Dagur - 04.04.1946, Síða 4

Dagur - 04.04.1946, Síða 4
4 D A G U R Fimmtudaginn 4. apríl 1946 c, - ■ ------- ! DAGUR Ritstjóri: Haukur Snorrason Aígreiðslu og innheimtu annast: Marínó H. Pótursson Skriístoía í Hafnarstræti 87 -— Sími 166 Blaðlð kemur út á hverjum fimmtudegi Árgangurinn kostar kr. 15.00 Prentverk Odds Björnssonar L.................. Hjálparstarfsemi Rússa JJÚSSNESKA HEIMSVELDIÐ galt að vísu mikið afhroð, er þýzki herinn ruddist inn í landið, svældi undir sig ýmis auðugustu héruð ríkisins og varð ekki stöðvaður fyrr en austur á Volgubökkum, svo sem frægt er í sögunni. En sé landskaði Sovétþjóðanna hins vegar miðaður við alla stærð þessa langvíðlendasta ríkis veraldarinn- ar, verður þó naumast sagt, að stórum meira en litlifingur risans hafi sviðnað nokkuð í eldi heimsstyrjaldarinnar. Yfirgnæfandi meirihluti hins geysiauðuga og ágæta lands hefir lítt eða ekki orðið var styrjaldarógnanna. Rússneska moldin góða hefir yfirleitt blómgast og borið ríkulegan ávöxt í sól og regni síðustu ógnarára, líkt og ávallt endranær. Námur og olíulindir þess mikla kola-, olíu- og góðmálmanægtabúrs, sem Rússland er frá náttúrunnar hendi — austan Úr- alfjalla og vestan — hafa fært Sovétþjóðunum óhemju auðæfi ekki síður nú en áður. Herkostn- aður þeirra — þótt mikill sé — þolir vissulega eng- an samanburð við herköstnað Breta, sem þurraus- ið hefir sjóði hins auðuga heimsveldis og valdið skuldasöfnun, sem einstæð mun vera í fjármála- sögu alls heimsins. Herkostnaður Sovétríkjanna mun jafnvel alls ekki standast nokkurn saman- burð við stríðskostnað Bandaríkjanna, enda jusu bókstaflega bæði þessi stórveldi hergögnum og alls kyns birgðum yfir Rússa, eftir að þeii' gerð- ust bandamenn þeirra í styrjöldinni og hættu að styðja nazistaríkið — þáverandi bandaríki sitt — í orði og á borði, svo að þeim mætti verða sigurs auðið í viðureigninni við óargadýrið þýzka. þESSI SAGA er hér rifjuð lauslega upp aðeins í tilefni af því, að eitt aumasta sorpblað kommúnista hér á landi — og er þá vissulega langt til jafnað — lét sér nýlega sæma að bera Vestur- veldunum það á brýn, að hið „svívirðilega og Itrjálaða" auðvald þeirra væri að svelta í hel mil- jónir hanna víðs vegar um heim án Jress að gera nauðsynlegar og raunhæfar ráðstafanir til þess að koma þeim til hjálpar í tæka tíð. Auðvitað var hér þó aðeins um að ræða enduróm þess hatrama lyga- og ófrægingarstríðs, sem málpípur komrn- únista reka nú gegn Vesturveldunum um heim allan, enda birtust þessi ummæli um svipað leyti og þessu sama blaði tókst með dæmafárri vígfimi að snúa hinum geipilega ósigri kommúnista í dönsku kosningunum síðustu í „glæsilegan sig- ur“ — á pappírnum! Samtímis berast stöðugt nýj- ar fréttir þess efnis, að Englendingar og Banda- ríkjamenn herði æ ofan í æ á mittisólinni — taki stöðugt upp strangari matarskömmtun í löndum sínum — til þess að halda lífinu í hinum sveltandi miljónum á meginlandi Evrópu og Asíu. Þó er það hverjum manni vitanlegt, að almenningur í þessum löndum hefir um langt skeið búið við mikinn og tilfinnanlegan skort ýmissa hinna nauðsynlegustu lífsþæginda og matvæla. En hvað þá um Sovétþjóðirnar, sem búa í einu gagnauð- ugasta ríki veraldar frá náttúrunnar hálfu, og hafa auk þess notið í friði dýrðarinnar í hinu marglofaða fyrirmyndarríki sósíalismans í fullan aldarfjórðung? Hafa þær ekki látið sól allsnægta sinna og mannúðar renna upp yfir vonda og góða og ausið gjöfum og alls konar umbun á báðar hendur? Nei, ónei. Litlar fregnir berast af því, enn sem komið er. Eitt auðugasta sambandsríki þeirra, sem harðast varð úti í styrjöldinni, ÍJkra- ína, mun meira að segja njóta stórkostlegrar Útvarp Akureyri! JJTVARPIÐ tók aftur upp þráð, sem féll niður fyrir mörgum ár- um siðan, þegar það gerði lýsingu á skíðagöngu á Skíðalandsmótinu að dagskráratriði. Er þannig fengin stað- festing á því ,að hægt er að nota út- varpsefni héðan frá Akureyri ef vilji er til þess hjá forráðamönnum