Dagur


Dagur - 13.06.1951, Qupperneq 2

Dagur - 13.06.1951, Qupperneq 2
2 D A G U K Miðvikudaginn 13. júní 1951 Sanwinnustefnan bjartsýnisslefna Ávarp Þórarins Kr. Eldjárns, formanns KEA, í upphafi 64. aðalfundar félagsins Dagskrármál landbúnaðarins: Votheysverkun í gryfju, gerðri með jarðýtu Kæru fulltrúar. Eitt ár og vel það höfum við lagt að baki frá því við síðast vorum mættir hér á aðalfundi. Það verður ekki sagt að árið hafi látið sig án viðburað. Það hefur vissulega markað sitt spor eftirminnilega í sögu þjóðarinnar. Hefur í sum- um landshlutum verið eitt þeirra ára, er óhagstæðust eru talin, að því er tíðarfar áhrærir, bæði til lands og sjávar. Það væri tímaeyðsla ein að vera að draga upp mynd af ár- inu með þess óhagstæðu hey- skapartíð og aflabresti yfir sum- artímann, og samfelldri ótíð og fannfergi vetrarins. Þetta er mynd, sem við allir þekkjum, höfum lifað, og verið meðal leik- endanna á þessu dapurlega leiksviði, er náttúran bjó okkur að þessu sinni. Við skulum vona, að við verð- um á þessu ári leiddir inn á leik- svið, sem móðir náttúra tjaldar fegurri tjöldum og býður bjart- ari og hagsælli leik. Eftirköst þessa árs verða án efa mörgum þung í skauti. Þó hefur furðanlega úr rætzt. Ogn- úhi vetrarins hefur verið hrund- ið. Meða sumarkomu hefur tíð verið hin hagstæðasta, og við skuium vona að sumarið verði okkur gleðilegt sumar, þá ósk vildi eg mega færa fram okkur öllum til handa. Jó, síðastliðið ár hefur í sannleika verið erfitt og •reynt á þolrifin. En-það á líka sína hagnýtu þýðingu ef rólega og raunhæft er á málin litið. Það hefur verið okkur ár minninga og reynslu og hvort tveggja þetta eru stór atriði. Það hefur minnt okkur Islend- inga á, að hnattstaða lands okk- ar er slík, að það liggur á út- jaðri hins byggilega heims. Við búum þvi í harðbýlu landi. Landi, sem ekki verður lifað í menningarlífi án atorku og for- sjálni. Þessi sannindi erum við íslendingar gjarnir á að láta okk- ur sjást yfir á velgengnisárum. Og sú er okkar höfuðsynd, að vel gengni hinna hagstæðu ára, er um langt skeið gengur yfir þetta land villtu um fyrir okkur og svæfðu okkur á kodda andvara- leysisins. Þetta er sök flests þessa vanda er að okkur steðjar nú á fjárhagslega sviðinu. Þetta er skylt og hollt að játa og hafa til varnaðar í framtíð. En þetta hefur líka greinilega flutt okkur þann fagnaðarboð- skap, að samhjálp og samvinna eru þeir hjálparenglar, sem fær- ir eru um að leysa hinn mesta vanda að bægja burtu böli og neyð. Þessi reynslusannindi eru mikið gleðiefni samvinnumönn- um, sem gengið hafa þeirri lífs- skoðun á hönd, að vandi eins sé vandi allra, þeim beri hverjum annan að styrkja, og leysa á þann hátt hin erfiðu viðfangsefni hvers tíma. Á þetta heiur reynt nú ,og hefur auðveldlega staðizt raun- ina með prýði og bfárgað 'þV'í sem bjargað varð. Við tölum oft um lífsstefnur. Án lífsstefna er nánast skilning- ur og viðhorf eintsaklingsins á lífinu og til verunni. Þessi lífsvið- horf flokkum við í tvo höfuð- flokka. Bölsýnis -og bjartsýnis- stefnur. Varla verður í efa dregið að það skipti miklu ham- ingju manna, hvernig þessari lífs stefnu er gengið á hönd. Bjart- sýni er einhver sá gúðdómlegasti eiginleiki, sem unnt 'er að óvinna sér. Hann er lífsviðhorf þess manns, sem