Dagur


Dagur - 15.01.1947, Qupperneq 1

Dagur - 15.01.1947, Qupperneq 1
# irr™ MYNDASAGA »DAGS« Hershöfðingi konungsins. Heillandi ástarsaga um hugrakka konu og óíyrirleitinn ævintýramann Eftir DAPHNE DU MAURIER Myndir eítir GEORGE TETZEL „Sefurðu vel?" spurði Jonathan. Eg laumaði lyklinum í skrána. Mér til skelfingar sá eg mannshönd á steininum. J^ICHARD GRENVILLE var nú aftur ofarlega í huga mér, eftir hinn óvænta fund, og eg var eina tvo daga að ná mér eftir geðshræringuna. Vissulega hafði honum ekki farið fram með aldrinum og hann átti fleiri óvildar- menn en áður, fyrir stærilæti sitt, en eg elskaði hann eigi að síður. Jonathan Rasleigh, mágur minn, kom brátt aftur heim til Menabilly. Hann var í þjónustu konungsins. Þegar hann leit inn til mín, sagði hann: „Sefurðu vel? Er nokkuð sem truflar þig?“ Mér virtist framkoma hans dálítið skrítin. „Eg sef ekki fast,“ svaraði eg. „Brak í stiga eða þurru gólfborði gæti hæglega vakið mig.“ „Eg óttaðist það,“ svaraði hann. „Þú getur fengið annað herbergi.“ „Nei, þakka þér fyrir. Eg kæri mig alls ekki um að skipta.“ Nokkrum kvöldum síðar kom að þvi, að eg gat ekki lengur staðið á móti lönguninni að vita eitthvað meira um herbergið við hliðina á mínu. Eg hafði ennþá lykilinn að sumarhúsinu, sem Joan hafði skilið eftir hjá mér, og eg var ákveðin að freista gæfunnar. Lykillinn virtist ganga að skránni í hurðinni é dularfulla herberginu. Eg ók stóln- um mínum að dyrunum. Eg laumaði lyklinum hljóðlega í skrána. Hann gekk að henni! Eg sneri honum,.það brakaði í hurðinni og umbún- aðinum, en dyrnar opnuðust. Eg mjakaði stólnum mínum inn fyrir þröskuldinn og hélt kertinu hátt. Þarna var svo sem ekkert að sjá. Tveir gluggar með járnslám fyrir, rúm úti í horni og borðið og stóllinn, sem eg hafði áður séð. Gamaldags vefnaður þakti veggina. Hryllilfeg grunsemd gagntók mig allt í einu. Var gamli John Rashleigh dauður í raun og veru, eða leyridu þau honum hér, eða niðri í leynigöngunum? Eg ók stólnum mxnum með fram veggnum og gægðist á bak við veggtepp- in, en sá ekkert, sem benti á leynidyr. Veggurinn virtist sléttur og samfelldur. Eg ók stólnum fram að hurðinni og hlustaði til þess að ganga úr skugga um, að enginn væri á leiðinni til þess að trufla mig. A meðan eg beið þarna og hlustaði, fann eg allt í einu kaldan gust að baki mér. Eg leit snöggt við og sá mér til skelfingar, að veggteppinu hafði verið ýtt til hliðar og hlemmur í veggnum hafði verið opnaður. Eg sá manns- hönd hvíla á steininum! „Fyrirgefðu mér," sagði eg. „Eg hefi hegðað mér ósæmilega." „Við umkringjum Essex," sagði Richard. „Ert þú hrifin af föður mínum?" spurði hann. J^LLT í EINU snaraðist maður inn í herbergið. Hann var í ljósrauðri skikkju og fyrirmannlega búinn að öðru leyti. Hann staðnæmdist og horfði á mig, en gekk síð- an fram á gólfið. Þetta var Jonthan Rashleigh, mágur minn. „Vertu kyrr, Honor,“ sagði hann. „Ur því að þú ert komin hingað, er bezt að þú vitir allt.“ Eg skammaðist mín mjög fyrir það sem eg hafði gert. „Fyrirgefðu mér,“ stundi eg upp. „Eg hefi hagað mér ósæmilega.