stofn- unarinnar. Utvarpið frá Skíðamótinu var að vísu ekki svo sem bezt verður á kosið, en naumast verður norðan- mönnum kennt um það, heldur því, að samræmingu og samband vantaði í milli þeirra, sem hér töluðu og starfs- manna útvarpsins í Reykjavík. Fór því ýmislegt miður en ætlað var, t. d. er þeir töluðu báðir í einu, Her- mann Stefánsson og Helgi Hjörvar. Þessi mistök verða þó að teljast smá- vægileg, og vissulega ætti að vera auðvelt að fyrirbyggja þau, ef áfram- hald yrði á útvarpi héðan. Útvarpið heyrðist að öðru leyti vel. ÞAÐ hefir áður verið drepið hér í blaðinu, að æskilegt yrði að teljast, að útvarpið skapaði aðstöðu til útvarps frá öðrum stöðum en Reykjavík, og felldi slíkt útvarp inn í hina venjulegu dagskrá sína. Væri ekki óeðlilegt að útvarpið byrjaði slíka starfsemi hér á Akureyri, næst stærsta bæ landsins. Fullvíst má telja, að auðvelt væri að hafa á tak- teinum hæfilegan skammt útvarps- efnis héðan, a .m. k. vikulega til að byrja með, ef nokkuð væri gert til þess að skipuleggja slíka starfsemi og skapa henni viðunandi aðstöðu. Til þess þyrfti útvarpið að eiga hér lítið „studio“ eða útvarpsherbergi, sérstaklega útbúið til þessara þarfa. Ætti það naumast að vera ofviða stofnuninni. jþESS ER að vænta að útvarpið taki þetta mál til athugunar. Reglulegt útvarp héðan mundi styrkur öllu menningarlífi bæjarins og jafnframt mundi það stuðla að því, að Reykja- víkurbæjarbragurinn, sem nú er helzt til áberandi á miklum hluta dagskrár- ninar, minnkaði eitthvað ofurlítið, sérstaklega ef hægt væri að koma út- varpi við frá fleiri stöðum. Mætti ætla, að útvarpið vildi stuðla að því, að starfsemi þess kæmist í sem nán- ast samband við landsmenn alla, hvar sem þeir eru búsettir. Reynslan sker úr, hverjum augum útvarpsstjórnin litur á þetta mál. Konumar og stjórnartízkan. ~P*KKI er ofsögum sagt af langlund- argeði húsmæðranna norðlenzku. Hvergi hefi ég séð þess getið, að þær hafi sent forráðamönnum siglinganna tóninn, þótt þær heyri daglega aug- lýsingar í útvarpinu um hvers konar hnossgæti, sem verzlanir í höfuð- staðnum hafa á boðstólum fyrir reyk- vískar húsmæður. Má þar nefna danskt grænmeti, ávexti, o. m. fl. Slíkur varningur er gjörsamlega for- boðinn hér um slóðir, og raunar í nær öllum verzlunarstöðum landsins, utan Reykjavíkur. Nú er það kunnara en frá þurfi að segja, að þetta stafar ekki af því, að verzlanir hér vilji ekki gjarnan bjóða viðskiptamönnum sín- um réttlátan skerf af magni því er til landsins flytzt, heldur er það ókleyft vegna þess, að þótt varan fáist keypt og flutt til Reykjavíkur, er algjörlega útilokað að koma henni lengra. Þar verður hún að bíða og skemmast og að lokum rekur að því, að verzanirn- ar eru tilneyddar að selja Reykvík- ingum þann skerf, sem að réttu lagi, ætti að vera á boðstólum fyrir hús- mæðurnar úti um land. Með þessum vísdómsfullu ráðstöfun tekst Reykja- víkurvaldinu að sitja yfir hlut alls landsins. gAMTÖK kvenna hafa oft haft ýms mál, er til bóta horfa á dagskrá, og væri því ekki nema eðlilegt, að konurnar létu til sín heyra nú og krefðust réttlætis. Reykvískar hús- mæður eru ekki seinar á sér að hefj- ast handa er mál, sem varða heimilin og fjölskyldurnar bera á góma. Er þess skemms að minnast, er þær sam- þykktu, að fara þess á leit, að Dags- brúnarmenn afléttu verkbanni á danska skipinu Dr. Alexandrine, með- an Dagsbrúnardeilan stóð sem hæst, til þess að Reykvíkingar gætu fengið danskt grænmeti á borðið án tafar. Deilan leystist áður en til þess kæmi, að um þesa beiðni væri fjallað, en ekki er ósennilegt, að konurnar hefðu fengið málum sínum framgengt. Þarna var þó aðeins að ræða um nokkurra daga töf á því, að varning- urinn kæmi á borðið. Hér horfir mál- ið aftur á móti þannig við, að Norð- urland er í nokkurs konar hafnbanni og norðlenzkum húsmæðrum eru með þeim ráðstöfunum allar bjargir bann- aðar, aðrar en láta í ljósi vanþóknun sína á þeim miðaldabrag, sem nú tíðk- ast í siglingamálunum fyrir tilverkn- að