Dagur - 21.09.1950, Blaðsíða 2

Dagur - 21.09.1950, Blaðsíða 2
2 D A G U R Fimmtudaginn 21. september 1950 Markaðsmalin og kommúnisfar Dvalarheimili aldraðra sjómanna norðanlands Áróður kommúnista. Þegar stríðinu lauk og þjóð- irnar juku stórum framleiðslu á matvælum, breyttust mjög við- horf íslendinga um sölu útflutn- ingsafurða. Framboð á fiski óx mjög á mörkuðum þeim, sem voru aðalmarkaðir okkar á stríðs- árunum. Þetta varð til þess, að við urðum að fara að líta í kring- um okkur eftir beztu mörkuðun- um fyrir afurðir okkar. Hagur ís- lenzkra kommúnista hafði skyndi lega breytzt til hins verra. Þeir höfðu alltaf lagt höfuð áherzluna á utanríkismálin. Gengi komm- únista í nágrannalöndunum og framkoma Rússa á alþjóðavett- vangi hafði því mikla þýðingu hér heima. Allar frjálsar kosningar, sem fram hafa farið upp á síð- kastið, hafa sýnt samdrátt og hrörnun í liði kommúnista. Þá hefur framkoma Rússa á alþjóða- vettvangi oi'ðið til þess, að lýð- ræðissinnaðar þjóðar gjalda nú mjög varhug við kommúnistum. Þetta hefur haft mikil áhrif hér á landi. Baráttuhugur og ósér- plægni, sem einkenndi marga óbreytta liðsmenn kommúnista, hefur þverrað mjög. Til þess að draga athyglina frá þessum óhagstæðu atburðum, hafa málgögn kommúnista dag- lega hamrað á því, að íslenzk st.jórnai-völd vilji ekki selja af- urðirnar fyrir bezta fáanlegt verð. Gömlu markaðirnir fyrir saltfisk, við Miðjarðarhafið, séu algjörlega ótækir o. s. frv. En alltaf er samt haldið við línuna. Það er austur fyrir járntjald, sem þarf að flytja íslenzkar útflutn- ingsafurðir til þess að fá gott verð„ segja kommúnistar. Andleg og efnisleg viðskipti. En þessi járntjaldsviðskipti eru ekki eingöngu bundin við afurð- ir okkar. Þau eru ekki aðeins efnisleg. Heldur fylgir þar bögg- ul skammrifi. Það eru sett skil- yrði fyrir sölunni. Einn úr for- ingjaliði kommúnista lýsti því yfir í útvarpsumræðum í vetur, að hagkvæm járntjaldsviðslcipti væru bundin því skilyrði, að annar utanríkisráðherra væri á fslandi. Þetta áréttaði svo Einar Olgeirsson, þegar hann fyrir nokkrum dögum kom heim úr járntjaldsreisu sinni. Sagði hann, að það væri skilyrði af hálfu austur-þýzku stjórnarinnar, að íslenzka stjórnin kæmi ekki ná- lægt jámtjaldssamningum, held- ur aðeins fulltrúar útflytjenda og innflytjenda. Þetta kemur nú undarlega fyrir sjónir hjá þjóð- nýtingarpostulunum. Allt í einu hafna þeir algjörlega afskiptum ríkisvaldsins af viðskiptum. Sennilega væri auðvelt að ná hagkvæmum járritjaldssamning- um, ef kommúnistar færu með völd á íslandi? Hvað segja staðreyndirnar? Það hefur margsinnis verið sannað af íslenzkum stjórnar- völdum, að oft hefur verið leitað samninga um sölu útflutningsaf- urða okkar til landa handan járntjaldsins. En ætíð hefur það sama orðið uppi á teningnum: Tekniskir erfiðleikar á móttöku, flutningi og geymslu freðfiskjar, hafa komið á daginn. Um ísfisk- kaup er ekki heldur að ræða af sömu ástæðum og þar við bætist ónóg löndunarskilyrði. En aðal- atriðið er þó, að það verð, sem við þurfum fyrir afurðirnar, geta þeir ekki greitt. Hæsta fáanlegt verð á