Dagur - 07.02.1951, Blaðsíða 6
6
DAGUR
Miðvikudaginn 7. febrúar 1951
t
Ungur eg var
Saga eftir Ralph Moody
1. DAGUR. •;
Eg þekkti pabba aldrei al-
mennilega fyrr en við fluttum á
búgarðinn í Colorado-fylki. Eg
var þá nýlega orðinn átta ára —
við árslok 1906. Á meðan við
bjuggum í New Hampshire-fylki
starfaði pabbi í ullarverksmiðju,
en hann var bi-jóstveikur og
vinnan átti illa við hann. Hann lá
lengi rúmfastur, veturinn áður
en við fluttum.
Phil frændi átti heima í Colo-
rado, og hann köm að heimsækja
ökkur um vorið. Eg heyrði hann
segja við mömmu: „Ekkert er
auðveldara, góða mín. Eg hef
ágæt sambönd og það væri leik-
ur fyrir mig að koma ykkur á
ágætan 'búgarð — þegar þangað'
er komið þarf maður ekki annað
að gera en fleygja fræinu út á
vorin og hirða uppskeruna á
haustin.“
Eg hugsa að pabbi og mamma
hafi trúað því, sem han sagði
þeim, því að skömmu eftir jólin
héldum við uppboð á munum
okkar o'g' fórúrh síðán'íríeð járn-
bráutariest til Dénver, öll sjö.
Það voru pabbi og mamma,
Grace, Muriel, Philip, Hal og eg.
Grace var eldri en eg, en hin
systkinin voru öll yngri. Alla
leiðina í lestinni, var eg að gizka
á það í huga mér, hve stór bú-
garðurinn væri og hvað mörg
hundruð kýr og hestar mundu
fylgja honum.
Daginn eftir að við komum til
Denver lofaði pabbi mér að aka
með sér og mömmu út á sléttuna
til að sjá búgarðinn. Til að sjá var
húsið eins og brúðuhús, en þegar
nær dró, líktist það því sem það
var: lítið þi-iggja herbergja hús,
sem hafði verið flutt í heilu lagi
frá Denver út á sléttuna. Það
um hálsinn á henni og þrýsti
henni að sér. „Það er aðeins eitt
að gera, mamma,“ sagði hann,
„og það er að kaupa farmiða
heim aftur meðan aurarnir eru
til. Eg get ekki ætlast til þess að
þú setjist að á svo eyðilegum og
ömurlegum stað.“ Þau stóðu í
þessum sömu sporum í tvær eða
þrjár mínútur, og ekkert hljóð
rauf þögnina, nema þurri hóst-
inn, sem þjáði pabba á þessum
•árum. En þegar mamma leit upp
voru varir hennar samanherptar
og rödd hennar var nú aftur
styrk og róieg.
„Ritningin segir: „Treystu
drottni og gerðu gott. Þannig
skaltu dvelja í landinu og víst
muntu mat fá. Það er hönd drott-
ins, sem hefur leitt okkur hing-
að. Við höfum þegar valið. Við
Næstu vikurnar bjuggum við á
hóteli í Denver. En pabbi og ..eg
fórum á , fætur ; fyrir dögun á
hverjum degi, sunnudagar með-
taldif, og fórum út á búgáfðinn.
Við eignuðumst tvo h'está, vagn
og aktygi. Þetta .Var allt gamalt
og notað, en við áttum það og eg
var stoltur af því. Pabbi lofaði
mér að skírá hestaná. Eg kallaði
hvíta hestinn Bill en hinn Nig. Á
leiðinni út á gresjuna keyptum
við timbur, gibs, rúðugler og
fléirá, sem við þurftuni á" að
halda. Allt var þettaj^nQjtað. áður
og þyí ódýrt. Pabbi vann. fram í
myrkur á hverjum degi, þangað
til ’ Hánn sá ekki iéngúf"til'’áð
reka nagla.
