Dagur - 04.06.1947, Blaðsíða 1

Dagur - 04.06.1947, Blaðsíða 1
Fylgiblað Dags 4, júní 194v Ódauðleg eiginkona Söguleg írásögn um iegurstu konu Bandaríkjanna Eftir IRVING STONE Myndir eftir F. R. GRUGER ,,Fremont, hvers vegna viltu ekki starfa fyrir okkur?" ,Eg vinn á móti John í kosningunum/' Hún var kyrr og þögul, þrátt fyrir fagnaðarlætin umhverfis. Enda þótt Jessie og John langaði til að hann, Jolni, yrði kjörinn forseti, vissu þau samt að þau gætu aldrei slakað til á viðhorli sínu til þrælahaldsins. John ákvað því að geía ekki kost á sér. „Formaður Dmokrataflokksins hélt að engin kona gæti neitað slíku. Hann hafði rangt fyrir sér. Hann þekkti ekki konu mína,“ sagði John. Það, að John mundi ekki gefa kost á sér til íramboðs, hafði hinar ótrúlegustu afleiðingar. Tveim mánuðum síðar heimsótti hópur forystumanna Repúblikana Fremont-heim- ilið í New York borg. Sá, sem hafði orð fyrir þeim, koinst svo að orði, að fyrst Dmokratar hefðu álitið, að hann gæti unnið fyrir þá, þá gæti hann cins unnið undir rnerki Re- públikana. John kvaðst nú mundu gefa kost á sér. Heimiii þeirra varð miðstöð fundahalda og mannamóta, eins og Benton- heimifið hafði verið mörgum árum áður. Jessie fór á fund föður síns í Washington. Hann hafði deilt á hinn nýja flokk Repúblíkana fyrir aðskapa sundrung með þjóðinni, og vonaði Jessie að henni tækist að fá hann á sitt band. Hún sagði honurn, að Jolni hefði heitið fram- boði fyrir Repúblikana. Svipur lians varð harður, og þann svip kannaðist hún svo vel við. „Hann má ekki bjóða sig fram“, sagði hann „Stuðr.ings- menn hans eru ekki að greiða honum atkvæði heldur oorg arastyrjöld“. „En hann er nú samt að hugsa’ um það“. „Þá mun hann fá mig á móti sér. Eg mun brýna íyrir fólki, að hleypa ekki þessum sundurleita flokki í Flvíta húsið".' Það var ómögulegt að hagga Tom Benton. Þegar Jessie sagði John, hver ákvörðun hans var, sagði har.n: „Faðir þinn hefir háð marga orustuna fyrir mig og ekki er eðlilegt að slíkt geti alltaf gengið. Auðvitað vildi ég, ,að hann hefði séð sér íært að styðja mig í þessu, en ég veit, að þegar hann hefir einu sinni tekið ákvörðun, er ekkert. seni getur breytt henni". , Fremont-lijónin voru glöð að heyra, að Jaines Buchanan varð keppinautur Johns með framboði Demókrata. Jessie fór ein til fundarins í Philadelphia, með því að John áleit að sér væri ekki ráðlegt að fara. Fundarsalurinn var þéttskipaður. Jessie hlustaði á John nefndan tii forseta- íramboðs. Hljómsveit spilaði og menn hrópuðu. En mestur varð hávaðinn, þegar stór fáni var spenntur yfir sviðið og á h. un var letrað: MÁLFRELSI, RITFRELSI, NÓG LANDRÝMl FYRIR FRJÁLSA MENN. KJÓSIÐ FREMONTl Hún stóð kyrrlát innan um þetta æsta fólk, sem >enti höttunum sínum og vasaklútunum upp í loftið meðan tárin runnu niður eftir kinnunum á því. Þau voru í kosningaskrifstofunni unz dagur rann. Og fólkið söng vísur um Jessie, Blaðakonur heimsóttu Jessie, Næstu mánuðina á eftir hafði Jessie nóg að gera og undi hún því hið bezta. Hún vonaði, að sá arineldur, sem henni t hafði ekki tekizt að tendra vestur frá, mundi verða auð- tendraður í Hvíta húsinu. „Hvað get ég gert til þess að lijálpa þér?“ spurði hún John. , „Þú gelur gert margt, bæði nteð því að tala máli mínu og skrifa greinar fyrir mig.