Dagur - 20.12.1947, Blaðsíða 4
4
D A G U R
Laugardaginn 20. desember 1947
Jólin í yfirskógarvarðarhúsinu
Það var viku fyrir jól, siðari
hluta dags, í rökkrinu. Vinge, kon-
unglegur yfirskógarvörður í Rú-
bjargahéraði á Jótlandi, sat í dag-
stofu sinni með tóman kaffibolla
á borðinu fyrir framan sig og tóma
tóbakspípu í hendinni. Við og við
leit hann á úrið sitt og hlustaði
eftir, hvort hann heyrði nokkuð úti
fyrir, en allt var hljótt og ekkert
heyrðist. Gremjusvip brá fyrir á
andliti hans, en það gerði það jafn-
an um þetta leyti dagsins. Hann
beið póstsins óþolinmóður hvern
dag, og i dag var hann alveg sann-
færður um það, að Lárus póstur
hefði aldrei verið svifaseinni en
einmitt þá. í tuttugasta skiptið ætl-
aði hann að fara að líta á úrið sitt,
er sterk hundgá kvað við úti fyrir.
Nú vissi hann, að pósturinn var
kominn og hraðaði sér út.
„Góðan daginn, póstur,“ sagði
yfirskógarvörðurinn. „Jæja, ekki
er snjórinn kominn ennþá. Jólin
verða líklega dökk og drungaleg,
en það mun nú líklega hvorki
hryggja þig né skepnurnar í skóg-
inum. Jæja, svo við fáum þá líka
bréf. — Sælir!“
Lárus póstur þrammaði af stað,
en yfirskógarvörðurinn gekk til
stofu með „Berlingatíðindi“ og tvö
bréf. Hann opnaði annað bréfið,
las fáar línur i mesta flýti og hróp-
aði, svo að pndir tók i öllu húsinu:
„Kona, ída! Komið þið strax!“
Og frúin og Ida komu strax.
„Þetta var fyrirtak! Vitið þið,
hver kemur hingað á jólunum? Það
er gamall skólabróðir minn og vin-
ur frá stúdentsárum okkar, prófess-
orinn, — hann, sem þið hafið svo
oft heyrt mig tala um — skrítinn
náungi í einu og öllu — spaugileg-
ur — en sannur heiðursmaður. Eg
bauð honum oft á fyrri árum, en
hann kom aldrei, — hann eyddi
öllum sinum leyfum á prestssetr-
inu, — en nú tilkynnir hann allt í
einu, að hann komi til okkar. Það
er ágætt — jólin verða reglúlega
skemmtileg i þetta skipti."
En — „á skammri stundu skip-
ast veður í lofti“. Er hinn glaði
húsfaðir hafði opnað hitt bréfið,
fór hann inn í sitt eigið herbergi
án þess að segja eitt orð, og var
þar svo lengi, að kona hans þóttist
vita, að ekki væri allt með felldu
og fór inn til hans. Að stundu lið-
inni kom hún grátbólgin út aftur
og sagði Idu Verner, fósturdóttur
sinni, hvað fyrir hefði komið. En
það varð til þess, að Ida fór líka
að gráta. I sannleika sagt: Utlitið
fyrir því, að jólin yrðu gleðileg i
yfirskógarvarðarhúsinu, var allt
annað en glæsilegt.
„Góði maður,“ sagði frúin næsta
morgun, eftir svefnvana nótt,
„þetta er nú ekki svo slæmt sem
þú lætur.“
„Ekki svo slæmt!“ hrópaði yfir-
skógarvörðurinn og spratt upp úr
sæti sinu. „Svo að þú lítur þannig
á það. Já, allar eruð þið eins í
þessari greininni, konurnar. Krakk-
ana gjörið þið að hjáguðum ykkar,
en öðru máli gegnir um eiginmenn-
ina. Knútur má þin vegna gjöra
það, sem honum sýnist ,en mér
myndi ekki leyfast nema sumt af
því. Hann má þín végna eyða tíma
sínum á dans- og drykkjukrám og
eyðileggja okkur, foreldra sína,
fjárhagslega. Mikil ósköp — það
er allt í lagi.“
„Nei, það er ekki allt i lagi —
viðs fjarri að svo sé,“ svaraði frúin
Stillilega, en þó með festu; „þú lest
meira út úr bréfi Knúts en þar
stendur, og. . . .“
„Jæja, svo að það stendur ekki
allt þar! Atti hann máske ekki að
ljúka prófi í sumar og skrifar hann
ekki sjálfur, að hann muni senni-
lega verða að fresta því um eitt ár?
