Dagur - 17.10.1946, Síða 1
Fylgiblað Dags
17. okt. 1946
MYNDASAGA »DAGS«
Systurnar í Höfrungastræti.
Spennandi skáldsaga
um ástir og ævintýri
Eftir ELIZABETH GOUDGE
Myndir eftir LAWRENCE BUTCHER
<*
J^ODD skipstjórans var þrumandi, eins og þokulúður, en
þau voru ekki hrædd. Eftir augnablik var kaðalstiga
skotið út yfir borðstokk „Græna Höfrungsins.“ Maríanna
klifraði upp á þilfar, léttilega eins og köttur, en Vilhjálfur
var stirðari. En allt gekk samt slysalaust og óðara og þau
voru komin á skipsfjöl fylgdi skipstjórinn þeim til káetu
sinnar.
Er þangað kom kallaði hann héstöfum á „Nathanael" og
að vörmu spori kom lítill maður, kvikur á fæti, inn í ká-
etuna. Andlit hans var toginleitt og hann minnti einna
helzt á apakött. „Komdu með morgunmat Nat, húðarlet-
inginn þinn,“ sagði skipstjórinn. Nat leit glettnislega á Vil-
hjálm og Maríönnu, en hvarf síðan. Þau höfðu bæði starað
undrandi á manninn; hann var svo ófríður, að furðu
gegndi. Andlitið var alsett örum og annað augað vantaði!
Eftir örskamma stund birtist Nat aftur í káetudyrunum
og hélt á rjúkandi bakka.
„Gerið þið svo vel,“ sagði skipstjórinn, en áður en Marí-
anna var setzt, kom hún allt í einu auga á undarlega, brúna
hluti, sem voru hengdir é þilið. „Þetta eru hauskúpur,"
sagði hún og greip andann á lofti.
„Jú, jú,“ sagði skipstjórinn. „Þetta eru tattóeruð villi-
mannahöfuð. Eg skal segja ykkur, að villimennirnir í Nýja-
Sjálandi verzla með svona hluti og þeir eru býsna vel út-
gengilegir víða í Evrópu." Og nú hóf hann að segja þeim
furðusögur frá hinum nýju, ókunnu löndum, þar hinum
megin á hnettinum, sem nú voru að byggjast hvítum
mönnum. Þau hlustuðu þögul, en áköf á ævintýralegu sög-
urnar, sem streymdu af vörum skipstjórans. Vilhjálmur
fann, að blóðið hljóp fram í kinnamar á honum, en«Marí-
anna hélt höndunum í kjöltu sinni og leit ekki af skipstjór-
anum. Því að löndin, sem hann sagði þeim frá, voru fögur,
ósnortin hvxtum mönnum að mestu, full af leyndardómum.
„En er nú ekki kominn tími til að fara heim?“ sagði
skipstjórinn og rauf þannig draumaflugið í undralöndin.
Skipstjórinn gekk að lokrekkju sinni og brá hendinni
undir koddann. I ljós kom lítil askja og í henni fagrir
eyrnalokkar með grænum steinum. „Þetta er frá Nýja-
Sjálandi," sagðj hann. „Þetta geta villimennimir smíðað,
— ótrúlegt en satt. Og græni liturinn fer þér vel, sé eg.“
Vilhjálmi rétti hann sjálfskeiðung, með útskornu skafti og
útskornu hulstri. „Maóríamir nota svona hnífa, sonur
sæll,“ sagði O’Hara. „Nú máttu setjast héma við eikar-
borðið mitt og skera stafina þína í það.“
Nat hjálpaði þeim að komast í bátinn og um leið og þau
ýttu frá brosti hann og veifaði til þeirra. Þessi dagur
mundi verða þeim ógleymanlegur. „Vertu sæll, Nat,“ köll-
uðu þau. „Vertu sæll, Höfrungur — vertu sæll.“
Hún brosti háðslega, þegar hann kunni ekki lexíurnar.
Hún var fögur.
Flotinn kom í heimsókn til eyjarinnar.
jyjARÍANNA LE PATOUREL og Vilhjálmur Ozanne
mundu alla tíð heimsóknina í „Græna Höfrunginn“ og
viðkynninguna við O’Hara og Nat. Þau töluðu oft um
ævintýralönd skipstjórans. „Eg ætla að verða sjómaður,“
var orðtak Vilhjálms. En það var hægara um að tala en í
að komast. Ef Vilhjálmur hefði ekki notið stuðnings Marí-
önnu, er vafasamt að draumur hans hefði nokkru sinni
orðið að veruleika, því að Vilhjálmur vildi í flotann. Það
kostaði bæði fé og fyrirhöfn. Maríanna útvegaði stuðning
foreldra sinna, og það var ekki ónýtt, því að fáðir hennar
var einn af auðugustu borgurum í St. Pierre, en læknirinn
var jafnan f járþurfi. En meira þurfti til en fé.
