Dagur - 25.06.1947, Blaðsíða 2
2
Miðvikudagur 25. júní 1947
DAGUR
Mynclin er af Jóhanni Konráðssyni, hinum vinscela söngvara, er skemmti á
askutyðsfundunum á Akureyri i vor. Askell Jónsson er við hljóðfcerið.
Ferðaskrifstofa ríkisins
opnar útibú á Akureyri
Um næstu helgi verður opnað
hér í bænum útibú frá Ferða-
skrifstofu ríkisins. Verður skrif-
stofan til húsa í Strandgötu 5
(Búnaðarbanjkahúsinu). — For-
stöðumaður hennar er Jón Egils.
Ferðaskrifstofa ríkisins hefir m.
a. það hlutverk með höndum, að
leiðbeina ferðamönnum og veita
þeim ókeypis upþlýsingar, skipu-
leggja ódýrar orlofsdvalir og or-
loifsferðir um landið, fylgjast
með verðlagi á gististöðum og
vinna að auknu hreinilæti og
bættum aðbúnaði gistihúsa. —
Skrifstofain hér mun annast þessi
verkefni eftir föngum og mun
þegar hefjast handa um skipu-
lagningu orlofsferða héðan um
'landið.
Það er ástæða til þess að fagna
þessari framkvæmd og vænta
þess, að hún geti orðið merkur
liður í þeirri starfsemi, að gera
Akureyri að miklum ferða-
mannabæ. Hér er þegar svo mik-
ill ferðamannastraumur á sumr-
in, að milkil þörf var orðin á ein-
hverri opinberri leiðbeiningar-
stofnun.
Skrifstofan biður þá Akureyr-
inga, sem háfa hug á að leigja
herbergi fyrir ferðamenn í sum-
ar, að gera aðvart hið fyrsta.
hver göfugasti andstæðingur þrælahaldsins. „Eg er komin
til þess að spyrja yður hvað þér álítið um stjórnmála-
ástandið," sagði hún. „Eg veit að þér hafið lengi hugsað
hlýtt til Fremonts hershöfðingja."
Whittier var þögull um stund. Loks sagði hann: „Eg er
ennþá vinur hershöfðingjans, en eg tel þó, að framboð hans
á vegum þriðja flokksins, mundi reynast hörmuleg mistök.
Hann útskýrði síðan fyrir henni, hvers vegna hann væri
sannfærður um, að MacCellan mundi komast að, ef svo
væri farið að, og það mundi þýða samningamakk og áfram-
hald þrælahalds. Jessie sagði: „Þér hafið sannfært mig um
að Fremont hershöfðingi^ að draga sig til baka nú þegar.“
Og nú fór á sömu leið og sjö árum fyrr. Jessie leiddi
John fyrir sjónir, að hann mætti ekki fórna hugsjónum sín-
um fyrir metorð. „Manstu ekki,“ sagði hún, „að þú kenndir
mér, að orrusta, sem lítur illa út í byrjun, getur orðið stór
sigur, áður en dagur er að kvöldi kominn? Þú tapaðir orr-
ustunni um Hvxtahúsið 1856, en þú stuðlaðir að því, að
Repúblikanaflokkurinn gekk með sigur af hólmi x kosning-
unum þar á eftir. Nú getur þú unnið stóran sigur fyrir mál-
efnið, en það er með því, að sameina Repúblikanaflokkinn
á ný um Lincoln. Ef til vill er það hlutverk þitt í lífinu,
John, að tapa fyrstu orrustunni, til þess að upplifa stóran
sigur hugsjóna þixma síðar.“
John stóð þögull og þungbúinn og hlýddi á hana. Loks
sagði hann: „Þegar þú ert búin að gera svo mikinn hug-
sjónamann úr mér, hvernig get eg þá seilst til metorða?