“ John hafði ekki fallizt á að hefja opinbera kosningabar- áttu, og þessvegna fékk Jessie nóg að starfa. Henni þikti mjög vænt um að geta orðið að liði. Það kom fyrir svo að segja á hverjum degi, að blaðamenn höfðu ”iðti>l við hana, einkum konur, sem nú hófu mikla baráttu fyrir kosninga- rétti kvenna og jafnrétti. Allar ráðagerðir Repúblikana fóru í gegnum hendur hennar. Ákafi og hiti baráttu Repúblikana hreif þjóðina Abraham Linucoln hélt lof ræðu um John fyrir tíu þúsund Princeton stúdentum, og í New York hrifu menn eins og William Cullen, Bryant, Carl Schurz, Charles A. Dana og Horace Greeley borgarbúa með ræðum sínuin. Fjöldafundir í hverri stórborginni á fætur annarri icvst- ust upp í eintómri hrifningu og fundarmenn öskruðu hver • í kapp við annan: „Frjáls ræðuhöld, frjáls hlöð, frjáls land- búnaður, frjálsir menn, Fremont og sigur". Síðan var gengið undir blysum um helztu göturnar. Eftir því sem leið á kosningabardagann, varð hann l>eisk- ari og illvígari. John varð fyrir hvössum ádeilum og árásum 'í blöðum andstæðinganna, en haun afréð að gjalda ekki í sömu mynt. Þó leit allt sæmilega vel út þángað til Miilard Fillmore stofnaði þriðja flckkinn. Þá leizi/ stuðningsmönn- um Jchns ekki á bnKuna. En vinsældir Jessie lóru sívaxandi. Fólkið söng vísur um hana og John sagði við hana, að liún mundi verða lyrsta konan í Hvíta húsinu sem bókstaflega liefði verið kjörin til þess að vera þar. Kosningadagurinn rann upp, heiður og bjartur. Jessie og börnin fylgdu John á kjörstað, þar sem hann greiddi sjálfur atkvæði. Síðan biðu þau í aðalstöðvum llokksins eftir því, að fyrstu úrslit bærust. Allt leit vel út til að byrja með En er leið að kvöldi fór John að dragast aftur úr. Það var liðið fram yíir miðnætti, þegar Jessie og John loksins viður- kenndu, að öll von væri úti og að þau hefðu beðið ósigur. Þau dvöldu þó þarna frarn undir dögun og k\öddu alla stanfsmenn þar með virktum og þökkuðu þeim það, sem þeir höfðu gert. Jessi varð hugsað til þess, hvað hefði gerzt, ef ílokkurinn hefði verið óskiptur, eða ef hann hefði haft meira fjáimagn. O, já, sagði hún við sjálfa sig. Ef.... ef ... Þau gengu heim um auðar og yfirgefnar götur. Þegar þangað kom, var eins og allan mátt drægi úr Jessie. Hvers vegna var það, að svo margir glæsilegir hlutir blöstu við þeim, en voru þó alltaf horfnir, þe|ar til þeirra átti-að taka? Hvers vegna leiddi ástríkt og hamingjusamt hjóna band ekki til mikils frama? En þegar John tók hana í faðm sér og kyssti hana, þá skildi hún á ný, að það var í rauninni hvorki um mistök né óharaingju að ræða 1 þeirra llfi. Slíkt mundi aldrei henda á meðan þau störfuðu saman og elskuðu hvort annað. Jessie hvíslaði í eyra hans: „í skáldsögunum er ástin að eins leikfang þeirra ungu. En þeir, sem það segja, eru blindir. Ástin er fegurst og hamingjuríkust í löngu hjóna bandi." ' F'remont-fjölskyldan taldi fimm einstaklinga, þegar hún sneri aftur til Mariposa í Kaliforníu. Þeim hafði fæðzt sov>- ur, sem skírður var Frank. Bærinn Fremontville. sem þau hafði dreymt um að |tofna, varð nú loksins að veruleiVa. Þar reis upp verzlun og barnaskóli. Þau létu byggja bjálka- hús fyrir námumennina, sem fluttu þangað til þess að vi na í gullnámum þeirra. John skipulagði flokk manna til bess' að fást við allskonar óþjóðalýð, sem sótti á og vildi nelga sér land þarna. Jessie sá nauðsyn þess, að kenna sínum eigin börnura og brátt safnaðist liópur barna úr þorpinu til hennar, og áður en hún vissi af, var hún farin að stjórna barnaskóla þarna uppi í fjöllunum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.