hverjum tíma. Sjávarútvegurinn er þannig stæður nú, að ekki kemur annað til, en að leita hæsta verðs, sem unnt er að fá á hverjum tíma. — Verðlagið hrekkur meira að segja hvergi nærri til. Stórskuldir hafa safnazt og eru sífellt að aukast. En blöð kommúnista starfa eftir þeirri áróðursreglu Hitlers, að sé lygin nógu oft endurtekin trúi menn að lokum. Þau halda því fram, að ekki hafi verið leitað nægilega markaða austan járn- tjalds. Utanríkisráðuneytið hefur ætíð sent frá sér greinarglöggar skýráíur um samningagerðir. — Þeim er betur trúað en glamur- yrðum kommúnista. Sendiför Einars Olgeirssonar. Kommúnistar sendu Einar ný- lega til landanna austan járn- tjaldsins. Mun hann hafa farið til að treysta línuna. Þegar hann kom í leitirnar aftur varð það hans fyrsta verk að láta Ríkisút- varpið og Þjóðviljinn birta viðtal við sig. Aðalefni þess var það, að hann hefði í höndum skriflega yfirlýsingu frá verzlunarmála- ráðherra Austur-Þýzkalands þess efnis, að Austur-Þýzkaland væri reiðubúið til að gera samn- ing við ísland um að kaupa héðan vörur fyrir 33 millj. kr., þó með því skilyrði sem áður getur. Virðist það heldur óviðfelldin aðferð, að Pétur og Páll, aðeins ef hann er háttsettur kommúnisti, skuli upp á sitt eindæmi hefja viðræður um stórfellda samn- inga. Skýrsla utanríkisráðneytisins. Kommúnistar skýra þetta af- rek Einars sem sönnun á vilja- leysi stjórnarvaldanna til að hafa viðskipti við löndin handan járn- tjalds. Ráðuneytið hefur því birt greinarglögga skýrslu um samn- inga um viðskipti milli íslands annars vegar og A.-Þýzkalands hins vegar, sem hófust í Berlín 24. marz sl. Af hálfu íslendinga var lögð megináherzla á sölu ís- fisks og freðfisks. Hin austur- þýzku stjórnarvöld töldu öll tor- merki á því, að semja þá um kaup á freðfiski. Ástæðurnar fyr- ir því voru þessar: 1. Tekniskir erfiðleikar á mót- töku, flutningi og geymslu. 2. Verðið á freðfiskinum var allt of hátt. 3. Innflutningsáætlun fyrir fisk næstu mánuði væri þegar ákveðin. Um ísfiskinn kom sama á dag- inn. Hin austur-þýzku stjórnar- völd tóku fram, að Stralsund væri eina höfnin, sem til greina kæmi sem löndunarhöfn fyrir ís- fisk. íslenzka nefndin athugaði síðan löndunarskilyrði þar í borg og komst að þeirri niðurstöðu, að nær útilokað væri, að íslenzkir togarar gætu landað þar fiski. Togarar okkar kæmust ekki þar inn fullhlaðnir. Er allt þetta stað- fest í bréfi frá austur-þýzkum yfirvöldum. Niðurstaða viðræðnanna í Ber- lín varð sú, að Þjóðverjar kváð- ust geta keypt 100Q tn. af söltuð- um þorski, 500 tn. af söltuðum ufsa, hvort tveggja gegn salti, og ennfremur 250 tn. af söltuðum gærum gegn ritvélum og leirvör- um. Svo 1000 tn. af saltsíld. Vcrð ið á íslenzku vörunum töldu Þjóðverjar eins og áður er getið alltof hátt. Er samningunum var haldið áfram breyttist þetta svo, að Þjóðverjarnir settu það skilyrði fyrir kaupum, að sjávarafurðir væru einungis 25% af keyptu magni. Ymis fleiri tormerki komu á daginn, svo sem verð og af- hending hinna þýzku vara o. fl. Af þessu er augljóst, að ekki var unnt að ná viðunandi samn- ingum á þessum tíma. Hins