Fáðu mér pappírsörk, svo að eg geti skrifað úrsögn mína
úr þessum kappleik. . . . “
Þar kom, að hershöfðingjarnir Sherman, Grant og Sheri-
dan unnu loksins glæsilega sigra fyrir Norðurríkin á víg-
völlunum. Abraham Lincoln forseti var endurkjörinn og
snemma vors 1865 gafst Lee hershöfðingi Suöurríkjanna
upp og stríðið var unnið.
Næstu fjögur árin voru e. t. v. þau hamingjusömustu,
sem Jessie hafði lifað. Þau John lögðu aleiguna í jám-
brautina fyrirhuguðu og það var talsvert fé. Þau keyptu
búgarð við Hudsonfljót og þar héldu þau dýrlegar veizlur.
(Framhald í næstu viku).
Kommúnistar hræddir við
mótmælaöldu verkalýðs-
félaganna:
Tilkynna, að samúðar-
verkföll séu ónauðsynleg
Alþýðusambandsstjórninni
mun ihafa þótt nauðsynlegt að
gefa landsfólkinu einhverja skýr-
ingu á því, hversu það má verða,
að flest verklýðsfélög úti um
landdð senda lrenni nú algjöra
neitun við tilmælum um samúð-
arverkföli með Dagsbrún og nýj-
ar kaupskrúfur. þar sem komm-
únistablöðin hafa liaidið því
fram, að verkamenn um land a'llt
stæðu einhuga nreð brö'lti þeirra.
I útvarpinu fýrir nokikru var
lesin tiikynning frá Alþýðusam-
bandinu, þar sem tekið er fram,
tii þess að fyrirbyggja misskiln-
ing(!), að aidrei hafi verið til þess
ætlast, að gerð yrðu samúðar-
verkfödl með Dagsbrún, heldur
aðeins að verklýðsfélögin úti um
.rndið afgreiddu ekki vörur, sem
eru í banni Dagsbrúnar. Sam-
kværnt þessari tiikynningu ætti
allt brölt kommúnista hér á Ak-
ureyri að vera óþarft og án þess,
að til þess hafi verið ætlast af Al-
þýðusambandsstjórninni. Slík
undanbrögð sýna eins greinilega
og verða má, að flótti er brostinn
í liðið. Hætt er við, að það eigi
eftir að verða verklýðssamtökun-
um tii mikils tjóns, að komrnún-
istar hafa fengið vilja sínum
framgengt í Reykjavíik og hér á
Akureyri og í nokkrum öðrum
verklýðsfélögum.
Þannig var flugvélin, sem fórst
Myndin er af TF—ISI, Douglas-Dakota flugvélinni, sem rakst á Hestfjall 29/5.
| KÆLIVÉLAR
Útvegum allar stærðir og gerðir af sjálf- I
virkum, rafknúnum kælivélum fyrir i
matvörubúðir, veitingahús og heimili. }
i Aðalumboðsmenn fyrir: |
} Thomas Ths. Sabroe & Co. A/S |
( Samband ísl. samvinnufélaga j
7l|i|||IIIIIHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIllMllllllllllllllllllllllllll!lllllllllllllllllllllllHIIIIIIIIIIIIII!IIIIHtMIIIIIII«IIIIIMIIIHIIIIIIIIIIIIIII?
„Allt er gott af diskinum þínum“
Er þeir nafnar ióru þessa síðustu
ferð sína til Austurlands, lögðu þeir
af stað nokkru fyrir göngur. Höfðu
þeir að vanda nokkuð af söluvarningi
og eitthvað af hestum, er þeir ætluðu
að selja og bralla með. — Segir ekki
af ferðum þeirra austur, fyrr en þeir
komu til vinar síns, karlsins á Jökul-
dal, og sem áður er getið. Tók hann
þeim tveim höndum og bauð þeim að
hafa náttstað hjá sér meðan þeir
dveldust þar eystra, því að ekki
sagðist harm vilja leyna þá því, að
mjög væru þeir nú orðrtir óvinsælir af
almenningi og mætti að líkindum ekki
mikið á bæta, ef illa ætti ekki að fara.