Eimskipafélagsins og ríkisstjórnar- (Framhald á 6. síðu). hjálpar írá hjálparstofnun hinna „svívirðilegu og brjáluðu" auð- valdsþjóða í vestrinu. Kommúnistarnir okjtar kunna vissulega að Jrakka fyrir sig og sína á viðkunnanlegán og smekkvísan hátt! J^OKS SKAL ])ess getið í Jressu sambandi, að óyggjandi heimildir eru fyrir því, að Rússar hafa flutt — og flytja enn — óhemju birgðir véla, hvers kyns framleiðslutækja og verðmæta burt ar her- námssvæðum sínum hvarvetna í heiminum, — í austri og vestri. Þá láta Jreir og hvervetna hernámslið sitt lifa á gögnurn og gæðum herteknu landanna. Nýjar fréttir herma, að á fundi UNNRA, hjálparstofnunar hinna sameinuðu þjóða í Atlantic City, hafi ný- lega verið samþykkt að skora á þau ríki, sem eru meðlimir stofn- unarinnar og setulið hafa í öðrum löndum, að lifa ekki á fram- leiðslu viðkomandi landa, heldur sjá hernámsliðinu fyrir matvæl- um á annan hátt, vegna hins mikla skorts í þessum löndum. Full- trúar Rússa beittu sér öfluglega gegn þessari samþykkt, en gengu þó ekki í þetta sinn — „merkilegt nokk,“ eins og Rósberg myndi orða Jrað! — af fundi, er Jreir urðu undir í atkvæðagreiðslunni! Þessum fulltrúum hefir vissulega orðið hugsað m. a. til hins 300 þús. manna setuliðs síns í Austurríki, sem lifir að mestu leyti á framleiðslu landsins, meðan þjóðin sjálf — marghrakin og kúguð áður af yfirgangi og hernámi Þjóðverja — sveltir heilu hungri. Það er sannarlega ekki nema von ,að kommúnistablöðin hér leyfa sér að tala digurbarkalega um frelsið og mannúðina og gera háar kröfur til annarra í þeim efnum. Glerhúsið, sem þeir búa í, er lík- lega svo gagnsætt, að þau halda að þau séu stödd undir beru lofti og heiðum himni! Fegurð og yndisþokki Allar stúlkur vilja án efa hafa þetta tvennt, feg- urð og yndisþo'kka, til að bera. F.n eitthvað verð- ur að sjálfsögðu fyrir því að hafa. Hér eru nokkr- ar leiðbeiningar, sem ef til vill gætu orðið að nokkru liði í Jressu efni: Hárið. Ef hárið á að vera til prýði, verður það fyrst og fremst að vera hreint — og angandi — þó ekki um of, og það verður að vera greitt, eins og yður fer allra bezt. Ilmvatnið. Það er ekkert Jrví til fyrirstöðu að nota gott ilmvatn í þágu fegurðar og yndisþokka, en notið það aðeins í hófi. Of mikið af því er verra en ekkert. Holdafar og göngulag. Gætið þess, að vigtin sýni ekki of háar tölur. Gerið yðar ráðstafanir í tíma, en minnist ekki á það við neinn. Og um göngulagið þetta: Verið léttar í spori og berið yður vel. Fallegur lima- burður og fagrar lueyfingar er mjög til prýði. Snyrtingin. Andlitssnyrting verður að vera gerð af smekk- vísi og hún má ekki vera of áberandi. Fyrst og fremst ber að halda hörundinu hreinu, síðan kemur hin eiginlega snyrting og fegrun, sem verður ávallt að hafa sturtd og stað. Spegilmyndin. Lítið í spegilinn og gangið úr skugga um að hún sé lýtalaus — eftir því sem kostur er — á all- ar hliðar, bak og fyrir. Röddin. Temjið yður fallega og Jxegilega rödd, hún getur breytt yfir ýmsa galla, sem leynast kunna í útliti yðar, og umfram allt: Talið ekki of hátt. Borðsiðir Þegar fleiri glös eru við hvern disk, þegar lagt er á borð, er það glasið, sem fyrst á að nota, sett yzt til hægri. * Séu tvenn hnífapör lögð á borð í einu, á það hnífaparið, sem utar liggur, að notast fyrst. * Við borðhald er maturinn borinn að vinstri hlið, en diskar teknir burt frá hægri hlið. Húsráð Ef bursta á háruga flík, er gott að strjúka fyrst yfir burstann með votum klút, þá nást hárin betur. Óhrein föt, t. d. verkamannaföt, er gott að leggja í bleyti í grænsápuvatn, blandað svolitlu af salminakspiritus og terpentínolíu. Eftir þvott- inn verður að skola fötin vel, svo að terpentín- lyktin hverfi. Ef súpan verður of sölt, er reynandi að setja hráa, sundurskorna kartöflu út í súpupottinn. Kartaflan dregur í sig nokkuð af seltunni. ★ Heimilið er fangelsi ungfrúarinnar. vinnustað- ur húsfreyjunnar. Bernhard Shaw,

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.