Dagur - 20.04.1949, Blaðsíða 2
2
D AGUR
Miðvikudaginn 20. apríl 1949
Umhyggja Mbl. fyrir KEA
Frá bæjardyrum bóndans
Morgunblaðið ber á sinn sér-
staka hátt mikla umhyggju fyrir
Kaupfélagi Eyfirðinga. Með
stuttu millibili ræðst blaðið með
ófrægingum, aðdróttunum og
rógi á neytendasamtökin í Eyja-
firði og brigzlar þeim um að hafa
svikizt undan merkjum sam-
vinnustefnunnar með stofnun
ýmissa fyrirtækja, er gagnstæð
séu samvinnulögunum, og með
því að svíkjast undan því að
fullnægja þeim skilyrðum að
lögum, .sem til þess þurfi að geta
heitið samvinnufélag.
Út af þessum áburði lagði Dag-
ur þá spurningu fyrir Mbl., á
hvaða fyrirtæki KEA það gæti
bent, sem óheimilt væri að reka
sem eign samvinnufélags og
skoraði á blaðið að svara spurn-
ingunni.
í annan stað var í sömu Dags-
grein skýrt fyrir Mbl., hvaða
skilyrðum bæri að fullnægja til
þess að vera samvinnufélag að
lögum, og jafnframt var skorað á
það að svara skýrt og ákveðið,
hver af skilyrðum þessum Kaup-
félag Eyfirðinga hefði brotið. En
ef blaðtð tregðaðist við að svara,
þá yrði litið svo á, að það hefði
farið með ástæðulaust, ódrengi-
legt slúður.
Þetta var 9. marz sl. Síðan er
því liðinn nær hálfur annar mán-
uður, og á þeim tíma hafa komið
út 30—-10 Mbl., og þó bólar enn
ekkert á svörum þess við spurn-
ingum Dags. Það hefir sýnilega
flúið af hólmi og gert svo lítið úr
sér að sætta sig við að hafa farið
með ástæðulaust, ódrengilegt
slúður í ofsóknaræði sínu á
hendui' Kaupfélagi Eyfirðinga.
En rógburðareðli sínu gegn
neytendasamtökunum hefir samt
Mbl. þjónað af mikilli tryggð eftir
sem áður. Þó að það hafi gefizt
upp við að svara ákveðnum-
spurningum um efni, sem það
reisti deilur sínar á, og þar með
viðurkennt með þögninni ósig-
ur sinn á þeim vettvangi, þá hefir
það síðan flutt nokkrar níðgrein-
ar um KEA á öðrum sviðum.
Hefir þeim verið svarað í aðal-
atriðum í Degi og áróðurinn gegn
félaginu hrakinn í meginatriðum.
Skal hér því aðeins vikið að einu
atriði í rógsiðju Mbl.
Mbl. hefir það rétt eftir fram-
kvæmdastjóra KEA, að hann hafi
skýrt frá því á félagsráðsfundi, að
vörusala félagsins hafi gengið
saman um 10% á einu ári. Út af
þessu leggur svo Mbl. og þykir
þetta allt of lítil rýrnun hjá
neytendafélaginu, þar sem vöru-
sala nokkurra verzlana í Reykja-
vík hafi á sama ári gengið saman
um full 20%. Þetta telur Mbl.
sönnun þess, að hlutur kaupfé-
laganna í vöruúthlutun sé stórum
mun betri en verzlana í höfuð-
staðnum, og hafi þau því sízt á-
stæðu til að kvarta um vöru-
þurrð, eða að þau séu afskipt við
vöruúthlutun.
Athugum nú þenna samanburð
Mbl. nokkru nánar.
Á stríðsárunum hljóp gríðar-
leg bólga í verzlunarreksturinn í
Reykjavík. Ayk nauðsynjavara
fluttu verzlanir þar inn ógrynni
af glingri og allskonar skrani.
Sem dæmi um verzlanafjöldann
þar, má geta þess, að nýlega taldi
maður nokkur verzlunarbúðir við
part af einni götu og fékk upp úr
því töluna 120. Finnst nú Mbl.
lífsnauðsyn fyrir almenning í
Reykjavík og landið í heild, að
allur þessi fjöldi sjálfboðaliða
starfi að vörudreifingu? Bendir
ekki þetta á öfugþróun í verzlun-
arháttum hér á landi? Er nokkuð
undarlegt við það, að vörusala
þessa óþarfa aragrúa verzlana í
Reykjavík gangi saman á tímum
innflutningshafta ’ög gjaldeýris-
skorts, og væri nokkur skaði
skeður frá almennu sjónarmiði,
þó að einhverjar þeirra týndu
tölunni?