Ráðlagði hann þeim að fara nú hóf-
Iega og spaklega, og mundi þá vel
skipast. Tóku þeir nafnar þessu vel
og kváðust svo mundu tit stitla að allt
gengi með friði. -— Þáðu þeir boð
karls, og höfðu náttstað hjá honum,
en fóru um sveitir á daginn og seldu
varning sinn. — Gekk allt vel í fyrsu,
en þá var það einn dag, er þeir riðu
um sveitir, að þeir hittu bónda er tal-
inn var í heldri bændi tölu, og því vel
virtur. Tóku þeir nafnar hann tali og
gáfu honum brennivín, en gnægð af
því höfðu þeir jainan með sér í ferðir
þessar. Fór vel á með þeim í fyrstu,
en er v'mið tók uð svífa á þá, tók að
skerast í odda milli þeirra og bónda.
Ataldi hann þá harðlega fyrir ýms
hrekkjabrögð er þeir hefðu sýnt i
fyrri ferðum, og sagði maklegt að þeir
fengju einhverja ráðningu,- er þeim
gleymdist ekki fljótt. — Þeir félagar
sögðust hvergi smeykir, og töldu, að
ekki væri harm svo mikill að sjá, að
líkindi væru til, að þeir þyrftu að ótt-
ast harm. Harðnaði nú um á milli
þeirra, og þar kom að Jón Fnjóskdæl-
ingur þreif til hans og færði hann und-
ir sig. Sleit hann brækur hónda niður
og hýddi harm óþyrmilega. Skildi svo
með þeim, og héldu þeir nafnar heim
til karls vinar síns og sögðu honum
hvernig til hefði tekist, en hann lét
hið versta yfir, og sagði illt mundi af
hljótast. Skitdu þeir nú afljúka erind-
um sínum hið allra fyrsta, og halda
sem skjótast heimleiðis. — Daginn
eftir riðu þeir enn um sveitir, en um
kveldið, er þeir komu heim til karls,
sagði hann þeim þau tíðindi, að lið-
safnaður væri hafinn af sveitarmörm-
um ,og ætluðu þeir að handtaka þá
nafna daginn. eftir og annað hvort
flytja þá til sýslumanns og kæra þá
fyrir „prang“ og ýmsa hrekki og svik-
semi er þeir hefðu haft í frammi, eða
að þjarma að þeim á arman hátt. —
Væri nú engirm kostur annar en að
bregða við og reyna að komast norð-
ur yfir Jökuldalsá á Dal þegar þá um
nóttina. Mest sagðist hann óttast það,
að vörður yrði settur við brúna til að
hefta för þeirra. Væri áin nú með öllu
ófær vegna vaxtar eftir hlýindi og
rigningar er þá hefðu gengið. Væri
Jökulsá ægilegt vatnsfall eins og þeir
vissu, og skildu þeir því fara varlega.
Ekki leizt þeim félögum sem bezt á
þessar fréttir, en engin sáu þeir úr-
ræði önnur en freista þess að komast
norður yfir ána um nóttina. — Varð
bað að ráði, að þeir skildu leggja af
stað er nótt væri komin og náttmyrk-
ur, svo að síður yrði vart ferða þeirra.
Kvöddu þeir karlinn, vin sirm, með
hinum mestu kærleikum og hófu svo
heimförina.
(Framhald).
H.J.
IIIIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIIIIIMIHIIIIIIIIIIHIIIIItllllllllllilllllllltlll
DAGUR
fæst keyptur á eftirtöldum
stöðum:
Bókaverzl. Edda
Verzl. Baldurshaga
Útibúi KEA, Brckkug.
Rajtœkjaverzlun
Gústafs Jónassonar,
Grdnufélagsgölu.
•IIHIIIIIIHIIIIHHHHIIIIHHIIIUIIIItMIMtlllllllllllllllllllllHMHI
GJALDDAGI
blaðsins er i. júh.