Dagur - 07.06.1950, Síða 2

Dagur - 07.06.1950, Síða 2
2 D A G U R Miðvikudaginn 7. júní 1950 Hvers vegna hreyít f jármátistefna? Grundvöllurinn er styukur fjárhagur ríkisins. Þegar það var fullyrt á Alþingi, að ekki væri hægt að mynda með sæmilegu móti meirihlutastjórn lýðræðisflokka, gengu núverandi stjórnarflokkar til samstarfs, vegna þess að efnahagsleg af- koma þjóðarinnar var undir því komin, að meirihlutastjórn, sem væri einhvers megnug, færi með völd í landinu. Núverandi stjórn hefur gjörbreytt fjámiálastefn- unni í þá átt að forða ríkissjóði frá gjaldþroti og peningakerfinu frá upplausn. Stefnt er markvisst að lækkun dýrtíðarinnar/ Er betra að veifa röngu tré en engu? Stjórnarandstaðan, a. m. k. Al- þýðuflokkurinn (kommúnistar hafa enga fjármálastefnu), heldur því fram, að betra hefði verið fyrir þjóðina að halda áfi-am upp- bótarleiðinni í stað þess að lækka gengið. í rauninni var gengið þegar lækkað og þess vegna eðli- legt að lækka skráningu krón- unnar. Enda sýndi það sig, að Stefán Jóhanns-stjórnin treysti sér alls ekki að halda sama gengi eftir lækkun gengisins á ster- lingssvæðinu. Svo er og á hitt að líta, hvemig ríkissjóður hefði ris- ið undir framhaldandi fram- kvæmd uppbótarleiðarinnar. Uppbætur til bátaflotans hefði orðið yfir 100 millj. kr. Eftir útreikningana, sem gerðir voru í vetur, hefðu áframhald- and.i uppbagtur til bátaútvegsins þurft að nema 70—90 millj. kr. á þessu ári. En þá er miðað við sama útflutningsverðlag og á seinasta ári. Nú er vitað, að það verður mun lægra í ár, og þver veit hvað framundan er í þessum efnum. Við vitum aðeins, að skip- pundið af fullverkuðum saltfiski fór niður fyrir 100.00 kr. á kreppuárunum. Togararnir hefðu þurft uppbætuv. Nýsköpunartogararnir voru að því komnir að stöðvast, þegar gengið var lækkað. Meira að segja Hafnarfjarðarútgerðin var svo komin, að ráðamenn þar þiðu gengislækkunarinnar með eftir- væntingu. Án hennar hefði rekstur togar- anna stöðvast, nerna ríkissjóður hefði verðbætt afurðirnar.Myndu nokkrir tugir milljóna eflaust hafa þurft úr ríkissjóði í þær uppbætur. Hvað iun síldveiðina? Það er kunnugt, að síldarúlveg- urinn gekk svo illa seinasta ár sérstaklega, að Alþingi sam- þykkti lög þess efnis, að útvegs- menn, sem síldveiðar stunduðu, skyldu um óákveðinn tíma verndaðir fyrir kröfuhöfum, þannig, að óheimilt væri að ganga að eignum þeirra til lúkningar skulda, jafnvel þótt skuldin væri tryggð með sjóveðrétti í skipun- um. Þó þurfti að sækja um aðstoð til skilanefndar. Nú hefur verðlag á síldarafurðunum heldur lækk- að á erlendum mai’kaði, svo að ólíklegt er, að útvegsmenn hefðu getað búizt til síldveiða við sama verðlag. Hefði uppbótarleiðin verið far- in var ekki um annað að ræða, en að verðbæta síldina. Er sjálfsagt þýðingarlaust að reyna að geta upp á, hver útlát ríkissjóður hefði haft við þær verðbætur. Uppbótarleiðin hefði kostað ríkissjóð 150—200 millj. árið 1950. Af framanrituðu er ljóst, að ef uppbótaleiðin hefði verið farin áfram ög með þeim hætti átt að tryggja áframhaldandi rekstur sjávarútvegsins, myndi ríkissjóð- ur hafa þurft að afla til þess 150— 200 millj. kr. á yfifstandandi ári. Hvaða leiðir hefðu verið valdar til þess? Væntanlega hefðu toll- tekjur minnkandi innflutnings óhófsvarnings hrokkið skammt. Stórkostlegar toll- og skatthækk- anir eða skuldasöfnun ríkissjóðs. Engar venjulegar tekjuöflun- arleiðir hefðu nægt til að gera ríkissjóði kleift að greiða svo mik ið í uppbætur. Að vísu hefði verið hægt að láta seðladeild Landsbankans gefa út seðla til handa ríkissjóði .En slíkt myndi eyðileggja fjármálakerfið með öllu. Vera má, að Amejýkumenn hefðu