Dagur - 14.03.1951, Blaðsíða 2

Dagur - 14.03.1951, Blaðsíða 2
2 D A G U R Miðvikudaginn 14. marz 1951 Nfsköpun kommúnista Ðagskrármál landbímaðarins: Jar ðræktar til raunir 1951 Orðið sköpun er komið af sögninni að skapa, sem táknar nánast það, að eitthvað verði til. Þess vegna er öll sköpun ný. Ný- sköpun er þar af leiðandi eitt- hvað sérstaklega ný skö.pun eða einhver gjörbylting. Þannig hátt- ar nú í liði kommúnista um allan heim, að eins konar nýsköpun fer fram um stafsaðferðir þeirra. Þverrandi fylgi kommúnista um ailan heim. Þeir, sem fylgjast með heims- fréttum útvarps og blaða, hafa heyrt um sífellt fylgishrun komm únista, þar sem frjálsar kosningar fara fram. í sumum ríkjum hafa þeir þurrkast svo út, að áhrifa þeirra gætir alls ekki á löggjaf- arþingum. Um og eftir 1940 efldust komúnistar hér á landi. Juku þeir verulega við fylgi sitt og hámarki náðu þeir í kosningunum 1946, eftir að Sjálfstæðisflokkurinn hafði þverbrotið lýðræðissjónar- mið með því að taka þá í ríkis- stjórn landsins og fá þeim í hend- ur æðstu stjórn atvinnu- og menntamála um tveggja ára skeið. Síðan hefur hainingjusól kommúnista lækkað hér. Fram- sókn þeirra hefur stöðvast og nú biasa við þeim sömu örlög og annars staðar. ? Titótínan — Moskvalínan. Eins og kunnugt er hefur tvenns konar höfuðsjónarmið gætt innan kommúnistaflokkanna. Annars vegar er sjónarmið föðurlandsins. Hér á íslandi það sjónarmið, að Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn, láti starf- semi sína fyrst og fremst varða þjóðarhag. Hins vegar er Moskvulínan, þ. e. skilyrðislaus hlýðni við valdhafana í Moskvu. Hér kemur þetta sjónarmið fram t. d. í orðum eins af forsprökkum kommúnista „hvað varðar mig um þjóðarhag“. Þetta sjónarmið býður flokknum að taka hags- muni hins alþjóðlega kommún- isma fram yfir hagsmuni íslands. Hérlendis hefur hið síðarnefnda orðið algjörlega ofan á innan flokksins. Nægir í því efni að benda á, að nokkrum af fram- ámönnum flokksins, hefur verið vikið til hliðar, t. d. Her- manni Guðmundssyni, sem var form. Alþýðusambands ísiands á síiium tíma og Jónasi Haralz, sem var einhver efnilegasti liðsmað- ur kommúnista um skeið. En þeir voru báðir ákveðnir andstæðing- ar Moskvulínunnar. Þá eru hinar tíðu sendiferðir austur fyrir járn- tjald örugg sönnun hins sama. Nú hafa þau tíðindi gerzt, að mjög margir Sósíalistar hafa brotizt undan Moskvuvaldinu. Mesta athygli hefur þó Tító marskálkur vakið, og hinir ítölsku þingmenn, sem nýlega sögðu skilið við kommimista og stofnuðu sinn eiginn flokk. Nýsköpunin. Hin mikla ól'ga innan kommún- istaflokkanna utan Sovétríkj- anna stafar aðallega af því, að fleiri og fleiri líðsmenn þeirra neita að hlýðnast því, að þeir skuli meta meira hagsmuni Rússa en sinnar eigin þjóðar, ef til styrj- aldar dregur. Þess vegna hafa tugþúsundir skilið við kommún- istaflokkana. Að undanförnu hafa flestir ráðamenn kommúnista í Vestur- Evrópu verið kvaddif áustur fyr- ir járntjald til að gefa „skýrslu" og til að taka á móti fyrirmælum um nýja „línu^------------ í hvérjú eTsvb Kin nýjá „sköp-. un“ fólginl Kjommýn istaflpkkfuiii r - - - eíga ekki að halda því fram jafn ein- dregið-'óg-aSúbJ að kómmúnistum’ berifyrst ag.fremst að greiða fyr- ir rýs^npskri innrás, ef