Á öðrum fimmtudegi f-rá því að
við komum, var hlaðan tilbúin,
pabbi hafði byggt stromp á hús-
ið, gert við loftið, þar sem gibs-
ið hafði dottið af, sett gler í álla
gluggana, smíðað tröppur víð að-
alinnganginn og eldhúsdyrnar.
Það síðasta, sem við gerðum á
föstudaginn, var að binda þá
Bill og Nig á sinn stað í nýju
hlöðunni. Phil frændi hafði
hjálpað okkur þennan dag við
undirbúninginn, og um kvöldið
ók hann okkur til Denver. Eg
leit á baka á búgarðinn okkar
um leið og við ókum úr hlaði, og
eg vildi ekki skipta á honum og
neinni höll í víðri veröld.
Við fluttum burt úr hótelinu
og vorum komin á járnbrautar-
stöðina í Denver snemma á laug-
ardagsmorguninn. Mjó auka-
járnbrautarlína lá frá Denver
um búgarðinri okkar og lengra
suður á bóginn. Pabbi var búinn
að semja við lestarstjórann um
að stoppa við húsið okkar, svo að
við gætum farið úr lestinni. Þeg-
ar við vorum að klöngrast niður
úr lestinni, flautaði lestarstjórinn
þrisvar með eimpípunni og dkk-
ur varð öllum litið upp eftir
járnbrautinni. Eitthvað var að
bylta sér á miðju sporinu, rétt
þar sem brautin lá yfir gilskoru,
um það bil fjórðung milu þaðan
sem við vorum.
„Það er hestur fastur í spor-
inu,“ sagði lestarstjórinn. „Átt
þú hann?“ Pabbi benti mömmu
að halda heim að húsinu, en hljóp
sjálfur upp á lestina aftur. Eg
náði handfesti utan í einum
vagninum. Lestin brunaði af stað,
fast að gilskorunni. ■
Nig var fastur á öllum fótum
milli þverslánna á sporinu og eg
sá að það voru blóðblettir á fót-
unum og bógunum. Mig langaði
mest til að hlaupa heim, en gat
ekki slitið augun frá því, sem var
að gerast. Eg leit niður í gilskor-
una, og þar var Bill, og komst
hvorki aftur á bak né áfram.
Nig brauzt um, þangað til hann
var Steinuppgefinn, en hann gat
ekki losað sig. Hann lá ofan á
teinunum og barði höfðinu við
hart jámið. Allir mennirnir úr
lestinni komu hlaupandi, en
pabbi var sá eini, sem virtist vita,
hvað ætti að gera.
(Framhald).
Þættir eftir Hannes frá Hleiðargarði
stóð enn á bjálkunum, sem settir
höfðu verið undir það í flutn-
ingnum, og það hafði verið skilið
eftir á ógirtu svæði þarna úti á
eyðilegri gresjunnr. Reykháfur-
inn var brotinn og þakið var
skælt og flestar rúðurnar brotn-
ar. Pabbi og mammá sögðu ekki
orð, en eg sá að það var kominn
fjörfiskur í kinnina á pabba.
Mamma var að því komin að
gráta sýndist mér, en hún gerði
það nú samt ekki. Eftir að pabbi
var búinn að hjálpa mömmu út
úr hestvagninum, lyfti hann mér
svo að eg gæti séð inn um einn
gluggann. Það var ekki mikið að
sjá nema að gólfið var þakið gibs-
flyksum, sem höfðu dottið úr
loftinu, og glerbrot úr rúðunum
lágu dreifð um gólfin.
Mamma rauf þögnina: „Eg sé
ékki hvernig í ósköpunum við
getum þetta, Karl,“ sagði hún,
í,við eigum aðeins 387 dollara.“
Mér fannst rödd hennar vera að
kafna lengst niðri í hálsinum.
Pabbi lagði handlegginn utan
Vetur karl.