viljað lána eða gefa okkur meira en nú er. En ætli skuldadagar hefðu ekki komið, með vöxtum og vaxta- vöxtum? Eina Jeiðin var raunar að stór- hækka tollá og skatta og inn- heimta fúlgurnar með lögtökum. Hvað hcfði þyrft að hækka söluskattinn til að láta haiui gefa 150—200 millj. kr. tykjur? Álagning söluskattsins á sín- um tíma var rökstudd með því að hann ætti að mæta útflutnings- uppbótunum. En ekki er fjarri lagi að áætla. að 60% hækkun hans hefði þurft til að gefa næg- ar tekjur til þess. Slíkur skattur eða aðrir auknir tollar og skáttar, sem hefði þurft til þess að mæta stói-um vaxandi útgjöldum ríkis- sjóðs, vegna uppbótanna, hefðu vissulega reynst þungbærari fyr- ir almenning en gengislækkunin og hliðarráðstafanir samfara henni. Uppbótarleiðin hlóð skuldunitm á ríkissjóð. Þá má og minna á, það, að sl. þrjú ár nam skuldasöfnun rOcis- sj.óðs kr. 175 millj. Væutanlega hefði þurft að greiða þá fúlgu til baka. En til þess varð ríkissjóður að hætta hallayekstri. Ríkissjóður var á gjaldþrots- barminum. Reynslan hefu.r nú fært þjóð- inni heim sanninn um það, að fjármálastefna nýsköpunai-ár- anna var háskaleg. Það vaJ' vin- sælt vei'k og glæsileg auglýsing, meðan verið var að eyða og sóa. MINNINGARORÐ UM Guðrúmi ísleifsdóttur Gunnlaugsson Fædd 22. júní 1874. — Dáin 9. febr. 1950 BRÉF: Bílkeyrsla unglinga hér í bæ Það má undarlegt heita, að enginn skuli ennþá hafa ski'ifað um hegðun bílstjóra þeirra hér í bænum, sem aka með unglinga, því að í raun og veru vita flestir um það. Og af hvei'ju er þagað yfir því, sem hér gei-ðist í vetur, þegar bílstjórar lentu í höndum réttvísinnar fyrir að keyra ungl- inga á aldrinum 15—17 ái-a fyrir svo hundruðum króna skipti og þar að auki höfðu þessir ungl- ingar vín meðferðis, hvar fengu þeir það? Munu þessir heiðvirðu bílstjói-ar ekki hafa haft hönd í bagga með útvegun á áfenginu? Og svo er í raun og veru það al- vai'legasta: Hvar fá þessir ungl- ingar peninga til að gi'eiða með? Þótt foreldi'ar séu ekki nógu vai'kárjr með að láta börn sín hafa peninga til umi-áða, þá má næri'i geta, að þeir láta ekki mörg hundruð krónur til að kaupa fyrir áfengi og bílkeyi’slu. Þeir bílstjórar, sem hegða sér eins og um hefur vei'ið getið hér að framan, mega vita að þessir peningar, sem þeir eru að auðga sig á, ei'u ekki vel fengnir. Hér verður almenningsálitjð að taka í taumana og linna e.kki látum fyj'r en þessi ósómi er niður kveðinn. Burt með þá bílstjóra úr bíl- stjórastétt, sem stunda þessa iðju. Sem betur fer er það fjöldinn af bílstjórum hér, sem ekki finnst sér samboðið að stunda þessa unglingakeyrslu, en meðan stétt- arbræður þeirra iðka slíkt, er það smánarbletfur á stétta þeirra. — Bæjarbúi. „Gullfoss" á Akíireyri Hér er komin 'hái'eist gnoð; hvergi þó að tjaldi voð stígur hafið stefnuföst, stikar lygnan sæ og röst, farmanns augu efst í brú yfir vaka föst og trú, Sigli „Gullfoss“ sína leið sigurför um æfiskeið, aftur og fram um íslands haf — óskabarnið — vei-ndað af guði og öllum englum hans: Osk er þetta sérhvei's manns. Grímiu' Sigurðsson. Brezkir kvikmynda- tökumenn á ferð hér Fyrjr helgina komu hér þrír brezkir kvikmyndatökumenn til þess að taka myndir af landi og lýð fyrir stórt erlent kvikmynda- tökufirma. Ætlunin er að búa til stutta mynd fi'á íslandi, sem síðar vei'ður sýnd í kvikmyndahúsum víða um heim. Bretarnir fóru til Mývatns á laugardaginn og ætl- uðu allt.að Dettifossi. Hér í bæn- um munu þeir taka ýmsar mynd- ir. Fyrir sunnan tóku þeir mynd- ir af Bessastöðum og víðar. Einn úr leiðangi'inum fór með íslenzk- um togai'a í veiðiför og tekur myndir í förinni. Það fornkveðna sannast, að það er ei-fiðara