Það þýðir auðvitað ekki að
leggja þessar spurningar fyrir
Mbl. Þess vegna skal þeim beint
til almennings í landinu. Sjónar-
mið Mbl. er sýnilega á þann veg,
að hlynna beri sérstaklega að
verzlanafjöldanum í Reykjavík.
Það sýnir samanburður þess á
verzlunum þar í höfuðstaðnum,
þar sem 120 verzlanir eru við
einn einasta götupart, við strjál
kaupfélög úti um dreifbýlið.
Stefna Mbl. og barátta er sú, að
mörg hundruð eða þúsund kaup-
mannaverzlanir í Reykjavík megi
ekki ganga meira saman, þegar
um vörumagn er að ræða, en eitt
stórt kaupfélag, sem þarf að sjá
Árla sumars 1947 var haldið
svonefnt Möðruvellingamót í
Menntaskólanum hér á Akureyri.
Komu þar gamlir nemendur
Möðruvallaskólans saman, 28 að
tölu, til þess að rifja upp gamlar
endurminningai' frá skólaárun-
um.
Af þessum 28 manna hóp eru
4 horfnir af leiksviði jarðlífsins,
að því sem kunnugt er, en það
eru þeir Einar Árnason á Eyrar-
landi, Páll Jónsson í Garði, Sig-
urður Jónsson skáld á Arnar-
vatni og núsíðast Jón J.Dahlmann
ljósmyndari í Reykjavík, er and-
aðist að kvöldi hins 8. þ. m., rúm-
lega 76 ára gamall. Allir voru
þeir, að undanteknum Sigurði,
skólabræður mínir frá Möðru-
völlum, og allir fjórir þraut-
reyndir vinir mínir, og á það þó
ekki sízt við um hinn síðasttalda.
Jón J. Dahlmann er Austlend-
ingur að ætt og uppeldi, fæddur
14. febr. 1873. Tvítugur að aldri
kom hann í Möðruvallaskólann
og útskrifaðist þaðan 1895 með 1.
einkunn. Námsmaður var hann í
betra lagi í flestum greinum og
prýðisvel greindur. Á skólaárum
okkar tókst með okkur svo traust
vinátta, að hún hefir enzt
fölskvalaus ævina út. Að loknu
skólanámi stundaði hann Ijós-
myndanám hjá Eyjólfi Jónssyni
tugum þúsunda félagsmanna
sinna fyrir lífsnauðsynjum.
Fyrir skömmu var það upplýst,
að kaupfélag eitt úti á lands-
byggðinni hefði fengið 6 skyrtur
til úthlutunar félagsmanna sinna.
Líklega þykir Mbl. þetta hafa
verið óþarfa bruðl og ofrausn til
handa útskæklamönnum, sem
það kallar, en hæfilegt hefði ver-
ið að hafa skyrturnar 3, samanber
skoðanir þess um 10% samdrátt
kaupfélaga og 20% samdrátt 30
sölubúða í Reykjavík, sem Mbl.
er mjög hneykslað yfir fyrir hönd
kaupmanna. Væri það í fullu
samræmi við allan anda þess í
garð samvinnufélaganna.
I skrifum Mbl. um samvinnu-
félögin birtist andi vondu stjúp-
unnar, sem vildi koma stjúp-
börnum sínum fyrir kattarnef, og
sagt er frá í gömlum ævintýrum.
En refsingin fyrir illgirnina varð
að lokum sú, að vonda stjúpan
var bundin í töglin á tveimur
færleikum, sem slitu hana sund-
ur.
Mbl. þykist bera umhyggju
fyrir því að losa almenning und-
an einhverju oki, sem K. E. A.
leggi á hann. Umhyggja blaðsins
er ekkert annað en togstreita um
verndun sérgróðafyrirtækja á
kostnað almennings. Þess vegna
krefst Mbl. þess, að fé það, sem
samvinnufélag úthlutar við-
skiptamönnum um áramót, verði
skattlagt hjá samvinnufélaginu,
eins og það væri einstaklingseign.
Umhyggja Mbl. fyrir hág ál-
mennings er með öðrum orðum
eintómt fals sérhyggjumannsins.