til styrj- aldar dregur. í- samræmi við þetta eiga flokkarnir .að beita. sér fyrir því að „hreinsa“ alla títóista- burtudil þess «ð f>eir-verði sterk- ir og einhuga, ef á þarf að halda. Þá eiga þeir'að beina áróðrinum ipn á þær brautir, að'lie’ppilégást sé að vera hlutlaus í átökum milii austurs og- vestúrs, Er það gert til þéss~ að hamíti' gegn varnar- áformum lýðræðisríkjanna. Lepí>lélögim- L En > samhliða; þéssafi nýsköpuri á starfsaðferðum .eru.lþað! enn- fremur fyrirmæli að austan, að haldbezt muni vera og árangurs- ríkast, áð þessi hlutleysisáróður sé rekinn sem minnst-af -komm- únistum sjálfum, heldur öðrum samtökumV Því hafa koflimhhrst- ar stofnað alls konar friðarfélög og- -V Irr.eyfingái' og. hbppriast a. ».•<» Jt<r. f Jl'. j~ t -ij*M-tUfA AS> i. S» £ 3 m. k. i byrjun að tæla hrekklausa friðarsinna .til að ganga í þessi féliig. Þá stofna þéir einnig til félaga, sem eiga að eyða andúð lýðræðissinna á þjóðskipulagi Ráðstjórnarríkjarma. Svo lævíslega hagar Komin- form, hinn alþjóðlegi kommún- ismi, kerfisbundnum og sam- ræmdum hernaðaraðgerðum og undirbýr jarðveginn fyrir innrás kommúnismans Vinnubrögðin eru þau sömu og nazistanna fyrir seinni hehnsstyrjöldina. Friðar- stefna í orði en vopnavald á borði. Hin raunhæfa friðarstefna. Brezka utanríkisráðuneytið álítur, að á næstunni muni kommúnistar leggja höfuð- • áherzlu á hlutleysis- og friðar- áróður sinn í löndum Atlants- hafsbandalagsins, sérstaklega þó þeim, sem óttast hernám Rússa, ef til stríðs kemur. Hér á landi hafa kommúnistai' lagt mikla áherzlu á þessa iðju, og er það ill- Ur fyrirboði. Ekki er við því að búast, að þessi nýsköpun í liði kommún- ista hafi mikil áhrif í lýðræðis- ríkjunum. Allir kannast við þá ofsalegu föðurlandsást, sem greip kommúnista, þeðar aðild íslands að Atlantshafsbandalaginu var ákveðin á sínum tíntia.; Það er nú samdóm'a álit lýð- ■ (Framhald á '11; síðu). . I STUTTU MALI UM SL. MANAÐAMÓT scndu Danir 6 beztu ballett- dansarana við Kgl. ballettinn til Oslo, til þess að sýna ballett á Det Ny Teater. í hópi þess- ara 6 úrvalsmanna var íslend- ingurinn Friðbjörn Björnsson. * ÞEGAR Vaclav Kopecky, innanríkisráðherra Tékkó- slóvakíu, tilkynnti að dr. Vlado Clementis, fyrrv. utan- ríkisráðherra, og margir aðrir háttsettir kommúnistar, hefðu verið liandteknir fyrir „frávik“ og títóisma, sagði hann m. a.: „Vér munum sanna, að í kommúnistafl. Tékkoslóvakíu er aðcins rúm fyrir þá, sem á hinn einlægasta hátt elska Sovétríkin, kommúnistaflokk Rússsands og félaga Sta!ín“. í ákæru sinni á hendur Clementis, sagði Kopecky m. a. að Clementis hefði verið „njósnari og áðstoðarmaður fyrir Benes“ á árinu 1945. Hér áíti hann við það. að Clemen- tis hcfði haft íraust þáverandi forseta landsins! -K DANSKA BLAÐIÐ Social Demokraten telur að sóknar- presturinn í Korsör-sókn hljóti að hafa náin kynni af blótsyrðum á erlendum tungu málum, og segir því til sönn- uriar, að þegar verkamaður nokkur vildi láta hann skíra dóttur sína Anse Dinny, sneri hann sér íil kirkjumálaráðu- neytisins og bað um ráðlegg- ingu, með því að orðið Anse þýddi fjandinn á íslenzku. — Nefnd sú — á vegum ráðu- neyíisins — er fjallar um nöfn beitti neitunarvaldi sínu á bæði Anse og Dinny, og sagði síðara nafnið