að gæta fengins fjár en afla þess. Hún var fædd að Neðri-Glei'á í Kræklingahlíð í Glæsibæjar- hreppi í Eyjafjarðarsýslu á ís- landi. Foreldi'ar hennar voru þau heiðurshjónin, ísleifur bóndi Svanlaugsson og kóna hans Rósa Ólafsdóttir frá Hvammi við Ak- ureyri (náskyld hinni alkunnu Þoi-geirssonsætt í Winnipeg og víðar), Ólst Guðrún sál. upp með foreldrum s,ínum þar til að faðir hennar dó. Hún átti átta systkini, sem að til aldurs komust, og eru fjögui’ af þeim á lífi enn: Jósep, fyrrum bóndi að Tyldringi í Kræklingahlíð; Sigríður, hús- freyja á Hesjuvöllum, sömu 'sveit; Anna Mai'ía í Reykjayík og Mrs. H. C. Jósepsson, Cypi'ess River, Man. Fram til tvítugs aldurs mun Guðiún sál. hafa unnið hjá bændum í Kræklingahlíð, mest- megnis á Efi'i-Gleró í þeirri sveit. 1894 giftist hún fyrri manni sín- um, Jóni Jósefssyni frá Neðri- Dálksstöðum á Svalbarðsströnd við Eyjafjöi;ð. Þeirra samvera vai'ð eigi löng, því að 4. nóv. 1898 drukknaði hann við sjóróðra und an Krossanesi við Eyjafjörð. Þeim vai'ð tveggja barna auðið og heita þau Friðrik og Ólína. Komu þau til Canada með móð- ur sinni sumarið 1902, og settust að í Winnipeg um tíma. Friðrik féll í fyrri heimsstyi-jöldinni, 2. sept. 1918, nálægt Ai-ras í Frakk- landj- Ólína er gift J. Johnson að 735 Home St., Winnipeg. Guðrún sál. mun hafa 'unnið við húsvei'k bæði í Winnipeg og í íslenzku byggðinni í Argyle, Man., þar til að hún giftist síðari manni sínum, Sigvalda Bryn- jólfssyni, Gunnlaugssonar, 8. des. 1908 og var heimili þeij-ra ætið í þeirri byggð (Ai-gyle) til dauða- dags. Seinni mann sinn missti Guðrún 30. jan. 1949 eftir lang- varandi heilsuleysi. Þeim varð sjö barna auðið, sem að öll lifa foi-eldra sína. Þau eru: Halldóra (Mrs. Mitchell); Baldui, Bryn- jólfur, bóndi, Holland, Man.; Rósa (Mrs. Guðnason), Baldur; Val- gerður (Mrs. Björnsson), Baldur; Friði'ik, kornkaupmaður, Land- seer, Man.; Matthías og Hansína, bæði ógift heima. Heimili þeirra, Sigvalda og Guðrúnar, var ætíð gestrisjð mjög, Jjótt oft væri af skornum skammti að taka framan af bú- skaparárum þeirra. Kirkjumál lét Guðrún sig miklu skipta og var hún yfir 40 ár með þeim fremstu í þeirri byggð oð styðja og styrkja lútei'sku kii'kjuna að Brú í Argylebyggð. Mikla ástúð og elsku bar Guð- rún sál. til íslands ,og mun hún hafa haft í hyggju að ferðast til íslands næsta sumar ef heilsa leyfði. En þar fór sem oft áður að: (Enginn ræður sínum náttstað fyrr en allur er). Guðrún sál. var fremur heilsugóð mestan hluta ævi sinnar, þar til síðustu tvo mónuði ævinnar, að hún kenndi innvortis meinsemdar, og var tvisvar farið með hana á sjúkra- hús í Winnipeg á þeim tveimur mánuðum og dó hún hér á St. Boniface Hospital, 9. febrúar sl., að viðstöddum mörgum börnum hennar. Var líkið flutt til Baldur, Man., og jai'ðsett þar 13. febrúar sl. miklu fjölmenni viðstöddu, og sýndi það glöggt hvað vinsæl kona Guðrún sál. var. Séra Valdimar J. Eylands frá Winni- peg jarðsöng, og var ræða hans í alla staði mjög nákvæm og góð, lýsti hann Guðrúnu sál. og verk- um hennar sem vert var; séra Eylands mun hafa vei'ið það allt vel kunnugt. Hvílir hún nú við hlið seinni manns síns í grafreit Baldm-sbæjar. Feu' þú í friði! Friður Guðs þig blessi. J. J. (Endurprentað úr „Lögbergi“ samkv. beiðni höfundar). Stofuskápar Klæðaskápar Rúmfataskápar Kommóður tvær stærðir Stofuborð margar teg. Borðstofuborð Borðstofustólar Eldhúsborð Eldhússtólar Skrifborð Skatthol o. m. fl. * Obreytt verð. Sendum gegn póstkröfu. Bóistruð húsgögn h.f. • Hajnarstrati SS. Sírnar 1491 og 1S5 8. Tré-rennibekkur óskast til kaups strax. A. v. á.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.