Og hvers vegna það? Af því að
hann, eins og hann viðurkennir
sjálfur, hefir eytt tima sínum í
iðjuleysi og svall og guð veit hvað
og hvað!“
„Hann hefir ékki verið svo iðinn
sem skyldi,“ andmælti frúin, „en
svall og------“
„Jú, svall og fleira! Heldurðu
máske, að hann hafi eytt pening-
unum í bókakaup og aukakennslu-
stundir til þess að búa sig sem bezt
undir prófið? Nei, hann er meira
að segja kominn í 200 króna skuld,
sem hann er svo vingjarnlegur að
ætlast til að eg borgi."
„Nei, nú ertu ósanngjarn, Vin-
ge!“ sagði frúin og stóð nú líka á
fætur. „Bréf Knúts sýnir bæði
auðmýkt og iðrun ,og því aðeins
hefir hann skrifað það, að hann
hefir ekki getað hugsað til að koma
heim og halda hér jól, fyrr en hann
hafði tjáð okkur állt um sinn hag.“
„Koma heim og halda hér jól!“
æpti yfirskógarvörðurinn. „Nei,
enginn „glataður sonur“ skal með
mínu leyfi koma inn fyrir hússins
dyr, og ekki vil eg að þú slátrir
alikálfi hans vegna. Knútur kemur
ekki heim, fyrr en hann hefir lokið
prófi. Skuldina borga eg auðvitað,
— en að sjá hann — nei, það vil eg
ekki!“
„Viltu þá ekki sjá eina barnið
þitt um jólin?“
„Nei, eg skrifa honum það strax
á stundinni.“
„A þá sonur þinn að híma einn
í herbergi sinu í Kaupmannahöfn
um jólin, og við, gömlu skörin, al-
ein hér?“
„Við alein hér? Nei, Ida verður
þó ævinlega hér, og þar að auki
kemur gamall og góður vinur minn
hingað.“
„Jæja, svo að þú heldur, að ída
auki mikið á jólagleðina, þegar
Knútur kemur ekki heim?“
„Já, auðvitað gjörir hún það.
Einu sinni hélt ég og vonaði, að
hún og hann — en það er ekki til
nokkurs að hugsa um það lengur.
Eg skoða hana sem dóttur okkar,
og dóttir mín skal ekki giftast
slæpingja. Til allrar hamingju er
hún honum fráhverf nú orðið, —
hún rennir augum í aðra átt. í
haust var hún seint og snemma
með Friðrik prests ,og fékk hjá
honum bækur lánaðar o. s. frv., og
glöð varð hún i gær, þegar hún
heyrði að hann kæmi heim fyrir
jólin. Hann er líka all-efnilegur
maður."
„Þú sagðir nú samt sjálfur ekki
alls fyrir löngu, að hann væri karl-
kyninu til lítils sóma.“
„Jæja, sagði eg það? Nú, en
hann vinnur þá við nánari kynn-
ingu. — En nú fer eg að skrifa
Knúti.“
Og hann skrifaði. Og frúin grét
og Ida grét. Og pósturinn tók bréf-
ið um kvöldið.
'
Spádómur yfirskógarvarðarins
um „rauð jól“ rættist ekki. Loft-
vogin tók skyndilega að falla. Það
dimmdi í lofti, rétt eins og rökkva
tæki, og svo byrjaði að hríða. Fyrst
dauðafjúk. Svo hvessti. Innan
stundar var hann brostinn á.