diengjanafn En faðirinn kærir sig kolléttan. „Mér er rétt swna, þóít Anse sé liótt ovð á íslenzku,“ sagci hann. -k VERKAMENN í Austur- Þýzkalandi eru að læra hvað það þýðir í framkvæmd að eiga að vinna fyrir hið komm- únistíska ríki. Austurríska blaðið „Arbciter Zeituúg“' seg- ir frá því, að nýlega hafi verkamenn í olíuhreinsunar- stöð á rússneska hernáms- svæðinu í Austurríki — en stöð þessi er undir rússneskri stjórn — kvartað yfir slæmum vinnuskilyrðum og því, að svikist væri um að reikna þeim eftirvinnukaup. Kvört- uninni var eklti svar- að, en 53 verkamenn. sem að þessu stóðu, voru reknir, til viðvörunar þeiin, sem eftir voru. -K SNEMMA í þessum mánuði var gert innbrot í borg einni í Texas og stolið 380 lítrum af nytroglyceríni og 14 stórum kössum af dynamiti. Sagt er að sprengiefni þetta nægi til að jafna heilan bæ við jörðu. Ekki hefur tekizt að hafa upp á þjófunum. -K SONUK SHINWELLS her- málaráðhetra Breta var nýlega se’.caður- um 2900 sterlings- pund fyrir að hafa byggt á bú- garði sínúm allvcrulega um- írain fjárfestingarleyfi. Dagana 16. febr. til 3. marz s. 1. hélt tilraunaráð jarðræktar fundi í Reykjavík, ásamt tilraunastjói'- um, til að planleggja fyrirhugað- ar tilraunir á komaridi sumri, á neim fjórum tilraunastöðvum, er reknar eru af ríkinu til að gera jarðræktartilrauniv. Þessar til— raunastöðvar eru sem kunnugt er: Sámsíaðir, Gróðrarstöðin á Akurcyri, Reykhólar á Barða- sírönd og Skriðuldaustur í Fijóts- dal. Er því ein tilraunastöð í hverjum landsfjói'ðungi. Tvær þær síðar nefndu c.ru nýteknar til starfa og aðstaða !il jarðræktar- tilrauna mjög takmörkuð ennþá, þar sem allt þarf að byggja svo að segj'a frá grunni og einnig þarf að ræsa land til að gera tilraunir á. Telja má líklegt að ekki verði lagt í að koma upp fleiri tilrauna- stöðvum í jarðrækt að svo stöddu, en í stað þess verði nú lagt allt i kapp á það að skapa nauðsynleg skilyrði á öllum tilraunastöðvun- um fyrir tilraunastarfsemina, því þar vantar mikið á að allt sé nóg fyrir okkar stóra land, því að vitanlega eru ýmsar aðstæður ó- líkar, s. s. veðurfar, o. fl., en fjár- ráð eru takmörkuð og verður því að sníða stakk eftir vexti í þessu efni og eins og er, vi'rðist fjárveit- ingavaldinu þykja r.óg^ um að sjá úm rekstur þeirra fjögurra til- raunastöðva sem þegar eru komnar. : ~ ~ * - •■ r Mér virðist þaS lilgangslítið að korna upp mörgum tilraunastöðv- um, ef ekki er jafníramt séð fyr- ■ii' nægilegu rekstráffé til stofn- kostnaðar. Alþingi veitir í fjárlögum ár- lega fé til tilraunastarfseminnar og á því þessi starísérhi fjárhags- lega allt undir skilningi Alþingis og þingmanna komið. Þess má vænta að skilningur þings og stjórnar fari vaxandi, enda ekki vanþörf á að svo verði, því enn- þá erurn við mjög langt á eftir öllum nágrannaþjóðum okkar með alla tilraunastarfsemi. Hér þarf því að láta hendur standa fram úr ermum. Óteljandi verk- efni bíða úrlausnar á tilrauna- stöðvunum cg allir bændur landsins bíða eftir niðurstöðum og leiðbeiningum frá stöðvunum, sem varðar svo að segja þeirra daglega rekstur og fjárhagsaf- komu. Hér-skal getið helztu verkefna sem fyrirhuguð e> u á tilrauna- stöðvunum á þessu ári: Túnrækt: 1. Tilraunir með eftirverkun á fosfórsýruáburði. 