Dagur - 18.01.1950, Blaðsíða 7

Dagur - 18.01.1950, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn 18. janúar 1950 DAGUB 7 j Karlmannaföt | (lagerföt) til sölu. — Verð frá kr. 472.75. Jóhannes Þórðarson f. 12. nóv. 1862, d. 16. des. 1949. Það hverfur stöðugt einn og einn úr okkar fögru sveit, UR BÆ OG BYGGÐ St. Andr,: Huld, 59501186, IV/V, 2. Sjónarhæð. Sunnudagaskóli kl. 1. Almenn samkoma kl. 5 á sunnudögum. | Saumastofa Páls Lútlierssonar, j | Hafnarstræti 86. \ ri.siiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiNiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiimiiiiiimiiiiiiiiiiiiliiiiiMiiitV Foðurvörur alls konar. Verzi. Eyjafjörður h.f. Olíulampar Lampaglös Verzl. Eyjafjörður h.f. Þakpappi Milliveggjapappi Verzl. Eyjafjörður h.f. Herbergi, með sérinngangi, til leigu í nýju húsi. Afgr. vísar á. Gott herbergi tíl leigu á ytribrckkunni. Upplýsingar i sírna 542. Sá, V sem tók í misgripum gráan frakka í Lóni á nýársnótt, er beðinn að skila honum í Hafnarstræti 81, 3. hæð. Ný ibúð fil sölu Neðri hæð í húsinu Bjarma- landi, .Glerárþorpi, er til sölu, og laus til íbúðar 14. maí næstkomandi. Tilboðum sé skilað til Jóns O laf ssonar, B j ar malandi, fyrir 1. febrúar n. k. — Réttur áskilinn til að taka Iivaða tilboði sem er, eða hafna öllum. LAUST OG FAST. (Framhald af 2. síðu). stofunni verk vinnumiðlunar- skrifstofu, niegi rekja til þess- arar ,.geðbilunar“! Sparsemd- armenn eru þeir, alþýðuíor- ingjarnir okkar, blessaðir, þegar fjármál bæjarins eru annars vegar, sbr. stuðning þeirra við 2/3 hluta tillögu Dags. En ósparir á stóryrðin. Má raunar kalla að nálgist óhóf,er þeir lýsa sínum hjart- kæru vinum í Framsóknar- flokknum. - Fokdreifar (Framhald af 4. síðu). þó verið lagfærðar með hökum. En ég hefi eigi treyst mér til að leggja til að fjarlægja alla klaka- hryggi af götunum á þann hátt, þar eð slíkt myndi kosta ótrúlega mikið fé. Segja má með réttu að framhjá þessum vandræðum hefði mátt komast að verulegu leyti með því að hafa veghefil og jarð- ýtu í gangi á gamlárskvöld og fyrri hluta nýársdags, en á annan hátt ekki. Verð ég að sjálfsögðu að. þola gagnrýni bæjarbúa fyrir að slíkt var ekki gert, en hefi hér skýrt málavexti eftir því sem ég veit sannast og réttast. Enn segir bæjarverkfræðingurinn Það er mikið vandamál að halda greiðfæru yfir veturinn jafn óeðlilega löngu gatnakerfi eins og hér er á Akureyri miðað við fólksfjölda, þegar þar við bæt- ast einnig ýmsar torfærur vegna legu bæjarins hér í brekkum. Er slíkt ekki framkvæmanlegt nema með góðum vélakosti. Þegar ég tók við starfi mínu fyrir 2 1/2 ári, átti bærinn ekkert tæki er nota mætti til slíks, enda útvegun véla miklum erfiðleikunr bundin. Eg hefi eftir megni beitt mér fyr- ir að úr þessu yrði bætt. Hefir bærinn nú nýlega fengið jarðýtu og mikilvirkan veghefil, auk mal- bikunartækja og götuvaltara. Við útvegun veghefilsins naut bærinn ágætrar aðstoðar Kristjáns Krist- jánssonar, forstjóra. Fest hafa verið kaup á snjóplóg á hefilinn og það tæki væntanlegt síðari hluta vetrar og ætti þá alla jafn- an að halda götunum umferðar- hæfum þrátt fyrir mikla snjóa. Þó verður seint hægt að fyrir- bvggja alvarlegar umferðartrufl- anir þegar skyndilega gerir frost eftir hlákuvaðal og mikiir klaki myndast á götunum. Um leið og ég þakka birting- una, vil ég taka það fram, að mér er ljúft að gefa upplýsingar um það, sem til skýringar má verða á framkvæmdum bæjarins innan míns starfssviðs. Hins vegar verð ég að lýsa undrun minni á til- raunum blaðs yðar til að draga starf mitt inn í pólitískar deilur og álít mig ékki hafa gefið tilefni til þess.