Dagur - 06.11.1946, Blaðsíða 1
Fylgiblað Dags,
6. nóv. 1946
MYNDASAGA »DAGS«
Systurriar í Höírungastræti.
Spennandi skáldsaga
um ástir og ævintýri
Eftir ELIZABETH GOUDGE
Myndir eftir LAWRENCE BUTCHER
Hann handlék perlurnar.
JjEGAR stálgreipar ókunna mannsins seildust yfir borð-
ið, hopaði Vilhjálmur ósjálfrátt undan, meira af undr-
un en hræðslu. Því að manninum var augsýnilega ekkert
illt í huga. Vilhjálmur hafði skyrtuna flakandi frá brjóst-
inu og ókunni maðurinn hafði komið auga á perlufestina,
sem hann hafði um hálsinn. Hann greip um hana, lyfti
henni gætilega upp yfir höfuð Vilhjálms og handlék hana
um stund.
„Maður þekkir snilldar handbragð, þegar maður sér það,
drengur minn,“ sagði hann. Röddin var dimm og karl-
mannleg. „Ert þú nýbyggi hér?“ „Eg er rétt kominn af
skipsfjöl," svaraði Vilhjálmur. Maðurinn brosti. „Fengið
nokkuð að starfa?“ spurði hann. „Nei, ekkert,“ svaraði
Vilhjálmur. „Gott er það,“ sagði ókunni maðurinn. „Eg er
skógarhöggsmaður. Þú getur komið með mér ef þú villt.“
„En þú þekkir mig ekki,“ sagði Vilhjálmur, undrandi.
„Nógu vel, drengur minn, nógu vel. Hér x Nýja-Sjálandi
Þeir höfðu riðið í gegnum marga frumskóga, tröllaukna og ferlega.
,Þarna verður heimili þitt!"
spyrjum við ekki margs. Þú ert sterklegur. Þú berð til-
hlýðilega virðingu fyrir þér eldra manni og þú muna gera
það, sem þér er sagt að gera, en ef þú gerir það ekki, verð-
ur hrygglengjan flegin af þér. Kofarnir mínir eru dálítinn
spotta héðan. Við erum fjörutíu þar, en ekkert kvenfólk,
guði sé lof, nema Maóríakonur. Við verzlum með timbur
og svínsflesk. Vinnan er erfið — það sem við köllum erf-
iði, karl minn, er enginn barnaleikur — og maður verður
að vera viðbúinn ófriði. Því að hvítir menn og innfæddir '
eru alltaf að berjast. En ef þú ert vinur minn, þá gengur
þú aldrei á móti innfæddum manni. Því að þeir eru vinir
mínir. Eg heiti Tímóteus Haslam. Maóríarnir kalla mig
Tai Haruru — en það þýðir „brimhljóð". ' „Eg vil koma
með þér,“ sagði Vilhjálmur.
í marga daga riðu þeir í gegnum þéttan frumskóg. Það
var ekki margt talað. Skógurinn var ferlegur, en þó fagur.
Þetta kvöld steig Tai Haruru af baki á hæð nokkurri.
Hann benti á kofaþyrpingu, sem stóð á árbakka í djúpum
dal framundan.
„Þarna verður heimili þitt, drengur minn,“ sagði hann.
„Við fellum kauri-trén aðeins rétt í kringum byggðina. Því
að landið umhverfis er byggð Maóríanna — ríki í ríkinu —
og yfir þau landamerki þorir enginn hvítur maður að stiga
fæti. Þó hefi eg búið hér í tíu af þeim tuttugu árum, sem
liðin eru síðan eg kom hingað frá Englandi, en hvers vegna
eg kom hingað varðar engan um.“
Hann kveikti sér í pípu og horfði ástúðlega á byggðina.
„Þú átt eftir að kynnast mönnum með góðu hjarta þarna.
Ettu, drekktu og vertu kátur, er orðtak þeirra og það er
enginn nema Tai Haruru sem man það, að ef til vill deyj-
um við allir á morgun." Þeir stigu á bak og héldu áfram
ferðinni.
Margrét bað íyrir Vilhjálmi.
Rödd Margrétar brast, þegar húrylas: — dóttur þína, Maríönnu."
Maríanna stóð á fætur kafrjóð.
JJEIMA á eyjunni höfðu tímarnir breytzt. Margrét Le
Patourel — hún var nú 27 ára gömul — var fögur
eins og fyrr, en síðan Vilhjálmur hvarf, hafði hún leitað
fróunar í bænahaldi. Hún bað fyrir honum daglega. Því
að hún ein trúði því ennþá, að hann væri á lífi. Þau höfðu
ekkert heyrt frá honum, síðan hann hvarf í hafnarborg-
inni í Kína.
Maríanna, systir hennar, var hins vegar sannfærð um að
Vilhjálmur væri létinn, og hún var nú reiðubúin til þess að
taka „þeim næst bezta“, enda var hún orðin 32 ára.
Soffía Le Patourel var orðin virðuleg eldri kona, en hún
átti líka við erfiðleika að stríða, því að maður hennar var
að missa sjónina.
