Dagur - 28.01.1950, Blaðsíða 5

Dagur - 28.01.1950, Blaðsíða 5
Laugardaginn 28. janúar 1950 D AGUR 5 N Vettvangur bæjarstjórnar 5. Er lagt á KEA opinber gjöld lögum samkvæmt? Tilgangur bæjarstjórnarkosn- inganna er að velja fulltrúa, sem síðan stjórna bænum í umboði bæjarbúa næstu 4 árin. Það hef- ur því mikla þýðingú, að kjósend- Ur geri sér ljóst, hvert er verk- éfni fulltrúa í bæjarstjórninni. Alþýðuflokkurinn og Sjálf- stæðisflokkurinn hafa á hinn furðulegasta hátt ráðizt að sam- tökum samvinnumanna hér í bænum og reynt að gera þau tortryggileg í augum almenn- ings. Aðalárásinni er béint að skátta- löggjöfinni og útsvarsgreiðslum Kaupféiags Eyfirðinga og raunar allra samvinnufélaga. En hvers vegna er risið upp til handa og fóta fyrir bæjarstjórnarkosning- arnar og skrifaðar langar greinar um skattalöggjöfina og nauðsyn á breytingum? Hvað kemur það við bæjarstjórnarkosningum á Akureyri? Ekki getur bæjar- stjórnin komið í veg fyrir, að lögunum verði breytt, því að Al- þingi setur lög á landi hér. Niðurjöfnunarnefndin leggur svo útsvör á bæjarbúa eftir þeim reglum, sem lögin mæla fyrir um. En enginn sérstakur flokkur hefur neitt úrslitavald í henni. Nei, tiJgangurinn er augljós. Hann er að reyna að fá kjósendur til að trúa því, að Framsóknar- menn ráði þ ví, hvernig út- svörin eru'lögð á í bænum, ef þeir hafi mikil ítök í bæjar- stjórninni. Það megi því ekki kjósa Framsóknarílolikinn, vegna þess að fulltrúar flokksins muni þá láta leggja lægra útsvar á KEA, en bresta á með hærri út- svör á aðra skattgreiðendur í hænum. Er því ekki von að spurt sé: Hverju máli skiptir það í kosningabaráttunni, hvaða lög gilda um skattgreiðslu Kaupfé- .lags Eyfirðinga? Getur það talist heiðarlég bardagaaðferð, að reyna að gera einn stjórnmálaflokk óivnsælan, vegna málefnis, sem hann fær ekki ráðið við, vegná þess að það er ekki hinri rétti vettvangur málefnisins? Eg vil því leyfa mér að leggja eftirfarandi spurningar fyrir Al- þýðumanninn og íslending: 1. Hverjir ráða því, hvernig skattalöggjöfin er? Hefur Framsóknarflokkur- inn bolmagn til að breyta lög- unum? 2. Hvaða áhrif getur bæjarstjórn Akurey.rar haft í því efni að ráða útsvarsgreiðslum KEA? 3. Hvað eiga Framsóknarmenn marga fulltrúa í niðurjöfnun- amefnd, sem leggur á útsvör? 4. Hvers vegna hefur þingmaður Akureyfar ekki borið fram á Alþingi frumvarp um breyt- ingar á skattalögunum? Framhald af 4. síðu). á. En á þfessu tapar bara blessað ríkið, þótt bæjarsjóður ku'nni að fá eitthvað meira í sinn hlut en ann- ars. Og ekki erunt við, góðu menn- irnir, svo vondir að þiggja það með þökkitm, að ríkið missi a£ sínu, hvað sem bænurn líður, því að ekki mun síðtir af veita að hækka eitt- hvað bótnhylinn í ríkiskassanum en bæjarsjóðnum hér. Ergó: Lögin um samvinnufélögin eru vöiid, Og þeim verður stráx að breyta, svo að KEA og aðrir þess nótar þurfi ekki að hafa fyrir því að vera að pota sér og l'yrirtækjum sínum undir sæng- ina hjá okkttr í liinuin skattpíndu hlutafélögum, til þess að fá að borga eins mikil opinber gjöld eins og þeir endilcga vilja og eins og við í hlutafélögunum fáum að gera! 3. k a p í t u 1 i EKKI ER OIvKUR, sem einka- framtakið styðjum, þakkandi, þótt við höfum af langri reynslu og æf- ingu lært það riiikíð í stafrófi okk- ar eigin viðskiptafræða, að við kurinum þá list að leggja stunduni það ríflega á varning okkar, að við getum, þegar svo ber undir, slegið talsvert af verðinu vegna viðskipta- vina okkar, án þess að skerða okkar eigin hagnað allt of tilfinnanlega. Og auðvitað dettur engum sann- gjörnum manni í hug, að láta okkur borga skatta eða útsvör af þessum afslætti, heldur aðeins af því, sem við höfum raunverulega upp ór krafsiriu, — ef þeir fá þá nokkúrn tíma að vit'a það svo ná- kvælnlega, blessaðir skattheimtu- mennirnir! — Kaupfélögin gefa líka afslátt af því sem þau selja, en þó ekki fyrr en eftir á, þegar reikning- arnir hafa vcrið gerðir upp og séð verður, hver afgangurinn hefir orð- ið á árinu. En ltvaða vit og santi- girni er nú í því, að sleppa þ e i m við að borga opinber gjöld af þess- úrri afslætti; þótt o k k a r afsláttur komi þar auðvitað ekki til greina! 