“ Hjúskapur. 4. janúar sl. voru gefin saman í dómkirkjunni í Uppsölum í Svíþjóð ungfrú Inge- gerd Nyberg (dóttir H. S Nyberg prófessors í semetiskum fræðum við Uppsalaháskóla) og Jónas Baldursson, bóndi að Lundar- brekku í Bárðardal. Skrifstoía F ramsóknarflokksins, HAFNARSTRÆTI 93, 4. IIÆÐ, ER QPIN ALLAN ÐAGINN. — Stuðningsmenn B-LISTANS! Lítið inn eða hafið samband við skrifstofuna í síma 443. og ævistarf hans fyrnist fljótt, já, fyrr en nokkur veit, því maður kemur manns í stað og merki nýtt fram ber, þá gleymist fáni fallins manns, hve fagur, sem hann er. Ef saga lands vors sögð er rétt, þann sannleik votta má: að foringjum er lítið lið ef liðsmenn skortir þá. En þeir, sem skilja og heyra hann sem hrópar sannleiks mál, og gerast verðir véum hjá, þeir vernda þjóðar sál. — Til hefðar ei þinn hugur stóð, en heill og traustur varst sem liðsmaður i lífsins þraut, og langt af mörgum barst. Þú þekktir skort og skuggafjöld, er skyggja á jarðlífs braut, en birta af þinnar sálar sól hún sigraði hverja þraut. Þú vildir engum vekja und, né viðkvæm ýfa sár, en frambauðst þína þýðu hönd og þerraðir margra tár. Þín hlýja glaðværð geislum skaut á geigvæn myrkravöld, svo æ var bjart við arin þinn og aldrei nótt né kvöld. Þú kunnir vel að laga ljóð og listatökum ná, svo fáir betur gátu gert — því gleyma ekki má. Og eigin götur gekkstu beint og girntist ekki hrós, en þráðir heitt til hinzta dags að hljóta meira Ijós. Þótt nú sé tungan haga hljóð og horfinn söngvarinn, mér finnst eg heyra unaðs óm og yl í brjósti finn. — Og svíf nú frjáls í landa leit um lífsins víðu höf. Þér hátíð verði héðanför og heilög jólagjöf. D. J. MÓÐIR, KONA, jMEYJA. Framhald af 4. síðu). Rifnar gulrœtur. — Hráar gulrætur eru rifnar með járni eða skafnar vandlega með hníf og hafðar sem forréttur, 5-10 tesk. á undan einhverri máltíð. % Kartöflustappa. — Soðnar kartöflur eru marðar vand- lega með gaffli eða skeið. Síð- an er stappan þynt með mjólk eða vatni, unz hún er orðin eins og þykkur grautr. Ef barnið er magurt, má láta eina- tesk. af smjöri í stöppuna, annars ekki. Gulrófnastappa. — Gulrófur eru soðnar eins og venja er til, og stappan búin til eins og kartöflustappa. (Úr Heilsufræði handa húsmæðrum eftir Krist ínu ólafsdóttur lækni). Kirkjan. Messað í Glerárþorpi næstk. sunnudag kl, 2 e. h. (F. J. R.). Fermingarbörn beðin að mæta. jG O Sunnudaga- m skóli Akur- W U eyrarkirkju verður n. k. sunnudag kl. 1014 f- h. 7—13 ára börn í kirkjunni, en 5—6 ára börn í kapellunni. — Bekkja- stjórar munið allir að mæta kl. 10. — Æskulýðsfé- lag Akureyrar kirkju. — 2. (yngri) deild. Fundur í kap- ellunni kl. 8.30 e. h. næstk. sunnudagskvöld og 3. (yngsta) deild: Fundur mánu- dagskvöld, 23. jan., Munið eftir að greiða gjöld ykkar (árgjald 10.00 krónur). Áríðandi að allir mæti. Akurcyringur! Mundu eftir manninum, sem er hjálpai’vana og þarfnast þess að þú komir honum til hjálpar. (Mannvinur). Mundu eftir fuglunum, sem að- eins eiga hlé hjá freðnum steini. (Dýravinur). Fertugur varð í gær Ingólfur Þorvaldsson bifreiðastjói’i á B. S. A. Fermingarbörn! — Prestamir biðja fermingai’böi'nin að koma til sín í kapelluna, sem hér segir: Til séra Pétui-s á fimmtudag (á morguri) kl. 5 e. h., og til séra Friði’iks á föstudag kl. 5. Frá starfinu í kristniboðshús- inu Zíon næstu viku. Sunnudag kl. 10.30 f. h. sunnudagaskólinn; kl. 2 drengjafundúr (eldri deild); kl. 8.30 almenn samkoma, séra Jóhann Hlíðar talar. Þi iðjudag kl. 5.3 Ofundur fyrir telpur 7—13 ára. Miðvikudag kl. 8.30 biblíulestur og bænastund. Fimmtudag kl. 8.30 fundur fyrir ungar stúlkur. Laugardag