vegar virðast viðhorfin hafa breytzt eins og tilboðið, sem Einar Olgeirsson hefur kom- ið á framfæri fyrir austur-þýzku stjórnarvöldin ber með sér. Nán- ari athugun á því fer nú fram. Sjálfsögð viðskiptaregla. Á þeim erfiðu og hættulegu tímum, sem nú ógna fjárhagslegri afkomu þjóðarinnar verður að gera allt sem unnt er til að selja vörurnar hæsta fáanlegu verði. íslenzk stjórnarvöld hafa ætíð við það miðað, enda myndi það vera stjórninni, ekki síður en þjóð- inni, mikils virði. En kommún- istar reyna að slá sig til riddara á markaðsmálunum, og telja heil- brigðu, hugsandi fólki trú um það gagnstæða. Það mun þó ekki hjálpa þeim út úr þeim pólitísku ógöngum, sem þeir eru nú komnir í og sem aðallega stafa af því, að þeir miða eingöngu pólitík sína við utanríkismálin. Að af þeim leiði jákvæður ár- angur 'varðandi lausn innlendra vandamála er fráleitt. Það sýnir bezt ferill þeirra á undanförnum árum. Barnlaus hjón óska eftir lítilli íbúð. Upplýsingar i smn 1690 Farmall A. vil eg láta í skiptum fyrir landbúnaðarjeppa Afgr. vísar á. Herbergi til leigu Upplýsingar í síma 1369. FYRIR NOKKRUM ÁRUM gaf skipshöfn nokkrar krónur í því augnamiði að hefja fjársöfnun til byggingar „Vinnu- og dvalar- heimilisaldraðra sjómanna“. í STUTTU MÁLI Tímaritið Sovétlist í Moskvu hefur nýlega kvartað yfir því að skopmyndirnar af JohnBull og Uncle Sam (þ. e. persónu- gcrvingar Bretlands ogBanda- ríkjanna) séu ekki nógu ljótar. Segir tímaritið að afskræma þurfi þessar táknmyndir stór- lega til þess að gefa rétta mynd af kapítalistunum og stríðsæs- ingamönnunum! Krefst blaðið þess, að kommúnistar láti ekki henda sig, að tcikna tákn- myndir þessar sem góðlegar og sviphýrar persónur, heldur kappkosti að gera þær ógeðs- legar og ófrýnilegar. Er þarna enn eitt dæmi um það, hvcrsu unga kynslóðin í Rússlandi er undirbúin fyrir góða og vin- samlega alþjóðasamvinrw/ og hvernig háttað er uppfræðslu hennar uin aðrar þjóðir. „Fylkir“, málgagn Sjálfstæð- isflokksins í Vestmannaeyjum, segir svo, hinn 8. þ. m.: „Mörg- um verður starsýnt á togara- flotann, sem lcgið hefur við landfestar nú í 70 daga vegna verkfalls. Hvað hefði hann getað aðhafzt? Við höfum fyr- ir augum árangur Akureyrar- togaranna. Áhafnir þeirra vildi/ ekki taka þátt í verk- fallinu og hafa þeir því getað fiskað í allt sumar. Verðmæti afla þeirra hvers um sig mun ncma um 800 þús. kr. í erlend- um gjaldeyri á mánuði. Þann tíma, sem 28 togarar hafa ver- ið bundnir við landfestar, hef- ur því verkfallið kostað þjóð- ina 22 milljónir króna í dýr- mætum gjaldeyri á mánuði, eða á að gizka 750 þúsund kr. á dag. Þannig ætlar „nýsköp- unm“ líka að verða duttlunga- full svo sem síldin “ Cal.vpso heitir nýjasti dans- inn, og er hann nú sem óðast að Ieggja undir sig Norði/r- lönd. I Danmörku gengur hann eins og faraldur. Dans þessi er ætiaður frá Vestur- Indíum og er nú að leysa samba og rumba af hólmi. — Dönsk blöð herma, að hinn gamli dans Charleston, sem var „landplága“ í Danmörku 1926, og þótti þá svo ósiðsam- legur, • að lögreglan bannaði hann á opinberum stöðum, cr nú aftur að koina í tízku. Eng- um detíur í hug að amast við honum nú, svo er u tímar breyttir. Herbergi til leigu í Þingvallastr. 