sér hamingju lífsins í dáðríkú, di'éngifegu starfi. Sem finnur og skilur að hann ef hlekkur í hinni samfelldu keðju lífsins. - Hlekkur, serii hann ber ábyrgð á gagnvart heildinni og eigi má bresta. Þetta er og viðhorf samvinnu- stefnunnar, hún er því bjartsýn- isstefnu í þess orðs rétta skiln- ingi. Hún kennir að samstilltir ki-afta-T—og-forsjální-séu megnug að leysa hvers-kyns-vanda.'BróS^ urhug . og félagslund beri ao rækta og efla, svo verði lífinu bezt lifað. Þetta er og boðskapur kristindómsiiis, uppistaðan í kristnu siðalögmáli og annað fullkomnara siðalögmál verður naumast fundið. Kæru fulltrúar og félagar. Með þessum lífsskilningi skulum við glaðír og reifir feta leiðina fram. Minnugir þess, að lífið færif okkur á hverjum tíma nokkurn vanda að glíma við, jafnvel þrengingar á stundum. Nú í dag má okkur öllum ljóst vera, að ei’fiðleikar ýmiss konar eru framundan. Fjárhagsörðug- leikar virðast augljósir. Tíðarfar- ið hefur gefið okkur bendingu um, að það kunni óblíða að vera fyrir dyrum um sinn, óáran í mannheimi og öryggisleysi um frið hangir eins og reiddur brandur yfir höfði okkar. Allt eru þetta uggvænlegir hlutir, sem skylt er að horfast í augu við. En bjartsýnismaður lætur ekki uggvænlega hluti beygja sig. Nei, hann réttir úr bakinu og býr sig óhræddur með karlmennsku og forsjálni undir að taka fangbrögð um við- fangsefnin og sigra. Við sam- vinnumenn erum menn bjart- sýninnar og við eigum vopnin til að berjast með. Stöndum aðeins saman í fullum trúnaði hver við annan. Ræðum mál af fullri ein- urð og drengskap, og ráðum okk- ar ráðum í bróðurhug, svo bezt leysum við hvern vanda, og þá göngum við með sigur af hólmi í hverri raun. í þeirri von og vissu að gagn- kvæmt traust ríki og megi ríkja milli þeirra, sem málefnum okk- ar félags stýra og störfin vinna, og félagsmannanna er verkanna skulu njóta, vil eg ljúka máli mínu. Amtsbókasafnið á Akur- eyri 1950-51 Skýrsla bókavarðar. Lesstofan frá 3. oltt. til 12. maí: Gestir: Október 118, nóvember 160, desember 117, janúar^l84, febrúar 195, marz 179, apríl 158, maí. 25. Alls 1136 (í fyrra 769). Lánað á lessal alls 562 bækur, blö ðog tímarit (í fyrra 4206). Útlán frá 3. okt til 1. maí: Not- endur 781 (í fyrra 682). Fjöldi heimiánaðra bóka: Barnabækur 1336. Skáldsögur eftir ísl. höf- unda 1498. Skáldsögur eftir erl. höf þýddar á ísl. 5277. Landlýs- ingar og ferðasögur 359. Ævisög- ur og minningar 526. Aðrir flokkar ísl. bóka 296. Erl. bækur alls 817. Útlánsbækur alls 10367. Á lessal 562. Samtals 10929 (í fyrra 8102). Notendur safnsins alls (781 + 1136) 1917 (í fyrra 1451). Auk skyldueintaka bættust safninu 167 eintök, frá 21. maí 1950 til 1. júní 1951, auk þess 27 sjókort af miðunum umhverfis landið. Gefendur: Skrifstofur bæjar- stjóra 2 eintök. Eyjólfur Árnason 8 eint. Friðjón Skarphéðinsson 2 eint. Árni Bjarnason 1 eint. A. H. Milliken tímaritið „The Rotari- an“. U. S. Information Service Rv. 4 eint. og tímaritin „Life“, „Time“ og blaðið „The New York Times“. The christian science publ. society tímaritið The her- ald of christian science. Akur- eyrarblöðin. Norðui-ljósið, Vísir, Hagtíðindi, Lögberg og Heims- kringla send safninu af útgefend- um. Safnið var opið til útlána einu sinni í viku, yfir sumarmánuðina. Frá 