Nú þegar sá hamrámmi helj-
arkarl sýnir okktir yglibrúnir
sínar, ag leggur hrammana ógn-
andi ,yfir landið, menn og mál-
leysingja, svo að fuglar og refir,
sem að jafnaði vilja halda sig
fjarri mannabústöðum, leita til
bæja og byggða sér til bjargræð-
is, þá verður ekki hjá því komizt,
að manni detti í hug ýmislegt er
Skeð hefur, er slíkur gáll var á
karli, og sem oft hafði í eftirdragi
hin hörmulegustu tíðindi. —
Hinu má svo ekkr gleyma, að oft
hefur hann verið mildur og bros-
hýr, og. það'kvo,. að ætla mætti,
að hann‘h'éfði gíéýmt h*lutverki
sínu, og leyft njóla að vaxa á
jólaföstú, og nýgræðing á Góu,
og þó' einhvérjir smádyntir hafi
þá dottiði í 'hanri, og hann. hleypt
brúnUfp ,Wri' .stundíri'sakir og tek-
ið það aftur, sem hann var búinn
að léýfa, þá hefur það fljótt
gleymzt og fyrirgefist, ef endir-
inn og kveðjurnar hafa.verið
sæmilegar. ________■-
Það er ekki ætlun mín með lín-
um þessum, að telja upp og lýsa
mörgum og harkalegum innrás-
um karls á liðnum tímum, um
þæi- má víða fræðast. Nöfn eins
og Lurkur (1601—1602), Pín-
ingsvetur (1602—1603), Hesta-
bani (1696) o. fl., segja sína sögu
og skulu ekki frekar rædd. Að-
eins vildi eg rifja upp minningar
um eina árás karls, er gjörðist
fyrir fullum 90 árum, af því að
hernaðaraðgerðir hans nú virð-
ast ekki ólíkar og þá. — Þetta var
árið 1858 til 1859. Þann vetur
kölluðu Þingeyingar „Blóðvetur
seinni“, Eyfirðingar og Skagfirð-
ingar „Skurðarvetur“ og á Vest-
fjörðum var hann nefndur
„Álftabani“, því að þar frusu
álftir í hel hrönnum saman, enda
voru í liði karls þá stórir her-
skarar frá Grænlandsjöklum.
Það, sem hér verður sagt um
tíðarfarið í Eyjafirði þennan vét-
ur, er að mestu eftir móður
minni, sem þá var að verða full-
vaxta, svo og afa míns, Ólafs
Gu'ðmundssonar frá Rau'ðhúsum.
Þeim sagðist svo frá:
Sumarið 1858 var fremur gott,
Vefnaðarvörur
Vörujöfnun á vefnaðarvörum til félagsmanna vorra
í Akureyrarcleild. gegn vörujöfnunarmiða 1950—1951,
reitur nr. 9, verður hagað þannig, meðan birgðir endast:
Mánudaginn 12. febrúar, fél.nr. S01—940:
Kl. 9-10 nr. 801-820 - kl. 10-11 nr. 821-840
- kl. 11-12 nr. 841-8G0 - kl. 14-15 nr. 861-880
- kl. 15-16 nr. 881-900 - kl. 16-17 nr. 901-920
- kl. 17-18 nr. 921-940.
Þriðjuddginn 13. febrúar, fél.nr. 941—1080:
Kl. 9-10 nr. 941-960 - kl. 10-11 nr. 961-980
- kl. 11-12 nr. 981-1000 - kl. 14-15 nr. 1001-1020
- kl. 15-16 nr. 1021-1040 - kL 16-17 nr. 1041-1060
- kl. 17-18 nr. 1061-1080.
Miðviliudaginn 14. febrúar, fél.nr. 1081—1220:
Kl. 9-10 nr. 1081-1100 - kl. 10-11 nr. 1101-1120
- kl. 11-12 nr. 1121-1140 - kl. 14-15 nr. 1141-1160
- kl. 15-16 nr. 1161-1180 - kl. 16-17 nr. 1181-1200
- kl. 17-18 nr. 1201-1220.
Fimmtudaginn 15. febrúar, fél.nr. 1221—1360:
Kl. 9-10 nr. 1221-1240 - kl. 10-11 nr. 1241-1260
-kl. 11-12 nr. 1261-1280 - kl. 14-15 nr. 1281-1300
- kl. 15-16 nr. 1301-1320 - kl. 16-17 nr. 1321-1340
- kl. 17-18 nr. 1341-1360.
