Dagur - 24.10.1946, Page 6
6
DAGUR
r” ....."■----------—... T-:
CLAUDÍA
SAGA HJÓNABANDS
EFTIR
ROSEFRANKEN
' -... 21. dagur ---■ .............. ^
Framhald.
Þarna lá hundurinn grafinn. Hann gat ekki gleymt því, að það
hafði nærri því kostað hana lífið að eiga drenginn og hann hafði
bókstaflega trúað því, þegar læknarnn sögðu honum, að hún yrði
að fara svo vel með sig, að minnsta kosti í heilt ár, að bezt mundi að
geyma hana í glerhúsi. Frú Brown var yfirmáta hamingjusöm yfir
því, hversu nákvæmlega hann gætti dóttur hennar, því að engum
hafði hingað til tekist að koma nokkru tauti við hana. Og þegar
hún frétti um flenginguna, varð hún stórhrifin. Það var enginn efi
á því, að Davíð var rétti maðurinn handa Claudíu. Claudía var eig-
inlega talsvert hrifin sjálf. Það var svo ánægjulegt að hugsa til þess,
að vera gift manni, sem væri sambland af ágætum húsameistara og-
villimanni. Hún þóttist viss um að Roger Kiilian væri bara húsa-
meistari.
En hann var þó í rauninni indæll maður, og þegar þau óku út til
búgarðsins, fræddi hann hana um húsið og gerð þess. Auðvitað
hafði Davíð fyrir löngu sagt henni allt saman, en það var engu að
síður ánægjulegt að heyra það allt saman aftur. Henni leiddist alls
ekkert að heyra lofsönginn um húsið. Það var bara eins og einhver
væri að segja henni, í þúsundasta sinn, að Bobby væri alveg áreið-
anlega yndislegasta barnið í allri veröldinni. Hún fann til sömu
eftirvæntingarinnar eins og þegar hún gekk nieð drenginn. Munur-
inn var bara sá, að þá mátti hún bíða mánuðum saman eftir því að
fá að vita hvernig hann liti út, en nú mundi hún fá að sjá fyrsta
húsið sitt eftir fáeinar mínútur. Hún fann að blóðið hljóp fram í
kinnarnar á henni. „Hvorum megin við veginn er það?“ spurði
hún.
„Héma megin. Hvernig lízt þér á umhverfið?"
„Það er fallegt, en kannske dálítið eyðilegt, það er eins og það sé
langt á milli bæja hér.
„Auðvitað er það talsverður spotti, því að við eigum hér um bil
allt landið hinum megin við brúna,“ sagði Davíð.
„Ó,“ sagði hún, alveg undrandi.
Bíllinn stöðvaðist allt í einu. Henni flaug fyrst í hug, að hann
væri orðinn bensínlaus, en þá sagði Davíð: „Jæja, þá erum við
komin.“ Og Killian sagði: „Ljómandi fallegt, Ijómandi. . . .,“ og í
næsta vetfangi stökk bílstjórinn út úr bílnum og opnaði hurðina
fyrir þeim.
Claudía leit í kringum sig. Jú, þau höfðu staðnæmst fyrir framan
hús. Það var frekar lítið og kassalegt. Eitthvað svipað húsunum,
sem börn teikna stundum á blað, fjórar beinar línur og ris, fer-
hyrningar fyrir glugga og dyr.
„Er þetta húsið?“ spurði hún og reyndi að láta ekki á neinu bera.
„Já, þetta er það,“ svaraði Davíð.
Það var stolthréimur í röddinni, sem fór ekki fram hjá Claudíu.
En hvers vegna, það gat hún ekki skilið. Hún leit á Roger Killian.
Hann horfði beint fram fyrir sig, á húsið, og augu hans ljómuðu.
„Eg mundi ekki hrófla við inngánginum, Davíð, hann er ljóm-
-andi, hreinasta perla.“
„Þú segir satt, það væri meira að segja allt að því glæpsamlegt,
að mála anddyrið."
Davíð smeygði handleggnum utan um mittið á Claudíu. „Lok-
aðu munninum, heillin/ sagði hann, glettnislega, „þú lítur út eins
og fiskur á þurru landi. — Jæja, hvernig lízt þér á það? Var það
svona, sem þú hafðir hugsað þér nýja heimkynnið?"
Claudía beitt saman vörunum. „Eg hélt, að það væri ekki svona
rétt við veginn,“ sagði hún, ldjómlítið. Hún þorði ekki aðláta
uppi, að hún hafði hugsað sér húsið sem geysilega höll, er stæði
við endann á breiðum einkavegi, en raðir af öldnum eikartrjám
stæðu á vegbrúnunum báðum megin.
„Öll gömlu húsin standa við veginn," útskýrði Davíð.
„Er það kostur eða löstur?"
