Dagur


Dagur - 27.11.1946, Qupperneq 1

Dagur - 27.11.1946, Qupperneq 1
Fylgiblað Dags 27. nóv. 1946 MYNDASAGA »DAGS« Systurnar í Höfrungastræti. Spennandi skáldsaga um ástir og ævintýri Eftir ELIZABETH GOUDGE Myndir eftir LAWRENCE BUTCHER „Blá augu og ljóst hár," hrópaði Vilhjálmur. Hún tíndi saman bréf og gjafir Vilhjálms. Þetta var siðqsta kvöld hennar í glaumi lífsins. „BLÁ AUGU og ljóst hár!“ hrópaði Vilhjálmur og " það var stolthreimur í röddinni, þegar hann leit dóttur sína í fyrsta sinn. Maríanna hlýddi þögul á; Mar- grét systir hennar hafði einmitt verið bláeyg og ljóshærð. „Hvað á hún að heita?“ spurði Vilhjálmur og sneri sér. að Maríönnu. Maríanna þekkti varla sína eigin rödd, þegar hún sagði: „Eigum við að kalla hana Margréti?" Vilhjálmur svaraði ekki strax, en gekk til hennar og kyssti hana, eins og hana hafði alltaf 1 jngað til að vera kyssta, með innileik og eft- irvæntingu. „En hún verður að heita í höfuðið á móður sinni líka!“ sagði hann, „og þar sem Margrét Maríanna hljómar ekki vel, skulum við skíra hana Margrét Veroni- que.“ ; ^h:í; Þegar Maríanna var orðin hress, sagði Vilhjálmur henni frá Græna Höfrungnum og dauða O’Hara skipstjóra. Hann sagði henni líka frá eyðingu timburfarmsins og pramm- anna í óveðrinu. Allar eigur þeirra voru farnar veg allrar veraldar og heimili þeirra hér var i rústum. „Við skulum ekki örvænta,“ sagði hún. „Við byrjum bara aftur. Hamingjunni sé lof að þér tókst að bjarga Nat. Hann verður að búa hjá okkur.“ Hann kyssti hana og fór, en hún fól andlitið í höndum sér og grét.Með hvarfiGræna Höfrungsins og skipstjórans, var lokið hamingjuríkum kafla í lífi hennar. Margrét LePatourel leit út um gluggann á gamla heim- ilinu, út yfir höfnina í St. Pierre. Hún var nýbúin að fá bréf frá Vilhjálmi þar sem hann skýrði henni frá dóttur- inni. „Hún er bláeyg og ljóshærð og sérstaklega elskulegt barn“, skrifaði hann. „Og hún á að heita Margrét Vernoni- que, eftir móður sinni og frænku.“ Margvíslegar tilfinningar brutust um í hjarta hennar. Hún gekk yfir stofuna og tíndi saman bréfin hans og pakka sem hún hafði fengið frá honum fyrir nokkrum vikum. Þá hafði hann skrifað: „Maríanna á von á barni, og það á að verða drengur. Sjálfur gæti ég vel.hugsað mér að eignast litla stúlku með blá augu og ljóst hár. Bréfinu lauk með þessum orðum: „Þú átt ást mína og vináttu alla dagá.“ í pakkanum var perlufestin, sem Vilhjálmur hafði keypt í Kína, og lítil mús, skorin út í tré; hana hafði hann gert fyrir hana þegar þau voru börn. Maríanna braut heilann um hvað hún ætti að gera við þessa síðustu jarðnesku muni sína, því að á morgun átti að vígja hana til heilagrar reglu Notre Dame du Castel og síðan átti hún að fara til París— til þess að dvelja um tíma í nunnuskóla þar. Hún stóð á fætur, gekk hvatlega að arinhillunni og lagði bréfin og gjafirnar í lítið, lokað hólf, sem þar var. Veronique var indæl lítil stúlka. Hún miðaði og skaut. Maðurinn á girðingunni riðaði og félí, Hún beið þess, að þeir rækju hana í gegn, T^ILHJÁLMUR og Maríanna brugðust ekki eins við fregninni um klausturgöngu Margrétar; Maríanha virtist ánægð og settist strax við að skrifa systur sinni bréf, en Vilhjálmur var þögull og þungbúinn og fór einför- um. Fyrir nokkru var lokið við að endurbyggja húsið þeirra og endurnýja prammana og verzlunin var aftur orðin arð- vænleg, undir öflugri stjóm Maríönnu. Veronique var orð- in indæl, lítil stúlka og hún átti tvo ágæta félaga, þar sem voru þeir Nat og páfagaukurinn Nick, sem nú var orðinn gamall og stirður, en skemmtilegur engu að síður. Heimil- islífið gekk árekstralítið, en í huga Maríönnu gróf sá grunur sig, að Vilhjálmi og barninu þætti vænna hvort um annað, en um hana. Það leit heldur ófriðlega út í byggðinni. Maóríarnir voru að gerast ásæknari og Vilhjálmur hafði, samtkvæmt ráðleggingum Tai Haruru, sem þekkti Maóríana betur en flestir aðrir, lagt til að Maríanná og Veronique færu til Wellington, í öryggisskyni. En Maríanna vildi ekki heyra það nefnt. „Við höfum nógu marga menn hér í byggðinni," sagði hún, „og nóg vopn. Ef þið grafið skurði umhverfis þorpið og byggið varnargarð, er engin ástæða til þess að óttast neitt.