á Seyðisfirði og lauk því 1897. —
Síðan stundaði hann þessa iðn
sína m. a. hér á Akureyri um all-
mörg ár eftir síðustu aldamót og
síðast lengi í Reykjavík. Hann
var listfengur og líkuðu ljós-
myndii' hans ágætlega.
Laust fyrir síðustu aldamót
giftist Jón Ingibjörgu Jónsdóttur
frá Strönd á Völlum í Fljótsdals-
héraði, hinni ágætustu konu.
Hún andaðist árið 1940 í Reykja-
vík. Meðal barna þeirra er Sig-
urður J. Dahlmann póstmeistari
á ísafirði og Axel sál. læknir, er
andaðist á Hesteyri 1941.
Jón J. Dahlmann fór ekki var-
hluta af svalviðrum í lífinu. Hann
varð að þola ástvinamissi, og
efnahagur hans stóð stundum
völtum fótum. Hann var við-
kvæmur í lund og í aðra röndina
nokkuð hneigður til þunglyndis.
En oft hafði þó glaðlyndi hans yf-
irhöndina. Vai'ð hann þá hrókur
alls fagnaðar í vinahóp, fyndinn
og skemmtilegur í viðræðum og
einkar laginn á að byggja sér og
öðrum „hlátraheim, þá heimur
grætti“. Slíkra. stunda minnumst
við, vinir hans, jafnan með
ánægju og söknuði.
Þessi fáu og fátæklegu minn-
ingarorð verða að nægja. Eg flyt
þér, vinur minn, Jón Dahlmann,
alúðarþakkir fyrir meira en
H. E. skrifar blaðinu:
EYJAFJÖRÐUR er fa,gurt
byggðarlag og hvergi í landinu er
búskapur rekinn með öllu meira
kappi og forsjá í senn. Þeim, sem
mjög þarf að ferðast um þetta
hérað, gefur næstum daglega að
líta eitthvað nýtt, sem bendir til
framfara og umbóta.
Jörð við jörð í rnörgum hrepp-
um er nú orðin hýst svo, að öllu
leyti, að ekki virðist þurfa miklu
við að bæta á næstunni. Vel
gerðar nýræktir bætast við túnin
árlega, svo að þau eru í mörgum
hverfum að tengjast saman.
Stærri og stærri skurðir í engj-
um og högum eru með hjálp
tímans að búa enn meira land
undir betri nýtingu og ræktun.
Heimreiðirnar stórbatna frá ári
til árs og við útleggjarana rísa
upp æ fleiri mjólkurskýli og
póstkassar, sumir með áletruðu
nafni bæjarins. Nautgripahjarð-
irnar stækka árlega, en jafnframt
taka ungu kýrnai' þeim gömlu
yfirleitt fram. Girðingar settar á
réttum stöðum, meðal annars raf-
magnsgirðingar, halda búpen-
ingnum í skefjum, þar sem hann
er sjálfum sér til mests gagns við
að eta gott gras, en er bægt frá
að skipta sér af rekstri búsins.
Samtímis dylst það engum, sem
ferðast um með augun opin, að
gríðar mikil hugsun og vinna er
nú víða lögð í að fegra sveita-
heimilin utan húss og innan. í
heilum hverfum sést ekki ómál-
aður húskofi og víða eru gerðar,
sumir gamlir, aðrir í uppsiglingu.
Innanhúss er smekkvísi og
þrifnaður víðast hvar í samræmi
:við frágang utanhúss;
AF ÖLLU ÞESSU gleðst hinn
velviljaði áhorfandi, bæði af því
að blómleg byggð stóreykur ætíð
fegurð hvers héraðs, en ekki síð-
ur vegna þess, að atvinnuvegur,
svo gróskumikill og vel skipu-
lagður, sem eyfirzkur landbúnað-
ur nú er, mun varla aftur verða
beygður jafnlangt niður í svaðið
og áður fyrr gerðist.
Víða er auðvitað pottur brotinn
í þessu ágæta héraði eins og ann-
ars staðar. Sums staðar eru enn
moldarkofar, sums staðar stein-
hús sýnu verri og sumsstaðarall-
ir hlutir innanhúss eða utan,
auðkenndir af hirðuleysi eða
getuleysi nema hvort tveggja sé.
En yfirleitt er eyfirzk búmenning
í hraðri, alhliða framför. Alhliða
segi eg, og þó.