Föstudaginn 16. febrúar, fél.nr. 1361—15V0X 4, r * *
Kl. 9-10 nr. 1361-1380 - kl. 10-11 nr/ 1381-1400
- kl. 11-12 nr. 1401-1420 - kl. 14-15 mV 14.21-14.40
- kl. 15-16 nr. 1441-1460 - kl. 16-17 nr. 1461-1480
-kl. 17-18 nr. 1481-1500.
Laugardaginn 17. febrúar, fél.nr. 1501—1600:
Kl. 9-10 nr. 1501-1520 - kl. 10-11 nr. 1521-1540
- kl. 11-12 nr. 1541-1560— kl. 14-15 nr. 1561-1580
- kl. 15-16 nr. 1581-1600.
Önnur félagsntimer auglýst síðar.
- «/j»M * h •* » .>»V i
Góðfúslega komið með nmbúðir.
V efnaðarvör udeild.
hkhkbkhkhkhkbkhkbkbkbkhkbkhkhkbkhkbkbkbkbkhkhkbbj
og heyfengur því allgóður, en
haustið var með afbrigðum
slæmt. Sífelldar og óvanalegar
stórrigningar, svo að allt fór á
flot. Hvert hús lak. Hey í hlöð-
um og heystæðum „drap“ sem
kallað var, og stórskemmdust.
Er lengx-a leið komu svo krapa-
hríðar, með frosti á milli, svo að
allt hljóp á gadd. Gekk svo til
miðsvetrar, en þá var fyrir löngu
jarðbönn svo mikil, að ekki fékk
tittlingur í nef sitt. Hross öll
komin á gjöf stuttu eftir vetur-
nætur, því að þarilvönustu úti-
gangshross megnuðu ekki að
berja upp klakann. Aldrei lagði
þó Eyjafjarðará, að minnsta
kosti í framhluta fjarðarins, svo
að manngeng væri, en er kom á
þorra fram byrjaði snjókoma
með stórhríðum og hörkufrosti,
oft 20—30 stig. Refir komu heim
að bæjum, og músagangur var
svo mikill, að til vandræða
horfði, því að þær lögðust á fé
manna. Hélt þessu svo fram allt
til páskadags, en hann var þá
fyrsti sunnudagur í sumri. Urðu
af öllu þessu hin mestu vandræÓi,
og fóðurskortur. Tóku menn að
skera- af fóðrum í byrjun ein-
mánaðar og hélzt sá niðurskurð-
ur við allt til páskanna. Hámarki
náði hann þó á laugardaginn fyr-
ir páska. Þann dag var stórhríð
með grimmdarfrosti, enda var þá
lógað fjölda sauðfjár og stór-
gripum í Eyjafirði. Engar skýrsl-
ur munu til um niðurskurðinn,
en framtal manna á fénaði má
sjá í hreppstjórabókum vorið
eftir, og má af því nokkuð
marka hvað hafði gerzt.
í Þingeyjarsýslum var vetur-
inn afar harður og fellir mikill,
eins og nafnið „Blóðvetur11 bend-
•ir á. Maður hét Jón og var Jóns-
son. Hann bjó á Vogum við Mý-
vatn um þessar mundir. Jón var
gáfaður maður og vel að sér um
margt. Hann kunni enska tungu
svo vel, að hann ritaði ævisögu
sína á því máli. Hún var gefin út
í London 1877. f henni segir hann
um þennan vetur þetta:
„Seint í september gekk vet-*
urinn í garð i Þingeyjarsýslú.
Fennti þá margt fé, og varð alveg
jarðlaust. Birti ekki upp til fulls
fyrr en 11. ókt. Þá kom sunnan
þýða nokkra daga, en fyrstu dag-
ana í nóv. kom sama frosthríðin
aftur. Mátti heita að heljan héld-
ist fram að páskum (24. apríl).
(Framhald).