4 kapituli NEI, GÓÐIR EIÁLSAR! Sam- vinnulögunum verður strax að breyta. Það er skratti hart að geta ekki afgreitt svo einfalt og sjálfsagt iriál á bæjarstjórnarfundi hér á staðnum. En alþingi vill víst fá að ráða þessjx og telur slíkar lagabreyt- ingar á sinu verksviði en ekki okk- ar. En við skulum nú samt gera þetta að aðalstefnumáli okkar í þessum bæjarstjórnarkosningum, og helzt alls ekki miinnast neitt veru- lega á bæjarmálin sjálf í þetta sinn! Svari blöðin ekki þessum spurningum án útúrsnúninga treysta þau sér ekki til að standa frammi fyrir sannleikanum í því efni, að skattaálögin og bæjar- stjórnarkosningarnar á Akureyri séu sitt hvor vettvangur. .líka einu sinni að leggja útsvör á samvinnureksturinn þar í bæ, eftir eigin höfði, hvað sem landslögin segðu, og endaþótt dómstóíarnir ó- nýttu þá sjálfsögðu skattheimtu með yfirgangi í það sinn, var til- raunin jafn lofsverð fyrir því. — Auðvitað var það slæmt, að Jakob okkair ritstjóri skyldi nokkurn tíma sleppa því út úr sér í „íslendingi“ þarna um árið, þegar bardagirin við Skjaldbyrginga s'tóð sem hæst, að „í rautj og veru skipti litlu máli, hvern liug bæjarfulltrúar bera til KEA, því að þeir fá nauðalítil tækifæti í bæjarstjórii til þess að efla éða hriekkja valdi þéss.“ — En látum svö vera, að lionum yrði það á fyrir átta árum að segja þennan sann- leika, sem engan varðaði þó um, ef liann segir bara hið gagnstæða nógu oft og nógu kröftuglega í þetta sinn! — Ög nú höfum við Braga og alþýðtimenn hans með okkur, og það munar nú um minna en slíkan berscrk og blaðið hans, þegar til úrsiitaorrustu dregur, ekki sízt ef Jakob og „Isléhdirig" háris skyldi bresta róminn, svo sem stundum áður hefir viljað tíl! Sögulok og eftirmáli. FLJÓTT MÁ LÍKA sjá þfess glögg merki, að skáld gott og hrað- kvætt hetir slegizt í flokk með okk- ur, þar sem Bragi er, enda hefir hann þegar skrifað nýjan viðbæti við gömlu sögririá: Nú er það nefriilega orðið KEA ög skattfrels- iuu margitfefnda að kehna, að bæj- arbúar verða að borga hafnargjöld, rafmagn, vatn og annað slíkt Íulíu verði — og þykir dýrt! Enginn vissi þó fyrf fen þetta, að KÉA nyti nokk- urra sé'rhlunnirida Ijjá þessum stofnunum, né heldur að útsvars- gfeiðslur kæmti þessum sérstöku- stofnunum með algerlega aðgreind- an fjárhag hið allra minnsta við. En Bragi Vissi betuf, og héðan af skal það allt vera KEA og sérrétt- indum þess að kenna, og ekki mun- ai það neinu, þótt þessum pinkli sé bætt ofan á alla syhdabýrðina, sem íyrir var á þeim breiðu herðrim! —■ Og fram nú, ailir sjálfstæðir og al- þýðlegir menn, sem fylgja okkur og Braga, — og skulu gunnfánar með íslenzkum fálka, „óstindíaniskum affa“, eða þá þremur örvum, bornir í fararbtoddi liðsihs, svo að „ís- lenzkir bugti sig og hneigi með re- verentsíu". — Fram, fram í lieilagt strið! - FOKDREIFAR — Bæjarstjórnin í Reykjavík reyndi LAUST OG FAST ANDI LIÐINS TÍMA. íslendingur birti nú á dög- unum frásögn eina, sem blaðið hafði sótt í Akureyrarsögu Klemenzar Jónssonar. Fjallaði húri um Möller nokkum kaup riiahh, serri vafalaust héfur verið einn af „máttárstólpum“ íhaldsins á þe irri tíð. Yfirleitt virðist rithöfundum fslendings hafa verið' tíðförult í gamlar sögur og forneskjuleg fræði nú í séinni tíð, og hefur mála- flutningur blaðsins á stund- um verið líkastur því að Möll- er kaupmaður sjálfur og aðrir öndvegishöldar fyrri aldar hafi sjálfir gérigið þar um hús og