Eitt er það vanræksluatriði,
sem nauðsynlegt er að minnast á,
beinlínis í hvert sinn, sem um
landbúnað er talað, einnig hér í
Eyjafirði. „Auk þess'legg eg til að
Carthago sé eydd“, sagði hinn
aldraði Cató í lok hverrar ræðu,
um hvað sem hann hafði annars
rætt. En eg sting upp á að allar
ræður, sem til bænda eru talaðar,
endi svo: „Auk þess verðið þið að
hirða betur vélarnar ykkar“,
Ekki þarf að fara langan spotta
út í sveit, t. d. frá Akureyri, hvert
sem haldið er, áður en hinn at-
huguli vogfarandi hefur með
gremju í huga getað talið marga
tugi búvéla liggjandi út á víða-
vangi í fullkomnu hirðuleysi og
það um miðjan vetur.
Á flestum jörðum eru einhverj-
ar vélar úti, sem inni ættu að
vera. Á sumum aðeins ein eða
tvær, sem orðið hafa útundan eða
gleymzt, á öðrum heilt stóð af
þeim ,og það hefur ekki gleymzt.
minn garð og óska þér til ham-
ingju með umskiptin.
Friður guðs veri með þér.
Ingimar Eydal.
Margt af þessu eru mjög við-
hálfrar aldar vináttu og tryggð í
kvæmar vélar, sem þola ekki úti-
göngu að vetrinum, t. d. sláttu-
vélar (með greiðu og jafnvel
Ijánum í), múgavélar og jafnvel
dráttarvélar, svo að ekki sé nú
minnzt á hin harðgerðari kynin
áburðardreifara, kerrur, vagna o.
s. frv.
Oft og víðá á undanförnum ár-
um hefur maður neyðst til að
horfa á þennan vanrækta pening
hálfan á kafi í snjónum, liggjandi
í alls konar stellingum og á alls
konar ótrúlegustu stöðum, í
tjörnum, keldum, skurðum o. s.
frv.
Hversu oft hefur maður ekki
séð örla á brotnum kjálkum og
ryðbrunnum öxlum upp úr krap-
anum, eða horft á helstirða arma
og nakta fingur beinást ásakandi
upp úr snjónum? Slík meðferð á
góðum gripum er lítt afsakanleg,
næstum því grimmdarleg. Bænd-
ur munu aldrei losna við verðtig
ámæli fyrir trassaskap, fyrr en
þessu hefir verið kippt í lag.
Sumir bændur hafa afsökun,
veit eg vel, þeir hafa ekki fengið
efni eða leyfi til að reisa skýli yf-
ir vélarnar. En þeir hinir sömu
geta þó að minnsta kosti dregið
þær saman á góðan stað, smurt
þær vandlega og breytt striga
yfir. Og enginn er svo plásslaus,
að hann geti ekki hýst viðkvæm-
ustu hluta vélanna, þó að þeir
grófgerðari og fyrirferðarmeiri
séu þá úti.
Nei, það er ekki ill nauðsyn að
vélarnar eru þar sem þær eru,
það er illt skeytingarleysi, illt
smekkleysi, og illur skilningur á
verðmætum. Með öðrum orðum
aum búmennska.
NÚ VIL EG beina máli mínu
til allra þeirra eyfirzku bænda,
sem vita sig seka í þessu efni.
Látið það ekki henda annað sinn
að vélarnar verði undir vetrin-
um úti og í hirðuleysi. Munið að
það bitnar mest á ykkur sjálfum,
fjárhagslega. Og ef þið hafið efni
á slíku, munið þá að vegfarendur
hafa oftast augun hjá sér, svo að
þetta er ykkur til skammar, og
ekki einungis ykkur sjálfum,
heldur heimilufn ykkar, sveit og
héraði.
Og að lokum þetta. Þegar svo
er komið að allar landbúnaðar-
vélar eru sómasamlega geymdar
yfir veturinn, þá og þá fyrst hafa
bændur fullan siðferðislegan rétt
til að krefjast ótakmarkaðs inn-
flutnings á búvélum.
Stálku vaiilar
til innanliússtarfa, á barn-
laust sveitaheimili. Yms
þægindi. Kona með barn
gæti komið til greina.
Afgr. vísar á.
Fólksbifreið,
Plymoutli ’47, cr til sölu.
Afgr. vísar á.
Góð stofa
og lítið herbergi, í nýlegu
steinhúsi, til leigu eftir 14.
maí n. k. Sér-inngangur.
Afgr. vísar á.
Minningarorð:
Jón J. Dahlmann, Ijósmyndari