2. Tilraunir með vaxandi skammta af fosfórsýi'uáburði. 3. Tilr. með skammta af kalí- áburði. 4. Samanburður á N-áburðar- tegundum. 5. Dieifingartímatilraun með N-áburð. 6. Píningartilraun með Kalí og fosfórssýruáburði. 7. Vaxandi skammtur af N-á- burði á smáraland 8. Sáning smára í gróið land. 9. Endurræktun túna (stendur í 24 ár). 10. Tilraun með yfirbreiðslu á mykju á tún. 11. Vaxandi skammtur af N- áburði á tún. 12. Dreifirig N-áburðar 1 og 2var. 13. Tilraun með límvatn til á- burðar. 14. tilráun með fertifos. Akurvrkja: 1. Tilraunir með bygg, hafra, hveiti, hör, lucernu o. fl. 2. tilraunir með grænfóður- blöndur. 3. Tilraunir með grastegundir og skjólsáð. Garðrækt: 1. Tilraunir mcð kartöfluaf- brigði. 2. Tilraunir með rófnaafbrigði, hvítkálsafbrigði o. fl. 3. Samanburður á N.-áburðar- tegundum í kartöflugarða.. 4. Samanburður á húsdýraá- burði og tilbúnum áburði fyrir kartöflur. 5. Ræktun kartaflna á mismun- andi jarðvegi. 6. Vaxancli skammtur af til- búnum áburði á kartöflur. 7. Sáning og útplöntun á róf- um og varnir gegn kálflugu. Tilraunir: 1. Veðurathuganir. 2. Áhrif vorbeitar á tún. 3. Tilraunir með hraðþurrkun á grasi og hálfþurru grasi. 4. Rannsóknir á fræi og korni, grasi, heyi o. fl. 5. Athugun á ræktun skjól- belta o. fl. Hér verður ekki gerð tilraun til að skýra hin einstöku verk- efni, því að það væri ekki hægt í stuttu máli, en e. t. v. gefst tækifæri til þess síðar-aS taka- til athugunar eitthvgð; sf. [íéssum verkefnum. A ÁÐURGREINDUM til- raunaráðsfundi var rætt um það, hvernig birta skuli tilraunanið- urstöður framvegis. Birting þeirra hefur verið nokkuð á reiki og ekki í föstu formi. Hefur þetta- leitt til þess að tilraunaniðurstöð- ur hafa ekki náð til almennings' nema takmarkað’'0'g'sumár til— 1-aunir hafa alls ekki verið birtar, enda þótt þeim væri lokið að fullu. Nú eru góþar '-hotfui' á að samstarf og sarriríeming komizt á um útgáfu tilraunaskýrslna undir forustu Atvinnudeildar Háskólans. Er gert ráð fyrir, að þar birtist allar tilraunaniðurstöð ur varðandi jarðrækt, búfjárrækt svo og rannsóknir og athuganir Atvinnudeildarinnar eða á vegum þessara eða annarra skyldra stofnana. Eins atriðis vildi eg geta ennþá, sem tekið var til athugunar, en það er uppkast af áætlun um nauðsynlegar framkvæmdir á öll- um tilraunastöðvunum fjórum. Okkur, sem vinnum við tilrauna- stöðvarnar og tilraunamálin, er það ljóst, að tilraunastöðvarnar verður að byggja upp af mýnd- arbrag, og byggingum, ræktun og tækjr.m og gera þær þann veg úr garoi, að þær séu lilutverki sínu vaxnar og sambærilegar við hlið- stæ'ðar stofnanir erlendis. Sé það látið undir höfuð leggjast, verða st'öðvarnar tæplega annað en málamyndarstofnanir, sem lítið gagn yrði að. Samkvæmt bráða- birgðaáætlun okkar tilrauna- stjóranna þurfa 2—3 milljónir króna í stofnkostnað á öllum til- raunastöðvunum, tdl þess að koma þeim í sæmilegt. reksturshæft form. Þetta er mikið fé, en hér má ekki til spara, því að þrótt- mikill landhúnaður getur aldrei án filraunastarfsemi verið. 4* ÞA SKAL að síðustu getið málefnis, sem rætt var um að tilhlutan tilraunaráðs, en það er hmagnýting búreksturs tilrauna- stöðvanna í þágu fóðurtilrauna (Framhald á 11. síðu).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.