust fyrir kl. 4 síðdegis renndi bíll í hlað, og kom að austan. Eg leit út urn gluggann, og við mér blasti eitt af þessum furðulegu samgöngutækjum, eins konar sambland af vöru- og fólksbíl. Og sá fyrsti, sem út úr þessu farartæki sté var enginn annar en Ingi T. Lárusson, breið- ur og brosandi frá hvirfli til ilja. Jóni Aðalsteini varð litið út um gluggann. „Nei, Ingi!“ hrópaði hann upp yfir sig, og kominn á svip- stundu í faðminn á honum út á hlaði. Eg fór að gá að hvort glugginn væri opinn, og Jón Að- alsteinn hefði kornizt J)ar út, en svo var ekki. Mun það verða eitt af J)ví, sem eg aldrei fæ skilið, hve stutt stund leið frá því er Jón Aðalsteinn nefndi nafn Inga inni í stofu við hlið ntína og J)ar til hann hvíldi í fangi hans á laðinu úti. Og með jafnskjótri svipan voru þeir báðir komnir inn í stofu. Ingi í hljóðfærið, Jón Aðalsteinn seztur við hlið hans, hljóður og hlustandi, og eg eig- inlega úr sögunni, gleyindur eins og annar hégómi svo sem vera bar, og varð eg, satt að segja, feg- inn hvíldinni. Og nú streyntdi frá hljóðfærinu hvert lagið eftir annað. Allt frumsamið, improvi- serað í stemmning líðandi stund- að. Raulað undir með knéfiðlu- kenndri og óvenjuhlýrri lágrödd meistarans sjálfs. Eg segi meist- arans, J)ví að þá sannfærðist eg um, að þessi stóri, fallegi maður með hrafnsvarta hárið og ástúð- lega andlitið átti þann titil með meira rétti en ílestir aðrir, sem eg hafði kynnst. Ingi T. Lárusson var undur- santlegur töframaður af guðs náð. Hann sat við hljóðfærið í tvo tíma. Svo var hann rokinn upp og þeir félagar komnir út á hlað. Hann kyssti okkur Jón Aðalstein að skilnaði og faðmaði okkur að sér, klifraði svo upp í hið æfin- týralega farartæki þeirra félaga og veifaði barðastórum hattin- um til okkar, sem á hlaðinu stóð- um, um leið og bíllinn brunaði af stað. Og við veifuðum á móti. Eg stóð í sömu sporum lengi eftir að bíllinn var horfinn og stari út yfir svört öræfin í bjartri kvöldkyrrðinni. hátt á að hræða bændur í Aust- ur-Húnavatnssýslu til að kjósa Jón Pálmason og aðra frambjóð- endur stjórnarliðsins í nokkrum öðrurn sveitakjördæmum. Það er hætt við að bændum J)yki of mikill nazistabragur yfir þessum hótunum stjórnarblaðs- ins ,til j)ess að þeir þeirra vegna gangi frá sannfæringu sinni við kjörborðið. Auk þess mun bændur yfirleitt orðið það sæmi- lega ljóst, að „ráðandi vald á Al- þingi, sem Mbl. talar um, er samansett af Reykjavíkurauð- valdi á aðra hliðina og þrælum Stalins á hina, og því valdi ætla bændur ekki að lúta, þó að hót- anirnar dynji yfir þá, heldtir brjóta það á bak aftur. Hið rétta svar bænda og allra þeirra, er málstað þeirra eru lilynntir, er að kolfella alla fram- bjóðendur stjórnarliðsins í jsveitakjördæmum í kosningun- um næsta sumar. Og nú stari eg aftur á eftir Inga T. Lárussyni. Stari yfir önnur öræfi og ókunna auðn. Hugur minn er fullur trega, saknaðar og hjartgrónu þakklæti fyrir ógleymanlegar ánægju- stundir, sent við áttum saman. Ingi T .Lárusson er einn af þessum óvenjulegu óskabörnum listarinnar. Og þó varð hann úti á öræfum íslenzks skeytingar- leysis og skilningsskorts. Hann mun J)ó lifa með þjóðinni með- an luin kann að meta ljóð og lag. A vorinngöngudag 1946. Sveinn Bjarman. Húsið nr. 18 A við Lækjargötu, 2 her- bergi og eldhús ásamt þvotta- húsi og geymslu, er til sölu. Laust 14. maí ntestk. Páll Sigurðsson, Lækjargötu 18 A. Tvenn aktygi til sölu. Lágt verð.. Þorsteinn. Jónsson, Syðri-Tjörnum.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.