blásið' lífsandanum í nasir blaðsins. Önnur skýring er þó til á þessu fyrirbrigði, hefní- lega sú, að Sveinn Bjarnason sé andinn, sem öli vizkan streyri'iir frá. MÖLLER KAUPMAöUR OG lóðAéiganDinn. En svo aftur sé vikið að frá- sögn f slendings af Mölier kaup manni og æruvérðughéitúm haris, þá liggúr við að mettri blátt áfram vikni ér þeir hugsa sér ráðvendni Sjálfstæðisbur- geisanna hér. Möller kaup- maður er þeirra fyrirmynd. — Hann vildi ckki taka sæti í bæjarstjórn af því áð harin stýrði verzlun og atvinnufyr- irtæki í bænum. Þetta þykir Sjálfstæðishetjunum hér fögur fyrirmynd, sem og fleira úr fræðum fyrri aldar. Berja þeir sér ákaft á brjóst í íslendingi ög þakka guði sínum fyrit að þéir skuli vera eins og Möllér kaupmaður, en ekki eins og þessir vondu kaupfélagsmenn, sem nú vilja endiléga í hæjar- stjótniha, þvert ofari í viíja þessa framiiðria léiðatljóss. — Þykir þeim frómú möhnum það ganga ósvinnu næst, að starfsmenn kaupfélagsins á staðnum skúli gerast svo djarfir að gefa kost á sér í bæj- arstjórn, Mundi siíkt og hafa þótt tíðindum sæta, á tíð Möll- ers kaupriianns. Og víst et um það, að ekki rekast þeir á, hagsmunir Sjálfstæðisburgeis- anna á listanum og bæjarins, þ. e. a. s. þegar þeir skrifa í íslending. En hvérnig fer, þeg- ar lóðaréigandinn Sverrir Ragnars fét næst að höndla við bæinn um lóðir? Hvar er andi hins sáiuga kaupmanns Möllers þá? Eða þegar togara- ábyrgð Guðmundar Jörunds- sónar ber næst á góma? Vérð- úr hinn góði andi Möllets kaupmanns þá innan eða utan dyra í bæjarstjórnarsalnum? Eða er málinu þannig farið, að arftakar Möliers í siðgæðis- vísindunum ætlist til þess trausts af andstæðingunum, sem liðsmenn þeirra í ísiend- ingi kjósa ekki að sýna Fram- sóknarm.? — Sannleikurinn í málinu er sá, að Framsókn- armenn bera það traúst til þessara tveggja Sjálfstæðis- manna, að þeir misnoti ekki á riokkurn hátt aðstöðu sína í bæjarstjórn og hefur enda aldrei dottið í hug að drótta slíku að þeim, Hins vegar þykir það góð siðfræði í ís- lendingi, og enda sjálfsögð, í hverjum kosningaslag, að drótta hvers konar óhéiðar- leik að andstæðingunum og bera þéim a brýn væntanlegá sviksemi við bæjarfélagið. — Kannske þykja þetta hyggindi scm í hag koma, en vafasamt riiá þo télja það, og má íslend- irigúr lesa hé túr sín fomu fraéðí, ef hann ViII firiria sann- anir fyrir því í sögunni, að svona málflutningur hafi gef- izt vel. ENN VÍLÍA ÞEIR BERA ÓT. Ekkert lát er enn á því stefnuskráratriði Sjálfstæðis- flokksins hér að framfylgja 3. gréin húsaleigulaganna „með fullri festú“ eftir kosningar, þ. e. bera útanbæjarmenn út út íbúðum. Síðasti íslendingur er barmafullur af skömmum um húsaléigunéfnd fyrir að hún skúíi ekki hafa staðið gegn því að bærinn fengi að vaxa og at- hafnalífið að eflast. Birtir blaðið margar tilvitnanir í húsaleigulögin til þess að sanna, að ékki hafa vantað lagaheimildir til þess að fram- fylgja þéssari þokkalegu „sjálfstæðis“-stefnú. VEHZLUNABMALIN. Það er athyglisvert, að ekk- ert hæjarblaðanna nema Dag- ur hefur rætt um ástandið í verzlunarmálunuiri nú fyrir þessar kosningar, og bent á nauðsyn þess, að endurvekja samstarf kaupstaðanna, sem hófst 1948 með kaupstaðaráð- stefnunni. Skyldi þétta merkja það, að flokkamir séu ánægðir með ástandið í verzlunarmál- unum? Ólíklegt er það. Hitt mun sönnu nær, að hvorki Sjálfstæðisflokkurinn né AI- þýðuflokkurinn séu ginkeyprir fyrir því að ræða örlög tillagna kaupstaðaráðstefnunnar, sem mundu í framkvæmd hafa gjörbreytt verzlunarástandinu úti á landi. Og ásiæðan? Ein- faldlega sú, að Reykjavíkur- höfðirtgjar þessara flokka sviku tillögúrnar í atkvæða- greiðslum í ríkisstjórn og Fjárhagsráði. •••••••••••••••• Listi Framsóknarmanna er B-LISTINN - Kjósið snemma!

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.