„Kostur, auðvitað,“ svaraði Davíð. „Annars þyrfti maður að fá
lánaðan snjóplóg í hvert sinn, sem stórhríð kæmi, til þess að kom-
ast út úr húsinu. Jæja, viltu litast um úti fyrst, eða koma inn fyrir?“
Hún leit í kringum sig. Eins langt og augað eygði, var ekkert
að sjá nema eyðilegt landslag, með stökum trjám og runnum hér
og þar. Það fór hrollur um hana; „Ætli það sé ekki bezt, að koma
inn stfáx. Það er kalt.“
Davíð var bjartsýnismaður. Um leið og þau komu inn úr and-
dyrinu lagði fuggulyktina á móti þeim. Húsið hafði staðið autt og
óupphitað lengi. En Claudía tók naumast eftir því. Því að nú rann
allt í einu upp ljós fyrir henni. Heimskingi var hún, að hafa ekki
látið sér detta það í hug fyrr! Davíð hélt auðvitað, að hún vissi
alls ekkert um gamla byggingalist, svo að nú ætlaði hann einu sinni
að leika reglulega á hana, leiða hana inn í gamlan, hálfhruninn
Framhald.
Fimmtudagur 24. október 1946
Ný bók, sem vekja mun mikla athygli:
Skráð hefir Elínborg Lárusdóttir.
Þetta er merkileg bók og athyglisverð, hverja skoðun sem menn kunn'a að hafa á sálrænum
málum. Hafsteinn Björnsson var síðasti miðillinn sem starfaði undir handleiðslu Einars H.
Kvaran, og má hiklaust telja hann einn merkasta sannanamiðil, sem kunnur er hér á landi,
fyrr og síðar. — Bókin segir frá atburðum er gerzt hafa í sambandi við miðilinn. Hér koma **
svo margir landskunnir menn við sögu, að eigi verður skellt við skollaeyrum. Jónas Þorbergs-
son, útvarpsstjóri, ritar alllangan inngang að bókinni, tveir dómkirkjuprestar og aðrir jnest-
ar koma hér við sögu, auk fjölda nafngieindra manna og kvenna. Frásagnir allar virðast svo
vel rökstuddar og rígskorð'aðar órækum sönnunum að furðu gegnir.
Bókin fæst nú í öllum bókaverzlunum.
Tvær nýjar bœknr
irð Búhatoriaoi raima H. Jðnssonar, Ahureyrl
Friðjón Stefánsson: TT * 1 1 * í 1
Villiílug
heitir hún, ljóðabókin, sem f
víða um landið ltefir verið
beðið með nokkurri eftirvænt-
ingu. Það er fy.rst:a ljóðabók
hins þjóðkunna rithöfundar %
og menntamanns
ÞéraðHs BuDinurnissonar
frá Sandi.
Ljóðakaupendur ath.
AAdðtll' kemur Upplag bókannnar er frek-
OQ fer ar °g Þórodds
n r ■ ■ ■ verður hver 1 jóðafinur að f
Smasagnasafn eftir Fnðión • r- . - y.*- i.
„ r, ° , r/ i ■, eiga. — Fæst í goðu bandi.
Stefansson, kaujrfelagsstjora,
bróður Þorsteins Stefánssonar,
sem H. C. Andersen verðlaun-
in hlaut í Danmörku fyrir
Dalinn. Friðjón er óefað einn
efnilegasti smásagnahöfundur
íslenzkur á séinni árum. Kem-
ur í bókabúðir um helgina. —
Ófáanlegt
frá útlöndum (sem stendur):
Stangasápa,
Þvottaduft,
Blautsápa,
Vítissódi (Red Syel),
Þvottablámi.
Þessar vörur fást enn í
Hafnarbúðinni.
Kartöflur
Undirritaður tekur pantan-
ir á kartöflum í heilurn
sekkjum. Tegundir: Gull-
auga og rauðar ísl. Ókeypis
geymsla fram eftir vetri fyr-
ir þá, sem þess óska. Gerið
pantanir sem fyrst.
Hafnarbúðin
Skijragötu 4 — Sími 94
Tilboð óskast í húsið Rán-
argötu 3, Akureyri. Venju-
legur réttur áskilinn. — Er
til viðtals eftir kl. 6 á kvöld-
tn.
MAGNÚS JÓHANNSSON,
Ránargötu 3.
og
VERZLUN
Páls A. Pálssonar.
Gránufélagsgötu 4.
irnasKinur
verð kr. 3.85 stykkið.
HAFNARBÚÐIN,
Skipagötu 4. — Shni 94.
og
VERZL. PÁLS A.PÁLSSONAR,
Gránufélagsgötu 4.
Morse-tæki
ómissandi fyrir skóla.
HAFNARBÚÐIN
Skipagötu 4. — Sími 94.
Páll A. Pálsson.
Húsmæður
NÝKOMIÐ:
Syrop í krukkum,
Saft (dönsk 1/2 og 1/1 fl.),
Cacao, sætt.
Sendum heim á hvaða tíma dags
sem er. — Hringið í sím'a 94. —
Hafnarbúðin
Skipagötu 4.
Páll A. Pálsson.
T apast
hefir brúnn lindarpenni,
ómerktur, á leiðinni frá
Brekkugötu 21 að Oddeyr-
argötu 34. Finnandi vinsam-
legast beðinn að skila hon-
um til Jórunnar Sigurðar-
dóttur, Brekkgötu 21,
Akureyri.
reningakassa.
3 stærðir.
v\
Kaupfélag Eyfirðinga
Járn- og glervörudeild