Kvöld nokkurt sátu þau öll fjögur í dagstofunni við spil,
eins og vandi þeirra var, því að Oktavíus gat ennþá grillt
j spilin og hafði gaman af þessari dægrastyttingu. Stofu-
stúlkan bar nokkur sendibréf inn til þeirra og lagði þau á
borðið. Margrét greip bréfabunkann og leit fljótlega yfir
hann. Hjarta hennar hætti að slá eitt andartak. „Þarna er
bréf til pabba með rithönd Vilhjálms," hvíslaði hún. Sker-
andi hróp heyrðist, og Maríanna — hin sterka, kaldrifjaða
Maríanna — hneig í öngvit í kjöltu móður sinnar. Allt var
á öðrum endanum í nokkrar mínútur, en Maríanna náði
sér fljótt og skjpaði nú fyrir: „Fáið mér bréfið,“ sagði hún.
„En bréfið er til mín,“ sagði faðir hennar. „Og Margrét
á að lesa það.“
Þetta var langt bréf. Margrét las það upphátt og hún
kenndi í brjósti um systur sína.
„Nú er ekki lengur hægt að leyna því, að Vilhjálmur
elskar mig en ekki hana,“ hugsaði hún. I bréfinu skýrði
Vilhjálmur frá langri dvöl sinni í Nýja-Sjálandi, hann væri
orðinn félagi og meðeigandi Tai Haruru og þeir stunduðu
skógarhögg. Honum hafði græðst fé og nú var hann að
byggja hús fyrir sjálfan sig. „Eg hefi raunverulega allt, sem
eg óska mér,“ skrifaði hann, „nema konu.“ Rödd Margrét-
ar brast, þegar hún las áframhaldið: „Og nú kem eg að er-
indinu. Eg hefi frétt það frá manni nokkrum, sem eigi alls
fyrir löngu kom til eyjarinnar, að dóttir þin MARIANNA
sé ennþá ógefin. Er mögulegt, að hún mundi vilja eiga
mig og samþykki þitt fáist til ráðahagsins?" Margrét hætti
lestrinum. En Maríanna stökk á fætur, kafrjóð. Augu
hennar ljómuðu.
Rödd Maríönnu varð harðneskjuleg: „Skrifum strax."
Margrét varð að lesa íyrir.
TjAÐ stóð meira í bréfi Vilhjálms, en eftir þetta lét Mar-
grét arkirnar falla úr hendi sér. „.. . . dóttir þín
MARÍANNA.... vilji eiga mig.. . “ Orðin brenndu hana,
eins og logi. Vilhjálmur hafði þá aldrei elskað hana! I tíu
ár hafði hún blekkt sjálfa sig. Faðir hennar truflaði hugs-
anir hennar: „Nei, nei, og aftur nei,“ sagði hann og barði í
borðið. „Dóttir mín skal aldrei giftast liðhlaupa úr flotan-
um.“ — „Mér þykir það leitt, faðir, en það ætlar hún samt
að gera. Og við verðum að svara bréfinu strax.“ Rödd
Maríönnu var harðneskjuleg, þrátt fyrir hina augljósu
gleði hennar. Og Oktavíus varð brátt að láta undan.
Spilunum var sópað af borðinu og blek og pappír borið
inn.
Svo fór, að Margrét varð að lesa fyrir svarið. Oktavíus
þóttist ekki geta stílað það. Svarið var hlýlegt og vingjarn-
legt, og mundi hafa yljað hvaða tilvonandi tengdasyni sem
væri um hjartaræturnar. Undarlegt var þó, að hvergi í
bréfinu var skírnarnafn brúðurinnar nefnt. Aðeins talað
um „dóttur mína“. Margrét hafði ékki getað fengið sig til
þess að nefna Maríönnu sem tilvonandi brúður Vilhjálms.
„Því skrifar þú ekki nokkur orð, Marianna,“ spurði hún
systur sína. En Maríanna var svo æst í skapi, að hún gat
engu komið saman, en skrifaði loksins, með nærri því
ólæsilegri hendi: „Eg elska þig.“
Svo að Vilhjálmur átti að eignast konu! En var það sú
rétta?
Margrét og Soffía voru ekki vissar um það.
Loksins var Margrét orðin ein í herberginu sínu. Ör-
Fyrsta skíma dögunar guðaði á gluggann.
vænting hennar var mikil, en þó vissi hún gjörla hvað hún
gerði. Hún afklæddist, hægt og hljóðlega og losaði líf-
stykkið. Það var svo erfitt að gráta í lífstykki. Hjörtu
bresta með minni sársauka, ef brjóstið er frjálst og án ut-
anaðkomandi þvingana. Tímarnir liðu hver af öðrum í
myrkrinu. Eitt sinn heyrði hún móður sína koma hljóðlega
að dyrunum, en læðast burtu aftur„ Margrét var henni
þakklát fyrir skilning hennar og samúð. Hún grét í myrkr-
inu, en allt í einu heyrði hún fagrá óma að utan. Fyrsta
skíma dögunar guðaði á gluggann. Fuglarnir í garðinum
vöknuðu til lífsins. Margrét gekk að glugganum, opnaði
hann upp á gátt og teygaði að sér ilmandi vorloftið. Hún
mundi halda áfram að lifa og starfa — það mundu koma
aðrir bjartir dagar — og dimmar nætur. (Frh. x n. viku),