Næsta morgun var kominn mik-
ill snjór. Járnbrautarlestirnar sátu
víða fastar og komust ekki leiðar
sinnar. Allar áætlanir rugluðust.
Enginn póstur kom þann daginn.
Um kvöldið sagði yfirskógar-
vörðurinn við konu sína:
„Knútur hefði hvort sem er ekki
náð heim fyrir jól.“
Þetta sagði hann í sjálfsvarnar
skyni og til að friða samvizkuna.
Kona hans þekkti hann og lét
ekki blekkjast.
„Þú meinar ekki, Vinge, það sem
þú segir nú. Þú veizt, að vegirnir
verða ruddir, liklega strax í fyrra-
málið.“
Steinþögn — og nú hugði frúin,
að tíminn væri hentugur til að
hefja sókn.
„Vertu nú einu sinni vænn, Vin-
ge, og skrifaðu Knúti og segðu hon-
um að þrátt fyrir allt megi hann
koma heim. Eg sé á þér, að þig
iðrar þess, að þú sendir bréfið.“
„Mig iðri þess? Nei, aldrei. Eg
skrifa ekki eitt í dag og annað á
morgun. En mér finnst hins vegar,
að þið ída ættuð að taka svo mikið
tillit til mín, að þið settuð upp ögn
hýrlegri svip en þann, sem þið
hafið notað síðustu tímana. Eg er
sjálfur í „reglulega fínu jólaskapi",
en hve lengi það verður, má ham-
ingjan vita, ef þið haldið svona á-
fram til lengdar."
En sínu „fína skapi“ skeytti yfir-
skógarvörðurinn nú samt sem áður
þá um kvöldið á Hansen skógar-
verði og seinna á eftirlitsmanni
skógargirðinganna — og rak þeim
báðum væna löðrunga að ósekju.
Þorláksmessa var komin. Frost-
kaldi, logn, sleðafæri — í fám orð-
um: jólaveður.
„Sérðu nú ekki, kona,“ sagði
yfirskógarvörðurinn, „að Ida er
hætt að hugsa um Knút — til allr-
ar hamingju. Hún er blátt áfram
komin í ágætis jólaskap."
„Já, svaraði frúin hugsandi. „ída
er mér ráðgáta síðan á hádegi í
dag. I gær grét hún. I dag syngur
hún.“
„Auðvitað — orsökin er sú, að
Friðrik prests ér að koma heim.
En nú er kominn tími til þess að
sækja prófessorinn á járnbrautar-
stöðina. Myndi ída ekki vilja
gjöra það?“
Jú, það var meira en velkomið.
Hálfum tíma síðar beið sleðinn
við dyrnar, en ída skauzt inn til
að kveðja.
„Sælir, yfirskógarvörður!“ kall-
aði hún. „Eftir klukkutíma verð eg
komin heim aftur með prófessor-
inn.“
„Sælar, ída mín,“ sagði hann og
kyssti hana á kinnina.
„Þetta megið þér nú eiginlega
ekki, eins gamall og ljótur óg þér
eruð. Sæl —- nú fer eg!“
„Ljómandi stúlka,“ sagði yfir-
skógarvörðurinn og horfði á éftir
henni.
„Já, satt er þaðsvaraði frúin,
„en þú metur annarra börn jafnan
mest.“
Svo dó bjölluhljómurinn í skóg-
inum út.
I rökkrinu, svo sem klukkustund
síðar, heyrðist bjölluhljómurinn
aftur. Yfirskógarvörðurinn hafði
engan frið haft. Að minnsta kosti
tíu sinnum hafði hann rokið út í
dyr á þessari stundu, steinhissa í
hvert skiptið á því, að sleðinn
skyldi ekki vera kominn. En nú var
hann loksins kominn, og niður af
honum skreiddist ólöguleg mann-
vera í loðfeldi. Horngleraugu,
hvasst, þunnt nef, gráleitir skegg-
broddar — þetta var hið fyrsta,
er heimamenn greindu af aðkomu-
manninum.