“ Hann var mér mjög góður. Hann tók af mér hátíðlegt loforð um, að segja engum leyndarmálið. Hann sagði mér síðan frá því, að gömlu leynigöngin hefðu nú fengið nýja þýðingu. Þar niðri geymdu konungssinnar alls kyús silfur- muni, er safnað væri til ágóða fyrir málstaðinn, og ætlunin væri að nota til myntsláttu. „Eg lofa því hátíðlega, að eg skal engum segja neitt,“ Þessa dagana varð stríðið okkur æ meira áhyggjuefni. Jarlinn af Essex og her uppreistarmanna ógnuðu öllu Cornwallhéraði. Eini maðurinn, sem virtist hlakka til að mæta þeim var Richard. Hann sýndi mér landabréf sín og útskýrði hemaðaráætlanirnar. „Ef við getum aðeiriS1 lokkað þá inn í Cornwall,“ sagði hann, „skal eg sjá um að herir konungsins loki undanhalds- leiðinni og síðan umkringjum við Essexjarl og stréfellum liðsmenn hans.“ , Eg man, að hann hlakkaði til þessara atburða, eins og drengur, sem á að fara í ævintýraferð, en engum öðrum þótti tilhugsunin um bardaga og eyðingu í blómlegu hér- aði, sérstaklega ánægjuleg. Richard var þó alvarlegur um stund. Það var'þegar hann bað mig fyrir Dick son sinn, 14 ára gamlan. Mundi eg vilja gæta hans, á meðan herir hans hörfuðu til þess að um,“ sagði Richard. „Hann er óttalegur ólárisgarmur." Viku seinna kom drengurinn til Menabilly. Olánið elti hann heim á hlað, því að hann datt af baki heim við dyr rog meiddi sig á höfðinu. Matty bjó um meiðslin og Dick var með hvítt bindi um höfuðið, þegar eg mjakaði stólnum minum inn í herbergið til þess að heilsa honum. Drengurinn sat á stól við arineldinn. Hann var lítill, föl- ur og tekinn, stóreygur og dökkeygur, með hrafnsvart hár. Hann horfði fast á mig. „Er hann farinn?" spurði hann. „Hver þá?“ spurði eg. „Faðir minn.“ Jú, hann var farinn. Eg sagði honum það. Hann leit aftur á mig. „Ert þú hrifin af föður mínum?“ spurði hann þvi"næst. Eg vissi naumast hverju svara skyldi og sagði því: „Hvers vegna spyrðu að því?“ „Vegna þess að eg er ekki hrifinn af honum. Eg hata OMÁTT OG SMÁTT tókst mér að vinna hylli drengs- ins. Hann sagði mér allt um skipti þeirra feðganna. Líklega hefir Richard lagt fæð á drenginn af því að hann líktist meira móður sinni en föðumum. En þegar hann brosti til mín, þá var það bros Richards. Við urðum brátt óaðskiljanleg. Hann fylgdi mér, hvert sem eg fór, sat hjá mér á morgnana og ýtti stólnum mín- um um garðinn á dagitm. < Striðið kom nær. Uppreistarmennirnir voru komnir yfir Tamarfljótið, en Richard hörfaði undan með, her sinn, til þess að lokka þá í gildruna. Síðla dags reið sendimaður í hlaðið á Menabilly. Við höfðum heyrt hófadyninn og vor- um öll út í glugganunm, þegar hann'bar að. „Eg er með bréf til ungfrú Honor,“ kallaði hann og rétti það síðan upp í gluggann. í bréfinu mælti Richard svo fyrir, að Dick ætti að fara um borð í fiskibát, án tafar, en báturinn mundi flytja hann til St. Mawes og þar mundi hann finna föður sinn. Þegar eg-sagði Dick frá þessu, leit hann undan, en sagði ekkert. Hann vildi engan kveðja, var þungur á svip- inn, en grét ekki, og eg var fegin, að hann skyldi bera sig karlmannlega. En mér var ekki sama, þegar hann lagði af stað. John Rashleigh, frændi minn, sem hafði átt að fylgja ( S n ú )

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.