Dagur


Dagur - 08.02.1950, Qupperneq 2

Dagur - 08.02.1950, Qupperneq 2
2 D AGUR Miftvikudaginn 8. febrúar 1950 Sjálfboðavinna í sveif í Breflandi Bretar hafa komið á sjálfboða-vinmiflokkakerfi til þ ess að hjálpa til við sveitastörfin, og þetta kerfi hefur skilað ágætum árangri Eftir ALAN MORAY WILLIAMS Alan Moray Williams er brezkur blaðamaður og rithöf- undur, sem hefur dvalið hér á landi nú um hríð. Hann hefur ritað eftirfarandi grein fyrir Dag. Þegar ég las í íslenzku dagblöð- unúm nýársræðu forseta íslands um mikilvægi landbúskaparins, kom mér í hug tilraun, sem gerð hefur verið í Bretlandi nú á und- anförnum árum og hefur skilað mjög markverðum árangri. Eftir því sem ég bezt veit, hafa íslend- ingar ekki haft kynni af tilraun flessari. Eg á hér við sjálfboða- vinnu-sveitahreyfinguna til að- stoðar í sveitum. Þessi hreyfing hófst snemma á stríðsárunum og hún er enn í dag mikilvæg aðstoð við bændur landsins yfir sumarið og uppskerutímann. Á íslandi er landbúnaður rek- inn með allt öðru sniði en í Bret- landi, og þar að auki hafa Islend- ingar fyrir löngu komið þeirri skipan á hjá sér, að nemendur og unglingar fari í sveit á sumrin og hjálpi til við búskapinn. Eigi að síður tel ég að lesen<^ur Dags kynnu að hafa gaman og gagn af því að kynnast þessari brezku hreyfingú, og þess vegna ætla ég að drepa nokkuð nánar á hana. Fólksflutningar úr sveit. í Bretlandi, eins og á íslandi og raunar í flestum evrópskum löndum, hafa verið miklir fólks- flutningar úr sveitum til borg- anna nú á síðari árum. Afleiðing þess er m. a. sú, að oft er mjög mikill skortur á vinnuafli í sveit- inni, sérstaklega um uppskeru- tímann. Fyrir heimsstyrjöldina síðari björguðust brezkir bændur af einhvern veginn í þessum efnum, en eftir að stríðið hófst árið 1939, og mikill fjöldi ungra landbúnað- arverkamanna var kallaður til herþjónustu, voru bændur mjög aðþrengdfr með vinnuafl. Landið þarfnaðist mjög landbúnaðaraf- urða og rikisstjómin hvatti bændur óspart til þoss að leggja fleiri ekrur undir plóginn en venjulega, enda þótt vinnuafl til starfa væri helmingi minna en á venjulegum tímum. Vinnusveitir kvenna. Ein af ráðstöfunum ríkisstjórn- arinnar til þess að mæta þessum vanda, var að stofna hinn svokall- aða vinnuher kvenna. Ungum stúlkum var kennt að taka sér störf karlmannanna í sveitinni — aka traktor, plægja, sá, hreinsa illgresi og vinna að uppskeru. Vinnuflokkar þessir bjuggu í sér- stökum heimilum eða á búgörð- unum sjálfum, og enda þótt flest- ar stúlkurnar væru úr borgunum og hefðu þar verið vélritunar- stúlkur, afgreiðslustúlkur eða starfað við einhvern iðnað, og vissu næsta lítið um sveitalíf, urðu flestar þeirra fljótlega mjög hæfar til starfs og hlutu mikið lof bænda fyrir frammistöðuna. „Sveitastúlkumar“, eins og þær voru kallaðar, gátu þó ekki fyllt að fullu það skarð, sem varð, er landverkamennimir voru kall- aðir í herinn. Mest var þörfin á mörgum hjálparmönnum í sveit- inni á vissum tímum ársins: í júní og júlí við heyverkun, í á- gúst og september við kornskurð og í október við kartöfluupp- skeru. Aðstoðarfólk til þessara verka þurfti ekki að kunna margt um sveitabúskap með því að þeim voru ætluð mjög einföld störf. Faglærðir verkamenn unnu þau störf, sem á fagmennsku kölluðu, en aðalatriðið hér var að nægi- lega margt fólk væri til taks hverju sinni ,er bændurnir þurftu á aðstoð að halda. ........ Sumarleyfi við sveitastörf. Ríkisstjórnin .setti því- af 'stað- áróðursherferð, sem nefnd var: „Hjálpið til í sveitinni". Farið var fram á það, að karlar og konur verðu hluta af sumarleyfum sín- um í sveit og hjálpuðu bændum til þess að framleiða matvælin, sem voru svo rík nauðsyn fyrir þjóðina. Þúsundir mann tóku þess ari áskorun ríkisins og þessi hreyfing komst því brátt á legg. Flestir sjálfboðaliðarnir höfðu aðeins úr stuttu sumraleyfi að spila og þeim var komið fyrir í sérstökum búðum víðs vegar um landið, í helztu landbúnaðarhér- uðunum. Eg veit ekki, hversu margar búðir voru til á þeim tíma, en þar sem hvert „county“ eða sýsla i landinu kom á fót all- mörgum slíkum vinnubúðum, hljóta þær að hafa skipt hundr- uðum. Þessar vinnubúðir, sem voru opnar frá apríl til nóvember gátu hver um sig hýst 100—150 manns og voru nokkur stór tjöld, ásamt herskálum til að matast í. Sjálf- boðaliðarnir komu sjálfir með hnífapör og diska, en rúmstæði og ábreiður og annar útbúnaður var fyrir hendi. Átta menn gistu í hverju tjaldi. Vinnutími var kl. 9 til 5. Bænd- ur, sém þurftu á hjálp að halda, hringdu til forstöðumanns vinnu- búðarinnar og tilkynntu hversu marga menn þeir þyrftu og á hvaða tíma, og var vinnuaflinu síðan skipt niður í milli bænd- anna eftir þörfum þeirra. Bílar fluttu fólkið á vinnustaðinn og heim aftur. Stúlkur, sem ráðnar voru til vinnubúðanna, útbjuggu menn með nestispakka, og á kvöldin, þegar heim var komið, var heitur matur til reiðu. Kaup er lágt. Kaup var um einn og hálfur skildingur á klukkustund. Þetta mun þykja lítið fé á íslandi, sér- staklega nú síðan dýrtíðin hefir skrúfað kaupgjald svo hátt, en menn verða að hafa í huga, að flestir þessara sjálfboðaliða höfðu litla sem enga reynslu í landbún- aðarstörfum, og stundum gat komið fyrir að þeir væru bænd- um meira til óþæginda en gagns. Eg man til dæmis eftir flokki Lundúnabúa, sem sendur var til starfa á stórum búgarði í Surrey til þess að taka illgresi úr gul- rótareitum, þeir eyddu heilum morgni í það að taka upp gulræt- urnar stað þess að tína illgresið! Engin skylda. Þar að auki ber þess að gæta, að ekki var skylda að vinna meira en hvern og einn langaði til. Ef menn vildu vera lausir þennan daginn eða hinn, þurfti ekki annað en segja forstöðu- manni vinnubúðanna frá því. En ef menn vildu vinna fyrir mat sínum, sem kostaði 30 skildinga á viku, þurfti að vinna 20 klukku- stundir. Þessi sjálfboðahreyfing reyndist mjög vel og varð til mikils gagns. Þessi gagnsemi varð svo mikil, að búðunum hefur verið haldið við eftir stríðið. Þar fá borgarbúar ágætt tækifæri til þess að njóta holls sumarleyfis við störf, sem eru skemmtileg andstæða við skrifstofustörf. Þá gefa þær ágætt tækifæri til þess að kynnast fólki af ýmsum stétt- um og af mismunandi uppruna, sem menn mundu ekki kynnast við sín