„Velkominn, velkominn, gamli
Jochumsen!“ hrópaði yfirskógar-
vörðurinn. „Yfirkennari — fyrir-
gefið — prófessor Jochumsen —
konan mín,“ samkynnti hann, og
áður en gesturinn komst að, hélt
hinn glaðværi húsráðandi áfram:
„Að þú skyldir vilja leggja það á
þig að koma hingað!“
„Hm,“ drundi í prófessornum,
„ekkert á móti því að halda einu
sinni jól hjá yfirskógarverði."
„En hvað segir nú séra Knudsen
við því, að þú skulir bregða vana
þínum og vera ekki hjá honum á
jólunum?" spurði húsráðandi.
„Hann verður að hafa það —
það gjöra kringumstæðurnar. —
Sjáðu til, Vinge, þær eru nú loks-
ins báðar trúlofaðar, dætur hans,
— Mína aðstoðarprestinum og
Friðrikka Sörensen malara — og
alla þessa ást og allt þetta kossa-
flens hafði eg enga heilsu til að
þola. Það væri fyrir sig að sumar-
lagi, en á veturna, þegar menn
verða að hýrast innanhúss innan
um allt þetta — nei, það eyðilegg-
ur hvern, sem er.“
„Þér verðið endilega að bragða
á lifrinni, herra prófessor,11 sagði
frúin við kvöldborðið.
„Já, hana fáið þér aðeins hjá
yfirskógarvörðum,‘‘ mælti Vinge.
Prófessorinn lét sér það að
kenningu verða og réðst á lifrina
og þótti hún gómsæt.
„Prófessorinn er líklega ekki
veiðimaður?" spurði Ida.
„Nei, ekki þaulæfður. Eg get að
vísu sagt með skáldinu, að „gleði
mína finni eg í skógum og á heið-
um“, en ekki get eg þó sagt: „Eg
veiðimaður er.“
„Þú skalt þó engu síður fá að
vera með sem áhoffandi í skark-
veiðinni é fjórða í jólum,“ sagði
yfirskógarvörðúrinh.'
„Hvar er Knútur sonur þinn?“
spurði prófessorinn’állt, í einu.
Þjáningarþögn r’íkti - nokkur
augnablik, en ýfirskógarvörðurinn
rauf hana brátt.
„Hann les undir próf í Kaup-
mannahöfn og finnst hann ekki
mega eyða tíma frá lestrinum.
Hann ætlar að „ganga upp“ næsta
sumar — hann verður að gjöra
það, skilurðu.“
„Hm,“ umlaði pröfessorinn. „Les
undir próf í jólaleyfinu! Æskan er
víst breytt frá því, sem áður var.“
Svo var staðið upp frá borðum.
Herrarnir kveiktu í pípum sín-
um, blönduðu sér toddý og tóku
að rifja upp ýmislegt nýtt og gam-
alt. Frúin og Ida gengu til hvíldar,
en þeir sátu nokkra stund yfir
glösunum.
„Eg er ekki vanur að láta mér
finnast mikið til um ungar stúlkur,
svona yfirleitt,“ sagði prófessorinn
allt í einu, „en fröken Vemer sýn-
ist mér myndarleg stúlka.“
„Já, það máttu segja oftar en
einu sinni,“ svaraði yfirskógarvörð-
urinn. „Hún réði sig hingað á sín-
um tíma til að læra hússtjórn og
fleira. En þá dóu foreldrar hennar,
svo að segja samtímis. Hún ílendist
svo hér og hefir eins og gróið föst
við heimilið. Eg get ekki af henni
séð — og hún ekki af okkur. Hún
er bæði hraust og heilsugóð, hefir
aldrei þurft að nota járnmeðul og
hefir ekki innfallið brjóst.“
„Sei-sei,“ sagði prófessorinn.
„En er ekki hættulegt að hafa unga
stúlku í húsinu ,þegar fyrir er son-