33. Kristján Jónsson. Tvö herbergi og eldhús til leigu gegn húshjálp. Upplýsingar í Hafnarstrceli 41., Stéttarfélög sjómanna hér á Akureyri beittu sér fyrir þessu málefni. Skráð voru lög og reglu- gerð, og safnaðist nokkurt fé fyrsta árið, en síðan hefur lítið verið hlúð að þessu göfuga mál- efni og önnur mál staðið því fyr- ir þrifum, mun söfnun til björg- unarskútu hafa dregið úr fjár- öflun þeirri, er þegar var hafin, skal ekki deilt um það, en hitt er ástæðulaust að hreyfa ekki áð- urnefndri fjársöfnun og þess má geta að fyrir fjórum árum var ákveðið að lokaþáttur söfnunar til björgunarskútu væri næstu tvö árin, og þess vegna skyldi ógóði sjómannadagsins renna til skútunnar og síðan yrði hafizt handa um söfnun til dvalarheim- ilisins. — Mig langar því, les- endur góðir, að skýra mál þetta, þ. e. a. s., rifja upp eitthvað svipað því, sem eg skrifaði á sín- um tíma máli þessu til stuðnings. Hvað getum við gert fvrir sjó- menn, sem fyrir aldurs sakir verða að víkja úr skipsrúmi fyrir sér yngri mönnum9 Þessir sægarpar, sem sótt hafa gull í greipar Ægis um margra ára skeið, eiga erfitt með að skilja, að þeir verði að vera eftir í landi, er skip þeirra sigla úr höfn, því að oft mun andlegt þrek óbilað, þótt að lipurð, snarræði og þol sé, að vonum, farið að lóta á sjá. —o— PENINGAR ERU AFL þess, sem gera skal, þess vegna var hafin, hér ó Akureyri, fjáröfhtn í því augnamiði, að komið yrði upp fyrst og fremst vinnuheimili og auðvitað síðar dvalarheimili fyrir þessa menn. Eg hef áður gert grein fyrir slíkri stofnun, en þar sem þögn hefur hvílt yfir þessu máli, þá vildi eg mega birta sjón- armið mitt í því: Að komið yrði upp vinnuheimili, þar sem aldr- aðir sjómenn gætu stundað létta vinnu sér til ánægju og öðrum til gagns, svo sem lagfæringar á veiðarfærum o. m. fl. Þá væri það ekki veigalítill þáttur, að þar færi fram kennsla fyrir unga sjómenn, þar sem hinir öldruðu og reyndu sjómenn kenndu og leiðbeindu ungum sjómönnum. — Margt mætti taka til athugunar, en tilgangurinn er eingöngu sá, á þessu stigi málsins, að finna verksvið og dægi'astyttingu fyrir þá sjómenn, sem finnst þeir vera alls staðar fyrir og öðrum til ama. LESANÐI GÓÐUR, settu þig í spor gamla mannsins, sem hef- ur barizt þrotlausri baráttu við Ægi, hann tekur ekki eftir því, að hann verður stirður og útþalds- laus í bardaganum, en sálar- þrekið er, ef til vill, óbilað, þá munt þú skilja tilgang þessa máls. — Eins og eg nefndi fyrr, er áðurnefnd tillaga, eða sjónarmið, aðeins fyrsta sporið, auðvitað ætti að koma upp fullkomnu dvalarheimili, þegar efni leyfa, og það mun fljótt verða, er fólk fer að athuga og sjá nauðsyn þess. Hinar sístarfandi konur þessa bæjar hafa nú tekið gamalmenna- hælið á stefnuskrá sína, og þær hafa sýnt, að þær sofa ekki á verðinum. Stéttarfélög sjómanna ættu að athuga, hvort ekki væri hægt að vinna saman, að ein- hverju leyti, að slíkum málefnum. Hallur Helgason.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.