venjulegu störf. Þegar menn vinna saman úti á akri, losna feimnisböndin, menn spjalla þá gjarnan um störf sín og bera saman reynslu sína. — Þarna kynnist maður ekki aðeins nemendum og uppgjafahermönn- um, heldur og fólki úr öllum mögulegum stéttum og starfs- greinum. Eg hef sjálfur kynnst sérkennilegu og skemmtilegu fólki í þessum vinnubúðum, og hef haldið þeim kunningsskap við síðan. Margir leggja hönd á plóginn. Hér á íslandi, þar sem fólkið er fátt og öll þjóðin líkist mest stórri fjölskyldu, hefur þessi blöndun stéttanna ekki eins mikla þýðingu og í Bretlandi og virðist ekki eins eftirtektarverð, en með þjóð, sem telur milljónir eins og Bretar, stefnir að því að fólk greinist í hópa og stéttir — hefur hver þá litla hugmynd um það, hvernig aðrar stéttir og hópar lifa. Vissulega eru ekki allir Bretar hrifnir af svona vinnubúðum. — Fjöldi manna mundi aldrei láta „smala sér“ í slíka rétt með mörgu ókunnu fólki. En þeir eru líka margir úr öllum stéttum þjóðfélagsins, sem gjarnan vilja leggja hönd á plóginn í bókstaf- legri merkingu og þess vegna eru vinnubúðirnar oftast fullsetnar yfir sumarmánuðina. Það fylgir mikil ánægja því, að starfa á bújörð úti á landi, jafnvel þótt ekki sé nema um stuttan tíma að ræða. Mönnum finnst, að y) Beztu þakkir fil allra þeirra, sem sýndu mcr vinar- S hug á sjötugsafmæli minu, hinn 28. janúar s. I. VILHJÁLMUR JÚLÍUSSON. &&&$>&S><$>&$><S>Q><S><&S><$>Q>&$»S«t><S><$*&S><$*&S>m>^^ K. A. félagar! <| Gömlu dansarnir Dansæfingar verða fyrst um sinn í Samkomuhúsinu k á fimmtudögum kl. Sl^. STJÓRN K. A. *8mS>$><Sx$><ÍkSxÍk8><8>3><S>«*Í><Í><S><Í><ÍkS><Í>3>3><Í><S^^ Akureyringar! Nærsveitamenn! I Höfum opnað fólksbílastöð við Strandgötu 23, undir nafninu: i LITLABÍLASTÖÐIN | Sími 105. í Reyniðviðskiptin! \ Tilkynning til bænda Pantanir í sáðvörur þurfa að vera komnar til vor fyrir 20. febrúar n. k. Pöntunum veitt móttaka í Kornvöruhúsinu. L Kaupfélag Eyfirðinga. SKEMMTISAMKOMA verðúr' í samkomuhúsinu að Árskógi, Árskógsströnd, laugardaginn 11. febrúar n. k., og hefst kl. 9 e. h. Til skernmtunar verður: 1. Fimleikasýning karla frá K. A. 2. Glímuflokkur frá í. B. A. sýnir. 3. Sjónleikur. 4. DA.NS. Góð músík. — Veitingar á staðnum. Ungrnennasamband Eyjafjarðar. „ELNA" saumavélar væntanlegar í marz eða apríl næstkomandi. Væntanlegir kaupendur gjöri svo vel að leggja inn pöntun fyrir 15. þ. m. Kaupfélag Eyfirðinga Járn- og gleiuörudeild. Armbandsúr fannst á götunni. Upplýsingar í síma 273, Akureyri. starfi loknu, að þeir hafi unnið sér rétt til þess að borða búsaf- urðir það sem eftir er ársins, í stað þess að vera bara borgarbúi, sem lifir á erfiði bóndans. Menn snúa heim til starfa sinna, eftir vistina úti á landi, hressari en áð- ur, bæði á líkama og sál. (Lausl. þýtt). TIL SÖLU: „Fraser“-dráttarvél, sem ný, 13 ha., ásamt tveimur greið- um, fyrir tún og éngi og einnig garðyrkjuplóg (lijól- plóg) og diskaherfi. — Uþp- lýsingar gefur Þorsteinn Jónsson, Syðri-Grund, Svarfaðardal. Skúfliólkor úr gulli og UPPHLUTS- BELTI til sölu í Norðurgötu 26 (austurdyr).

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.