3. okt til 1. maí var opið til útlána þrisvar í viku og lessalur- in nalla daga, nema sunnudaga, frá 3. okt. til 12. maí. í sumar verður safnið opið til útlóna miðvikudagskvöld frá kl. 7—10. Bókavörður. ; Höfum tekið að okkur að selja dálítið safn af eldri bókum. fíókavcrzl. Björns Arnasonar. Sími 1180. Takið eftir! Getum enn tekið nokkur ungviði til tamningar. Upplýsingar á símstöðinni. Bakkasel. Kvenreiðhjól óskast. Upplýsingar í verk- stæðinu Glerárgcitu 5, A t h u g i ð! 2ja tonna Chevrolet (trukk- ur) til sölu. Keyrður 12.000 mílur. Mjög hentugur fyrir sveitaheimili. Til sýnis í Lundargötu 2. Þessi grein, fyrri hluti hennar birtist í þessu biaði, er eftir Ejner Petersen bónda á Kleif á Árskógsströnd. Það ætti að vera óþarft að rifja upp, hve grátt óþurrkarnir síðastliðið sumar léku okkur, sem ekki vorum búnir að koma okkur upp votheysgeymslum. — Sumarið kenndi okkur rækilega að lítið vannst við að böðlast og hamast. Rigningarnar voru og eru okkur ofurefli með óbreytt- um búskaparháttum. Aðeins að miða heyverkunina við að þurrka, jafnvel þótt ómcgulegt sé. Mönnum er orðið alljóst, að votheysverkunin er það, sem á að koma, en því miður virðist það vera að verða landlæg trú, að ekki sé hægt að verka hey sem fyrsta flokks fóður, nema með stórfelldum stofnkostnaði. Turnai’nir í sambandi við sax- blásara eru máske, fræðilega séð, beztu votheysgeymslurnar, en hlutfallslega fáir bændur í heim- inum munu eiga það bú, sem getur staðið undir þess konar búskaparlagi, og mig grunar, að það verði langsótt, að bændur hérlendis eigi almennt þær 350.000.00 til 500.000.00 kr., sem nú er talið nauðsynlegt, til þess að geta búið með nýtízku sniði. Margir íslenzkir bændur hafa verkað vothey með góðum ár- angri, bæði fyrr og síðar. Því miður hafa svo mörg leið mistök orðið hjá svo mörgum á liðnum árum, að það hefur spillt all- verulega fyrir útbreiðslu þessar- ar aðferðar. Umhugsunin um framtíðina síðastliðin sumur og dulinn kvíði fyrir fóðurskorti í vor, ætti að hafa kennt okkur öllum að beita hönd og huga, til þess að koma í veg fyrir að þetta endurtaki sig. Sama vandamál hafa bændur og vísindamenn þeirra víða erlendis glímt við, þurrheysverkun við liæpin skil- yrði og tilraunir með votheys- gerð án mikils tilkostnaðar. Eg var einn þeirra manna, sem sáu fjármagn sitt og framtíðar- drauma hverfa síðastliðin sum- ur, og sem fátækur bóndi hafði eg ekki efni á því, en var svo heppinn að hafa í fórum mínum nýlega enska bók um gras- og heyverkun, og í neyð minni síð- astliðið haust notfærði eg mér reynslu enskra bænda, og má álíta af fenginni reynslu nú í haust og vetur, að hún geti orð- ið öflug lyftistöng í höndum fé- lítilla bænda hérlendis líka. — Bókin heitir „Good Grassland“ og er gefin út af The English Universities Press Ltd., London 1949, og er umsögnin á blaðsíðu 173-—176. Höfundur bókarinnar er dr. D. M. Robinson, háttsettur maður í fræðslukerfi enska land- búnaðarmálaráðuneytisins og var í stríðslok búnaðarmálastjóri fyrir Worcestershire í (Suðv,- Englandi. Hann segir í bók sinni, að bændur í Englandi séu víða farnir að skilja. að ódýrustu og raunverulega beztu votheys- geymslurnar séu skurðgryfjurn- ar. —o— Fyrir framan mig, meðan eg er að reyna að hnoða saman þessari gi’ein, hef