“ Vilhjálmur andmælti þessu. „Slíkar ráðstafanir munu aðeins verða til þess að æsa Maóríana og gera þá, sem eru friðsamlegir, órólega. Tai Haruru hefir ákveðið að fara til Wellington og þú og telpan getið farið með honum.“ En Maríanna hlustaði ekki á þessa röksemdaleiðslu. Nokkrum dögum síðar, þegar skurðirnir höfðu verið grafn- ir og varnargirðingin var vel á veg komin, vöknuðu samt efasemdir í huga hennar um, að hún hefði gert rétt. Árásin kom í dögun. Ógnirnar dundu yfir eins og þrumu- veður. Vilhjálmur og menn hans gripu byssurnar og þustu til húsanna. Maríanna náði í telpuna og lagði ríkt á við hana að hreyfa sig ekki úr herberginu, en því næst tók hún líka byssu og tók sér stöðu í garðinum. Maóriarnir réðust á þorpið, þar sem varnargirðingin nýja var ekki nema hálfgerð, en Maríanna fylgdist ekki með viðureigninni þar, því að hún hafði komið auga á mann, sem bar við himinn, þar sem hann stóð á girðing- unni og var í þann mund að hoppa inn fyrir. Hún lyfti byssunni, miðaði og hleypt af. Maðurinn riðaði á brún- inni og féll. En á næsta augnabliki þustu Maóríarnir yfir girðinguna, eins og flóðbylgja, sem er óstöðvandi. Þeir voru ægilegir ásýndum, ataðir blóði og stríðsmálningu, en hún lét ekki bugast. Hún stóð teinrétt upp við húsvegg- inn og beið þess að þeir rækju spjótin, sem þeir munduðu að henni, í gegnum hana. jyjARIANNA beið eftir spjótlögunum, en í stað þess að leggja hana í gegn, gripu Maóríarni# hana og báru hana burt frú húsinu. Veronique sá að þeir fóru með móður hennar og hún klifraði út um gluggann og hljóp á eftir þeim. Nei, þeir mundu ekki drepa þær strax, heldur ein- hvern tíma seinna. Ægilegar sögurjim grimmd Maóríanna, rifjuðust upp fyrir henni. I þrjá daga héldu þeir æ lengra inn í frumskóginn. Einn Maóríanna bar Veronique á bak- inu. Loks komu þau að þorpi langt inn á milli fjallanna. Skammt frá því, var varnargirðing. Inn fyrir þá girðingu ráku þeir fangana og inn í lítinn kofa þar. Veronique var svo þreytt að hún sofnaði strax, en Maríanna notaði tæki- færið til þess að svipast um. Annar kofi stóð skammt frá og utan dyra þar logaði bál. Við bálið sat maður, sem kom henni kunnuglega fyrir, þótt hún gæti ekki áttað sig á því strax, að rétt væri, sem henni sýndist. „Vilhjálmur," hrópaði hún og hljóp til hans. Hann greip hana í fang sér, of hrærður til þess að segja neitt. „Veronique er hjá mér,“ hvíslaði Maríanna. „Já og Nat er hér líka,“ svaraði Vil- hjálmur. „Hvað ætla þeir að gera við okkur?“ spurði Maríanna. „Hvers vegna voru þeir að hafa fyrir því, að flytja okk- ur hingað?“ „Það er ómögulegt að vita,“ svaraði Vilhjálm- ur, „ég botna ekki í þeim, en hvar skyldi Tai Haruru halda sig?“ Þau þufftu ekki að bíða lengi eftir svari við þeirri spurningu. Um kvöldið þyrptust Maóríarnir inn fyrir varn- argirðinguna og kynntu mikið bál. Auðséð var, að hátíða- höldin áttu að fara að byrja. Vilhjálmur og Maríanna voru á gægjum. „Líttu á þenna stóra stríðsmann, þarna til vinstri!” hvíslaði Vilhjálmur. „Getur það verið?“ spurði Maríanni. Vilhjálmur kinkaði kolli. Hann vjssi að nú var von um björgun. Þau fóru inn í kofann og biðu átekta. Eftir litla stund heyrðu þau rjálað við loku á hurðinni og þau urðu ekki hrædd, þegar Tai Haruru, málaður eins og maóría-hermaður, vatt sér inn fyrir. „Fljótt!“ 'hvíslaði hann. „Klæðið ykkur í þetta,“ og um leið og hann mælti < þetta fleygði hann óhreinum fatadruslum inn á gólfið. „Skiljið ykkar eigin föt eftir hér, makið ykkur öll í máln- ingu. Þið verðið að líta út eins og óhreint fólk —tapu— og ef vart verður við slíkt fólk hér, er það hundelt út úr byggðinni. Nat, þú veitzt hvað þarf að gera, og verið þið sæl.“ Og Tai Haruru var horfinn. Nat vissi hvað gera þurfti. Eftir að þau höfðu haft fata- skipti opnaði Nat sér æð og lét blóðið streyma á fötin, svo að Maóríarnir sem kæmu að vitja þeirra, héldu að ein- hverjir hefðu orðið á undan þeim og drepið þau. (framh, f næstu viku.)

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.