Vilhjálmur þurfti að ganga í gegnum mörg próf og
Maríanna hélt honum að bókunum og brosti háðslega, ef
hann kunni ekki lexíurnar. Það var áhrifamesti vöndurinn.
Og árin liðu. Hátíðisdagur var á eyjunni. Landstjórinn
ætlaði að hafa liðskönnun. Þessi árlega liðskönnun var
orðin tilefni nokkurs konar þjóðhátíðar og það átti ekki
sízt við nú, því að flotinn átti að taka þátt í hátíðahöldun-
um. Og Vilhjálmur var um borð í freigátunni „Orion“.
Heima hjá Le Patourelfjölskyldunni var allt á ferð og
flugi. Eftirvænting systranna var mikil. Margrét var orðin
17 ára gömul, en Vilhjálmur 19 ára. Þau mundu eigast;
Margrét var sannfærð um það, en Vilhjálmur vissi það
ekki ennþá!
„Þú ætlar svei mér að skarta í dag,“ sagði Maríanna við
systur sína, sem stóð framan við stóran spegil i svefnher-
bergi þeirra og virti fyrir sér nýja, fallega kjólinn, sem ætl-
aður var til þessa dags. Maríanna gat ekki annað en við-
urkennt með sjálfri sér, að Margrét væri fögur stúlka og
hún vissi, að hún hafði þegar fengið þrjú bónorð, en sjálf
hafði Maríanna, sem þá var orðin 22 éra, haft lítið af biðl-
um að segja. Einn ekkjumaður var allt og sumt Ungu
mönnunum — og Vilhjálmur var í þeirra hópi — fannst
hún þóttafull og allt of hrifin af gáfum sínum og hæfileik-
um.
En hún mundi nú hreppa Vilhjálm samt. Maríanna var
jafn sannfærð um þetta eins og systir hennar um ástir
þeirra Vilhjálms, og þess vegna var það hún, en ekki Mar-
grét — sem hafði alls konar fyrirætlanir á prjónunum um
það, hvernig ætti að klófesta hann í hjónabandið.
Þau horfðu á hátíðina. Vilhjálmur hélt í hönd Margrétar. „Þeir hafa valið." Þau hlupu að dyrunum.
OOFFÍA Le Patourel og dætur hennar báðar horfðu á
hátíðarhöldin úr skrautlegum hestvagni. Þær voru
allar skrautklæddar. Systurnar misstu áhugann á því, sem
fram fór, þegar þær komu auga á Vilhjálm Ozanne, hinum
megin götunnar. Jafnskjótt og hann kom auga á þær, hrað-
aði hann sér til þeirra. Honum hafði farið fram á þeim
stutta tíma, sem hann hafði þjónað í flotanum! Hann leit
út fyrir að vera orðinn fullorðinn maður, herðabreiður og
karlmannlegur í nýja einkennisbúningnum.
Margrét heilsaði honum hlýlega. — „Uppáhaldsréttur-
inn þinn bíður þín heima,“ hvíslaði hún.
„Þess vegna kom eg. Veiztu það ekki?“ sagði hann
glettnislega. „Fann lyktina strax og við komum á höfnina."
Vilhjálmur greip hönd hennar og þrýsti hana fast og
hún vissi að hann var að gera að gamni sínu. Það var ann-
að, sem rak á eftir honum.
Maríanna horfði á þetta og skildi hvað var að gerast. En
hún ætlaði ekki að gefast upp. Fallbyssurnar í víginu
þrumuðu. Liðskönnuninni var lokið. Hermennirnir dreifð-
ust um bæinn. Nú va/ öll skemmtunin eftir. Vilhjálmur
varð systrunum samferða heim til þeirra, en eftir stutta
viðdvöl sáu þau Margrét sér færi á að laumast burt. Þau
héldu út úr bænum og komu brátt að þorpinu St. Pierre-
du-Bois. Flesta daga ársins var þorpið kyrrlátur staður, en
ekki í dag, því að þorpsbúar höfðu tekið sér hvíld frá ökr-
um og fiskilbátum og voru nú að skemmta sér eins og
aðrir.
Prúðbúnir menn og broshýrar ungar stúlkur fóru um
göturnar og hlátur og söngur hljómaði úr hverju húsi. Það
átti að velja fegurðardrottningu hátíðarinnar og hún átti
að koma fram í gleðileik, sem sýna átti undir berum
himni.
Vilhjálmur og Margrét stóðu á ' gatnamótunum og
horfðu á um sinn. Allt í einu tók allur fjöldinn á rás að
húsi nokkru og innan lítillar stundar heyrðust húrrahróp
og gleðilæti þaðan.
„Þeir hafa valið,“ sagði Vilhjálmur og greip hönd Mar-
grétar og leiddi hana að húsinu.
, (Framhald í næstu viku).