eg líka árbók ameríska landbúnaðarráðuneytisins fyrir 1948,' „Grass“ The Yearbook of Agriculture, Washington D.C. Á blaðsíðu 178—190 er grein um votheysverkun við mjög mis- jafna aðstöðu og með mismun- andi aðferðum og þar er skurð- gryfjum skipaður jafn sess við hlið hinna venjulegu turna þar, og annars staðar í bókinni er sagt frá því, að þessi aðferð sé algengust í fjallahéruðum í norð- vestanverðum Bandaríkjunum með stað- og búskapai’háttum, sem sýnast ekki mjög frá- brugðnir hinum íslenzku. Dr. O. S. Aamodt, einn af reyndustu og glöggskyggnustu landbúnaðarsérfræðingum heims ins, kom hingað í ágúst 1949 í boði íslenzku ríkisstjórnarinnar til skrafs og ráðagerða. Þegar hann hafði virt fyrir sér íslenzk- an landbúnað lagði hann meðal annars sérstaka áherzlu á, í bráðabirgða yfirlitsskýrslu sinni, sem var birt í „Frey“ nr. 5.—6., blaðsíðu 65—68, á votheysverk- un í skurðgryfjum og niður- gröfnum gryfjum. Ráð þetta mætti megnri andstöðu í sama tölublaði, eins og mörgum er kunnugt; en þó leyfi eg -mér eftir eigin reynslu í haust og vetur, að álíta, að ef þeir menn, sem héldu um stjórntæki áróðursins og fræðslu, hefðu barizt af ákafa fyrir þessari aðferð síðastliðið sumar og haust, hefði verið hægt að bjarga óhemju verðmæti með frekar litlum tilkostnaði, og létta mestu á hugum íslendinga þyngstu rauninni, sem þjakað hefur búandi menn hér á landi síðan fyrsta tilraun norrænna manna að festa rætur á íslandi var gerð, fóðurskortinum. Mál er það máske, þegar hér er komið málum, að benda á, að skurð- gryfjaverkun er engin galdraað- ferð. Ef kunnáttuleysi og óvand- virkni koma ekki saman í eina lest, er þetta máske einhver auð- veldasta aðferðin til að reka framleiðslu, en það hefur hún sameiginlegt með öllum þeim heyverkunaraðferðum, sem reyndar hafa verið hér á landi. Fyrir nokkrum tugum ára síðan gátu Þingeyingar innleitt nýja tímann á mörgum sviðum hér á landi með því að koma sér í sam- band við menningarstrauma ná- grannaþjóðanna. Hvaða hérað vill nú taka forustuhlutverkið að sér við að hagnýta sér reynslu bænda og vísindamanna þeirra, bæði hér og erlendis? Varla er til það vandamál, sem manns- andinn hefur ekki glímt við á sinni milljóna ára löngu leið og fundið einhverja úrlausn á. Og þótt við lifum í útjaðri hins ræktaða heims, þá er líka til handa okkur sá nægtabrunnur af reynslu, sem seint verður þurr- ausinn. Eg notfærði mér, sem áð- ur er á drepið, fræðslu og leið- beiningar Breta og Bandaríkja- manna, og reynsla mín var slík, að eg læt í skurðgryfju, hvernig sem viðrar, 75—80% nú í sumar. Reynsla bænda erlendis og mín stutta í haust og vetur hefur létt á huga mínum mikilli byi’ði. í framtíðinni þarf eg ekki að kvíða óþurrkunum og vil vera fær um að ákveða eftir vild gæði fóðurs- ins fyrir komandi vetur, svo að maður þurfi ekki á aðfluttu fóðri að halda, jafnvel handa hámjólka kúm. Þurfa ekki að binda mjög mikið fjármagn í heygeymslum, — kleift að ganga að fóðuröflun hvernig sem viðrar og þess vegna vera fser um að skipuleggja vinnu sína, þegar frátekinn er brakandi þurrkur. Átta til tíu mánuði ársins berjumst við gegn miskunnar- lausum náttúruöflum og við, sem stundum landbúnað eigum líka (Framhald á 6. síðu).

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.