kl. 5 30 drengjafundur (yngri deild), Hjónabönd. Steingei’ður Hólm- geirsdóttii’, Þorsteinssonar, og Guðlaugur Jakobsson vélstjóri. — Sigríður M. Eiríksdóttir, Hjalteyri, og Skúli Sigurgeirsson, Akui-eyri. — Sigui’laug G. N. Halldórsdóttir og Kai Rasmussen, bakai-i, Akui’eyi’i. — Gefirx saman af F. J. R. — Ungfrú Guðrún Haraldsdóttir (Guðmundssonar, Brekkugötu 37), og stud. jur. Nils Gjesvold, Oslo. Möðruvallakl.prestakall. Mess- að vei'ður á Möðruvöllum suunu- daginn 22. jan. og í Glæsibæ sd. 29. janúar. „Kristur og vandamál æsk- unnar“ vei’ður efnið n.k. sunnu- dagskvöld kl. 8.30 á Sjónarhæð. Ungu fólki sértsaklega boðið að koma. Sæmundur G. Jóhannes- son. Framsóknarvist Framsóknar- ielaganna að Hótel KEA síðastl. sunnudagskvöld var nxjög fjöl- sótt. Spilað var á 40 boi’ðum. Að vistinni lokinni var dansað Skemmtikvöld Framsóknarfélag- anna eiga vaxandi vmsældum að fagna i bænum. Bæjarstjórn hefur samþykkl bæjai’löggildingu Guðjóns K Ey- mundssonar, Bjarmastíg 13, sem rafvirkja í bænum. Austfirðingamót verður haldíð að Hótel K. E. A. næstk. laugar- dagskvöld. Sjá augl. í blaðinu í dag. Hjúskapur. Sd. 15. jan. vovu gefin saman í hjónaband ungfrú Jónína Bjöi’g Helgadóttir frá Kjarna, ljósmóðir í Hrísey, og Jc- hann S. Sigurðsson, bifreiðarstj., Hauganesi. St. Brynja. nr. 99 heldur fund í Skjaldboi'g næstk. mánudag, 23. þ. m., kl. 8.3 Oe. h. — Fundar- efni: Inntaka nýliða. Innsetning embættismanna. Sýnd verður sænsk kvikmynd. Ei'indi. — Eftir fundinn vei'ður spiluð Fi-amsókn- ar-whist. — Reglufélagar, mæt- um á fundinum með nýja félaga og sjáum þessa ágætu mynd. Hjálpræðisherinn, Strandgötu 19B. Fimmtudag 19 jan. kl. 8.30 e ,h.: Norsk Forening. — Föstud. kl. 8.3 Oe. h.: Söng- og hljóm- leikasamkoma. Gxxitarsamspil m. m. — Sunnudag. Kl. 11 f. h.: Bænasamltoma. Kl. 2 e. h.: Sunnudaagskóli. K1 8.30 e. h.: Al- menn samkoma. — Mánúdag kl. 4 e. h.: Heimilasambandið. Kl. 8.30 e. h.: Æskulýðssamkoma. — Ver- ið hjai'tanlega velkomin. / Skíðastökkkcppni er fyrirhug- uð við Miðhúsaklappir kl. 2 e. h. næstk. sunnudag. Hjónaefni. Sl. nýjársdag opin- beruðu trúlofun sína, ungfi’ú Hi'afnhildur Baldvinsdóttir, leik- fimiskennari, og Þorsteinn Leifs- son, bílstjóii, B S. A. — Framkvæmdamál bæjarfélagsins (Framhald af 5. síðu). skyldu til að styðja það mál á allan hátt. Kvenfelagið Hlíf er að koma upp dagheimili fyrir böm hér ofan við bæinn. Hefur það vei-k verið leyst af hendi styrkja- laust til þessa. Taldi frúin sjálf- sagt að bærinn veitti málinu stuðning með því að þarna væri um að ræða mikilsvert menn- ingarmál fyrir bæjai'félagið. — Næsta verkefni væri að koma upp vöggustofu og upptökuheim- ili fyi'ir börn. Þá benti hún á nauðsyn þess, að bæjai-menn hefðu völ á hjúkrunarkonu og hjálparstúlku í veikindatilfellum og þyrfti bærinn að styrkja ein- hvern líknarfélagsskap í bænum til þess að taka þetta mál að sér og leysa það á viðunandi hátt. Væri það e. t. v. heppilegi'a en að bærinn hefði þetta með höndum sjálfur. Þá ræddi frúin nokkuð áfengisbölið og nauðsyn þess, að eitthvað væri gert til þess að út- vega unglingum holla afþi'eyt- ingu. Benti hún í því sambandi á hið fyrirhugaða æskulýðsheixnili teniplara, sem væri nauðsynja- og menningarmál fyrir bæinn og þyrfti að njóta stuðnings bæjar- stjói'narinnar. Fjörugar umræður. Að loknum framsöguræðunum urðu fjörugar umræður um bæj- armálin og töluðu þessir m. a.: Mai'teinn Sigui'ðsson, Valdimar Jónsson, ' Tómas Ái-nason, Helga Jónsdóttir og Flai'aldur Þoi'valds- son. Fundarstjóri var Halldór Ás- I geii'sson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.